Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur !). nóvember 1!)75.
TÍMINN
29
Eftir tónlcika eru bakvöðvar
Bernsteins oft svo stlfir að hann
verður aö fara I nudd.
í austurrfskum jakka heldur
Bernstein upp á kvöldið f pylsu-
stofunni i Salzburg með syni sin-
um Alexander.dætrunum Nina og
Jamie og konu sinni Felicia.
Lilly Palmer fær handkoss hjá
Bernstein, en Judith Biegen, sem
söng sérstaklega vel á tónicikun
um fékk innilegri koss.
að slita mig frá hljómborðinu.
Mér fannst ég vera í miðdepli al-
heimsins, sem ég hafði á valdi
minu”.
En hann var ekki bara músik-
alskur. Hann lauk hinum nafntog-
aða „Latinuskóla” i Boston með
fyrirtaks einkunnum og innritað-
ist i Harvard i tónlist og tungu-
mál. Þrátt fyrir ágætispróf fékk
hann enga vinnu sem tónlistar-
maður. Fullur örvæntingar
auglýsti hann i dagblöðum
kennslu i pianóleik. Enginn nem-
andi kom. f stað þess uppgötvaði
hljómsveitarstjóri Bostonar
sinfóniuhljómsveitarinnar, Serge
Koussevitzky hann. Hann sagði
að hann væri nýr Koussevitzky.
Þessi hégómlegi „showmað-
ur” kom hinum unga Bernstein
eins mikið á framfæri og hann
gat, og arfleiddi hann að gullnu
skyrtuhnöppunum sem arftaka
hinssérstaka stíls, sem Bernstein
hafði þá lika tileinkað sér.
Þremur árum seinna, þegar
Bernstein var aðstoðarstjórnandi
i New York, varð kvef Bruno
Walters honum til frægðar. Sagan
um undrabarnið Lennie segir, að
hann hafi hlaupið i skarðið alveg
óundirbúinn fyrir gamla meistar-
ann 14. nóv. 1943. Þetta er ekki al-
veg rétt. Bernstein hafði
vitað, að Walter gæti sennilega
ekki stjórnað og hafði þvi lært
verkin vel. Það borgaði sig.
Áhorfendurnir fögnuðu ákaft.
Gagnrýnendurnir töluðu um nýja
stjörnu. Hann fékk tilboð frá öll-
um stóru hljómsveitunum. Bern-
stein segir: „Ég vissi alls ekki
hvað var að gerast og ég trúði
ekki að allt þetta væri min vegna.
Ég vann til að gleyma þessu.”
Það var alveg sama hvað hann
gerði, fólk fylgdist alltaf með þvi.
27 ára, árið 1945, fékk hann New
York City Center hljómsveitina.
Hún lék undir hans stjórn „mest
spennandihljómleika, sem heyrzt
höfðu i New York” (New York
Times). Bernstein höfðaði til
ungra áheyrenda með nýrri tón-
list og var sjálfur ungur. Hann
var orðinn vinsælasti
hljómsveitarstjóri Bandarikj-
anna og brátt annarra landa lika.
1947 fór hann til tsrael og
stjórnaði á tveimur mánuðum 40
tónleikum. Eftir að hann kom til
baka stjórnaði hann 25 tónleikum
á 28 dögum. Svona gekk það árið
út og árið inn. Gagnrýnandi
nokkur velti fyrir sér, hvenær
hannhefði skrifað sinfóniur sinar,
balletta, kvikmynda- og Broad-
waytónlist. Sennilega i leigubil-
um, hótelanddyrum og flugvél-
um!
1951 fór Bernstein i fyrsta
skipti I fri. 1 stað þess að hvila sig
giftist hann leikkonunni Felicia
Montealegre. Strax á hveiti-
brauðsdögunum i Mexikó, komst
hún að raun um að það væri erfitt
að búa með Lennie, ,,en væri ekki
erfiðleikar i sambúð með öllum
mönnum, sem borgaði sig að búa
með?” Börn þeirra Jamie (23
ára), Alexander Serge (21 árs) og
Nina (14 ára), eru dómharðir að-
dáendur föður sins. Jamie, sem
hefur lokið kennaraprófi i tungu-
málum og bókmenntum segir:
„Hann er mjög sérlundaður, en
hann er mannlegasta vera, sem
ég þekki. Ég held að hann viti
ekki hvernig á að ljúga.”
Þennan heiðarleika kunna
áheyrendur lika að meta.
Sérstaklega ungu hlustendurnir,
sem hafa kynnzt honum i sjón-
varpsþáttum, sem sýndir hafa
verið um allan heim. Lög hans
Golda Meir, fyrrv. forsætisráð-
herra tsraels, faðmar Leonard
Bernstein. Siðan 1947 kemur hann
regiuiega til hljómleikahalds til
Tel Aviv, Haifa og Jerúsalem.
hitta lika i mark, eins og kennslu-
stundir hans, samanber West
Side Story. Ef Bernstein gerir
fjárhagslegt uppgjör, þá hefur
vinnuæðið lika borgað sig
peningalega. Hanner álitinn eiga
á aö gizka 3200 milljónir kr.
Frá Broadway, þar sem West
Side Story var flutt árum saman,
auðnaðist Bernstein að stökkva
upp á eftirsóttasta tónleikspall i
New York. 1958 varð hann aðal-
stjórnandi Filharmóniusveitar
New York-borgar. Þá var sagt, að
þessi hljómsveit væri stærilát og
ósamvinnuþýð. En „Ljónið
Lennie”, sem meira að segja góð-
ir vinir segja um, að hafi að
geyma „gyðinglega ófyrirleitni”,
tamdi tónlistarmennina.
Askriftirnar jukust um 50%. A
tónleika hans var alltaf uppselt.
Allt öðru visi var með Karajan,
mótleikara Bernsteins i Evrópu.
sem helzt byggir tónleika sina
upp á Bach, Beethoven, Brahms
og Bruckner. Bernstein flutti á
hinum 942tónleikum, sem leiðtogi
hljómsveitarinnar, 400 verk allra
stiltimabila. Þar á meðal 100 ný
amerisk verk.
Eftir 11 ára tamningastar/, eft-
ir þúsund stökk og óteljandi kossa
og faðmlög, sagði Bernstein upp
forstjórastöðunni. Hann ætlaði
aftur að spila á pianó, semja,
yrkja, skrifa, kenna. 1971 varð til
„Messa” i minningu John F.
Kennedys, og rétt um þessar
mundir á aðflytja nýjan söngleik.
sem fjallar um 200 ár af sögu
Bandarikjanna.
A sama tima sýnir sjónvarpið i
Evrópu annan „söngleik” með
honum, 8. sinfóniu Mahlers.
Bernstein sagði i tilefni af flutn-
ingi og upptöku þessa verks:
„Þessi tónlist étur mig upp með
húð og hári. Það er gifurlega sál-
ræn áreynsla að stjórna henni. Ég
beinlinis sef hjá verkinu.”
->