Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 23
Huuiiudagur í). nóvembcr 1975. TÍMINN 23 J Syfilis í Færeyjum: SNORP VIÐBROGD YFIRVALDANNA Fjögurra manna nefnd frá Færeyjum hefur farið til Kaupmannahafnar til þess aö ræða við Grænlandsmálaráð- herrann þar, Jörgen Peter ilansen um það, hvað helzt er til varnar þvi, að syfilis magn- istlangt umfram það er verið hefur tugi ára. 1 þessari færeysku sendi- nefnd voru meðal annarra Pétur Reinert landstjórnar- maður og landlæknirinn fær- eyski, H.D. Joensen. Jafn- framt hefur landlæknirinn lát- ið festa upp strangar við- varanir til sjómanna i öllum færeyskum skipum, sem til hefur náðzt. Atta skip með 108 mönnum hafa verið mikinn hluta ársins við Grænland, en miklu fleiri skemmri tima. Orsök þessara snörpu við- bragða er sú, að fyrstu niu mánuði þessa árs sýktust þrjátiu Færeyingar af syfilis, en áður hefur það verið nær einsdæmi og sjúklingar flestir orðið fjórir á ári. Ferill fc^ ii» ^ ^ '&* sjúkdómsins er rakinn til Grænlands, en þar rikir nti siðferðileg upplausn með ægi- legum drykkjuskap og tiðum of b eld is verkum , sem stjórnarvöld ráða ekki við, siðan i ljós fóru að koma áhrif þess að fólk var flutt hópum saman ,,i hagkvæmnisskyni" úr upphaflegum heimkynnum á afskekktum stöðum og sett niður á fáum, fjölmennum bæjum, þar sem talið var að auðveldara væri að veita þvi menntun, læknishjálp, og önn- ur gæði lýðhjálpar og breyta þvi i einhverja útgá'gu Evrópubúa. Ávextir þessarar fljót- færnislegu stefnumörkunar eru nú ekki aðeins búnir að gera grænlenzkt samfélag svo helsjúkt, að upphafsmenn hugmyndarinnar, og stjórn- völd yfirleitt, vita ekki sitt rjúkandi ráð, heldur eru meinsemdirnar farnar að teygja anga sina til landa sem samskipti eiga við þetta nauð- stadda fólk. BAZAR Ilvítabands-konur halda bazar að Hall- veigarstöðum kl. 2 e.h. i dag. Úrval handunninna muna. Lukkupokar. Gallað þakjárn selt með afslætti Höfum verið beðnir að selja nokkurt magn af gölluðuPanel þakjárni 7-30 feta. Gallarnir eru aðallega fólgnir i þvi, að málning hefur flagnað af. Járnið kemur þvi að fullum notum fyrir þá, sem aðstöðu hafa til að mála þakjárnið strax. Mikill afsláttur — Staðgreiðsla. Verzlanasambandið h.f. Skipholti 37, simi 3-85-60 UTBOÐ Tilboð óskast i perur á ýmsum stærðum og gerðum fyrir Kafmagnsveitu Reykjavikur og aðrar stofnanir Reykja- vikurborgai'. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 11. desember 1975. Kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 '—' Sími 25800 (|) ÚTBOÐ Tiiboð óskast i nýjan eða notaðan færanlegan lyftikrana fyrir Reykjavikurhöfn. íitboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. desem- ber 1975 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 SmíOað úr ÁLI Sindra-Stál hf hefur um áraraðir séð Menzkum byggingariðnaði fyrir járni og stáli, jafnframt því sem birgðastöð fyrirtækisins hefur kappkostað að hafa ætíð á boðstólum nýjungar, sem stuðla að betri byggingarháttum. í dag býður Sindra-Stál h.f. ál til byggingaframkvæmda á vegum sjávarútvegs, stofnanana og einstaklinga. í birgðastöð- inni er jafnan úrval af bygginga-áli: — álplötum, flatáli, vinkiláli, ferköntuðu áli o.fl. Álklæðningar frá Sindra-Stáli h.f. hafa nú þegar sýnt sig að vera til hagkvæmni jafnt sem fegurðarauka. Skoðið álklæðningu á nýtízku byggingum og þér munuð vera okkur sammála um að „Sindra-ál" er sérstaklega sindra stál athyglisvert. SÍNDRA-STÁLHF Borgartúni 31 símar 19422-21684

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.