Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudágur í). nóvember 1975. HHffilíflnRnflii „Gef oss heldur Grallarann og Ponta ir Maður með munninn fyrir neðan nefið „Skyldu tslendingar oiga finnsku skógunum eitthvað grátt að gjalda?" sagði maður á dögunum. Honum þótti ekki ein- leikið, hvernig við hér útí i hafs- auga, tvö hundruð.og tuttugu þús- und sálir, niðumst á þtim — fólk, sem ekki jaðrar við, að vinni fyrir sér með þvi búsks.parlagi, sem tiðkanlegt er orðið •' lanclinu. Þetta var maður úr Karíinu góðfræga, þessu með stóra stafn- um, en þó dálitið utan vurt við höfuðbendu tannhjólanna í sjálf- hreyfivélinni miklu, ptrpetuum mobile vorra daga — samt hjól, sem er i meiri nálægð við hvers- dagsleg skynfæri fólks en hin, er knýja það áfram. Það, sem fyrir manninum vakti, var ofmötunin i mann- félaginu, hervirki Parkissonslög- málsins, grimmileg og óstöðv- andi, pappirsflóðið, kjaftaflaum- urinn, rausið og patið. Hann var að tala um sóunina i þessu landi hundrað þinga, þúsund nefnda og hundrað þúsund funda, þar sem skýrslurnar og álitsgerðirnar og ályktanirnar haugast upp og bréfin ganga frá einu ráðinu, stofnuninni eða embættinu til annars, unz þetta dót er orðið úr- elt i hraðri rás viðburðanna eða forsendur að minnsta kosti svo breyttar, að of seint er að taka svona, en ekki hinsegin, i hnakk- ann á vandamálinu, sem átti að greina og gegnumlýsa svo ræki- lega, að þar fyndist hvorki bólgu- þrimill né vottur af rýrnun i vöðva, án þess að fyrirbærið hefði verið grandskoðað. Skolli er svo ósvifinn, að hann er kominn úr skotfæri, þegar á að taka i gikk- inn og hleypa af, bólgan hlaupin úr þessum kirtlinum i aðra fleiri eins og i vondri hettusótt, bátarn- ir sokknir og komið skarð i ströndina, þegar lukkazt hefur að sigta út brimvarnargarðinn. Hann var, maðurinn tilvitnaði, að tala um ofgnótt blaða að fjölda og fyrirferð (það ætti að koma þakkarávarp frá hrossastóðinu i landinu, að það skuli þó ekki leng- ur vera tekið af útigangnum og tamið til klyfjaburðar i póstlest- um), timaritagrúann, bækurnar og allt þetta lesmál, sem spýtist utan afláts úr ritvélum og prent- vélum landsmanna, en hefur margt lagt upp úr þeim áfanga- stað, þar sem Hans klaufi býr með frú sihni, Féhildi, og hefur Afkára og Lágkúru að heimilis- hjúum. Hann var að tala um yfir- þyrmandi lengd útvarpsdag- skrár, sem leggur til þess konar hávaða á fjölda vinnustaða, að það flógrar að ýmsum þeim, sem ekki eru enn farnir neitt að bila i eyrum, að hálföfunda hina, sem meðtekið hafa svo mikið af þess- um glaumi, að heyrnin hefur sljóvgazt. Svo að þeir hafa öðrum betri frið. Og hann var að tala um tölvurnar, skýrslugerðarvélarnar og bókhaldstækin finu, sem sums staðar hafa fætt af sér tvöfalt bókhald, að minnsta kosti um sinns sakir, i dálitið aðra veru heldur en það hugtak táknar i lagamáli. Já, maðurinn spurði, hyers Finnlandsskógar ættu að gjalda (guði sé lof, að Finnar hafa þó friðað skóginn kring um Punka- harju, þar sem vaxa einhver feg- urst tré i kristninni austan At- lantshafs). Honum ofbauð svo pappirseyðslan hjá ekki pasturs- meiri þjóð en við erum. Það mátti sem sagt lika skilja, að við legð- um furðu mikið i þennan her- kostnað, jafnt i peningum sem i mannafla, starfsorku, tima og vélbúnaði —þóbót i máli, oftlega, hvað færi fram hjá mönnum, án þess að vera lesið, hlustað á það eða horft. Efniviður í skýrslur Þessi ágæti