Fréttablaðið - 04.11.2005, Síða 25

Fréttablaðið - 04.11.2005, Síða 25
 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR24 UMRÆÐAN PRÓFKJÖR SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS STEINN KÁRASON Umhverfismál snúast fyrst og fremst um gæðastjórnun. Ef þessi mál eru tekin skyn- samlegum tökum næst efna- hagslegur, umhverfislegur og samfélagslegur ávinningur. Allir græða. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem hefst í dag er eitt hið mikilvægasta sem lengi hefur verið haldið. Lykillinn að sterkum lista er að frambjóðendur hafi sem fjölbreyttasta reynslu og víða skír- skotun því mikilvægt er að hann endurspegli reykvískt samfélag sem allra best. Ungir sem aldnir, fjölskyldufólk og einhleypir, konur og karlar, ólíkir þjóðfélagshópar og atvinnugreinar þurfa að finna samhljóm með þeim frambjóð- endum sem valdir verða á listann. Slíkur listi mun sigra í borgar- stjórnarkosningum næsta vor. Val og frelsi Reykjavík er stórkostleg borg og í henni býr kraftur sem þarf að virkja með valmöguleikum og auknu frelsi. Reykjavík á að vera leiðandi á öllum sviðum og taka frumkvæði í helstu málum á sveit- arstjórnarstigi. Sérstök þörf er á að taka á mál- efnum aldraðra. Þau á að flytja frá heilbrigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytisins enda er um félagsmál að ræða. Þjónusta við aldraða byggist á nánd og á að vera á sveitarstjórnarstigi. Auka þarf valmöguleika for- eldra með ung börn með því að efla dagvistarþjónustu og auka val þeirra. Í Reykjavík eru góðir skólar með frábærum kennurum en það þarf að gera enn betur og skapa rúm fyrir fjölbreytileika svo að einstaklingurinn njóti sín sem best. Lifandi menning á að blómstra í Reykjavík og blómleg listsköpun að bera hróður borgar- innar sem víðast. Það þarf að gera stórátak í skipulagsmálum og taka sérstak- lega á lóðamálum og samgöngu- málum. Það á að vera rúm fyrir einkabílinn í borginni auk þess að almenningssamgöngur og hjól- reiðar eiga að vera raunverulegur valkostur. Vandamálið í skipulags- málum er einfaldlega að ákvarð- anir hafa ekki verið teknar um þau mál sem á brenna. Leiðarljós Reykjavíkurborgar á að vera að einkarekstur sé almennt farsælli en opinber rekstur. Það á að nýta fyrirtæki borgarinnar til að annast þjónustuþætti hennar. Fjölbreytt reynsla í fyrirrúmi Í dag og á morgun er hátíð í bæ er sjálfstæðisfólk fjölmennir á kjörstað og sýnir styrk sinn í próf- kjörskosningu. Það verður nýtt upphaf að betri borg þegar við veljum lista frambjóðenda með fjölbreytta reynslu til að leiða Reykjavík inn í nýja tíma. Höfundur er lögfræðingur og býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Enn ætla ég að leggja orð í belg um Fréttablaðið, jafnvel þó það gangi nærri að æra óstöðugan. Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri blaðsins, sendi mér eina eiturpill- una enn á miðvikudag. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja en hann segir að samtal okkar á útmán- uðum 2003 um bókanir Baugs á ritstjórn Fréttablaðsins sé hugar- burður og ímyndanir. Gott og vel. Að vísu er minni fréttastjórans afar brigðult því hann man ekki langan fund okkar vorið 2004. En samt, gott og vel. Fréttastjórinn ber sig illa. Ég fari fram eingöngu með hugar- burð og ímyndanir. Lengra nái málið ekki. En er svo? Í þrjú ár hefur Fréttablaðið haldið því fram að Davíð Odds- son hafi staðið á bak við pólit- ískt samsæri gegn Baugi. Þetta er í anda dæmalausra ummæla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að Davíð Oddsson hafi hringt í einkavin sinn Jón Steinar Gunn- laugsson sem hafi haft upp á Jóni Geraldi Sullenberger til þess að kæra Baug af óvild einni saman! Hefur blaðið lagt fram haldbær- ar sannanir um ásakanir sínar og eiganda síns? Svarið er nei, alls engar. Samt höfum við orðið vitni að einum mestu ofsóknum Íslandssögunnar í anda