Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 26
26
TÍMINN
Sumuidagur 9. nóvember 1975.
KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —
KVIKMYNDA-
HORNIÐ
Umsjónarmaður
Halldór
Valdimarsson
LEIT AÐ M.A.S.H.
BOND ER HORFINN AF SVIÐINU
lláskólabió
S.P.Y.S.
Leikstjóri: Irvin Kreshner
Aöallilutverk: Klliot Gould, Don-
ald Sutherland, Zou Zou, Xavier
Gelin, Joss Ackland, Vladek
Slieybal.
Nú er liðinn timi njósna- og
gagnnjósnamyndanna, sem
sendu Sean Connery og félaga
með spennuhroll niður um háls-
málið aftanvert.
Glæsimennið er horfið af svið-
inu með tækniútbúnað sinn og
karlmannleg hetjutilþrif. Hann
þræðir ekki lengur refilstigu
hættunnar með vilja, til að ná tök-
um á óvinum alþýðunnar, né
heldur beitir hann töfrum sinum
til að komast undir pilsfald ævin-
týrakvenda.
t dag er njósnarinn álappaleg-
ur klaufi, hræddur og hrakinn á
flótta undan öllu og öllum. Hann
er hræddur við sendimenn ann-
arra njósnastofnana, hræddur við
skugga og skúmaskot, og mest
hræddur við sina eigin vini og
samstarfsmenn. Hann hefur ekki
til að bera neina af eiginleikum
Bonds, hefur enga stjórn á eigin
athöfnum, heldur hleypur af
eðlishvöt hérans.
t dag nýtist njósnaranum
enginn tækniútbúnaður og engin
tól. Hann notar ekki geislavopn,
ekki þyrlur, ekki froskbúninga,
og ekki hljóðlausar eiturbyssur
(hvað sem CIA álitur). Hann
hefur ekki einu sinni not af tólinu
eina sanna — leikfanginu ljúfa —
sem þó er hans eini áskapaði
tækniútbúnaður, þvi hann hræðist
einnig konur.
Leið hans hefur legið niður á við
um árabil, en nú er hann kominn
á botninn, þvi hann þambar kaffi
og reykir Winston, en litur hvorki
við Vodka—Martini né tyrkneskri
tóbaksframleiðslu.
Hvilik niðurlæging!
Hver drepur hvern?
Tveir af útsendurum banda-
risku leyniþjónustunnar (CIA) i
Paris sleppa naumlega frá bana-
tilræði á almenningssalerni einu.
Þeir hafa báðir þjónað Sámi
frænda um nokkurt árabil, af
mismunandi trúmennsku þó, og
verður þeim þvi illa bumbult,
þegar yfirmaður þeirra játar að
hafa staðið bak við tilræðið.
Þeir komast að þvi, að kalda
striðið er ekki jafn kalt og þeim
hafði verið talið trú um, og að i
stað þess að vera liðsmenn i
heilagri stjórnmálastyrjöld, hafa
þeir verið peð á taflborði kaldrifj-
aðra skákmanna, sem tefla til
þess eins að halda taflinu gang-
andi.
Þegar Sámur frændi sýnir þeim
svo itrekuð banatilræði, skilja
þeir það svo að þeim hafi verið
sagt upp störfum og hefja sjálf-
stæðan atvinnurekstur.
Allrar athygii verð, þrátt
lyrir augljósa galla. Ekki
verður getum að þvi leitt hvar
kvikmyndina sjálfa skortir og
livað skrifast verður á reikn-
ing takmarkana Tónabiós.
Væntanlega orsakar liúsið þó
tómahljóð það sem er i tónlist-
inni og kvikmyndinni sjálfri
verður að eigna skort á heild-
arsvip.
Brotin eru þó betri og nista
dýpra en þau Itefðu gert i
höndum annarra stjórnenda
og tóniistina má alltaf hlusta á
af plötuin.
Rekur siðan hver atburðurinn
annan og þeir þeytast hornanna á
milli i Parisarborg, laumast milli
landa og elta hunda og menn. Að
sjálfsögðu eru þeir: einnig eltir af
sendimönnum allra og engra, auk
þess að þeir flækjast i alls kyns
brall og brambolt, hvar sem þeir
fara um.
Eðlilegur ferill njósnamyndar,
en þó svo fjarri þvf sem fyrr var á
borð borið.
óraunveruiegt?
Sutherland og Gould eru þekkt-
ar stærðir i kvikmyndaheimin-
um. Þeir hafa haslað sér völl við
landamæri fáránleikans og hafa
lifibrauð sitt af þvi að gera alvar-
legustu stéttir þjóðfélagsins
afkáralegar og hlægilegar.
Fyrir nokkrum árum réðust
þeir með háðið að vopni, að
læknastéttinni á tjaldið i Nýja
biói. I kvikmyndinni M.A.S.H.,
sem hér var sýnd við góðar undir-
tektir, gerðu þeir út af við virð-
ingu læknastéttarinnar i eitt
skipti fyrir öll.
I þetta sinn ber afrakstur sam-
vinnu þeirra nafnið S.P.Y.S. og er
tilgangur þeirra að svipta okkur
goðsögninni um leyniþjónustu-
manninn sem verndara friðar og
frelsis.