maður kann að hafa ýkt mál sitt. Ekki er þó einboðið að sverja fyrir það, að hann hafi tekið of vægt til orða. Loks getur hugsazt, að hann hafi ratað þenn- an meðalveg, sem er guilinn eins og djásn i biið, áður en nokkur hefur keypt til þess að láta falla á það heima hjá sér. Um það dæmir ekki sá, sem þetta lemur á þræl- kústaða ritvél, og játar á sig sök að hafa lengi tekið þátt i herför- inni miklu og gert sér (og kannski þeim öðrum, sem nefnast útgef- endur) mat úr þó nokkrum trjám i landi Sveins heitiris dúfu. En i hálfkæringi mun hann hafa talað, þessi maður sem var uggandi um örlög finnsku skóganna. En kannski gæti pappirseyðsl- an ilandinu, þörf og óþörf, ásamt öðrum þáttum hliðstæðrar mötunar, eða ofmötunar, ef menn hallast á þá sveifina, orðið rann- sóknarefni handa fáeinum mönn- um með tilheyrandi skýrslum til þess að fara boðleiðina þraut- troðnu frá Heródesi til Pílatusar, unz þær finna sér þann stað, þar sem lúinn og langförull getur not- ið hinztu hvildar eins og Orvar- Oddur hjá hauskúpunni. Bréf upp á leiðindi Nú er hann liklega farinn að frysta i Finnlandi, og setztur snjór i barrið á trjánum i skógin- utn. Það er hugsanlegt, að þeim séhálfkalt á klónum, sem þar eru á ferli með vélsagir sinar og dráttartæki. Við getum okkur til þess, að þeir vinni sér til hita með þvi að biðja um meiri pappir — annars verða þeir að berja sér. Og látum svo útrætt um skógar- höggsmenn. Aftur a móti skulum við vikja að manní, sem nýlega drap i áheyrn landsmanna a ógæfu þess fólks á Islandi, sem hefur lært að lesa. Til fyllri skilnings á þvi, hvernig þessari ógæfu væri varið, skirskotaði hann til þeirra leiðinda, sem daglega væri sallað yfir blásaklaust fólk i Morgun- blaðinu og Þjóðviljanum i mynd hins andlausasta og merglaus- asta stagls, ásakana og gagn- ásakana, er upp á byðist. Eins og nærri má geta ætlum við okkur ekki þá dul, að vefengja orð Halldórs Laxness um tilþrifa- leysið og leiðindin i þessum dag- legu sýningum Morgunblaðsins og Þjóðviljans á erjum sinum, sem eiga fjarlægt upphaf og eng- an eygjanlegan endi. Hann stend- ur fyrir sinu, og hver einn getur sannfært sig sjálfur um réttmæti orða hans, þvi að þetta e'r það, sem riður húsum svo að segja hvers ma^ns eins og draugur þekju á afturgöngutimum. Auð- veldara væri samt að afbera þetta, ef óhugnanlega mikill hluti lesmáls, einnig utan skeiðvalla hinnar fátæklegu þrasgirni, sem tekið hefur sér lögheimili á siðum tveggja ti'.tnofndra blaða og feng- •ð sérlegan sfimpil Nóbelsverð- launarkáldsins upp á það, að hún sé húskross væri ekki á einhvern veg af þv' tagi, sem hlýtur að flokkast undir þrugl og vanmátt við að klæða hugsanir i búning orða með glöggri og réttri merk- ingu. Þroskahefting málfarsins Við erum fædd af þjóð, sem kynslóð fram af kynslóð skeikaði ekki að beita rétt þvi máli, sem er hennar arfur og hennar tæki til ljósrar og skýrrar tjáningar. Þar þurftu engir skólar eða námsskrár að koma til eins og glöggt sést af þjóðsögum okkar, skráð- um af alþýðumönnum, sem sett- ust niður, litt vanir ritmennsku, og gátu sagt frá áreynslulaust á réttu og kjarngóðu máli, sem var þeim samrunnið og eðlislægt. Sama mark er á mörgum lög- sóknum og málsvörnum gamalla hreppstjóra, stirðlega skrifandi, er iðulega voru settir til þess að Þessi mynd er frá Kóli i Finnlandi austan verðu leyíisstaða Finna. — Ljósm. F.Runeberg. , þar er einn sumar- fullnægja