Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. nóvember 1975.
TÍMINN
9
Dáður elskaður, ógleymdur. Hollywoodstjarnarn James Byron Dean.
Fullur í „Risinn”.
Æðið barst lika út um önnur lönd.
1959 stukku tvær stúlkur út um
glugga á 14. hæð i Hamborg, af
þvi að þeim fannst „goðið” vera
að kalla á sig.
Fólksmergðá dánardægrí háns
á hverju ári, blaðagreinar, bæk-
ur, plötur með lofsöngvum. Með
slikri þrákelkni var ekki einu
sinni hinn fagri Rudolf Valentino
syrgður fyrir daga Deans eða
Marilyn Monroe eftir daga hans.
En það sem vekur mesta furðu, er
að ekkert lát virðist á þessari
sorg. Nú þegar hann hefur verið
látinn næstum jafnlengi og hann
lifði, og fyrstu tilbiðjendur hans
eru orðnir miðaldra — afar og
ömmur — er enn verið að lifga
upp á eftirlætið Jimmy.
Ævisögur koma á markaðinn i
Englandi, Ameriku Frakklandi
og ítaliu og seljast vel. Plötuút-
gáfan Wea gefur út plötur með
samtalsatriðum úr myndum, sem
hann hefur leikið i. Þeir, sem
vilja spara sér það, geta hringt á
dánardegi hans i unglingatima-
ritið Bravo, og hlustað á rödd
hans i simsvara. Myndir af hon-
um eru prentaðar á boli og peysur
og myndir af honum hanga i her-
bergjum stúdenta.
Kvikmyndaleigan Warner
Columbia hefur upp á siðkastið
reynt að græða á myndum með
James Dean. Allar þrjár
myndirnar, „Handan við Eden”
(leikstjóri Elia Kazan), „Þvi að
þeir vita ekki hvað þeir gera”
(leikstjóri Nicholas Ray), og
„Risinn” (leikstjóri George Stev-
ens) eru sýndará ný og Sannfæra
hýja kynslóð um hve mikils virði
James Dean var.
Þegar hann reikar vanmáttug-
ur og ástarþurfi, með óróleika i
augnaráðinu og uppreisn i hverj-
um vöðva yfir tjaldið, falla með-
leikarar hans (meira að segja
Elisabeth Taylor) i skuggann.
Hann er alltaf sá kúgaði, tvisvar
af foreldrum, og i myndinni Ris-
inn — af auðkýfingum, sem hann
sigrar með eigin vopnum.
Af þvi að leikur hans er svo til-
gerðarlaus, trúir maður hinu
ótrúlega orðatiltæki hans:
„Taugaveiklaður maður verður
að tjá sig, taugaveiklun min fær
útrás i leiknum.”
Dean varð fyrir örlagarikri
reynslu i æsku. Móðirhans lézt er
hann var niu ára gamall. Hún
hafði lesið fyrir hann ljóð, sent
hann i fiðlutima og föndrað með
honum brúðuleikhús. Jimmy tók
missinum þegjandi. Faðir hans
sagði svo frá, að hann hefði ekk-
ert sagt, bara horft á sig. Svo var ’
þetta innhverfa barn sent til ætt-
ingja, sem áttu búgarð i Indiana.
Þar virtist hann blómstra og
þroskast eðlilega. Hann var góður
basketball- og baseball-leikari i
skóla, vann framsögukeppni og
hóf nám i lögfræði að ósk föður
sins. Hann þráði brátt að gerast
leikari og var, eins og hann viður-
kenndi, oftast óhamingjusamur.
Hann saknaði móður sinnar og
það var fátt, sem tengdi hann við
föður hans, sem hafði kvænzt á
ný-
Hann var hræddur við að bind-
ast og skipti oft um vinstúlkur, og
þegar hann einu sinni ætlaði i
raun og veru að festa ráð sitt,
kom röggsöm kona 'i veg fyrir
það. Móðir itölsku leikkonunnar
Pier Angeli tók af skarið, þegar
Dean ætlaði að giftast dóttur
hennar. Hann hefði meira að
segja orðið kaþólskur hennar
vegna.
