Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 9. nóvember 1975. Sunnudagur 9. nóvember 1975. TÍMINN 21 ■sw.v SV.W.V.W.V. ■Vlikiö má vera, ef mönnum rennur ekki til rifja að sjá slfka mynd sem þessa. Einhvern tima hefur jarð- vegurinn verið jafnþykkur hæð torfunnar, sem nú stendur ein eftir. Allt hitt er fokið út i veður og vind, og á haf út. annað, og ég er enn að læra. — Var ekki ungt fólk áhuga- samt og auðvclt að fá það til starla á þessum árum? — t raun og veru var skógrækt- in hér að stiga sin fyrstu spor um þetta leyti. Innflutningur fræs hafði enginn verið á striðsárun- um, og fyrir strið hafði sáralitið verið fengizt við aðrar tegundir en birki og reynivið. Það var þvi engin von að almenningur væri þegar i stað með á nótunum. Við verðum að hafa hugfast, hve stutt er siðan skipuleg skógrækt hófst i landinu, og skógrækt er starf- semi, sem krefst þolinmæði og langtima áætlana. Merkúr prófessor, Mork að nafni, hefur sagt, að 50 ár séu lágmarks- timi til þess að hægt sé að dæma um, hvort tiltekin planta eigi framtið fyrir sér við tiltekin skil- yrði. Ákvæöisvinna ætti ekkiað eiga sér stað — Þú ncfndiráðan, að þú hefðir i upphafi gert þér rangar hug- inyndir um skógrækt. Er hún lik- amlcga erfitt starf? — Já, hún er það, eins og öll ræktunarstörf eru i raun og veru. Og skógræktin er meira að segja erfiðari en mörg hliðstæð verk vegna þess, að þar er svo óhægt að koma við nýtizku verkfærum. Þar er eiginlega allt unnið með skóflu og haka. tsland er enn svo litið vaxið skógi, að gróðursetning hlýtur að verða meginuppiátaðan i starfi þeirra skógræktarmanna, sem nú eru uppi, og trúlega hefur næsta kynslóð sömu sögu að segja. Plöntuskóflan verður ó- hjákvæmilegur förunautur is- lenzkra skógræktarmanna enn um sinn. — Þetta er auðvitaö moldar- verk, íyrst og fremst? — Já, að sjálfsögðu, öll jarð- rækt er það, meira eða minna. Ef einhver teljandi árangur á að nást, verða skógræktarmenn að vinna verk sin, hvort sem veður er gott eða vont, en þó æskilegast að unnið sé i rigningu, þvi að þá eru mestar likur á að verkið heppnist vel. En gróðursetning reynir alltaf mjög mikið á bak manna, og ef unglingar vinna ó- gætilega, getur það hæglega or- sakað verulegan heilsubrest. — Eru þá ekki veruleg brögð að þvi, að unglingar gefist hreinlega upp, þegar þeir finna að skógrækt er annað og meira en rómantfk? — Reynsla min er sú, aö hver Úr llallormsstaðarskógi. Hér geta menn séð, hvflikri hæð tré geta náð á islandi, þar sem skilyrði eru hagstæð frá náttúrunnar hendi, og mannshöndin hjálpar til. maður sem hefur unglinga undir stjórn sinni við skógrækt, verði að vinna með þeim. Og það er meira að segja ekki nóg að hann taki fullan þátt i störfum þeirra, hann verður llka að segja þeim, strax i upphafi, satt og rétt um það, hvers verkið krefst af þeim. Tak- ist honum þannig að eignast trún- aö þeirra, gengur allt vel. En á- kvæðisvinna við skógrækt ætti alls ekki að eiga sér stað, og allra sizt þar sem unglingar eiga i hlut. — En svo viö vikjum að þér sérstaklega: Ilvar. á landinu liefur þú aðallega unnið að skóg- rækt? — Haustið 1949 gerðist ég kenn- ari við Skógaskóla undir Eyja- fjöllum. Upp frá þvi 'vann ég skipulega að skógrækt með ung- lingum á hverju vori, allt til árs- ins 1960. Jafnframt vann ég þá i Þjórsárdal og Haukadal, en frá 1961 til 1970 hef ég unnið á Hall- ormsstað meira eða minna á hverju vori. — Um þaö hefur verið mikið rælt og jafnvel deilt, hvar á land- inu bezt væri að rækta skóg. Hver er skoðun þin á þvi máli? — Úr þvi máli getur enginn skorið nema reynslan ein. Um Hallormsstað þarf ekki að ræða. Hann hefur fyrir svo löngu sann- að ágæti