formsatriðum laga i héraði: Orðafar þeirra er svo kjarngott og hnittið og málinu beitt af svo rökréttri iþrótt, að hver, sem einhverja vitund hefur af málkennd, hlýtur að veita þvi athygli, þótt lögskynið kunni að vera til fárra fiska metið af þeim, sem þekkingu hafa á þvi sviði. Nú ber aftur á móti þá ógæfu upp a, að ómurlega mikill fjöldi fólks virðist ekki lengur skilja það mál, sem það baslast við að tala og skrifa, eitthvert gagnsæjasta tungumál veraldar, og getur tæp- ast opnað munninn, hvað þá tekið sér penna i hönd, án þess að upp komizt, að einhver ósköp hafa hent það. Einn þáttur mannlegs þroska hefur beðið tjón, jafnvel skipbrot, þar sem verst er ástatt, og þetta er einn þeirra þátta, sem greina mann frá öðrum spendýr- um: Getan til þess að segja hug sinn á ljósan og skilmerkilegan hátt á heilsteyptu og óbrengluðu máli. Þetta gerist samtimis þvi, að skólaganga er orðin drjúgur hluti ¦ af lifsferli sérhvers manns i land- inu, og þeir eru að verða fleiri, sem lokið hafa stúdentsprófi eða kennaraprófi eða hlotið annan þess koriar menntastimpil, heldur en sjómenn, bændur og verk- smiðjufólk með skyldunám eitt að baki. Sem þó er miklu lengra og meira hjá yngri kynslóðinni með málfarsörðugleikana, heldur en áður tiðkaðist. Þetta gerist, þegar við syndum i flóði pappirs með lesmáli, sem á að vera einhvers konar islenzka. Og það, sem hlá- legast er: Það eru ekki siður hinir langlærðu og margprófuðu, sem þessi ódæmi hafa leikið grárra en tárum taki. Þetta er ekki sagt til málsbóta skylmingamönnum Þjóðviljans og Morgunblaðsins, sem fengið hafa sitt bréf frá Halldóri Lax- ness upp á leiðindi, þvi að enginn ristir dýpra," þó að aðrir séu bág- ir, enda sálarmein þeirra þrá- hyggja af þvi tagi, sem ekki þarf endilega að eiga skylt við vand- kvæði á að raða saman i orðum i setningar, án þess að þau skiljast öðrum en þeim, sem eru vel nestaðir að getspeki. Þetta er reifað hér vegna þess, að þetta er djúpstæðara og viðtækara mein en öll þau leiðindi, sem þrálátt vanastaglgetur valdið. Þvi að vonandi myndast smám sam- an ónæmi gegn þvi eins og hverri annarri pest, sem orðin er land- læg. Afköst „á ársgrundvelli" Við drápum á þá flóðbylgju af skýrslum, bréfum, samþykktum og álitsgerðum, sem fer um land- ið eins og hafsbotninn hafi ein- hvers staðar tætzt i sundur og sjórinn gengið upp á þurrlendið. Stjórnsýslustöðvarnar eru fullar af þessu, og fólk er á þönum að senda þetta úr einni deildinni i aðra til þess að afla nýrra álits- gerða um gömlu álitsgerðirnar. Sumt af þessu dynur lika á al- menningi, ásamt þeim fjöllum bóka, blaða og timarita, sem hon- um er boðið upp a að klifa. Nú skulum við vera sanngjörn: Sumt af þessu lesmáli, jafnvel margt, er vel unnið, framsetning- in skilmerkileg og málfarið lýta- laust og stöku sinnum ágætt. En allt um það hefur ekki fyrr i sögu þjóðarinnar jafnmikið af vesal- dómi, hérvillu og ambögum verið fest á blað á heilum öldum og nú er gert á ári hverju (á ársgrund- velli heitir það vist á máli stjórn- málamannanna, hagfræðinganna og embættismannanna). Jafnvel leiðbeiningar, sem sendar eru út, almenningi til glöggvunar um rétt og skyldur á vegum þjóðfé- lagsins, eru þess konar vefnaður oftog tiðum, aðþað er ekki á færi annarra en sérfræðinganna, er i vefstólum sátu, að skilja, hvað er verið að fara. Málspjöllin æpa af siðum gagna, sem skrifuð eru handa æðstu stofnunum