Fréttablaðið - 04.11.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 04.11.2005, Síða 12
12 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 ÆVINT†RIN ERU ENN A‹ GERAST Pathfinder SE Ver›tilbo› 4.290.000.- Lúxusjeppi á vetrardekkjum, sjálfskiptur, 7 manna, cruise control og allur pakkinn. 44.619.- á mánu›i* m.v. 20.000 km akstur á ári 79.229.- á mánu›i* Rekstrarleiga me› fljónustu í 36 mán. PATHFINDER NISSAN *L‡sing 30% útborgun og eftirstö›var í 84 mánu›i. 32” dekk fylgja me›! SKIPT_um landslag UPPLÝSINGATÆKNI Rannsókn efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra á hugsanlegum hugverka- stuldi sem hófst með rassíu í fyrrahaust stendur enn. Gerð var húsleit hjá tólf ein- staklingum og tölvur og tölvu- búnaður gerður upptækur. Allir voru handteknir og gistu tveir fangageymslur nóttina. Fólkið var grunað um að sækja og dreifa kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, forritum, tónlist og tölvuleikjum með DC++ skráaskiptiforritinu. Brot gegn höfundarréttarlögum geta varðað allt að tveggja ára fangelsi. Aðgerðir lögreglu í fyrra komu í framhaldi af kæru samtaka höf- undarrétthafa í febrúar 2004. Hallgrímur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáís, samtaka myndrétthafa, segir sig vissulega farið að lengja eftir niðurstöðu í málinu, en segist litlar spurn- ir hafa af gangi rannsóknarinn- ar. „Auðvitað vildi ég að komin væri fram niðurstaða og vonandi með þeim hætti að gefin verði út ákæra,“ segir hann og telur ríða á að fá niðurstöðu dómstóla um lögmæti niðurhals og skráaskipta á netinu. „Við teljum að lögin séu mjög skýr. Allt í kring um okkur falla dómar, sem betur fer rétt- höfum í hag, þannig að ég hef svo sem ekki áhyggjur af því að vinna ekki málið. Það er hins vegar ansi slæmt að ekki sé komin niður- staða, því hún myndi skýra lín- urnar og eyða óvissu.“ Hallgrímur segir umhverfi skráaskipta hafa breyst töluvert síðan húsleitirnar voru gerðar í fyrra. Þá mátti í kjölfarið merkja töluverðan samdrátt í netum- ferð um tíma. Eftir að látið var í auknum mæli af gjaldtöku fyrir erlent niðurhal segir hann hlut DC++ skráaskiptiforritsins hafa minnkað og fleiri farnir að nota það sem kallast Bittorrent. „Þá er fólk jafnvel að logga sig inn á erlendar síður,“ segir hann, en bætir um leið við að tilfinning hans sé að dregið hafi verulega úr skráaskiptum af þessum toga. „Ég held okkur hafi tekist að opna augu fólks fyrir því að þetta var ekki eðlilegt. Vilji fólk brjóta af sér þá gerir það það, en við höfum heyrt í fjölmörgum sem segjast bara ekki standa í þessu, enda ekki ómaksins vert.“ Ekki náðist í Jón H. Snorrason, yfirmann efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, við vinnslu fréttarinnar. - óká Vill láta kæra hugverkastuld Framkvæmdastjóra Smáís er farið að lengja eftir niðurstöðu í rannsókn lögreglu á meintum ólögleg- um skráaskiptum á netinu. Hann vill fá ákæru. UPPTÆKUR TÖLVUBÚNAÐUR HJÁ LÖGREGLU Hér getur á að líta hluta af þeim tölvubúnaði sem gerður var upptækur hjá 12 einstaklingum í húsleit lögreglu í lok september í fyrra. Málið, sem snýst um ólögleg skráaskipti á netinu, er enn í rannsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI STJÓRNMÁL Skráðum félögum í Samfylkingunni á Akureyri hefur fjölgað um 17,5 prósent á undan- förnum tveimur vikum. Á morgun er prófkjör flokksins vegna sveitarstjórnarkosning- anna á næsta ári og eru alls 843 flokksfélagar á kjörskrá, að með- töldum þeim tæplega 130 sem nýlega hafa skráð sig í Samfylk- inguna á