Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 17
Suiinudagur !). nóvember 1975. TÍMINN 17 unarframboð að ræða, sem hlið- stæður eiga i islenzkum skólum. Sviðin greinast svo hvert um sig i námsbrautir. A mennta- skólasviðinu verður þannig um þrjár námsbrautir að ræða á fyrsta ári skólans: Tungumála- braut, eðlisfræðibrautog náttúru- fræðibraut. I verulegum atriðum verður þar byggt á skipan og hefð menntaskólanna, enda náms- magn ákvarðað af lögum og reglugerð um menntaskóla. — Á iðnfræðslusviði verður um tvær námsbrautir að ræða: Málm- iðnabraut og tréiðnabraut. Iðn- fræðsluráð hefur tekið að sér það verkefni, að skipuleggja og ákvarða hinn faglega þátt þess- ara brauta, en auk beinnar fag- og verkkennslu hljóta nemendur á iðnfræðslusviði verulega al- menna menntun i bóknámi. Nám á iðnfræðslubrautum svo og á öðrum verknámsbrautum Fjöl- brautaskólans i Breiðholti miðast við almanaksár, ekki kennsluár. Skulu nemendur stunda nám i skólanum, verklegt og bóklegt i nlu mánuði, en vinna siðan tvo mánuði úti i atvinnulifinu, á ábyrgð og undir umsjón skólans og Iðnfræðsluráðs. Iðn- fræðslubrautir Fjölbrauta- skólans verða skipulagðar á þann hátt, að nemendur eigi kost A þvi að ganga undir hæfnis- próf að þrem árum liðnum, sem tryggt geti þeim, er prófin stand- ast, réttindi iðnsveina, þó þannig að skólinn veitir ekki sjálfur þau réttindi heldur þeir aðilar, sem samkvæmt iðnfræðslulögum eru þar til skipaðir. Eftir þriggja ára námsbrautir, er leitt geta til sveinsprófa á iðnfræðslubraut- um, gefst nemendum kostur á viðbótarnámi, er tekið getur eitt ár eða eitt og hálft ár eftir atvik- um og eiga þeir, sem slik viðbótarnám stunda, að geta að þeim tima liðnum tryggt sér rétt- indi til háskólanáms, (tekið stúdentspróf). Það verður eitt af meginmarkmiðum Fjölbrauta- skólans i Breiðholti, að engin námsbraut skólans á að enda i blindgötu heldur allar búið nemendum möguleika til að ljúka prófi, er opnar leið til menntunar á háskólastigi. Hitt er fjóst, að nemendum er i sjálfsvald sett hvort þeir þreyta nám svo lengi við skólann að þau réttindi verði þeim tryggð. — A viðskiptasviði verða námsbrautirnar þrjár: Búðar- og sölufræðabraut, skrif- stofu- og stjórnunarbraut og einkaritarabraut. Námsbrautir viðskiptasviðsins geta verið mis- langar. Verður þar um að ræða tveggja ára námsbrautir.er veita almennt verzlunarpróf, svo sem reyndin er i öðrum skólum á framhaldsstigi, er veita menntun á verzlunar- og viðskiptasviði. Hugsanlegt er jafnvel, að nemendur eigi kost á eins árs verzlunarnámi. Þá getur námið einnig staðið i þrjú ár með auk- inni hæfni og þekkingu og loks verður fjögurra ára viðskipta- menntun, er lýkur með stúdents- prófi. Skipan brauta og náms- áfangar á viðskiptasviði taka i verulegum atriðum mið af frum- varpi þvi um viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi, sem tviveg- is hefur verið lagt fram á Alþingi og verður væntanlega samþykkt sem lög áður en langir timar liða. — Á samfélags- og uppcldissviði. Fjölbrautaskólans i Breiðholti verða á fyrsta skólaári a.m.k. þrjár námsbrautir: Heilsugæzlu- braut, hússtjórnar- og hand- menntabraut