Fréttablaðið - 04.11.2005, Side 92

Fréttablaðið - 04.11.2005, Side 92
FÖSTUDAGUR 4. nóvember 2005 51 KÖRFUBOLTI Ítalska liðið Ribera vann auðveldan sigur á Hauk- astúlkum í Evrópukeppni kvenna í gær en gestirnir skoruðu fyrstu þrettán stig leiksins og og var strax ljóst í hvað stefndi. Hauka- liðið virkaði stressað og agaleysi varð þeim að falli í skelfilegum fyrri hálfleik þar sem þær skor- uðu aðeins sautján stig. ,,Það má heldur betur segja að við höfum mætt ofjörlum okkar hér í kvöld“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. ,,Við vorum ekki nálægt því að spila okkar leik og við byrjuðum mjög illa og mætum hálf sofandi til leiks. Við tókum okkur aðeins á í seinni hálf- leik og héldum þessu í 40 stigum og þeim undir 90 stigum.“ Helena Sverrisdóttir fyrirliði dró vagninn í sóknarleik Hauka en hún skoraði sautján stig og var langbesti leik- maður Hauka í leiknum. Ágúst var ekki ýkja sáttur við leik Hauka en játti því að leikurinn færi beint í ört stækkandi reynslubanka Haukanna. ,,Jú að sjálfsögðu. Við megum ekki vera of svartsýn held- ur bara horfa fram á veginn. Fram- haldið er spennandi, við förum til Spánar næst og mætum sterku liði Caja Canarias en við erum bjart- sýn á að ná góðum úrslitum þar.“ Sandro Orlando, þjálfari Ribeira, var ánægður með sitt lið sem hann segir miklu sterkara en lið Hauka: ,,Ég er mjög ánægður með sigurinn. Haukar eru með ungt og efnilegt lið en það er greinilegt að ég er með miklu sterkara lið. Við tókum fast á þeim og sigurinn var á endanum mjög auðveldur.“ hjalti@frettabladid.is Haukar biðu lægri hlut í Evrópukeppninni í gær: Ribeira klassa ofar en Haukar KOMDU MEÐ BOLTANN! Kesha Tardy hjá Haukum sést hér kljást um boltann við einn leikmanna Ribeira. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.