Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 1
Áætlunarstaðír: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- ■ hólmur—Rif öúgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 Þórarinn Þórarinsson d Hafréttarróðstefnunni í New York: Hér stendur tvímselalaust meirihluti manna með Okkur — sennilega helzt einkaréttur strandríkisins inni í frumvarpinu að sinni Þórarinn Þórarinsson. FJ—Reykjavik. Landhelgis- deilu okkar við Breta hefur ekki borið hér á góma á fundum, en af einkaviðræðum við menn tel ég tvimæialaust að meirhluti manna standi með okkur, og yfirleitt telja menn, að Bretar haldi þetta ekki út lengi cnn. Svo sagði Þórarinn Þórarinsson, þegar Timinn ræddi við hann i New York i gær, en Þórarinn situr þar nú Hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. Um ráðstefnuna sjálfa sagði Þórarinn: — Eins og oft hefur verið frá sagt, lauk ráðstefnunni i Genf i fyrra þannig, að fyrir lá uppkast að frumvarpi, sem formenn nefndanna sömdu, og vinnu- brögðin núna eru þau, að þetta frumvarp er tekið til meðferðar grein fyrir grein. Nefndirnar hafa skipt með sér verkum eins og áður, og er unnið á lokuðum fund- um, þar sem þeir einir taka til máls, sem vilja gera einhverjar breytingatillögur. Breytingatil- lögurnar eru teknar niður af for- mönnum nefndanna og svo er meiningin að þeir endurskoði sjálfir frumvarpiö og geri þær breytingar á þvi, sem þeir telja að hafi fylgt. Siðan verður lagt fram nýtt endurskoðað frumvarp áður en ráðstefnunni i New York lýkur. Þetta endurskoöaða frum- varp verður svo tekið til nýrrar meðferðar i Genf i sumar. — í hvaða nefndum eru ís- lendingarnir? — Við erum i öllum nefndun- um, en þær eru þrjár talsins. Ein fjallar um hafsbotnssvæði og þá stofnun sem á að nýta hafsbotn- inn fyrir utan efnahagslögsöguna, það er að segja alþjóðasvæðið. önnur nefndin fjallar um sjálf hafréttarlögin, um siglingar, fiskveiðar, landhelgi og efna- hagslögsögu, en þriðja nefndin fjallar um mengunarmái og rannsóknir. Við skiptum okkur i nefndirnar dálitið á vixl, þannig að við getum fylgzt með þvi sem fram fer. En þetta gengur heldur hægt, og það er ekki búizt við að þetta nýja, endurskoðaða frumvarp verði tilbúiö fyrr en i lok ráðstefn- unnar. En það getur haft mikið að segja, hvernig það verður, þvi að það verður sennilega notað á Genfarráðstefnunni i sumar sem venjulegt frumvarp. t Genf verður sennilega fjallað þannig um það, að það verður lagt til grundvallar sem frum- varp, og menn verða þá að gera við það formlegar breytingatil- lögur. Þá er miklu betra að vera búinn að koma sinum áhugamál- um inn i frumvarpið, heldur en eiga það ógert og þurfa þá að taka þau upp sem breytingar. Þess vegna leggjum við mikið kapp á að hér verði gerðar sem minnstar breytingar frá þvi sem nú er i uppkastinu, sérstakiega á þeim atriðum, sem eru hagstæð okkur. — Hvað með rétt strandrikis- ins? Tveir drengir drukkna H V-Reykjavik. Tveir ungir drengir, sjö og átta ára gamlir, drukknuðu i Bakkatjörn á Sel- tjarnarnesi á föstudagskvöld. nrcngirnir, sem voru syst- kinasynir, voru að leik við tjörn- ina og munu þeir hafa farið út á isinn á henni, sem er þunnur og hættulegur. Það var rétt fyrir klukkan tiu á föstudagskvöld að tilkynning barst til lögreglunnar á Sel- tjarnarnesi um að drengirnir hefðu ekki