Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 4. april 1976. Burgtheater eins og menn þekkja það i dag. Burgtheater í Vín verður Burgtheater i Vin. Þetta hugtak hefur fleiri en eina merkingu. Fyrir leikara þýðir það ennþá æðsta takmarkið. Leikhúsgestir sjá i þvi hefð, jafnvel þótt flutt séu verk eftir nútima höfunda. Leik- hússtjórum við Burgtheater finnst þeir komast i guðatölu. Skattgreiðendum finnst leikhúsið vera tákn eyðslusemi. Tekjurnar af miðasölu nægja nefnilega að- eins til að greiða eftirlaun þeirra, sem hafa starfað við húsið. Allt annað er greitt af rikisfé, ekki af áhorfendum. Aður borgaði keisarinn kostnaðinn úr einka- sjóði sinum. Það hefur alltaf ver- ið dýrt að reka leikhús, en ,,leik- hús verður að vera”. Maria Theresia sá þessa nauðsyn fyrir og menntamálaráðherra Austur- rikis i dag, sósialistinn Fred Sino- watz, ber ekki á móti henni. Hann er æðsti yfirmaður Burgtheater nú i stað keisarans áður. Fyrir 200 árum, 23. marz 1776 var Burgtheater stofnað sem „Deutsches National-Theater” eða „Þýzkt Þjóðleikhús”. Margt kemur við sögu á þessum 200 ár- um, leiklistarviðburðir, skritnar sögur og hneyksli. Einkennandi fyrir Vin, hressi- legur löðrungur fyrir háðsyrði i gagnrýni. — Borga! kallaði litli feitlagni maðurinn og stóð upp frá borðinu i kaffihúsinu. Nokkrir gestir litu upp. Rithöfundurinn og leikhús- gagnrýnandinn var þekktur per- sónuleiki i borginni. Hann grunaði ekki frekar en aðra fastagesti i kaffihúsinu, sem er kennt við Raimund og er beint á móti Volkstheater, að á næstu klukkustundum mundu vinsældir hans ná afar sérkennilegu há- marki. Hann var ekki búinn að ganga nema nokkur skref eftir fjölfar- inni götunni fyrir utan, þegar hann heyrði konu ávarpa sig. Hann snéri sér við og á næsta augnabliki fékk hann vænan löðr- ung i andlitið svo að gleraugun duttu á götuna. Hjálparvana augnaráð hans gat þó fyllilega greint hvaða reiða kona það var, sem stóð andspænis honum. Burgtheater-leikkonan Kathe Josef Meinrad, f titilhlutverkinu I „Borgari verður aðaismaður” eftir Moliére. Dorsch hafði verið að gefa leik- listargagnrýnanadanum Hans Weigel utan undir úti á miðri götú. Samband almennings og Burg- theater kom greinilega fram i málaferlunum, sem fylgdu þess- um löðrungi, og sagt var frá þeim i blöðunum með feitletruðum fyrirsögnum. Þetta samband hefur enn I dag ekki lagazt. Atvik þetta átti sér stað árið 1956 og kom af stað stjórnmálalegu hneykslismáli. Gagnrýnandinn, sem leikkonan hafði gefið utan undir, kærði hana ekki aðeins vegna ærumeiðingar, heldur krafðist einnig að hún væri sett i geðrannsókn. Hvað hafði Weigel látið prenta? Hann dæmdi túlkun leikkonunnar i leikritinu „Myrkrið er nógu mikið ljós” eftir Christopher Fry á eftirfarandi hátt: — Kathe Dorsch lék með sem gestur. Hún skilaði hlutverkinu glæsilega með óviðjafnanlegri fágun málsins. En það var engu likara en merkileg og fræg söng- kona væri að syngja aríur i hljómleikasal. Allt sem átti að vera mótað og samkvæmt innri sannfæringu, var gert viljandi eða gefið til kynna, eins og stjörn- ur gera oft á fyrstu samæfingu eða á þrjúhundruðustu sýning- unni. „Oviðjafnanlegt”, „fræg”, „stjarna”. Samt sem áður sló Kathe Dorsch gagnrýnandann. Hún fann að á bak við viðurkenn- inguna lá neikvæð afstaða. Weigel stóð fast á málstað sin- um fyrir réttinum. Hann sagðist ekki hafa skrifað neitt, sem hann Hans Makart máiaði fyrstu „stjörnu” Burgtheater skrýdda blómum. gæti ekki staðið við. Hann sagðist aðeins hafa skrifað i anda læri- föður síns, Alfred Polgar, sem sagði aldrei nei nema i skrýtlu- formi. En þvi miður kynnu menn ekki lengur að meta hæðnisskop’ og ádeilu i Austurriki. Leikonan er dæmd tii að greiða 500 skildinga sekt. Orð gagnrýnandans vöktu áköf andmæli. „Kammerschauspiel- er” Raoul Aslan var þeirrar skoðunar að Stefánskirkja, Háskólinn, Óperan og Burgtheat- er væru tákn rikisins og væru friðhelg. Sá sem réðst á þessar stofnanir ætti að vera brottrækur úr Austurriki. Þegar fólk i salnum ókyrrðist við þessi orð, hrópaði Aslan: — Sá sem skrifar eins og Weigel á skil- ið dauðadóm. Blaðamaðut' nokkur hrópaði á móti: — Það eru nazistaaðferðir! Við búum við lýðræði. Hafið þér gleymt þvi? Eftir þetta upphófust óeirðir i réttarsalnum og varð lögreglan að skakka leikinn. Að lokum var Kathe Dorsch dæmd til að greiða 500 skildinga sekt. Þetta var þó ekki endir máls- ins. — Leikarar eru huglausir, lygnir og hafa engan persónuleika. Þetta sagði ekki Hans Weigel, heldur Kammerschauspieler Raoul Aslan við þessi sömu réttarhöld. Orð Aslans hvöttu leikarana við Burgtheater til uppreisnar. Þeir vildu sanna hið gagnstæða. Þeir stóðu með Kathe Dorsch og ollu með þvi stjórnmálaflækjum. Þeir færðust undan að koma i boð til sænska sendiherrans, sem haldið var i tilefni af gestaleik sænska konunglega leikhússins. Þeir færðust undan, af þvi að gagnrýnandinn, sem fékk löðrunginn er lika boðinn. Þegar leikhúsið i Darmstadt kom með gestaleik, bauð þýzki sendiherrann af þessum ástæðum engum blaðamönnum. Norski sendiherrann hafði boð inni fyrir leikara frá norska þjóð- leikhúsinu. Hann bauð bæði leikurum frá Bnrgtheater og blaðamönnum, en ekki Heins Michael Heltau, i „Richard II” eftir Shakespeare.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.