Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 26

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 4. apríl 1976. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — Fortíðarspádómar Erich von Daniken Spurningar sem ef til vill eru brennandi í dag, en eru þó engu að síður ákaflega eldfimar Þessi spurning er ef til vill ekki svo brennandi þegar á hana er litið sem slika, en ef við ihugum ofurlitið það sem svör við henni gætu haft i för með sér verður hún öllu merkilegri. Hafi guðirnir verið geimfar- ar, þá hafa þeir komið frá öðr- um sólkerfum. Hafi guðirnir verið geimfarar, þá hafa þeir, fyrir tugþúsundum jarðarára, ráðið yfir tækni sem við i dag sjáumhilla undir, en nálgumst ákaflega hægt og sigandi. Hafi guðirnir verið geimfarar, þá gætu þeir komið á ný, gætu jafn- vel fylgzt með þróun mála hér á jörðinni. Þá gætum við verið einskonar fiskabúr, kennslu- stofa i verklegri liffræði. Ef til vill eru þessar igrundanir ekki sérlega vekj- andi, þvi við höfum jú ekki nein óhrekjanleg dæmi til þess að geimferðaguðir hafi orðið okkur til annað hvort góðs eða ills fram til þessa og hlutleysið vek- ur jú sjaldan áhuga okkar til muna. Engu að siður gæti full- vissa þess að lif er að finna við- ar en hér, fullvissa þess að Palli er ekki einn i heiminum, gjör- breytt viðhorfum okkar á ýms- um sviðum og þá jafnvel þróunarstefnu okkar. Þvierathyglisvertað lesa um það sem bendir til heimsókna lifvera frá öðrum sólkerfum hingað og jafnvel enn athyglis- verðara að sjá það á kvikmynd. Það sem kvikmyndin „Voru guðirnir geimfarar” sýnir eru mannvirki, steinristur og áhöld, sem ekki falla inn I þá mynd sem við höfum gert okkur af þróunarstigi þeirra tima sem þau eru frá. Þeirri spurningu er varpað fram hvort menn þeirra tim a hafi getaö framkvæmt þau tækniafrek sem við höfum ætlað þeim, svo og er settur fram samanburður milli ýmissa fyrirbrigða i listaverkum og sögnum fornmanna annars veg- ar og þeim tækniundrum sem við erum að glima við i dag hinsvegar. Mest hula hvilir yfir bygging- um þeim sem reistar voru fyrir árþúsundum siðan en eru byggðar með tækni, stærðfræði- og mælingaþekkingu sem við höfum i dag rétt náð valdi á. Mörg þessara mannvirkja eru hönnuð og staðsett með hliðsjón af lögmálum sem næsta ótrúlegt er að maðurinn hafi ráðið yfir á þeim tima. Þar er ekki sizt átt Tónabió hefur nú tekið til sýn- inga kvikmyndina „Voru guðirnir geimfarar”, sem gerð er eftir einni af bókum fortiðar- spámannsins Erich von Dánik- en. Kvikmynd þessi er heimilda- mynd, fyrst og fremst, en býr þó yfir fleiru, ef að er gáð. Þeim sem lesið hafa bækur Daniken og haft ánægju af er myndin nánari greining, raunhæf sýning á þvi sem þeir aðeins hafa séð sér fyrir hugskotssjónum. í henni er farið á þá staði og skoð- uðþau menningarummerki sem Daniken tekur einkum máli sinu til stuðnings. Kvikmynd þessi er þó ekki einvörðungu forvitnileg fyrir aðdáendur Daniken, þvi það sem hún sýnir varðar i raun okkur öll. Hún varpar fram spurningu, sem mannkynið hef- ur hingað til hliðrað sér hjá að svara og sem endanlegt svar fæst ef til vill aldrei við. „Voru guðirnir geimfarar?” Þar aö auki er byggingatækni sú sem notuð hefur verið á jörðinni fyrir þúsundum ára svo þróuð, að i dag viröumst við ekki komast með tærnar þar sem forfeöur okkar höfðu hæiana. Fornar steinristur hafa vakið mikla athygli vegna lfkingar sinnar við þau tæknifyrirbrigði sem við erum að kynnast i dag. Einkum þó vegna þess er kemur I ljós, þegar þær eru bornar saman við ljós- myndir af... ....tilhögun i stjórnklefum þeirra geimfara sem við mannlegar ver- ur höfum byggt. Samsvörunin leynir sér ekki á þessum tveim myndum. við þekkingu á stjarnfræði, bæði gerð okkar eigin sólkerfis og uppbyggingu heimsins um- hverfis okkur. Þá eru bornar saman fomar steinristur, annars vegar, og ljósmyndir af tæknifyrirbrigð- um nútimans. Samsvörun milli aldins listaverks og tilhögunar i áhafnarklefum geimfara i dag er ef til vill athyglisverðust, þvi hún er skýrust. Fleira styður þó geimfarahugmy ndina, til dæmis lýsingar fornra bók- mennta á eldvögnum guðanna. En nóg um það. „Voru guðirn- ir geimfarar” er heimilda- mynd. Sem slik er hún góð, til- tölulega hlutlaus og afskiptalitil um ályktanir áhorfenda. Hún hefur einnig yfir sér nokkra spennu, það er spennu þekkingarinnar. Hér verður hvorki með eða móti þessari mynd mælt. Það verður hver og einn að gera það upp við sig sjálfur hvort honum þykir efni hennar fýsilegt. Per- sónulega hafði ég nokkra ánægju af myndinni og fannst hún um margt góð. Hafnarbíó: Næturvörðurinn Næturvörðurinn er einfaidlega stórkostleg kvikmynd. Henni mætti lýsa með mörgum orðum og sterkum, en sú lýsing sem ef til vill kemst næst þvi að vera tæmandi er, „Farðu og sjáðu hana”. Kvikmyndin „Dreams that money can buy”, eftir Hans Richter, vérður sýnd næstkomandi þriðjudag, þann 6. april, i bókasafni Menningarstofnunar Bandarikjanna að Neshaga 16 i Reykjavik. Sýningin hefst klukkan 21.00. Kvikmynd þessi sem er surrealisk litmypd og var verðlaunuð i Vinarborg árið 1947, var gerð árið 1944. Við gerð hennar naut Richt- er samvinnu við marga fræga listamenn, þeirra á meðal Max Ernst, Marcel Dauchamp, Man Ray, Fernand Leger og Alexander Calder. ‘ — Tónlistin i myndinni er eftir Darius Milhaud, John Cage og David Diamond. Kvikmyndasýning þessi er i tengslum við sýningu á verkum Richters, sem stendur yfir hjá Menningarstofnuninni til 23. april, en auk þess að vera kvikmyndagerðarmaður fékkst Richter við margt annað. Til dæmis var hann myndhöggvari, rithöfundur, gerði grafikverk og teiknaði. Hann var einn af stofnendum, eða öllu heldur grunnleggjurum, Dada hreyfingarinnar svonefndu. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.