Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 3
Suhnudagur 9. iióv.ember 1975. TÍMINN Sveinn Benediktsson: Markaðshorfur á fiskmjöli og lýsi Aflabrestur í Perú.Úr dreifibréfi Félags fsl. fiskmjölsframleiðenda nr. 11/1975. Mánudaginn 27. okt. sl. bárust fréttir til landsins um það, að fiskmjölseinkasalan i Perú EPCHAP, hafi tilkynnt, að þeir gætu ekki staðið við fyrirfram- gerða samninga um afhendingu á fiskmjöli i okt., nóv. og des. 1975 vegna aflabrests. Þessa tilkynningu hafði EPCHAP sent kaupendum fisk- mjölsins hinn 24. okt s.l. Vakti hún að vonum mikil vonbrigði og óánægju hjá kaupendunum sök- um þess, að mjög takmarkaðar birgðir voru fyrir hendi i hinum ýmsu framleiðslulöndum og bú- ast mátti við hækkun, ef ansjó- vetuveiðarnar við Perú brygðust hrapallega, eins og nú er komið á daginn. Er liklegt, að veruleg hækkun verði á fiskmjöli, þótt hún kæmist ekki i hálfkvisti við það verð, sem var á fiskmjöli 1972/73. Undir lok máimánðaar 1975 stöðvuðu Perúmenn ansjóvetu- veiðar sinar. Var það gert fyrr en ella vegna þess að aflinn var mjög blandaður smærri ansjó- vetu. Höfðu þeir þá veitt rúmlega 2,5 milljón tonna. Hugðust Perumenn hefja veið- arnar aftur i septembermánuði og veiða þá magn, sem svaraði þvi, að heildarframleiðslan á ár- inunæmi 1.200.000 tonnum af fisk- mjöli. Gerðu þeir út rannsóknarleið- angur, sem þeir nefna Evreka. Þau skip, sem hófu þessar tilraunaveiðar i september, veiddu svo lftið, að ákveðið var að fresta frekari veiðitilraunum fram i otkóber. Þegar EPCHAP hafði tilkynnt kaupendum fiskmjölsins af- greiðslufrestinnáfyrirfram seldu mjöli i 60 daga, sendu þeir kaupendum skýringar á þvi, hvers vegna þeim hafði ekki verið unnt að standa við gjörða samninga, og eru þær skýringar i aðalatriðum þessar: Segjast þeir vona, að kaupendur skilji það öngþveiti, sem skapazt hafi, og hjálpi þeim til þess að leysa vandann. Veiði og framleiðsla frá 6. okt. 1975 er þessi: Afli Mjölframleiðsla 6/10 enginn 7/10. enginn 8/10. 144tonn 32 tonn 9/11. enginn 13/10. 1.250tonn 275 tonn 14/10. 525tonn 116tonn 15/10. 10.245 tonn 2.254 tonn 16/10. 2.719tonn 595 tonn 20/10. 3.539 tonn 788tonn 21/10. 630tonn 139 tonn 22/10. 1.835tonn 404tonn 23/10. 2.705tonn 595 tonn Alls: 23.592 tonn mjöl Lýsisframleiðsla alls lýsi eða minna. Birgðir og sala fram 1975: Birgðir 31/10 1975 Skuldbindingar i nóv. Innanl .notkun i nóv. '75 5.198 tonn 1.000 tonn til 31. okt. tonn 36.000 69.000 12.000 Vantar til að uppfylla samninga 30/11 '75 45.000 Skuldbind. i des '75 40.000 Innanl.notkuni des '75 12.000 Vantar til að uppfylla samninga 31/12 '75 97.000 Þessar tölur eru áætlaðar og miðaðar við það, að engin veiði verði i nóv./des., þannig að yrði einhver fiskmjölsframleiðsla þessa mánuði lækkar þessi tala. Ennfremur byggjast þessar tölur á þvi, að þeir geti afskipað allri fiskmjölsframleiðslunni. Þetta er hins vegar óframkvæmanlegt, þar sem framleiðslan skiptist á margar smáhafnir. Auk þess gengi Ur skaptinu mjöl, sem af efnafræðilegum ástæðum upp- fyllti ekki samningana. . Hið framangreinda magn er bæði laust mjöl og mjöl i pokum segir EPCHAP. Hvenær verður unnt að byrja að nýju veiðar i Perú til fiskmjöls- framleiðslu? Svo virðist — við leggjum áherzlu á orðið „virðist", segir EPCHAP, að unnt verði að hefja aftur veiðar i stærri stil svo ekki verði lengur um tilraunaveiði að ræða. Gæti þetta orðið i siðari hluta nóvembermánaðar, en vegna sérstaks ástands sjávarins er ömögulegt að hafa um þetta á- kveðna skoðun, en sjávarhiti hefur verið 2 gr. C undir meðal- hitastigi undanfarnar vikur og veður mjög óhagstætt til veiða. EPCHAP hefur, að þeirra sögn, alltaf haft það að markmiði að selja einungis þá framleiðslu, sem þegar hefur verið framleidd. Hins vegar eins og venjulegt er i þessari atvinnugrein, hefur EPCHAP tekið nokkra áhættu og selt takmarkað magn fyrirfram, sem