komið heim til sin þá um kvöldið. Þegar farið var að grennslast fyrir um þá kom i ljós að þeir höfðu verið að leik við Bakkatjörnina, ásamt vin- konu sinni, um sjöleytið þá um kvöldið. Hafði hún farið heim þá, en gat upplýst að þeir hefðu ætlað út á isinn. fara út á hann. Ilannsóknarlögreglan biður fólk að reyna að koma i veg fyr- ir leik barna við tjörnina, sem fyrir fáeinum árum var alveg þurr, en er nú orðin stórhættu- leg börnuml Samkvæmt beiðni lögreglunn- ar eru nöfn drengjanna ekki birt að sinni, þar sem ekki hefur náöst til allra ættingja þeirra. Leit var þegar hafin i tjörn- inni, var kölluð út leitarsveit og sporhundur fenginn úr HafnaY- firði. Þegar nokkuð var liðið á nóttina voru svo fengnir forsk- menn á staðinn og fundu þeir lik drengjanna i tjörninni. Bakkatjörnin er óvenju stór og djúp nú og isi lögð. 1 henni er saltvatn, þannig að isinn er mjög þunnur og hættulegur að — Það var byrjað á fimmtudag i annarri nefndinni að taka fyrir þann kafla i uppkastinu. sem fjallar um efnahagslögsöguna. Þar urðu strax harðar deilur um fyrstu greinina, en hún fjallar um það sem kallað er einkaréttur á efnahagslögsögu. Þeir, sem vilja ganga skemmra, vilja fella niður orðið einka- og má segja að um þetta sé búið að berjast bæði á undirbúningsfundi ráðstefnunn- ar, og eins á ráðstefnunni sjálfri. Það er auðvitað miklu sterkara fyrir strandriki að hafa einkarétt heldur en bara rétt, og við viljum náttúrlega halda i einkaréttinn — Er þungur róður á móti okk- ur i þvi? — Það eru öll landluktu rfkin, sem eru nærri 50 talsins, og hafa þau lagt fram breytingatillögu um þetta. Rússar og sósialistisku löndin eru búin að lýsa yfir stuðn- ingi við að fella þetta niður, og Bandarikin hafa sagt að þeim sé nokkurn veginn sama, hvort talað verði um einkarétt eða ekki. Þau eru þó, að þvi er manni skilst, inni á þvi að það verði samt eins konar einkaréttur hjá strandrikjunum. en bera þó þarna kápuna á báðum öxlum. Ég reikna nú með þvi að þetta verði óbreytt, en það yrði móralskur ósigur ef þetta veröur fellt niður. Það veröur engin at- kvæðagreiðsla um þetta núna á þessum fundi en ég reikna ineð þvi að formaðurinn, sem er á þvi að hafa einkaréttarlögsögu, láti þetta standa óbreytt, þannig að aðalslagurinn verði um þetta i Genf i sumar. — Ilvað er það fleira sem þiö þurfið að passa sérstaklega fyrir okkur? — Það er ekki annað en sem komið er, sem snertir okkur sér- staklega. En á mánudaginn og þriðjudaginn verða haldnir fundir á ráðstefnunni sjálfri, og þá er rætt um uppkast að gerðardómi. sem enn hefur ekki verið lagt formlega fyrir ráðstefnuna. — Er það gerðardómur. ef til deilna kemur? — Já. um sættir og úrskurði i deilumálum. Sá kafli hefur verið undirbúinn af Bandarikjamönn- um og nokkrum öðrum. sem hafa starfað i tengslum við ráðstefn- una en ekki verið beinir aðilar að henni. En formaðurinn er búinn að taka þær tillögur upp. þannig að þær verða lagðar fyrir þingið án þess að hann mæli nokkuð með þeim. Fyrsta umræða i þinginu fer fram um þetta uppkast á mánudag og þriðjudag. — Hvað uin landhelgismálið? Ilvað lieyrist þér á mönnum þarna? — Það liggur alveg ljóst fyrir aö 200 milurnar verða samþykkt- ar, en spúming er. hvort það veröur með einkarétti eða tak- mörkuðum rétti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.