Arum saman var það aðeins
metnaðargirni hans, sem hélt
honum uppi. Hann var duttlunga-
fullur, þjáðist af afbrýðisköstum
og var lengi blásanuður. En hann
sagði: „Ég vil ekki vera góður
leikari, ég vil vera bezti leikari,
sem til er!” Hann varð það, eins
og allir vita, en það gerðist ekki á
einni nóttu. Eftir smáhlutverk i
útvarpi og sjónvarpi stóðst hann
inntökupróf I leiksmiðju Lee
Strasbergs. Aður en Kazan upp-
götvaði hann fyrir „Eden”, hafði
hann náð góðum árangri á Broad-
way og hafði komið þrjátiu og
tvisvar sinnum fram i sjónvarpi.
Er „Handan við Eden” var
frumsýnd, var hann ennekki álit-
inn sá stærsti. Honum var álasað
fyrir að herma eftir Marlon
Brando. Það kom ekki til i seinni
myndunum tveimur. Hinn rót-
lausi Dean, uppreisnarseggurinn
á móti kerfinu, varð leiðandi tákn
stærstu unglingaheyfingar
tuttugustu aldarinnar.
Milljónir ungmenna, sem fyrst
kölluðu sig Beatniks svo hippies,
yippies og llka apos, tileinkuðu
sér eitthvað frá honum. Hið ákafa
mótmælandi látbragð hans hæfði
hugsjónum þeirra og fylgdi ekki
neinni tisku.
David Dalton, sem skráði ævi-
sögu hans, segir:
„Hann var Hamlet og ödipus i
senn.” Barbara Glenn, sem var
árum saman vinkona hans, sagði
hann vera hræðilega erfiðan i
umgengni. „„Hann var annars
flokks leikari”, sagði gagnrýn-
andi nokkur. „Hann var kvik-
myndalist”, sagði franski leik-
stjórinn Francois Truffaut. Þetta
getur allt staðizt.
Hann var fyrst og fremst
stjarna, sem með viðkvæmni
sinni skildi tiðarandann og var
táknrænn fyrir erjur unga fólks-
ins við pólitisk völd. Hann var
ekkert meðalmenni.
Eiginleikar hans ullu þvi að
meira eða minna leyti, að hann
varð af stúlkunni, sem væntan-
lega var hans stóra ást.
Það var boð i húsi móður Pier
Angeli. Hann vissi að aðeins út-
valdir gestir voru boðnir. Menn,
sem heilsuðu með handkossi og
slógu konum gúllhamra og álitu
smóking vera sjálfsagðan. Hann
vildi vita hvort Pier héldi með sér
eða móður hennar, sem hefði
helzt viljað fá finan og uppstrok-
inn tengdason. Þess vegna fór
hann i krumpuðum smóking-
jakka, var innanundir i marglitri
kúrekaskyrtu og i gallabuxum og
á strigaskóm. Hann gekk framhjá
Pier, skelfingu lostinni, inn i sal-
inn, þar sem vandræðalegri þögn
sló á alla.
„Slappið þið aðeins af”, hróp-
aði hinn einkennilegi gestur. „Nú
skal ég sýna ykkur, hvernig ég
vann Lincoln i kappakstri á
mótorhjóli.” Siðan settist hann
öfugur á stól, og hermdi eftir
vélarhljóði, bensingjöf, flautaði
og lét púströrið sprengja.
Allt I einu hætti hann. Pier hafði
hlaupið grátandi út. Hann stóð
hægt upp, fór úr smokingjakkan-
um, lét hann detta á gólfið og fór.
Hann var beisklega vonsvikinn.
„Ég hélt hún mundi skilja
mig”, sagði hann við vin sinn.
Hann dvaldist hjá honum daginn
eftir, lá á gólfinu og hlustaði á
plötur, aðallega fiðlukonsert
Tschaikowskys.
James Dean trúði ekki lengur á
ástina eftir að Pier Angeli sagði
skilið við hann.
