Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 36

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 9. nóvember 1975. Síðari varnar- vikan gegn reyking- um á árinu hafin Nú stendur yfir varnarvika gegn reykingum á vegum Sam- starfsnefndar um reykingavarn- ir, og er þetta i annað sinn á ár- inu, sem nefndin gengst fyrir upplýsingaherferð um skaðsemi reykinga. Fyrri varnarvikan var i aprilmánuði siðastliðnum og má ætla að hún hafi átt nokkurn þátt i að sala á sigarettum og vindlum hefur dregizt nokkuð saman á þessu ári miðað við siðastliðið ár. Þessa dagana er birt á vegum Samstarfsnefndarinnar ýmis konar efni varðandi reykingar i fjölmiðlum, einkum þó i formi viðvörunarauglýsinga. Væntir nefndin þess, að hægt verði að vekja reykingamenn til umhugs- unar um hættuna af tóbaksreyk- ingum og jafnframt verði náð til þeirra, sem ekki reykja, þannig að þeir veiti reykingamönnunum aðhald. í þvi sambandi er meðal annars vakin athygli á rétti þeirra, sem ekki reykja og þvi, að reykurinn er heilsuspiliandi fyrir , þá, sem eru i návist reykinga- manna. Þá má nefna, að fjallað er um svonefnda reykingasjúkdóma og dánarhlutfall reykingamanna miöað við þá, sem ekki reykja og siðustu daga vikunnar er reynt að ná til ungs fólks á fslandi, sem virðist samkvæmt nýbirtum skýrslum nú byrja reykingar mun yngra en áður, og ekki gera sér ljósa hættuna, sem þvi fylgir. Samstarfsnefnd um reykinga- varnir hefur starfað frá þvi I árs- byrjun 1972 og hefur til ráðstöfun- ar tvö prómille af brúttósölu tóbaks hjá Áfengis- og tóbaks- verzlun rikisins og er fénu variö til þess að vekja athygli á hætt- unni af tóbaksreykingum. í nefndinni eiga sæti fulltrúar fjár- málaráðuneytisins, Hjartavernd- ar og Krabbameinsfélags ts- lands. Ýmsir aðilar hafa verið nefndinni til ráðuneytis um fyrir- komulag þessarar upplýsinga- miðlunar og unnið að gerö viðvör- unarauglýsinganna. (Frá Samstarfsnefnd um reyk- ingavarnir) Hringið - og við sendum blaðið um leið ms/mmmmm SVALUR Lyman Yqung

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.