svo og snyrti og heilbrigðisbraut, en til viðbótar gæti komið gagnfræðaprófsbraut eða forskólabraut. Þetta fjórða svið Fjölbrautaskólans verður á margan hátt sérstæðast og vandasamast. Hin þrjú sviðin, sem áður voru nefnd taka yfir þá þrjá geira fræðslukerfisins, þar sem byggt verður á rikum hefð- um. Hiðsama verður trauðla sagt um fjórða sviðið eða fjórða geir- ann, þótt sumar brautir njóti einnig þar hefða og mikillar reynslu menntastofnana, sem til eru i landinu. Heilsugæzlubraut samfélags- og uppeldissviðsins stefnir að tveggja vetra námi, er veitt getur hæfni og réttindi sjUkraliða eins og þau eru nU. Bæti nemandinn einu ári við nám sitt verður heilsugæzlufræðum gerð fyllri skil, en hið fjórða á að veita hvort tveggja i senn, aukin atvinnuréttindi og rétt til að stunda háskólanám. — Hús- stjórnar- og handmenntabraut mun fljótlega greinast i tvær sjálfstæðar brautir, annars vegar hússtjórnarbraut er stefnir til al- mennra heimilisfræða, neytenda- menntunar, framreiðslu- og veitinganáms með áföngum i samræmi við timalengd og hæfnispróf, en stúdentspróf að lokamarki hins vegar listmennta- braut er greinast mun verulega eftir markmiðum og þeim grein- um lista, sem lögð verður stund á. — Snyrti- og heilbrigðisbraut mun gefa nemendum eftir þvi sem unntreynisttækifæri til aðstunda nám i eftirfarandi snyrtigrein- um: Hárgreiðslu og hárskurði kvenna, hárskurði karla, andlits og handsnyrtingu, fótsnyrtingu svo og nuddi. Þessi braut verður verulega vandasöm, þar sem hún tekur annars vegar til löggildra iðngreina, þ.e. tveggja fyrstu þáttanna svo og snyrti- og heilbrigðisþátta, er ekki biia enn við löggildingu og lögvernd, en sérsöfnum svo og annað er hinar óliku námsgreinar gera æskilegt og eðlilegt i aðbúnaði og aðstöðu. Þegar Fjölbrautaskólinn i Breið- holti verður fullgerður er áætlað að deildir hans muni alls verða sextán talsins/ islenzkudeild, er- lvnd máladeild. stærðfræðidpild. eðlis- og efnafræðideild, náttúru- fræðideild, samfélags- og uppeld- isdeild, viðskiptadeild, hússtjórn- ardeild, iönfræðsludeild, sjó- mennskudeild, mynd- og hand- menntadeild, lista- og tón- menntadeild, heilsugæzlu- og heilbrigðisdeild, fclags- og tóm- stundadeild, iþróttadeild og loks sérkcnnsludcild. Deildirnar skapa sérstaka aðstöðu til að byggja upp og þróa hin óliku fræðisvið, bókleg og verkleg og búa nemendum og kennurum þá starfsaðstöðu sem fræðisviðin gera kröfu til. Fjölbrautaskóli er þrennt i senn: Margbætt skólastofnun, fé lags- og menningarmiðstöðog svo heimili.Verður reynt að búa sem bezt að hinum þrem þáttum, að orðið geti nemendum til þroska stofu, mötuneytis kennara, svo og starlslið, er annast hirðingu á skólanum og tryggir að vel sé um skólann gengið og allt beri vitni virðingar á húsakynnum, hús- bUnaði og tækjum. Þá hlýtur l'ram að koma, að skóiinn hef'ur notið þeirrar gæfu, að mikilhæfur skólamaður og menntafrömuður heíur heigað krafta sina skipu- lagningu skólahúsnæðis og verið til ráðuneytis um tækjabúnað og íræði. Enn er rétt að geta þess, að skólinn nýtur liðveizlu hins hæf- asta manns til að undirbúa á- fangakerfi i skólanum og vera