Þjóðvilj- ans sáluga. Persónuofsóknir og níð á hendur einstaklingi ¿ og mönnum honum tengdum. Á útmánuðum 2003 lagði blað- ið fram bókun í stjórn Baugs um umræður á Alþingi. Þetta átti að renna stoðum undir ásakanir um pólitísk afskipti ásamt stað- hæfingu af einkafundi í Lund- únum um að nafn Jóns Geralds hafi borið á góma! Bókun í stjórn Baugs átti að renna stoðum undir pólitískt samsæri! Satt best væri þetta broslegt, ef málið væri ekki svo alvarlegt. Hitt atriðið sem Fréttablaðið hefur er að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, benti Jóni Gerald Sullenberger á lög- menn á sama tíma og maðurinn var hundeltur af Baugi í Amer- íku; með spæjara og her lögfræð- inga á hælunum! Einn þessara lögmanna var Jón Steinar Gunn- laugsson. Ég hefði gert það sama í sporum Styrmis. Ég hefði reynt að koma til hjálpar manni sem hundeltur var af stærsta auð- hring landsins. Fréttastjórinn talar um hugar- burð og ímyndanir! Hefur mað- urinn enga sómakennd? Af hugarburði og ímyndun Fyrir fjórum árum var ég í meist- aranámi við Álaborgarháskóla í Danmörku og vann þá meðal ann- arra verkefna, rannsóknarverk- efni sem var úttekt á umhverfis- stefnu Álaborgar. Borgaryfirvöld í Álaborg settu sér það markmið að gera borgina að umhverfisvænstu borg Evr- ópu í upphafi 21. aldar. Sem skref að þessu marki, bauð Álaborg til og var gestgjafi fyrstu „Evrópuráðstefnunnar um sjálfbærar borgir og bæi“ árið 1994, þar sem yfir 600 þátt- takendur undirrituðu sáttmála evrópskra borga og bæja um sjálfbæra þróun, svokallaðan Álaborgarsáttmála. Um margra ára skeið hafa borgarfirvöld í Álaborg átt góða samvinnu við almenning og fyr- irtæki um markmiðssetningu og aðgerðir sem leiða til sjálf- bærra lausna á fjölda viðfangs- efna. Öll verkefni og áætlanir á vegum borgarinnar verða að fara í umhverfismat og borgarráð Álaborgar útbýr jafnan fjárhags- áætlun í samræmi við umhverfis- stefnu sína. Borgarráð Álaborgar leggur þunga áherslu á að fjárhagsáætl- unin sé í samræmi við aðgerða- áætlun og að unnt sé að mæla, vega og meta þann árangur sem stefnt er að. Ásamt þessu er unnið grænt bókhald til að unnt sé að mæla orku og auðlindanotn- un og þar með spara og draga úr mengun. Á þennan hátt setja bæði íbúarnir og þeir sem um stjórnvölinn halda, fingurinn á púlsinn, til að fylgjast með fjár- streymi og framgangi aðgerða til umhverfisbóta. Einnig er leitað leiða til að endurskapa og viðhalda náttúru- legum svæðum og einkennum þeirra, en skapa jafnframt nægj- anlegt rými fyrir íbúabyggð, vegi, iðnað og landbúnað innan borgarmarkanna. Stóru viðfangsefnin hjá borg- aryfirvöldum í Álaborg snúast um að tryggja gæði neysluvatns og að frárennslismál- og sorpmál séu í góðu lagi. Brýn úrlausnar- efni bíða einnig á sviði umferð- armála sem tengist að sjálfsögðu loftmengun. Mikill flöskuháls myndast í umferðinni m.a. vegna umferðar yfir og undir Lima- fjörð, en ein jarðgöng og ein brú anna vart umferðarþunga á álagstímum. Úrbætur í þessum efnum voru í bígerð þegar rann- sókn minni lauk. Álaborgarar hafa unnið vel að umhverfismálum sínum í meira en áratug og hefur orðið býsna vel ágengt að mínu mati. Við Reykvíkingar ættum að nýta okkur það sem þeir hafa gert vel. Verndarsvæði vatnsbóla hefur verið stækkað og betur varið fyrir aðsteðjandi mengun. Vel er staðið að hreinsun á frárennsl- isvatni. Sorpflokkun er í góðu horfi. Umferð gengur greiðlega fyrir sig. Gróður umvefur göngu- stígakerfið sem er fyrsta flokks. Aðstaða til útivistar, ræktunar- starfs og útitónleika er góð. En hver er staða Reykjavíkur? Furðu vekur hve skammt á veg umhverfimál eru komin í Reykja- vík miðað við það sem best ger- ist annars staðar. Að mínu mati stendur Reykjavík Álaborg langt að baki á þessu sviði. Það sem er mest áberandi er vanþróað sam- göngukerfi í Reykjavík, þ.m.t. göngu- og hjólreiðastígar. Afar brýnt er að huga