....Nú þarf ég ekki að taka til-
littil neins og get ekið kappakstur
eins oft og ég vil,” sagði hann.
James Dean þurfti að deyja,
áður en fólk fór að hafa áhuga á
lifi hans og róta i þvi eins og gam-
alli kistu. Og allt var selt, — allt.
Umbúðirnar urðu að vera réttar,
þær voru sögurnar og skritlurnar,
sem voru sagðar um hann, þær
urðu að samsvara hugmynd að-
dáenda hans um hann. Lika sag-
an um framkomu hans i boðinu.
Pier Angeli giftist siðar dægur-
lagasöngvaranum Vic Damone.
Hún gerði það eingöngu til þess að
hefna sin á Dean. Hún hefur
sennilega séð eftir þvi strax á
brúðkaupsdaginn, þegar hún kom
úr kirkjunni. Þá stóð James Dean
frammi fyrir henni, — i þetta
skipti i smoking. Hann horfði i
augu hennar, án þess að segja eitt
einasta orð og snérist siðan á hæli
og gekk i burtu.
Seinna viðurkenndi hann að
hann hafi ekki ætlað að leika
„stóran karl” i boðinu hjá móður
hennar. Hann var ekki grunlaus
um, að þessi stúlka hefði verið
bendluð við hann af stórlöxum
kvikmyndaiðnaðarins i aug-
lýsingaskyni. Hann vildi vita
hvort hún væri einlæg.
Seinna sleit hann samvistum
við aðrar konur, af þvi að hann
hélt, að þeim fyndist aðeins snið-
ugt að láta sjá sig á skemmtistöð-
um með honum. Hann sleit sam-
bandi við Ursulu Andress, Erthu
Kitt og dansmey, sem hét Vam-
pira. Meira að segja Nathalie
Wood, sem lék með honum i
myndinni „Þvi að þeir vita ekki
hvað þeir gera”, henni sagði hann
einnig upp.
Eftir þvisem hann varð frægari
varðhann tortryggnari. „Þaðvar
fjári erfitt starf að vera stjarna.
Þú spyrð þig alltaf, hvort viðmót
fólks væri það sama gagnvart þér
— ef þú værir það ekki”, sagði
hann.
Skömmu fyrir dauða hans var
Elisabeth Taylor eina konan, sem
honum leið vel hjá. „Hún er sjálf
svo fræg”, sagði hann, „hún þarf
ekki að gera sér neitt upp.”
Við töku myndarinnar „Ris-
inn”, þar sem hún lék á móti hon-
um, sýndi hann einu sinni vini
slnum, hvað hann væri fljótur að
snara kálf. „Kálfurinn” var
Elisabeth Taylor. Þvert á móti
þvi sem allir bjuggust við, þá
gerði hún ekkert veður út af
þessu, heldur dustaði aðeins af
sérsandinn ogsagði: „Þú þarft á
konu að halda, Jimmy, sem hugs-
ar um þig.”
27. september kom Dean með
siamsköttinn, sem Liz hafði gefið
honum, til hennar i gæzlu. „í
nokkra daga, þangað til ég kem
til baka frá Salinas. Ég þarf að
taka þátt i kappakstri þar.”
Hann fékk nýjan Porsche Spid-
er daginn eftir og fór af stað i hon-
um áleiðis til Salinas 30. septem-
ber. 350 kilómetrum fyrir norðan
Hollywood keyrði hann á stóran
bil, sem kom á móti. Hann lézt i
sjúkrabifreiðinni á leið til sjúkra-
hússins. Maðurinn, sem keypti
bilinn sagaði hann i smáhluta og
seldi þá sem minjagripi. Hann
varð mjög rikur.
Tuttugu ár eru siðan þetta
gerðist. Á þessum sama degi 27.
sept., hefur lögreglan i Fair-
mount, Indiana nóg að gera ár
hvert. Og á gröf hans liggja alltaf
ný blóm, á hverjum degi, og hefur
svo verið i tuttugu ár.
„Ég verð ekki eldri en 30.” Siysstaðurinn i Kaiiforniu.