til leiðsagnar um kennslustjórn. — Ég býð alla þá aðila, er ég nú hef nefnt, velkomna til starfa. Ég veit að öllum er okkur ljós sá vandi, sem okkur er á hendur falinn, en veit jafnframt að vandinn er eggjun og hvatning. — Mér er það lika fullkomlega ljóst, að kennur- um og öðru starfsliði skólans finnast verkefnin stór og hrika- leg, er þeirra biða, ekki sizt þar sem sU skynjun vakir i hug, að Fjölbrautaskólinn i Breiðholti á Fjöllirautaskóliiiii. hafa engu að siður verið ræktir og það af aðilum með harla ólíka menntun, sem þá greinast eðli- lega i félög meíólik viðhorf og mismunandi metnað fyrir starfs- stéttirnar. Forráðamenn Fjöl- brautaskólans vænta þess að tak- ast megi að búa svo að þessari sérstæðu námsbraut, að hún leiði til eðlilegra námsáfanga og stuðli að þvi að sjálfsögð réttindi fáist miðað við nám, þekkingu og hæfni. Liklegt hlýtur að teljast, að náin samvinna verði á milli heilsugæzlubrautar skólans annars vegar og snyrti og heilbrigðisbrautar hins vegar. 2.2. Nám og deildir A brautum Fjölbrautarskólans i Breiðholti skiptist nám i kjarna, kjörsviðog valgrcinar. Kjarni verður sameiginlegur á öllum námsbrautum skólans og er ætlazt til að hann veiti nem- endum sameiginlegan þekkingar- forða, er komi i veg fyrir óeðlileg skil og tryggi samstöðu og bekkj- arvitund. Á fyrsta námsári er gert ráð fyrir að kjarni verði helmingur námsins eða 18 kennslustundir á viku. Hinn mikli sameiginlegi kjarni á að gera nemendum auðveldara að skipta um námsbrautir að einu námsári loknu, telji viðkomandi nemendur að áhugi þeirra stefni fremur til annarra námsbrauta en þeir völdu i upphafi. Kjörsviö náms- brautanna verður með þrennu móti: a) nær einvórðungu verklegt, b) að mestu leyti bóklegt eða c) bæði verklegt og bóklegt fer það eftir eðli og innihaldi þeirrar námsbrautar, sem valið hefur verið. Kennslan i Fjöibrautaskólan- um fer fram i deildum, þar sem hinum mismunandi námsgrein- um bóklegum og verklegum verð- ur bUin hin bezta aðstaða bæði hvað varðar tækjakost, bókakost i og manndóms. Þegar Fjölbrauta- skólinn i Breiðholti er fullskipað- ur fyrir 1400 nemendur, munu auk beinna kennslukrafta starfa við skólann þrir ráðgjafari námsráð- gjöf, starfsvalsráðgjöf og vinnu- miðlunarráðgjöf. Þá verða og i hópi starfsliðs skólans tveir sál- fræðingar, annar með sérmennt- un i skólasálfræði, en hinn með sérmenntun i námsmati og prófa- gerð, félagsráðgjafi, bókavörður með fullgilda menntun skóla- bókavarðar og i bókasafnsfræð- um, aðstoðarbókavörður. kennslugagnaleiðbeinandi, ráð- gjafi um verkefnaval og náms- tækni. Enn verður við mennta- stofnunina skólalæknir eða skóla- læknar. hjUkrunarkona með við- bótarmenntun i félagsráðgjöf auk annarra. er þar sinna störfum. Fjölbrautaskólinn i Breiðholti leggur vcrknám og bóknám að jöínu og verður lagt kapp á að búa á engan hátt siður að verknámi i skólanum heldur en bóknámi. Það verður lika að verulegu leyti verknámið, sem tryggir nemend- um hæfni til starfa Uti i atvinnu- lifinu og veitir þeim réttindi i ýmsum atvinnugreinum. Má segja, að einmitt sU áherzla, sem lögð verður á vcrknám i Fjöl- brautaskólanum, geri