Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 55
16 ■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Venieri er rótgróið ítalskt fyrirtæki
sem hefur framleitt vinnuvélar allt
síðan 1947 og er einn þekktasti
vinnuvélaframleiðandi Evrópu í
dag. Frá Venieri kemur gæðafram-
leiðsla sem uppfyllir allar kröfur
sem íslenskir notendur gera til
vinnuvéla. Vélar og þjónusta ehf. er
umboðsaðili fyrir Venieri-vinnuvél-
ar á Íslandi og hefur nú ákveðið að
kynna vélarnar af fullum krafti.
Fluttar eru inn tvær stærðir af
hjólaskóflum, en auk þess bæði lið-
stýrðar og fjórhjólastýrðar traktors-
gröfur. Úrval af skóflum og öðrum
aukahlutum sem notendur kann að
vanta við vélarnar er fullkomið, að
sögn Ágústar Schram, sölustjóra
vinnuvéladeildar hjá Vélum og
þjónustu ehf. „Venieri-vinnuvélar
eru sérstakar meðal annars að því
leyti að vélin er ekki fyrir framan
húsið, sem felur í sér að sá sem sit-
ur við stjórn hefur mun betri sýn út
úr stýrishúsi. Þær eru einnig með
stiglausri skiptingu, sem gerir það
að verkum að hægt er að keyra á
allt að 45 kílómetra hraða án þess
að skipt sé um gír,“ segir Ágúst.
Umboðið fyrir Venieri-vinnuvél-
ar er hjá Vélum og þjónustu. Fyrir-
tækið er nokkuð ungt en ber eldra
nafn þar sem það var reist á grunni
fyrirtækis sem varð gjaldþrota árið
2004 en er nú þjónustuaðili fyrir
Venieri á Íslandi og sér um viðgerð-
ir og að útvega varahluti. Vélar og
þjónusta ehf. er einn stærsti inn-
flutningsaðili landbúnaðarvéla á
Íslandi og hefur fyrirtækið þjón-
ustusamning við Trukkinn, verk-
stæði á Akureyri.
60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004
MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu.
HANN ER GRIMMUR!
MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER
- VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár
- Útvegum notaða skotbómulyftara
- Úrval notaðra lyftara á lager
Fjórhjóladrifinn
Fjórhjólastýrður
Lyftigeta: 3.400 KG
Lyftihæð: 6.050 MM
Gafflar: 1.200 MM
Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ
LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar
án aukins snúningshraða vélar.
SKOTBÓMULYFTARI
PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf.
Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður
Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is
Ítölsk gæði í
hjólaskóflum og
traktorsgröfum
Vélar og þjónusta ehf. hafa nýverið sett kraft í kynningu
á ítölskum vinnuvélum að gerðinni Venieri.
Venieri-vinnuvélar verða kynntar af krafti á næstunni.
Venieri-vinnuvélar henta vel við íslenskar aðstæður.
16-17 vinnuvélar 3.11.2005 16:00 Page 2