Fréttablaðið - 04.11.2005, Side 8

Fréttablaðið - 04.11.2005, Side 8
8 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR Sjálfstæðismenn - veljum öflugan lista í prófkjörinu um helgina. Aðeins þannig sigrum við borgina í vor! Þorbjörg Helga sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor ����������� �� ������� ��������� �������� ��� ����� KJARAMÁL Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins gagnrýnir yfirlýsingu mið- stjórnar Alþýðusambands Íslands um að einsýnt sé að til uppsagn- ar kjarasamninga muni koma að óbreyttu. Ari segir að staða íslenskra fyr- irtækja sem búa við alþjóðlega samkeppni hafi versnað gríðarlega frá því að gengið var frá kjara- samningum vorið 2004 og að firna- sterkt gengi íslensku krónunnar grafi undan undirstöðum íslensks atvinnulífs. „Þessi yfirlýsing hlýtur að teljast með miklum ólíkindum ef horft er til stöðu viðræðna milli aðila og þróunar kaupmáttar í landinu, en varanleg og traust hagfelld þróun kaupmáttar hlýtur að vera það sem starf aðila vinnumarkaðarins snýst um fyrst og síðast,“ segir Ari í fréttabréfi SA sem birt var í gær. „Það er ekki um það deilt að for- senduákvæði kjarasamninga eru virk, einkum vegna verðlagsþró- unar, þótt samningar annarra en ASÍ komi einnig til skoðunar. Engu að síður er ljóst að kaupmáttur er í sögulegu hámarki,“ segir hann. Ari segir að þótt uppsögn samninga standi ekki til af hálfu vinnuveitenda sé því ekki að neita að þær raddir heyrist nú meðal þeirra að rétt væri að SA segði upp kjarasamningum til að losna undan þeim miklu kostnað- arhækkunum sem framundan eru að óbreyttu. „Ákvæði samninga um mögulega uppsögn eru nefnilega gagnkvæm,“ segir hann. Hann segir lánveitingar og þenslu tengda íbúðamarkaði helstu orsök verðbólgunnar. „Sú hótun vofir yfir atvinnulífinu að frekari launa- hækkanir leiði til enn meiri vaxta- hækkana Seðlabanka, til að hemja verðbólgu, á meðan stjórnendur fyrirtækja ræða í alvöru um það hvort fyrirtækin muni halda út í 12 til 24 mánuði í viðbót,“ segir Ari. „Hækkun á útgjöldum fyrir- tækja við þessar aðstæður er því hið mesta óráð og einungis til þess fallin að fækka störfum og auka verðbólgu. Seðlabankinn mun væntanlega hækka stýrivexti sína enn meira en ella verði aukið við samningsbundnar hækkanir í kjarasamningum, sem umsvifa- laust mun hækka gengi krónunn- ar,“ segir hann. sda@frettabladid.is Samtök atvinnulífs- ins ósátt við ASÍ Framkvæmdastjóri SA gagnrýnir yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ um að uppsögn kjarasamninga sé óumflýjanleg. Segir stöðu fyrirtækja mun verri nú en þegar gengið var til samninga vegna gengisþróunar og spurning hvort þau haldi út. ARI EDWALD, FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA ATVINNULÍFSINS Ari segir að þær raddir heyrist nú meðal vinnuveitenda að rétt væri að Samtök atvinnulífsins segðu upp kjara- samningum til að losna undan þeim miklu kostnaðarhækkunum sem framundan eru að óbreyttu. KJARAMÁL „Þetta er þekkt sjónar- horn, að nota launavísitölu Hag- stofu Íslands til viðmiðunar líkt og Samtök atvinnulífsins gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands um gagnrýni Ara Edwald, framkvæmdastjóra SA, á yfirlýs- ingu miðstjórnar ASÍ um að upp- sögn kjarasamninga sé óumflýj- anleg. „Inni í henni eru tvær launahækk- anir sem duga eiga til tveggja ára en mælast þarna á tólf mánuðum.“ bendir hann á. „Í fyrsta lagi erum við að fjalla um kaupmáttarþró- unina það sem af er þessu samn- ingstímabili þar sem viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar er að verja þá kaupmáttaraukningu sem félagsmenn okkar hafa. Deilan snýst ekki um hvort kaupmáttur sé ekki hár heldur hvort hann eigi að lækka. Kjarasamningar gerðu ráð fyrir því að kaupmáttur héldi áfram að hækka,“ segir hann. Aðspurður segir hann að lesa megi hótun úr orðum Ara um að umræða sé meðal vinnuveitenda að segja upp samningum til að losna við skuldbindingar sem framundan eru. „Ef ekki hótun, þá allavega kristallast í þeim sú staða sem komin er upp,“ segir Gylfi. - sda Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, um gagnrýni Samtaka atvinnulífsins: Deilan snýst um kaupmátt GYLFI ARNBJÖRNSSON Segir rangt að nota launavísitölu Hagstofunnar því hún feli í sér tvær launahækkanir sem duga eigi til tveggja ára en mælist á tólf mánuðum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.