Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 60

Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 60
FÖSTUDAGUR 4. nóvember 2005 11 Laugavegi 51 • s: 552 2201 Jólaföt á flottar stelpur Stærðir 0-14 ára Opið laugardag 10-17 Kristín og Hjörleifur eru nýir eigendur búðarinnar Sipu. Þau setja meiri fókus á börn og vilja hafa umhverfið fjöl- skylduvænt. ,,Við bjuggum mjög lengi í Svíþjóð en þar er allt svo barnvænlegt. Okkur langaði mikið til að taka það með okkur heim,“ segir Kristín Stef- ánsdóttir sem ásamt eig- inmanni sínum, Hjörleifi Halldórssyni, tók nýverið við búðinni Sipu á Lauga- vegi 67. Þau halda búðinni eins og hún var þó að dálítill áherslumunur sé á vöruvali. ,,Sipa hefur alltaf boðið upp á skemmtilegar lausnir og glað- lega hluti. Við munum halda því áfram þó að meiri fókus sé settur á börn,“ segir Hjörleifur en í búðinni má finna tæpa 300 hluti fyrir börn. Notaleg stemning er í Sipu og kemur blaðamanni það ekki á óvart að krakkar séu meira en vel- komnir þangað. ,,Við viljum hafa umhverfið fjölskylduvænlegt,“ segir Kristín. Kristín og Hjörleifur hafa bæði mjög gaman að fyrirtæki sínu. Þau eru alltaf með opin augu fyrir einhverju nýju og skemmti- legu en í búðinni kennir ýmissa grasa. Þar má nefna umhverfis- væna pappavöggu, mjúk verkfæri fyrir tilvonandi lækna og barba- pabbasamfellur, -svuntur og han- ska. Þar að auki má finna óhefð- bundna hluti fyrir börn. Í hillunum leynast brjóstsykurslampar, mas- mellows-stólar og diskasett með barbapabbamyndum sem hjónin segja að höfði meira til barnsins í fullorðnum. ,,Þetta er fyrir full- orðin börn,“ segir Hjörleifur að lokum. ■ Barnvænt og glaðlegt Kristín og Hjörleifur eru nýir eigendur Sipu. Hér má sjá þau ásamt dóttur þeirra, Dagmar, en sonurinn var vant við látinn. FRETTABLAÐIÐ/VILLI Tvíbura/systkinakerra frá One Tree Hill sem hentar íslenskum aðstæðum. Hægt að hafa burðarrúm í stað kerru. FRETTABLAÐIÐ/STEFÁN Sængurver fyrir þá minnstu úr 100% bómull. Mjúk læknataska fyrir tilvonandi lækna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.