betur að vatns- verndarmálum. Hreint og heil- næmt vatn er undirstaða alls heil- brigðis. Frárennslismálum þarf einnig að sinna betur. Sorpflokk- un og endurvinnsla í Reykjvík er afskaplega ótrúverðug fyrir íbúa og fyrirtæki og í raun á frum- stigi. Sundurlaus vinstri öflin hafa sofið á verðinum í umhverf- ismálum. Mál er að linni. Allra brýnasta verkefnið á þessu sviði er þess vegna að samþætta umhverfissjónarmið í heildarstefnumótun og rekstur Reykjavíkurborgar. Þörf er á auk- inni fræðslu og almennri þáttöku starfsmanna og íbúa borgarinnar í umbótastarfi. Móta þarf stefnu sem sífellt á að endurskoða og bæta. Gera betur í dag en í gær. Umhverfismál snúast fyrst og fremst um gæðastjórnun. Ef þessi mál eru tekin skynsamleg- um tökum næst efnahagslegur, umhverfislegur og samfélags- legur ávinningur. Allir græða. Á þessum nótum vil ég vinna. Höfundur er garðyrkju-, við- skipta- og umhverfisstjórnunar- fræðingur og starfar sem háskóla- kennari og ráðgjafi. Hann gefur kost á sér í 5. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í kom- andi prófkjöri. Allir græða á vistvænni borg Sterkur listi þarf breiða skírskotun Landspítalinn þótti af mörgum of stór þegar hann var byggður um 1930. Nú sækja menn með spítal- ann í suðurátt til flugvallarins enda vilja allir sem stækka vilja við sig og byggja meira, fara inn á miðjan flugvöllinn. Þar virðist vera nóg pláss. Byggja þar. Höfundur þessarar greinar vill að umráðasvæði Landspítalans stækki í norður jafnvel alla leið að Sund- höllinni. Núna er talað um að selja Heilsugæslustöð Reykjavíkur sem er norðan Landspítalans og hentar LSH vel. Þarna eru þrjár götur norðan Land- spítalans. Þessar götur eru Leifs- gata og Egilsgata og Eiríksgata. Þær ætti að kaupa upp og sameina lóð Landspítalans. Alltaf er verið að tala um að sjúkrahótel vanti. Fólk gæti farið fyrr af Landspítala ef pláss væri nóg meðan fólk jafn- aði sig örlítið. Fólk getur ekki farið beint út á götuna ef það býr eitt í íbúð. Landspítalinn myndi hafa fleiri sjúkrarúm ef hann gæti strax flutt sjúklinga í næsta hús ef aðeins þarf að líta til þeirra reglulega. Þessi umræða er ekki um öll þessi nýju áform um að brjóta upp götur, byggja á flugvelli o.s.frv. Svo er það hræðilegur hlutur að selja og rífa Heilsugæslustöðina eins og gera á. Þetta er fallegt hús. Setur svip á bæinn. Þetta er hús sem og myndi passa Landspítala vel fyrir ýmsa starfsemi. Nota húsið. Húsin við Eiríksgötu, Leifsgötu og Egilsgötu norðan hafa næg verk- efni, henta t.d. sem bílageymslur sem vantar alveg og myndu líklega tvöfalda afköst Landspítalans sem sjúkragistihúss. Ekki selja og rífa Heilsuverndarstöðina. Nota hana. Höfundur er hæstaréttarlög- maður. Heilsuverndarstöðina áfram LÚÐVÍK GIZURARSON HEILSUVERNDARSTÖÐIN VIÐ BARÓNSSTÍG UMRÆÐAN PRÓFKJÖR SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON Lykillinn að sterkum lista er að frambjóðendur hafi sem fjölbreyttasta reynslu og víða skírskotun því mikilvægt er að hann endurspegli reykvískt samfélag sem allra best. UMRÆÐAN BAUGUR OG FRÉTTABLAÐIÐ HALLUR HALLSSON FRÉTTAMAÐUR Ég hefði gert það sama í sporum Styrmis. Ég hefði reynt að koma til hjálpar manni sem hundeltur var af stærsta auðhring landsins. 60% Þú nærð til rúmlega helmingi fleiri Íslendinga á aldrinum 20–40 ára með því að auglýsa í atvinnublaði Fréttablaðsins frekar en atvinnublaði Morgunblaðsins. AUGLÝSTU EFTIR STARFSFÓLKI Á RÉTTUM STAÐ Lestur sunnudaga* 37% *20–40 ára Íslendingar. Gallup júní 2005. Á sunnudögum fylgja bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu sérblöð inni í aðalblöðunum sem fjalla um atvinnumál. Rúmlega 60% 20–40 ára Íslendinga fletta ekki sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Láttu ekki fyrirtæki þitt verða af góðum starfsmanni með því að auglýsa á röngum stað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.