Akureyri. Kosið verður um fjögur efstu sæti listans og samkvæmt próf- kjörsreglum skulu þau skipuð tveimur konum og tveimur kör- lum. - kk Samfylkingin Akureyri: Fjölgun vegna prófkjörs HALLGRÍMUR KRISTINSSON Hallgrímur, sem er framkvæmdastjóri Smáís, vonast eftir að einstaklingar sem skiptust á höfundarréttar- vörðu efni á netinu verði kærðir fyrir brot á lögum um höfundarrétt. COLORADO, AP Bob Dougherty, 57 ára gamall íbúi smábæjarins Nederland í Colorado í Banda- ríkjunum, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu þegar hann fór í verslunarferð til borg- arinnar Boulder. Eftir að hafa spásserað um í byggingavöruversluninni Home Depot, þurfti Dougherty að fara á snyrtinguna. Það sem hann vissi ekki var að óprúttnir menn höfðu sett tonnatak á klósettset- una, þannig að hann gat ekki með nokkru móti losað sig. Dougherty kallaði eftir hjálp en starfsmenn verslunarinnar tóku köll hans ekki alvarlega heldur héldu þeir að hann væri að grínast. Það var ekki fyrr en eftir dágóða stund sem starfsmönnun- um varð ljóst að Dougherty var full alvara. Þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang þurfti að losa klósettsetuna og flytja Dougherty með hana fasta við sig á sjúkrahús þar sem hún var losuð. Hann varð sár á afturendanum eftir límið sterka. Dougherty hefur höfðað mál gegn versluninni Home Depot þar sem hann telur sig hafa orðið fyrir skaða á líkama og sál eftir lífsreynsluna. Hann er hjartveik- ur og segir að hann hafi um tíma haldið að hann væri að fá hjarta- áfall. - th Hjartveikur maður höfðar mál gegn verslun: Límdist fastur við klósettsetu ÞÝSKALAND, AP Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokka Þýska- lands héldu í gær áfram viðræðum um myndun samsteypustjórnar og reyndu að láta innanflokksmisklíð í báðum flokkum ekki trufla þær. Angela Merkel, kanslaraefni kristilegra demókrata, og forystu- menn jafnaðarmannaflokksins SPD hófu nýja lotu viðræðnanna sem nú hafa staðið í meira en hálf- an mánuð. En flokkarnir eru enn að jafna sig á því að í vikunni skyldi for- maður SPD tilkynna að hann hygðist láta af flokksformennsk- unni og Edmund Stoiber, einn helsti þungavigtarmaðurinn í liði kristilegra, ákvað að taka ekki sæti í stjórninni. Merkel fullyrti í gær að við- ræðurnar væru á góðum skriði, þrátt fyrir „taugatitring“ síð- ustu daga, og það ætti að takast að leggja væntanlegan málefna- samning fyrir flokksþing beggja flokka um miðjan mánuðinn. Matthias Platzeck, forsætisráð- herra Brandenborgar sem er eitt þýsku sambandslandanna sextán, hefur verið tilnefndur sem vænt- anlegur arftaki Franz Müntefer- ings sem formaður SPD. - aa Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í Þýskalandi: Merkel segist vera bjartsýn ANGELA MERKEL Verðandi kanslari. KATTLIÐUG Japanska skautadrottningin Mao Asada getur teygt sig á ýmsa lund eins og hún sýndi á meistaramóti í listhlaupi á skautum sem nú fer fram í Peking í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms þess efnis að uppsagnir varnarliðsins á greiðslum rútufargjalds til rafiðn- aðarmanna sem vinna hjá varnar- liðinu séu ólögmætar. Dómurinn telur einnig að greiðslur til starfs- manna vegna ferðatíma séu ólög- mætar. Varnarliðið hætti þessum greiðslum til rafiðnaðarmanna þann 1. nóvember 2003. Kjör starfsmannanna eru samkvæmt ákvörðun kaupskrárnefndar frá árinu 1955. Ríkið greiðir máls- kostnað. - saj Hæstiréttur staðfestir dóm: Ólögmæt kjaraskerðing HÆSTIRÉTTUR Staðfesti dóm héraðsdóms.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.