Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN mmmmmm m^^m Sunnudagur 9. nóvember 1.975. 8gjPf|i8|P^j||||^ Mikio má vera.cf mönnum rennurekki til rifja að sjá slika mynd sem þessa. Einhvern tima hefur jarö- vegurinn veriö jafnþykkur hæö torfunnar, sem nú stendur ein eftir. Allt hitt er fokið út i veöur og vind, og á haf út. A ÖLLUM TIMUM hafa veriö til menn — og þeir ófáir, sem betur fer, — sem hafa notið þeirrar náð- ar að eiga sér áhugamál, sem miða að heill samfélags, sem þeir lifa og hrærast i. Það er mikil hamingja hverjum manni, ef sér- hvert handtak sem hann vinnur til framgangs persónulegum á- hugamálum sinum, stuðlar jafn- framt að betra og farsælla lifi i landi hans, hvort sem litið er til nútiðar eða framtiöar. Þá var vor i Iofti Einn slikur maður er Jón Jósep Jóhannesson, sá hinn sami, sem hér ætlar aö spjalla stundarkorn við lesendur Timans. Jón er ekki einungis hámenntaður maður og ágætur fræðari ungmenna, hann hefur lika látiö sér annt um upp- eldi þess ungviðis, sem ekki þakkar fyrir mat sinn með orð- um, heldur með grænum grein- um, brumi og blöðum. Hann er, — svo öllu rósamáli sé sleppt — i fremstu röð islenzkra skógrækt- armanna, og er þá ekki litið sagt, þvi að þá höfum við átt bæði marga og vel mennta i sinni grein. — En nú verður þessi for- máli ekki hafður lengri, það er mál til komið að byrja að spyrja: — Hvenær hófust kynni þin af íslen/.kri skógrækt, Jón? — Ég kynntist Hákoni Bjarna- syni skógræktarstjóra árið 1944, i sambandi við söfnun fjár i Land- græðslusjóð. Þau kynni leiddu til þess að ég fór að vinna við-skóg- rækt i Reykjavík og nágrenni hennar vor og haust, á meðan ég var bundinn við skólanám hér. Ég stundaði þá nám i norrænudeild Háskóla Islands á vetrum, fór gjarna i síld á sumrin, en helgaði skógræktinni vorið og haustið, eins og ég sagði. Stóð svo, allt þangað til ég lauk prófi vorið 1949. — Hvaða störf vannst þú eink- uin þessi fyrstu ár þin hjá Skóg- ræktinni? — Það var nær eingöngu gróðursetning. Og dálitið fór ég viðar en um nágrenni Reykjavik- ur, þótt ég nefndi þaö sér á parti áðan. Ég vann i Haukadal, litið eitt að Skógarkotí i Þingvalla- sveit og i Þórsmörk. — Var ekki ákaflega róman- tiskt að vinna þessi þjóðnytjastörf cinmitt árið 1944 og næstu misser- ni þar á eftir, þegar segja mátti að vorhugur væri í allri þjóðinni? — Þegar ég leiði hugann að þessu núna, er ég eiginlega alveg undrandi á þvi, hve fáránlegar hugmyndir ég gerði mér um skógrækt á þessum árum. Ég hélt, að skógrækt væri ekkert annað en nokkurs konar dans á rósum, — að ekki þyrfti annað en að fara með plöntu út i mó og setja hana þar niður, og siðan þyrfti ekki að hugsa meira um það. Seinna komst ég að raun um Kalviðir, þar sem áður var birkiskógur. Þessi blettur má muna fifil sinn fegri,— og er slikt aðsönnu nær þviað vera regla en undahtekning á landi hér. annað, og ég er enn að læra. — Var ekki ungt fólk áhuga- samt og auðvelt að fá það til starl'a á þessum árum? — I raun og veru var skógrækt- in hér að stiga sin fyrstu spor um þetta leyti. Innflutningur fræs hafði enginn verið á strlðsárun- um, og fyrir strið hafði sáralitið verið fengizt við aðrar tegundir en birki og reynivið. Það var þvi engin von að almenningur væri þegar i stað með á nótunum. Við verðum að hafa hugfast, hve stutt er siðan skipuleg skógrækt hófst i landinu, og skógrækt er starf- semi, sem krefst þolinmæði og langtima áætlana. MerkUr prófessor, Mork að nafni, hefur sagt, að 50 ár séu lágmarks- timi til þess að hægt sé að dæma um, hvort tiltekin planta eigi framtið fyrir sér við tiltekin skil- yröi. Ákvæðisvinna ætti ekkiaðeiga sér stað — Þú nefndir áðan, að þú hefðir i upphafi gert þér rangar hug- myndir um skógrækt. Er hún lik- amlega erfitt starf? — Já, hún