sitt til þessara hluta. En margir aðrir staðir lofa einnig góðu. Ég nefni aðeins SKORRA- DAL I Borgarfirði og Vatnsdal i Fljótshlið . — En livað er að segja uin okk- ar ágætu norðlen/.ku dali með sin- um margrómuöu staðviðrum? — Þótt ég sé Skagfirðingur þá þekki ég Norðurland miklu minna en Suður- og Austurland. Vist veit ég að skógarlundir i döl- um Húnaþings gefa miklar vonir, og i Þingeyjarþingi eru áreiðan- lega svæði, sem eru mjög vel fall- in til skógræktar, að minnsta kosti fyrir rauðgreni, lerki og blá- greni. — Þú trúir þvi þá að hægt sé að rækta hér nytjaskóg? — Hugtakiö „nytjaskógur” hefur svo oft og lengi verið hár- rogaö, aö ég vil ekkert um það segja, hvort hér megi rækta stór- við eða ekki. Framtiðin mun svara þvi. En ég vil leyfa mér að benda á lerkið á Hallormsstað frá 1905, 1918 og 1939. Hver maður sem sér þessi tré og sannfærist þó ekki um að hér sé hægt að rækta ágætan viö, hlýtur að vera ófær um að veita einföldustu stað- reyndum viðtöku. — Og svo eru nú skógarnytjar ckki bundnar við stórvi.ð einan saman? — Nei, öðru nær. Hér eru um allt land leifar af birkiskógum, og eru þær viða mjög illa farnar. Nægir þar að nefna birkið i öræf- um, Núpsstaðarskóg, Skaftár- tungubirkið, birkikjarrið i kring- græðslusjóð. Þau kynni leiddu til þess að ég fór að vinna við-skóg- rækt i Reykjavik og nágrenni hennar vor og haust, á meðan ég var bundinn við skólanám hér. Ég stundaði þá nám i norrænudeild Háskóla Islands á vetrum, fór gjarna i sild á sumrin, en helgaði skógræktinni vorið og haustið, eins og ég sagði. Stóð svo, allt þangað til ég lauk prófi vorið 1949. — Ilvaða störf vannst þú eink- uin þessi fyrstu ár þin hjá Skóg- ræktinni? — Þaö var nær eingöngu gróðursetning. Og dálitið fór ég viðar en um nágrenni Reykjavik- ur, þótt ég nefndi það sér á parti áðan. Ég vann i Haukadal, litið eitt að Skógarkoti i Þingvalla- sveit og i Þórsmörk. — Var ekki ákaflega róman- tiskl að vinna þessi þjóönytjastörf einmitt árið 1944 og næstu misser- in þar á eftir, þegar segja mátti að vorhugur væri i allri þjóðinni? — Þegar ég leiði hugann að þessu núna, er ég eiginlega alveg undrandi á þvi, hve fáránlegar hugmyndir ég gerði mér um skógrækt á þessum árum. Ég hélt, að skógrækt væri ekkert annað en nokkurs konar dans á rósum, — að ekki þyrfti annað en að fara með plöntu út i mó og setja hana þar niður, og siöan þyrfti ekki að hugsa meira um það. Seinna komst ég að raun um A ÖLLUM TIMUM hafa verið til menn — og þeir ófáir, sem betur fer, — sem hafa notið þeirrar náð- ar að eiga sér áhugamál, sem miða að heill samfélags, sem þeir lifa og hrærast i. Það er mikil hamingja hverjum manni, ef sér- hvert handtak sem hann vinnur til framgangs persónulegum á- hugamálum sinum, stuðlar jafn- framt að betra og farsælla lifi i landi hans, hvort sem litið er til nútiðar eða framtiðar. Þá var vor i lofti Einn slikur maður er Jón Jósep Jóhannesson, sá hinn sami, sem hér ætlar að spjalla stundarkorn við lesendur Timans. Jón er ekki einungis hámenntaður maður og ágætur fræðari ungmenna, hann hefur lika látið sér annt um upp- eldi þess ungviðis, sem ekki þakkar fyrir mat sinn með orð- um, heldur með grænum grein- um, brumiog blöðum. Hann er, — svo öllu rósamáli sé sleppt — i fremstu röð islenzkra skógrækt- armanna, og er þá ekki litið sagt, þvi að þá höfum við átt bæði marga og vel mennta i sinni grein. — En nú verður þessi for- máli ekki hafður lengri, það er mál til komiö að byrja að spyrja: — Ilvenær hófust kynni þin af islenzkri skógrækt, Jón? — Ég kynntist Hákoni Bjarna- syni skógræktarstjóra árið 1944, i sambandi við söfnun fjár i Land- hægt að koma smám saman upp