Það sem valdhöfum hefur verið
— og er enn i dag — rammasta al-
var, sýna þeir okkur sem kjána-
legan barnaskap. Leyniþjónustur
stórveldanna segja þeir saman-
settar af klaufum og klunnum,
sem ekki kunna frekar til verka
en þvottakonur. Þeir vaða áfram
i blindni og ryðja öllu umhverfi
sinu um koll — i þeirri von að það
sem fella átti fylgi með.
Munurinn á fimm og sex
Laugarásbió
The Black Windmili
Leikstjórn: Don Siegel
Aðalhlutverk : Michael Caine,
Janct Su/.man, Paul Moss, Joseph
O’Conor, Donald Pleasence, John
Vernon, Delpine Seyrig.
Gerð eftir sögu Clive Egelton,
Seven days to að killing.
brögðin, sama tæknin, sömu að-
ferðir og sams konar íeikur.
Þó er það alltaf svo, að endan-
legur afrakstur hefur misjöfn
áhrif. Snúðurinn hefur ekki sama
bragð i dag og sá sem etinn var i
gær, þótt litlu muni um innihald
hans.
Til eru þau kvikmyndaefni,
sem virðast óþrjótandi. Kvik-
mynd eftir kvikmynd er hnoðuð
úr sama deigi, bökuð i sama ofni
og seld af sama bakka i sömu
verzlun.
Sama efni, sama sagan, sömu
Finim eöa sex
Þegar leyniþjónustan brezka
hersins kemur við sögu er það að
öðru jöfnu deild MI5 sem ber hita
og þunga dagsins. Starfsmenn
þeirrar deildar hafa lengi átt i
hatrömmu striði við njósnara og
,,Og svo gerum við þetta svona — tökum af honum á hlaupum þarna
mcðfram....
Að mörgu þarf að hyggja við gerð kvikmyndar.
flugmenn annarra herja — að
minnsta kosti á hvita tjaldinu.
Ekki alls fyrir löngu gerði rit-
höfundur einn þó uppgötvun, sem
leitt hefur til einnar afdrifarik-
ustu af breytingum njósnafarsans
i kvikmyndagerð á undanförnum
árum.
Rithöfundur þessi komst sem sé
að þvi, að til er önnur gagn-
njósnadeild innan leyniþjónustu
brezka hersins og ennfremur að
deildin sú ber nafnið MI6.
Úr þessari merku staðreynd
varð bók — já metsölubók. Bókin
hefur nú leitt af sér kvikmynd,
sem er athyglisverð fyrir sömu
sakir og bókin — njósnadeildin
heitir MI6.
Það verður ekki með orðum
lýst þeim mun, sem breytingin
leiðir af sér. Loksins, eftir öll
þessi ár, eitthvað nýtt, eitthvað
ferskt og ónotað!
Aö vísu.......
Að visu er söguþráður myndar-
innar svipaður þvi sem gerzt
hefur.
Leki kemur á öryggisnet leyni-
þjónustunnar og óprúttnir náung-
ar reyna að nota sér hann til
fjárhagslegs ávinnings. Grunur
fellurá ákveðinn starfsmann, þar
sem syni hans er rænt, og hann
virðist með öllu trúverðugur. Sá
hinn sami starfsmaður fær siðan
það verkefni — úthlutað af for-
sjóninni — að bjarga syni sinum,
bjarga hálfri milljón punda i
óslipuöum gimsteinum, bjarga
heiðri deildarinnar og koma upp
um þann seka.
Allt þarf þetta að sjálfsögðu að
ske á mjög naunum tima.
Að visu eru aðferðir gagnnjósn-
aranna, tæknibrögð og flest ann-
að svipað þvi sem gerist og geng-
ur i njósna- og glæpamyndum, og
að sjálfsögðu er „plottið” hið
sama og ætið fyrr.
Að visu virðist margt vera tekið
hrátt og ómelt upp úr kvikmynd-
um um brezku borgaralegu leyni-
þjónustuna og að visu er um fátt
að velja i myndinni, sem ekki
hefur sézt áður.
Samt sem áður....
Samt sem áður er myndin
skárri en flestar systur hennar.
Ef til vill mest fyrir það, að i
henni er blandað saman tveim of-
notuðum efniviðum, njósnum og
barnsráni, þannig að hvorugt efn-
ið verður verulega langdregið.
Atburðarásin verður þegar i
upphafi myndarinnar hröð og
nokkuð spennandi og þvi heldur
áfram til enda. Inn i hana er
einnig fléttað atriðum, sem i
flestum tilvikum hefði aðeins ver-
ið sagt frá i orði, og siðast en ekki
sizt hefur myndin þann kost, að
gagnnjósnarinn gegnumþjálfaði,
major Tarrant, reynist mannleg-
ur, hann metur lif sonar sins
meira en milljónina hálfu og hag-
ar sér samkvæmt þvi.
Breytingin frá fimm i sex bætir
þvi nokkru við njósnakvikmynd-
ina sem slika og breytir henni
nokkuð til hins betra.
Sem afþreying er myndin
einnig ágæt.
Það tekur á að berjást fyrir lifi sonar slns, heiðri gagnnjósnadeildar-
innar, endurheimtingu hálfrar milljónar i demöntum og eigin frelsi,
allt i senn.
Michael Caine i hlutverki majórsins.
V