Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 9. nóvember 1975. TÍMINN 37 GENGIÐ Á GENGIÐ A VATNI heitir ný- útkomin Ijóðabók eftir AOalstein Ingólfsson, listfræðing og mun þetta vera önnur bók höfundar. 1 tileinkun segir á þessa leið: Til allra þeirra sem hafa hjálpað mér til að ganga á vatni einkum Janet, Juiian o.fl. o.fl. Höfundur er kunnur fyrir djörf skrif sín og opin um mynd- listir, og er einn virtasti gagn- rýnandinn, sem skrifar i dag- blöðin. Menn áttu þvi ekki bein- linis von á ljóðabók, kannski frekar að hann sýndi málverk. Aðalsteinn Ingólfsson er tvö- faldur i roðinu. Hann er ekki einasta lærður listfræðingur, heldur hefur hann einnig háskólapróf i enskum bók- menntum, og hefur m.a. kennt enskar bókmenntir við heim- spekideild háskólans. Þótt minna hafi farið fyrir honum é bókmenntasviðinu en i mynd- listinni til þessa. II Aðalsteinn er fæddur á Akur- eyri árið 1948 og eru foreldrar hans þau Ingibjörg ólafsdóttir, sem er af Burstafellsætt og Ingólfur Aðalsteinsson, veður- fræðingur, sem ættaður er úr Dölum. Ingólfur er kunnur mað- ur fyrir veðurfræði sin, og þeir, sem myndlistum eru kunnir, vita að hann lætur að minnsta kosti ekki veðrið aftra sér frá þvi að fara á góða málverka- sýningu. Aðalsteinn Ingólfsson lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni árið 1967 og hélt til Skotlands til náms i enskum bókmenntum, og lauk þaðan meistaraprófi frá St. Andrews háskólanum fjór- um árum siðar. Þá lá leið Aðal- steins til Italiu, þar sem hann dvaldi eitt ár við að læra málið og skoða listaverk Italiu. Siðan hélt hann til London og stundaði listfræðinám á árunum 1972-1974og lauk meistaraprófi I listfræði. Aðalsteinn er kvæntur enskri stúlku, Janet, sem er frá London. Þau komu heim árið 1974 og siðan hafa þau Aðalsteinn dval- ið á íslandi, þar sem hann stundar kennslu i bókmenntum við háskólann, eins og áður sagði, en auk þess kennir hann listasögu við Myndlista- og handiðaskólann i Reykjavik. Hann ritar myndlistargagn- rýni i Dagblaðið og stjórnar Vöku fyrir sjónvarpið. III. Bók sinni Gengið á vatni skiptir Aðalsteinn i tvo kafla, Ljóð og ljóðaþýðingar. Bókin var fjögur ár i smiðum og hefst á þessu ljóði: Sumir ganga ávallt hratt, á flótta undan myrkri Ég geng hægt til að styggja ekki ljósið. Yrkisefni Aðalsteinseru mörg og hann fer myndlistarleiðir.a i skáidskapnum ef svo má segja. Hrjúft vfirborð er ekki sama og það sé fráhrindandi. Meira máli skiptir að nota hin réttu orð, en hina sætu og sölulegu áferð. Gott dæmi um þetta er kvæðið BILSLYS: Askur var enginn drumbur, hann stökk sem unglamb, neytti lifs einsog vinberja og sá allt i hendi sinni Málverkið Bæn eftir IIöllu Har- aldsdóttur. VATNI... Aðalsteinn Ingólfsson Nú liggur hann i morgunsár- inu einsog sveðja, gapir ráðalaus aðfölmána, hugur hans hjúfrar sig að Pólstjörnu, limir hans eru mold i annaðsinn og augu hans innanum lækjarsili. Svona kvæði er i rauninni málverk. Hrjúft yfirborðið verður að mynd, ef þú gefur þér tóm til ihugunar og skoðunar. Bók Aðalsteins er mikið ferðalag og langt fyrir lesandann. Hugurinn er ýmizt „rennilega þjáll einsog Lamborghini bifreið” eða þú deyrð ,,af offorsi vetrar, fifl- dirfsku og ullarbrókarleysi” 1 seinasta kvæði bókarinnar stendur þetta m.a.: „loks fýk ég af jörð