þjóðar- innar eða jafnvel i þeim sjálfum, þar á meðal menntastofnunum, Og pegar svo er um hið græna tréð, hvers er þá að vænta annars staðar? Eftir á að hyggja: Spurningin er þarflaus — svariðer auðfengið, hyar sem gripið er niður. Og þú líka, Brútus Háskólinn á Skildinganesmel- um er rismesta menningarsetur tslendinga. Það er ekki i kot vis-c að að bera þar niður. Margt fólk á sér bann draum dvrastan «* koma börnum sinum ínn 1 hot- ið og gegn um það með sem minnstum áföllum. Þar mótast embættismennirnir, visinda- mennirnir, sérfræðingarnir, leið- togarnir og þar eru fleiri fræði kennden aðrir vita tölu á en þeir,' sem þar eru innvigðir. Við erum litil þjóð, og það er engum til alösunar sagt, að i fjölda greina hafa ekki verið né eru til kenrislubækur á islenzku. Sumir háskólakennaranna hafa reynt að bæta út þessu eftir föng- um með þvi að semja námsbækur eða þýða. Þar hafa sumir unnið lofsvert verk. En þarna eru lika i brúki þess konar ritlingar, að lik- lega gerðust margir opinmynntir utan þeirrar stofnunar, ef þeir ættu kost á þvi að renna augunum yfir fáeinar siður. Ég hef að minnsta kosti séð kennslugögn, sem munu eiga að teljast á ein- hvers konar islenzku að megin- h'uta, þótt sú nafngift sé að minu viti fjarri lagi, þvi að torkenni- legra jarganmál með hráa út- lenzku i bland mun torfundið. Áður fyrr lögðu háskólamenn á sig að fylla heila bók af islenzkum liffæraheitum, er þeir bjuggu sjálfir tii mörg hver, svo að is- lenzkir læknar gætu talað um mannslikamann og mein hahs á sinni eigin tungu, og svo farið að i fleiri greinum, til dæmis lögfræði og heimspeki. Nú virðist háskóla- nemum á sinum sviðum eftir- látið að finna sjálfum nothæf hug- takaheiti, ef þeir vilja gera sig skiljanlega utan sins hóps, og af- ganginn fá þeir á guðs voluðu brenglmáli, hugsuðu á ensku eða þýzku, eða hamingjan má vita hverju, og krydduðu ófáum tegundum málspjalla annarra. r Urelt kenning Fyrir tæpum tveimur öldum óð uppi i þessu landi afturfótamál nokkurt, þýzkrar ættar. Meistari þess og boðberi var Magnús Stephensen, og ritháttur hans nefndist kansellistil. Eitt af ein- kennum þessa stils voru tiu álna langar setningar með þeirri orða- skipan, og drýgst var til fljótlegs skilnings að byrja á öftustu ofð- uhum og fikra sig fram á við. Þéssum lærða stíl valdamesta manns landsins og jafnframt ein- um hinum afkastamesta við rit- störf, hefur löngum verið við brugðið, og til hans vitnað sem hins afkáralegasta fyrirbæris i sögu islenzks ritmáls. Nú er kominn timi til þess að sleppa slikum dómum. Afturfóta- mál Magnúsar Stephensens og þeirra, sem reyndu að draga dám af honum, annað hvort til þess að þóknast hátigninni eða af ófals- aðri hrifningu á þessari lærdóms- snilli i málfari, er gullvægt kjarnamál, ljóst og auðskilið, i samanburði við það afskræmda orðahnoð, sem nú er blygðunar- laust haídið að varnarlausum fórnarlömbum innan mennta- stofnana og utan, unz þau vita ekki sitt rjúkandi ráð i heimi orð- anna og sitja siðan uppi með lam- að málskyn, fótfestulaus i skiln- ingi á sinni eigin tungu. Ég held það sé glæpur að leika fólk þannig. En við þetta skulum við láta staðar numið i bili, minnug sálmsins, sem Magnús okkar Stephensen orti forðum til þess að syngja yfir moldum sýslumanna, presta og kammerráða: 011 harmakvein hætti að sinni, haldi náungar tárunum inni. J.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.