Fréttablaðið - 04.11.2005, Síða 37

Fréttablaðið - 04.11.2005, Síða 37
 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR8 Bolli Thoroddssen er önnum kafinn ungur maður. Hann stundar nám við Háskóla Íslands og hefur að undanförnu verið að undirbúa framboð sitt fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Bolli er lunkinn við að spara enda læra menn mörg góð trikk við að vera fátækir námsmenn. „Ég er alinn upp á heimili þar sem sparsemi er og var dyggð,“ segir Bolli. „Ég er að ljúka háskólanámi í verkfræði og hef því lítið af pen- ingum milli handanna eins og gengur og gerist með stúdenta. Ég hvorki reyki né drekk og því fara litlir peningar í slíkan munað.“ Bolli segir hans helsta sparn- aðartrikk vera að fara vel með fötin sín og mæta „óvart“ í mat hjá ættingjum. „Ég lærði „Óvænt heimsókn“ bragðið af Birni bróð- ur mínum frá hans menntaskóla- árum. Bragðið gengur út á að koma óvænt í heimsókn til vina eða ættingja í eftirmiðdaginn, svona um fimmleytið. Klukkan fimm er ekki dónalega seint en hins vegar er það nógu seint til að maður detti inn í kvöldmat. Ættingjarnir mega þó ekki búa í of mikilli fjarlægð. Pabbi býr í Keflavík og er það fulllangt. Til að slík máltíð sé hagkvæm þarf ég að fá lánaðan bíl mágkonu minnar og gleyma að borga bensín,“ segir Bolli. Annað gullið bragð sem Bolli notar er að fá lánuð föt hjá eldri bræðrum sínum. „Svo getur taf- ist að skila. Tískan breytist og bræður gleyma. Þú situr uppi með þéttan fataskáp og eldri bræðurn- ir eru meira móðins fyrir vikið.“ Bolli segist ekki kvíðinn því að ljóstra upp um „Óvænt heimsókn“ trikkið. „Nei alls ekki,“ segir Bolli hlæjandi. „Það hafa allir ættingj- arnir löngu séð í gegnum þetta hvort sem er.“ Óvæntur Bolli klukkan fimm Klukkan er fimm og Bolli Thoroddsen bankar upp á hjá grandalausum ættingja. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA Fyrir verðandi mæður og börn Lene Bjerre býður tuttugu prósenta afslátt af gardínum og dúkum fyrir jólin. Jólin nálgast og margir eru farnir að spá í jólaskreytingar á heimilinu. Á mörgum heimilum er mikil hátíðastund þegar jóla- gardínur og dúkar eru tekin fram og hengd upp til heimilisprýði eða sett á borð. Í versluninni Lene Bjerre í Bæjarlind er nú veittur tuttugu prósenta jólaafsláttur af gardínum og dúkum fram á laugardag. Í dag er opið til klukkan sex en á morgun til fjögur fyrir þá sem vilja nýta sér þetta tilboð. Skreytum hús! NÚ ER KOMINN SÁ TÍMI ÁRSINS ÞEGAR BETRA ER AÐ HAFA GÓÐA OG VEL UPPLÝSTA BÍLA Í tilefni af því ætlar Bílanaust á Bíldshöfða að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérstaka ljósadaga. Þar verða ýmsir ljóskastarar og ljósaperur frá Hella og aðallega Bosch á sér- stöku tilboðsverði. Það helsta sem í boði er eru ljóskastarar fyir jeppa og aðra stóra bíla enda eru það helst þannig bílar sem þurfa slíkan búnað. Það verður þó líka hægt að fá ýmiss konar ljósabúnað fyrir venjulega fólksbíla. Af þessu tilefni verður opið lengur í Bílanausti á Bíldshöfðu á laugardaginn. Í stað þess að loka klukkan 14 verður opið til 16. Ljósadagar í Bílanausti Stasia í Kringlunni er með fimmtíu prósenta afslátt af völdum vörum fram á sunnudag. Í Stasiu má meðal annars finna vörur frá B- Young, Fransa, Fröken Pi, Studio og Support í stærðum 36-56 og töskur frá Bulaggi. Eftir helgi fyllist búðin svo af nýjum vörum fyrir jólin. 50% afsláttur í Stasiu VALDAR VÖRUR Á AFSLÆTTI. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA 15% HAUST- AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM TIL 12. NÓVEMBER Stærðir 36 - 52 Frábært úrval. www.svanni.is Sendum lista út á land Sími 567 3718 Í versluninni Lene Bjerre má fá fallega dúka og gardínur fyrir jólin. Verslunin Svanni í Stangarhyl er með fimmtán prósenta afslátt af öllum vörum til 12. nóvember. Í versluninni er mikið úrval af nýjum vörum í stærðum 36-52 og hægt er að skoða úrvalið á www.svanni.is. Verslunin er einnig með vörulista sem hægt er að fá sendan hvert á land sem er. Allar vörur á tilboði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.