hann að sérstæðari menntastofnun og gefi ljósast til kynna þá miklu mögu- leika á fiölbreyttu námi, sem skólinn býður upp á. III Þriðji og siðasti þáttur ræðu minnar verður heigaður þeim er hér i þessu húsi eiga saman að standa, saman að striða, saman að byggja, saman að sigra: kenn- urum og öðru starfsliði annars vegar, en nemendum hins vegar. NU þegar hafa verið fastráðnir að skólanum 18 kennarar, en af þeim er einn i hálfu starfi. Þá hefur skólanum verið tryggð lið- veizla sex stundakennara. Náms- ráðgjafi verður i hálfu starfi þetta skólaár. Ai' öðru starfsliði ber að nefna, hUsvörð. starfsfólk skrif- að hafa forgöngu um að bUa mörgu af þvi bezta, sem nU þekk- ist i skólum og menntastefnUm veraldár stað i fámennu landi, þar sem fjármunir hinria fjöl- mennari þjóða eru ekki fyrir hendi, en slaka þó i engu á varð- andi þá kröfu að það lifi sem bezt er, og verði ungmennum Islands tiltækt ekki siður en æsku ann- arra þjóðrikja. Ég veit að vand- inn er stór, en ég veit lika að áhugi og atorka kennara og starfsliðs skólans er mikil. Það er samstillt liðsveit, sem býður fram krafta sina, og ég trUi þvi fastlega, að hér verði unnið gæfu- rikt starf æsku þessa borgarhluta til blessunar og þroska. — Það er að sjálfsögðu tilviljun, en ánægju- leg tilviljun engu að siður, að setningardag þessa skóla, daginn þegar skólinn er settur i fyrsta . sinni ber upp á hátið heilans Franz frá Assisi. f vitund allra kristinna manna er Franz frá Assisi imynd þess manns. er öllu biður lifs og liknar. Hann hlaut að eigin sögu i upphafi þá köllun, að umbreyta og endurbæta þá merku og miklu stofnun, er hann helgaði krafta sina. Arangur hans var undraverður og þó kaus hann sér ekki umbreytingu og um um- sköpun hið ytra, heldur hitt að umbreyta og umskapa hið innra. — Mér býr i grun. að svo mikil verkefni sem okkar biði hið ytra. þá séu þau meiri og mikilvægari liið innra. Megi lordæmi Franz l'rá Assisi lýsa okkur og gefa okk- ur hugboð um gildi hverrar ein- ustu mennskrar sálar, hvers ein- asta nemanda sem okkur er fal- inn til liðveiziu og styrktar i lifs- striði og þroskaleit. Við þennan skóla munu stunda nám nU i vetur 1975—1976 227 nemendur, að þvi er næst verður komizt. Þeir eru nU allir að byrja nám á framhaldsskólastigi. þ.e.a.s. stigi sérskóla og mennta- skóla. Hér i skólanum verða þeim eins og áður er greint frá bUnir námsáfangar. misjaínlega langir og að mörgu leyti harla ólikir. Allir verða þeir. engu að siður nemendur sama skólans. Þeir fá þannig þó i íitlu sé að kynnast þeirri staðreynd, að eitter mann- kyn, ciner þjóð þótt annars gæti mikillar íjölbreytni. En til hvers fara ungmenni i framhaldsskóla? Til hvers ert þU nemandi minn, sem hér byrjar námsferil á nýju stigi mennta- kerfisins kominn á þennan stað? Vafalaust mætti vænta ólikra svara við þeim spurningum. En eitt er nauðsynlegt, hverju ung- menni og á að liggja i eðli þess og veru hafi veröld ekki um villt iyrir þvi: Það er að vera cinlægt og opið, ekki kröfufullt og lokað. Það er vafalaust réttur skilningur á eðli skóla, reyndar á eðli upp- eldisog þroska, sem fram kemur i griskum sögnum, Sagt