fræskógi. — Er ekki líka full ástæða til þess að telja skjólbclti meðal nytjaskóga? — Jú, hvort það nú er. Hér er um að ræða stórmál. Það verður áreiðanlega eitt veigamesta verkefni islenzkra skógræktar- manna á næstu árum og áratug- um að koma upp skjólbeltum um landið. Ef einhver skyldi efast um gagnsemi þess, ætti sá hinn sami að lita til józku heiðanna. Þær væru blátt áfram ekki byggileg- ar, ef ekki væru skjólbeltin, sem Danir hafa komið þar upp siðustu mannsaldrana. — Hvað okkur Is- lendinga varðar, þá er komin svo góð reynsla af sitkagreni hér sunnanlands, að hér má áreiðan- lega nota það i skjólbelti, en birki- eða viðitegundir ásamt blágreni norðanlands. Skjólhelti eru ekki einungis nyt- samleg til þess að skýla garð- ávöxtum eða korni. Gras vex miklu betur og er óháðara vor- kuldum, þar sem skjólbeltin eru, það vita allir, sem einhvern tima hafa séð gróður dafna i skjóli skóglendis, en auk alls þessa er auðvelt að hafa gifurlegt not af skjólbeltum i þágu kvikfjárrækt- ar. — Mér skilst á þessu að þú litir á skógrækt sem fullgilda bú- grein? — Já, auðvitað. Skógrækt er um Heklu, ennfremur á Mýrum vestur, á Snæfellsnesi, Fells- strönd og enn víðar, svo sem i Skagafjarðardölum, Þingeyjar- sýslu, á Héraði og viða i Suður- fjörðum. Vestfirði þekki ég þvi miður ekki. Þessi landgæði verðum við að vernda og efla, engu siður en fiskimiðin i kring- um landið, svo sjálfsagt mál, sem það er. — En er ekki hægara sagt en gert að snúa vörn i sókn? — Það sér hver maður, að birki, sem hefur verið höggvið og þrautbeitt öldum saman, hlýtur að vera komið að fótum fram. Þar sem svo stendur á, að skóg- urinn er alveg að eyðast, verður að friða hann og planta i hann frætrjám, en sé skógurinn of þétt- ur, verður að grisja hann, en þó með mjög mikilli gát. Skógrækt er búgrein, og skjólbeltaræktin er eitt veigamesta verkefnið — Þú ininntist aöeins á friöun, «g cr ekki alger friðun einmitt það eina sem dugir? — Hér er um svo gifurlega stór landsvæði að ræða, að engin tiltök eru aögirða i kringum þau öll. En fyrr er hægt að friða en alfriðað sé. Það er til dæmis hægt að létta stórlega á beitinni, og ef hirt er um skóg og hann nytjaður hóflega og skynsamlega, ætti að vera hvorki sport né rómantik, heldur gallhörð nauðsyn. Þvi fyrr sem við skiljum og viðurkennum i verki að hún er einn þáttur land- búnaðar á Islandi, þvi betra. — Þú mihntist óðan á skógar- svæði, sem þyrfti að hjálpa til vaxtar, þótt ekki væri hægt að girða þau. Getur skógur orðið fallegur, þótt hann sé ógirtur með öllu? — Þú ert fæddur og alinn upp á Austurlandi, og hlýtur þar af leið- andi að þekkja Ranaskóg i Fljóts- dal. Þú hefur lika sjálfsagt veitt þvi athygli, hve mjög hann er ó- líkur öðrum skógum. — Ég segi fyrir mig, að þetta vakti undrun mina, þegarég kom þangað fyrst, og ég spurði Metúsalem heitinn á Hrafnkelsstöðum aö þvi, hverju þetta sætti. Hann svaraði þvi til, að hann heföi alltaf skilið falleg- ustu trén eftir sem frætré, og gætt þess vel að beita skóginn aldrei á vetrum, heldur halda þvi ofan skógar. Þetta sagði hann að for- feður sinir hefðu lika gert, þvi aö um það væru til skrifaðar heim- ildir. — Hins vegar sagðist hann hafa beitt skóginn, en alltaf með fullri gát og skipulaga. Til dæmis sá hann jafnan svo um, að alfriö- uð væru þau svæði þar sem skóg- urinn var að yngja sig upp. Gilti sú regla, þangað til trén höfðu náð þeirri hæð, að búpeningur gat ekki skemmt þau. unnið, skógræktinni til gagns og landi sinu til heilla siðustu tuttugu og fimm árin. Ég hef oft oröið þess var, mér til undrunar, að fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir þvi, að það eru einungis