Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 5
Sumiudaf'ur 4. april 1976. TÍMINN 5 eða hvað Fljótt á litið gæti meðfylgjandi mynd verið af Móður jörð, tekin utan úr geimnum.' Sé betur að gáð, kemur i ljós, að myndin er af ungri stúlku, nánar tiltekið af henni Tonya Barr, sem á heima i Greensboro i Norður Carolina i Bandaríkjunum. Tonya er mikil iþróttastjarna i sinum heima- bæ, en þar á hún metið i að blása út „blöðrutyggjó” og leikur þá list öðrum betur þar um slóðir. Myndin er af ungfrúnni er hún vann titilinn sem snjallasti „blöðrutyggjóblásarinn’ i Greensboro. En þar sem blaðr- an er stærri en höfuð stúlkunnar sést litið af henni nema munn- urinn, sem grillir i gegnum meistarastykkið. ★ Jervan í nútíð og framtíð 1 hinni 2757 ára gömlu borg Jerevan, höfuðborg sovétlýö- veldisins Armeniu, var byggt meira á timabili siðustu fimm ára áætlunar heldur en nokkru sinni fyrr. A þessu timabili voru byggðir um 2.5 milljón rúm- metrar ibúöarhúsnæðis i armensku höfuðborginni og um 200 þúsund af ibúum borgarinn- ar fengu nýjar nýtizku ibúðir. A timabili yfirstandandi fimm ára áætlunar á að byggja um 3 milljón rúmmetra af ibúðarhús- næði auk opinberra bygginga til stjómunarstarfa, menningar- mála og þjónustu. Eitt af mikil- verðustu vandamálum borgar- innar er skógrækt, þvi aö sól- skin er hér sterkara heldur en i borgum Mið-Asiu. A siðari ár- um hafa verið gróðursett mörg hundruð þúsund tré i borginni. Samkvæmt heildaráætluninni um þróun Jerevan, á borgin að verða grænust allra borga i Sovétrikjunum. Helmingur landsvæðisins á að verða hagar, garðar, uppistöðulón og vötn. Hin þjóðlega, aldagamla bygg- ingarlist er vandlega varðveitt. t hluta af nýju byggingunum sem verða samræmdar byggð- inni i gamla borgarhlutanum verða til húsa verkstæði fyrir þjóðlegt handverk, minjagripa- búðir og gistihús. ★ ' i Wtm llliíii Apinn er betri en leikarinn Meðfylgjandi mynd er tekin i virðulegu hanastélssamkvæmi i dýragarðinum i Indianapolis og ræðast þar við munnstærsti ap- inn i dýragarðinum og leikarinn viðkunni, David Niven. Apinn hefur það fram yfir leikarann að gapa mun betur, en Niven mun hafa verið öllu gáfulegri i tali. Samkvæmið var haldið i tileftii nýrrar bókar, sem David Niven hefur nýlokið við að skrifa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.