Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagui’ !(. nóvember 1975. 1|1 '111 I'Hi'l'B! I Ttr Biie tQOq, ATTA SINNUM DRAUMAKONAN: Þegar maður litur út eins og stór dvergur, og ekki eins og hetja, sem konur getur dreymt um, þegar þessi sami maður verður stór kvikmyndastjarna og eignast hverja eiginkonuna á fætur annarri, allar hinar mestu fegurðardisir, þá hlýtur hann að eiga sitt eigið leyndarmál — en enginn fær að komast að þvi. Mickey Rooney er ekki nema 154 sentimetrar á hæð, en hann gerir grin að þvi. — Ég er einu sinni eðlilega stór, það var i vöggu. — Það var 1921. Krakkinn hét þá ennþá Joe Yule yngri. En á þeim aldri, sem börn fara að hafa mestan áhuga á sandkössum þá stóð hann i fyrsta skipti frammi fyrir myndavélum i Hollywood, fjög- urra ára gamall. Fimm ára var hann kvikmyndahetja i gaman- myndaflokknum „Mickey Mc- guire”, og þegar hann var tólf ára hafði hann leikið i 78 mynd- um. En þá átti enn eftir að batna. Þegar barnastjarnan var 16 ára, voru myndir hans meðal þeirra arðvænlegustu í Banda- rikjunum. Hann hafði þá tekið sér nafn kvikmyndapersónu sinnar og eftirnafnið Rooney. Það eina sem að var, var það að hann vildi ekki stækka. 111- gjarn orðrómur sagði, að hann fengi sprautur, svo að hann stækkaði ekki. Unglingurinn sætti sig við að ná jafnöldrum sinum ekki einu sinni i bringu. Hann hafði kom- izt að raun um, að hann gat stungið stærri keppinautum sin- um ref fyrir rass með þvi hvað hann var ómótstæðilega aðlað- andi. Fyrsta eiginkonan: Ava Gardner. Tilvonandi: Jane Chamberlain Vinir stjörnunnar muna eftir þessu: — Strax þegar hann var 12 ára snéri hann sér við eftir hverju pilsi. — Hann gerði meira en snúa sér við. Sjö sinn- um gekk hann upp að altarinu með útvalda „draumakonu”. Sú fyrsta vakti strax gifurlega at- hygli: — Mickey Rooney kvænt- ist Ava Gardner! — Það gerðist 1942, hann var 21 árs, en hún 19 ára. Hjónabandið hélzt i eitt ár, siðan varð hann að borga henni 10 milljónir. Lif hans breyttist ekkert við það, en fréttirnar af honum breyttust. — Mickey Rooney só- ar fé sinu á veðreiðum! — Mickey Rooney hent fullum út af bar. — Þess utan urðu hlut- verkin alltaf minni og minni, sem honum buðust. Hann var ekki lengur barnastjarna. En hann flúði i nýtt hjóna- band. Hin hamingjusama var að þessu sinni Betty Jane Rase, fyrrverandi „Miss Alabama”. Þau giftust 1944. En meðan Mickey var i striðinu, gerðist svolitið óvænt. Betty stækkaði! Þegar hann kom til baka frá vigstöðvunum 1945 var hún 17 sentimetrum stærri. Þau skildu i þetta skipti varð kvenna- maðurinn hann Mickey Rooney að taka dýpra i árinni, hann greiddi Betty 39 milljónir. Hann var samt trúr hugmynd sinni: — Kona lifs mins verður að vera stór og fögur. — Það var lika eiginkona hans númer þrjú, Martha Vickers. — Hann borgar henni ennþá 500 þúsund á hverj- um mánuði. Fegurðardisir Hollywood fóru að velta fyrir sér, hvaða leyndardómi þessi dvergvaxni maður byggi yfir. Það, að karl- maður þarf ekki að vera falleg- ur, vissu þær allar, en með hverju Mickey litli bætti upp smæð sina, þvi komust þær ekki að. Ekki heldur sú númer 4, ljós- myndafyrirsætan Elaine Mahn- ken (skilnaður 1958, greitt 54 Hún: „Elskan, gefurðumér 3000 krónur?” Hann: „Til hvers?” Hún: „Ég ætla á fegrunar- stofu.” Hann: „Hérna eru 20.000.-” „Mamma, ég sagði alltaf nei!” „Og hvað?” „Þangað til ég tók eftir þvi að maðurinn var heyrnarlaus.” Skoti ráðleggur vini sinum: „Ef þú vilt gefa kærustunni eitt- hvað, skaltu gefa henni vara- lit”. „Af hverju varalit?” „Þú færð megnið af honum smátt og smátt til baka!” — Þessi snobbari, alltaf þessi skripaleikur með rauöa teppiö. — — Iljónin eru a Carmen, ég er að passa börnin. — DENNI DÆMALAUSI „Ætti Snati ekki skilið að fá að vera þakklátur fyrir eitthvað.” „Þakkaðu fyrir aö vera ekki kalkún.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.