sem þurralauf, og eftir eru aðeins óp min einsog vofur þcss harms sem blóð mitt leysti. Reimt er i dalnum.” IV. — Mamma min á alveg eins svuntu, sagði barnið. Hún er bara öðruvisi. Mér komu þessi eðlilegu barnaorð oft i hugann þegar ég blaðaði i bók Aðal- steins Ingólfssonar. Þetta á vel við um kvæðabók- ina Gengið á vatni. Hann sækir á sömu mið og önnur skáld, syngur sömu söngva. Hann sæk- ir á dökkumið og harpa hans er grófstrengjuð. Samt er i þessari bók meiri veruleiki en i mörgum öðrum, sem ég hefi séð. Aðal- steinn beitir ekki bröðum. Hann er sannur, sannur og opinn. Ein- stöku sinnum rekst maður þó á orð, sem almenningur á ekki lengur til þvi þau hafa komizt i einkaeign. Á ég t.d. við morgunsárið, að það sé áverki, sama er að segja um deyjandi dagog hlátrasköll. Notkun þessara orða verður að varast, a.m.k. i jafn myndræn- um skáldskap og Aðalsteinn hefur tileinkað sér. Aðalsteinn þýðir 20 ljóð úr itölsku. Hann kvartar yfir þvi, að vont sé að þýða ljóðin bók- staflega. Italia er annað menn- ingarsvæði, Suður-Evrópa verð- ur ekki gómuð svo auðveldlega með islenzku máli. Með öðrum orðum eins og maðurinn sem dvalizt hafði meðal suður- evrópskra þjóða sagði um leik- uppfærslu Islendinga á Don Juan: Alveg sama myndi ske, ef Spánverjar færu að setja upp Skuggasvein. Bók Aðalsteins Ingólfssonar kemur á óvart. 1 fyrsta lagi að myndlistargagnrýnandi skuli yrkja ljóð — og svo hitt að hann skuli geta það. Jónas Guðmundsson mSKAKSAMBAND flíSLANDS íJ1925-1975 TAFLFÉLAG r? REYKJAVÍKUR \b\ 1900-1975 L_i Stórmeistara sería I Skáksamband islands og Taflfélag Reykjavíkur hafa, í tilef ni af 50 og 75 ára afmælum sínum, látið slá minnispening tileinkaðan Friðrik Ölafssyni, alþjóðleg- um stórmeistara í skák. Er hér um að ræða upphaf að sérstakri minnispeningaseríu um ísl. stórmeistara i skák, sem f yrirhugað er að halda áf ram með eftir því, sem tilefni gefast. Næsti peningur yrði helgaður Guðmundi Sigur- jónssyni. Upplag peningsins er takmarkað við 100 gull-, 500 silfur- og 1000 koparpeninga, sem allir verða númeraðir. Peningurinn er stór og mjög upphleyptur. Þvermál 50 mm, þykkt 4,5 mm og þyngd um 70 gr. Þeir sem kaupa peninginn nú eiga for- kaupsréttað sömu númerum síðar, eða í einn mánuð eftir að næsti peningur kem- ur út. Peningurinn er teiknaður af Halldóri Péturssyni listmálara, en sleginn hjá IS- SPOR hf., Reykjavik, í samvinnu við SPORRONG í Svíþjóð. Pöntunum er veitt móttaka hjá Söludeild Svæðismótsins að Hótel Esju, Samvinnu- bankanum, Bankastræti 7, Verzl.. Klausturhólum Lækjargötu 2 og hjá fé- lögunum. LISTA- VERK Á JÓLA- KORTI BH—Reykjavik — Listaverk eftir Höllu Haraldsdóttur er á jóla- kortinu, sem Soroptimistaklúbb- ur Keflavikur gefur út að þessu sinni. Er hér um aB ræða þekkta mynd eftir listakonuna, og nefnist hún Bæn. Jólakortaútgáfa þessi er árleg- ur viðburður i starfsemi Soropt- imistaklúbbsins i Keflavik, og rennur andvirði jólakortasölunn- ar til styrktar Sjúkrahúss Kefla- vikur. Jólakortin eru til sölu i bókabúðum i Reykjavik og Kefla- vik. CHAMPIOH - éaína as<*u LEYNIVOPNIÐ UNDIR VÉLARHLÍFINNI er nýtt sett af Championkertum. Fáið úr vélinni þá orku sem henni er ætlað að gefa. , Laugavegi 118 - Sími 22240 EGILL VILHJALMSSON HE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.