er að Grikkir hafi skipað nemum og námi i þrjá hópa og þætti. í fyrsta og frumstæðasta hópnum væru vitringaiiiir, þeir sem allt vissu, allt kunnu — ekkert þurftu að læra. — i öðrum hópnum, þeim, sem náð hafði næsta áfanganum. voru vi/.kuviniriiir — þeir sem þráðu vizkuna, þráðu það sem þeir skynjuðu að ekki var ennþá þeirra. — 1 þriðja og siðasta hópnum voru iicincndurnir, þeir sem komizt höfðu að raun um takmarkanir sinar, vissu það eitt að þeir vissu ekkert, kunnu ekk- ert til hlitar. — Ég hef ekki hugs- að mér að nota þessa grisku sögn eða sögu til að bregða birtu á þri- skiptingu islenzka skólakerfisins i giuiinskóla, framhaldsskóla og hásktila. Von min er sU,, að Fjöl- brautaskólinn i Breiðholti megi i hópi neménda sinna telja marga vizkuvini, fáa vitringa. en braut- skrá efnilegt og mannvænlegt fólk til að verða nemendur i æðstu menntastofnunum og i háskóla lifsins. Þaðer skoðun stærðfræðingsins og heimspekingsins Alfred North Whiteheads, að öll þekking og all- ur lærdómur birtist i þrem mynd- um og tæki ein við af annarri. — Fyrsta mynd þekkingar er hug- hrif og eftirvænting, hinn róman- tiski lardómsþáttur eins og hann kemst að orði. Allt er nýtt. fram- andi, heillandi — allur persónu- leikinn gagntekinn. öll svið vit- undarlifsins viðkvæm og virk. — Þannig ler fram um hrið, þar til næsta mynd þekkingarinnar birt- ist, lærdómsþáttur nákvæmninn- ar eins og Whitehead kallar hann. Oryggi og hnitmiðun sezt i önd- vegi. mikil sjálfsögun og viljaein- beiting er einkenni þessa þáttar. en svið vitunarlifsins sem virkt er þrengist um leið og skærari birtu skilnings og rökhyggju er brugðið á verkefni og viðfangsefni. — Mikill er árangur hins annars lærdomsþáttar og verður hlutur hans aldrei ofmetinn. — Þá er þriðja mynd þekkingarinnar eft- ir, lærdómsþáttur alhæfingarinn- ar i túlkun visindamannsins. að sjá hiö þrönga svið af hærri sjóri- arhól. öðlast vitundina um það. að i engu er alvizkan íólgin. og hver skýring sem veitt er á gátum til- verunnar vekur tiýjar spurning- ar. - Eg vil óska ncméndum minum til handa þeirrar gæfu að þeim veitist i sem fleslum grein- um að kynnast hinum þrem myridum þekkingarinnar. öðlast reynslu lærdómsþát tanna þriggja. Meðal uppeldisfræðinga og kennara i Bandarikjunum hafa lræði prólessors Uaurence Kohl- bergs um þrep eða stig hins sið- ræna þroska mannverunnar vak- ið mikla athygli. örstutt umsögn þeirra fræða. skal niðurlag ræðu minnar. Prófessor Kohlberg telur. að ollum móniuim seu buin 'sex stig eða þrep siðræns þroska. ÞrjU hin lyrstu eru einstaklings- bundin. þrju htn siðarf lólagsleg - Sem einangruð vera þræðir maðurinn þrepin þrjú: stig rcl's- iiis;.i óg laiuia. stig þægirida og n-.uitna, stig v'uisivUUi og aviiui- ings. - Sem samfélagsveru birl- ist manninum stig laga og rcglna. stig boi'gara i lyðræðissamfclagi og siðast stig mcðvitundai' uin al- gild siðræn lögmál.ér grunðvaU- ast á þrennu: manngildi. jafn- rétti. gófgi. Megi háleitar hugsjonir fylla hjörtu vor og vera nemendum þessarar stofnunar leiðarljos. Fjölbrautaskólinn i Breiðholti er settur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.