sárafáir fullorðnir menn, sem þarna hafa að unnið. Næstum allur mannafli islenzkrar skóg- ræktar siðan i kringum 1950 hafa veriö unglingar. — Mér finnst þetta gjarna mega koma fram, þvi ekki vantar hitt, að alltaf er verið að tala um gerspillta æsku. ef var ekki meira að segja brosað að henni. En ef þessi skynsamlega tillaga hefði verið framkvæmd þegar i stað, ættum við nú vel nothæft girðingarefni i hálfvöxnum skógi viðs vegar um landið, gróðursett af unglingum eingöngu. Það vita allir, að enginn vandi er að rækta ágæta girðingarstaura úr lerki, skógarfuru, beinvöxnu birki, og jafnvel sitkagreni á þeim tima, sem Jónas Pétursson gerði ráð fyrir, það er að segja tuttugu til þrjátiu árum. Hins vegar hefur okkur þótt betur við hæfi að láta hina uppvaxandi kynslóð i land- inu ganga meira eða minna at- vinnulausa, sumar eftir sumar, og flytja svo inn frá útlöndum rándýra og lélega girðingar- staura, sem eru ekki einu sinni fúavaröir, og endast þar af leið- andi ekki nema fá ár. — Þetta er nú búmennska sem segir sex! — Nú ert þú, Jón, búinn að vinna að skógrækt i þrjátiu ár og einu belur þó. Ertu ekki farinn neitt að þreytast, eða gætir þú liugsað þér að lialda áfram lcngi enn? Ekki vantar nú bú- mennskuna! — Skilningur liinna lullorönu á gildi skógræktar fer lika vaxandi, eða er ekki svo? — Jú, við skulum segja það. Samt er nú ekki lengra en um þaö bil tólf ár, oiðan Jónas Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, flutti þingsályktunartillögu þess efnis, að tekin yrðu ákveðin svæði innan hvers héraðs til þess að rækta þar skóg, sem siðar yrði notaður i girðingastaura. Gekk Jónas út frá þvi.að það tæki tuttugu til þrjátiu ár unz skógurinn skilaði nothæf- um staurum, og var sú áætlun engan veginn óraunhæf. En skiln- ingur háttvirtra alþingismanna var nú ekki skarpari en svo, að tillögunni var i engu sinnt, og gott — Halda áfram? Já, ég hvorki vil né get hætt að sinna þessum málum. Öll gróðursetning hefur verið framkvæmd af unglingum — Nú ért þú kennari, Jón. Ferð þú ekki alltaf i gróðursetningar- lerðir meö nemendum þinum? — Eftir að ég hætti kennslu i Skógum, fór ég til Englands og stundaði þar nám i ensku og ensk- um bókmenntum i eitt ár. Þegar ég kom heim aftur, fór ég að kenna i Reykjavik, og eftir það hef ég ekki fariö með nemendum minum i skógræktarleiðangra, en ég hef oft verið austur á Hallormsstað siðan, og álltaf unnið þar að skógrækt með ung- lingum. Ég verð að segja, að sú reynsla er ákaflega uppörvandi. — Illutur islenzkra unglinga cr auðvitað mjög mikill? — Það sakar ekki þótt á það sé minnt, sem margir vita að visu, að bókstaflega öll gróðursetning skógarplantna, er fram fer á Is- landi er framkvæmd af ungling- um. Það er þvi ekki neitt smá- ræði, sem æska þessa lands hefur Ungur drengur hjá llulduklettum i Heiðmörk. Ef til vill á liann ein livern lima eftir að taka sér skóflu i hönd og gróðursetja trjáplöntur eða lielta uppbláslur með jaröyrkju. Slikt væri aö minnsta kosti verð ugl verkefni svo myndarlegum sveini. Kalviðir, þar seni áður var hirkiskógur. Þessi blettur má inuna fifil sinn legri, — og er slikt að sönnu nær þvi að vcra regla en undantekning á landi hcr. Þessi mynd er tekin I Heiðmörk voriö 1973. Sjálfsagt hafa krakkarnir gert það lyrir Ijósmyndarann að skipa sér saman I hóp á meðan myndin var tekin, en sum liafa reyndar ckki lagt frá sér verkfærin og önnur gefa sér ekki einu sinni tima til þess að lita uþp, þótt maður með myndavél um öxl sé kominn í hcimsókn. 1 l ::;;■■ Pl ■■■■ SKOFLU HAK A ■ 1 IJL JLjl\. Rætt við Jón Jósep Jóhannesson kennara í-' yj 14 je L 1-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.