nú hefur reynzt vera of mik- ið, þar sem veiðarnar hafa brugð- izt. „Við höfum alltaf haft i huga,"segirEPCHAP ,,að varast það sem skeði 1972/1973". En veiðarnar brugðust algjörlega i aprilmánuði 1972 og f ram á næsta ár. Það varð ljóst, að þegar EPCHAP gerði áætlun um mjöl- sölu á þessu ári, að þá var reiknað með þvi, að veiðin byrjaði i sept- embermánuði, en þegar veiðarn- ar brugðust i september og októ- ber, þá þýddi það seinkun á af- hendingu um tvo mánuði. — 0 0 0 — Perúmenn höfðu gert ráð fyrir að veiða á siðasta ársfjórðungi 1975 magn sem svaraði til 600 þús. tonna af fiskmjöli. Aflabresturinn i Perú leiddi til mjög aukinnar eftirspurnar á fiskmjöli i fyrstu og hærra verðs, en þegar kom fram i þessa viku, er byrjaði 2. nóv., kom nokkur afturkippur i fiskmjölsverðið. Þó hefur tekizt að selja fyrirfram nú í dag til UK 1.200 tonn af loðnu- mjöli á 2.08 pund per protein- einingu i tonni cif, er svarar til US$ 4.30. Protein skal greiðast upp i 70% og mjölinu afskipað i febr./marz 1976. Salan er gjörð með fyrirvara um framleiðslu. Verðhorfur virðast nú hagstæð-; ari á fiskmjöli en þær voru fyrir Perúfréttirnar siðustu. Verðlag er þó enn mjög óstöðugt og hörð samkeppni frá sojabaunamjöli og ýmsum kornvörum. Lýsi Lýsisverð hefur farið stigandi frá þvi verði, sem var á þvi i september sl., en er þó nærri helmingi lægra en það var snemma hausts i fyrra. Til þess að unnt væri að halda uppi verðinu á loðnu til bræðslu á þessu ári var fórnað allri innstæðu i verðjöfnunarsjóði loðnuafurða, á fjórða hundrað milljónum króna. Auk þess var lagt fram fé úr rikissjóði i sama skyni. Verðjöfnunarsjóðurinn er nú tómur! Allur tilkostnaður á sjó og landi hefur stóraukizt frá þvi sem hann var á siðustu loðnuvertið. Við minnkandi þjóðartekjur hér á landi og vaxandi oliukreppu, verðbólgu og ýmiskonar óáran um viða veröld, verður að reyna i lengstu lög að koma þvi til vegar að unnt verði að stunda loðnú- veiðar á komandi loðnuvertið 1976. Vegna þeirrar brýnu þarfar, sem er á framleiðslu loðnuafurða á komandi vertið þurfa allir ATLAS SNJÓDEKK Hagstælt veri! 560—13 meö hvítum hring 8.885 kr. full negld 600—13 með hvitum hring 8.027 kr full negld 650—13 meö hvitum hring 8.538 kr. full negld 560—15 með hvítum hring 8.860 kr full negld E 78—14 svört 8,262 kr ónegld 9.800 kr negld F 78—14 svört 8.759 kr ónegld 10.297 kr negld G 78—14 svört 9.180 kr ónegld 10.718 kr negld G 78—15 svört 9.358 kr ónegld 10.896 kr negld C 78—14 með hvitum hring 8.516 kr ónegld 10.055 kr negld E 78—14 með hvítum hring 8.893 kr ónegld 10.430 kr negld F 78—14 með hvitum hring 8.599 kr ónegld 11.137 kr negld 750—16 strigal. Jeppadekk 16.498 kr Opið: AAónud. — fimmtudag. 8-19 föstudaga 8-22 laugardaga 8-17 /^ VÉLADEILD SAMBANDSINS HJÖLBARÐAR HÖFÐATÚNI8 SÍMAR16740 OG 38900 góðviljaðir menn að stuðla að þvi að þessi starfsemi stöðvist ekki, þvi að það gæti haft i för með sér rýrnun á útflutningsvörum lands- ins um 10-15% af heildarverðmæti útflutningsins. 6. nóv. 1975. Sv.Ben. PIONŒŒR SX-434 Cöpiorvieen sa-7300 Gfi pioimœœr Sínuskraftur út: 15 wött á hverja rás minnst, við 8 OHM álag, báðar rásir mældar samtímis, f rá 40 HZ til 20.000 HZ, með ekki meiri bjögun en 0.8%. Meðan kröf ur um réttari og nákvæmari mælingar auk- ast, slær þessi útvarpsmagnari í gegn. Magnari og út- varp SX-434 fyrir aðeins kr. 69.900. Sínuskraftur út: 35 wött á hverja rás minnst, við 8 OHM álag, báðar rásir mældar samtímis, frá 20 HZ til 20.000 HZ, með ekki meiri bjögun en 0.3%. Kröfur til mælinga á útgangsstyrk verða sífellt'strang- ari og nákvapmari.SA-7300 erseldur sem 35 watta magn- ari, við áður nef ndar mælingar. Til gamans má geta þess að við svokallaðan DÍN standard yrði þessi magnari um þaðbil 50wöttsínus. Þráttfyrir yf irburði í styrk er verð- ið aðeins kr. 53.600.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.