er það, eins og öll ræktunarstörf eru I raun og veru. Og skógræktin er meira að segja erfiðari en mörg hliðstæð verk vegna þess, að þar er svo óhægt að koma við nýtízku verkfærum. Þar er eiginlega allt unnið með skóflu og haka. Island er enn svo litið vaxið skógi, að gróðursetning hlýtur að verða meginuppistaðan i starfi þeirra skógræktarmanna, sem nú eru uppi, og trúlega hefur næsta kynslóð sömu sögu að segja. Plöntuskóflan verður ó- hjákvæmilegur förunautur is- lenzkra skógræktarmanna enn um sinn. — Þetta er auðvitað moldar- verk, íyrst og fremst? — Já, að sjálfsögðu, öll jarð- rækt er það, meira eða minna. Ef einhver teljandi árangur á að nást, verða skógræktarmenn að vinna verk sln, hvort sem veður er gott eða vont, en þó æskilegast að unnið sé i rigningu, þvi að þá eru mestar likur á að verkið heppnist vel. En gróðursetning reynir alltaf mjög mikið á bak manna, og ef unglingar vinna ó- gætilega, getur það hæglega or- sakað verulegan heilsubrest. — Eru þá ekki veruleg brögð að þvi, að unglingar gefist hreinlega upp, þegar þcir finna að skógrækt er annað og meira en rómantík? — Reynsla min er sú, aö hver MEÐ __ r __;___ SKOFL TTAK A Rætt við Jón Jósej maður sem hefur unglinga undir stjórn sinni við skógrækt, verði að vinna með þeim. Og það er meira að segja ekki nóg að hann taki fullan þátt i störfum þeirra, hann verður líka að segja þeim, strax i upphafi, satt og rétt um það, hvers verkið krefst af þeim. Tak- ist honum þannig að eignast trún- að þeirra, gengur allt vel. En á- kvæðisvinna við skógrækt ætti alls ekki að eiga sér stað, og allra sizt þar sem unglingar eiga i hlut. — En svo víð víkjum að þér sérstaklega: Hvar. á landinu lielur þú aðallega unnið að skóg- rækt? — Haustið 1949 gerðist ég kenn- ari við Skógaskóla undir Eyja- fjöllum. Upp frá því 'vann ég skipulega að skógrækt með ung- lingum á hverju vori, allt til árs- ins 1960. Jafnframt vann ég þá I Þjórsárdal og Haukadal, en frá 1961 til 1970 hef ég unnið á Hall- ormsstað meira eða minna á. hverju vori. — Uin það hefur verið mikið rætt og jafnvel deilt, hvar á land- iiui be/t væri að rækta skóg. Hver er skoöun þin á þvi máli? — úr þvi máli getur enginn skorið nema reynslan ein. Um Hallormsstað þarf ekki að ræða. Hann hefur fyrir svo löngu sann- að ágæti sitt til þessara hluta. En margir aðrir staðir lofa einnig gdðu. Ég nefni aðeins SKORRA- DAL I Borgarfirði og Vatnsdal i Fljótshlið . — En hvað er að segja um okk- ar ágætu norðlenzku dali meö sin- um margrómuðu staðviðrum? — Þótt ég sé Skagfirðingur þá þekki ég Norðurland miklu minna en Suður- og Austurland. Víst veit ég aö skógarlundir i döl- um Húnaþings gefa miklar vonir, og í Þingeyjarþingi eru áreiðan- lega svæði, sem eru mjög vel fall- in til skógræktar, að minnsta kosti fyrir rauðgreni, lerki og blá- greni. — Þú trúir þvi þá að hægt sé að rækta hér nytjaskóg? — Hugtakið „nytjaskógur" hefur svo oft og lengi verið hár- rogað, að ég vil ekkert um það segja, hvort hér megi rækta stór- við eða ekki. Framtiðin mun svara þvi. En ég vil leyfa mér að benda á lerkið á Hallormsstað frá 1905, 1918 og 1939. Hver maðuf sem sér þessi tré og sannfærist þó ekki um að hér sé hægt að rækta ágætan við, hlýtur að vera ófær um að veita einföldustu stað- reyndum viðtöku. — Og svo cru nú skógarnytjar ckki bundnar við stórvi.ð einan saman? — Nei, öðru nær. Hér eru um allt land leifar af birkiskógum, og eru þær víða mjög illa farnar. Nægir þar að nefna birkið i öræf- um, Núpsstaðarskóg, Skaftár- tungubirkið, birkikjarrið i kring- Þcssi mynd er tekin i Heiðmörk vorið 1973. Sjálfsagt hafa krakkarnir gci tekin, en sum hafa reyndar ekki lagt frá sér verkfærin og önnur gcl'a sér öxl sé kominn i heimsókn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.