Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. apríl 197G. TÍMINN 9 Háskólakórinn: Á þessari rímlausu skeggöld — frumflytur verk eftir Jón Ásgeirsson gébé Rvik — Iláskólakórinn hélt tónleika i Félagsstofn- un stúdenta á vegum tónleika- nefndar Há'skólans, laugar- daginn 3. aprfl kl. 17, og i dag I. april vcrða tónieikarn- ir cndurteknir kl. 20:30. Kórinn er með þessum tónleikum að ljúka sinu þriðja starfsári. Á tónieikunum verð- ur frumflutt verk eftir Jón Ás- geirsson við kvæði Jóhannesar úr Kötlum ,,A þessari rim- lausu skeggöld”, en auk þess syngur kórinn stúdentalög, negrasálma, þjóðlög fjrá ýms- um löndum, talkór úr ind- verskri óperu og lög eftir Bent Lorentzen við danska þýðingu á 3 ljóðum eftir Mao Tse-Tung. Stjórnandi kórsins er Ruth L. Magnússon. Háskólakórinn lýkur með þessum tónleikum sinum 3. starfsári, en fyrr i vetur tók kórinn þátt i flutningi Carmina Burana ásamt Söng- sveitinni Filharmoniu og Sinfóniuhljómsveitin Stjórnandi kórsins frá upphafi hefur verið Ruth L. Magnússon. Kórinn hefur komið fram við ýmis tækifæri, bæði innan og utan Háskólans, en þetta verða fimmtu sjálf- stæðu tónleikar hans. Kórinn hefur stefnt að þvi að flytja verk eftir núlifandi is- lenzk tónskáld og mun frum- flytja verk eftir Jón Ás- geirsson við kvæði Jóhannesar úr Kötlum „A þessari rim- lausu skeggöld”. Jón samdi þetta verk fyrir nokkrum árum við danska þýðingu á Félagsmála- skóli alþýðu í Ölfusborgum SEÞ-Reykjavík — Nýlokið er II. námsönn Félagsmálaskóla alþýðu i Olfusborgum. — Eftir- talin námsefni voru tekin til meðferðar: Skráning minnis- atriða, hópefli, hagnýt hag- fræði, launakerfi, lifeyrissjóðir, trúnaðarmannakerfið og þýðing þess, orlofsmál og orlofsbyggðir verkalýðshreyfingarinnar, saga og markmið hennar. Leiðbein- endur voru: Bolli B. Thorodd- sen, sem jafnframt var náms- stjóri, Gunnar Arnason, As- mundur Stefánsson, Hjalti Kristaeirsson, Hrafn Magnús- son, Sigurjón Pétursson, PAtur Blöndal, Éðvarð Sigurðsson, Stefán ögmundsson, Aðalheiður B jarnfreðsdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Tryggvi Bene- diktsson og Ólafur R. Einars- son. — Vinnutimi var frá kl. 9-7 og fór námið fram i erindum og hópstarfi og var niðurstöðum skilað til frjálsrar umræðu nemenda og leiðbeinenda. — Skólann heimsóttu þeir Baldur Óskarsson og Guðbergur Bergs- son og fluttu þeir erindi og sýndu skuggamyndir. Skóla- fólkið sá um þriggja kvölda dagskrá og var Sverris Kristjánssonar minnzt og lesið úr ritgerðasafni hans. Einnig var afmæli Alþýðusambands ts- lands haldið hátiðlegt. Skólann sóttu 19 manns frá 14 verkalýðs- félögum, þar af 8 nemendur frá 7 félögum úti á landi og 11 frá 7 verka1ýðsfé1ögum úr Reykjavik. Undirbúning að starfi skólans annaðist stjórn MFA ásamt Bolla B. Thorodd-. sen og áformað er að skóla- starfið hefjist að nýju i haust og voru kjörin til samstarfs við stjórn skólans, þau Halldóra Sveinsdóttir og Guðmundur Hallvarðsson ljóðinu og var verkið flutt i þeirri mynd i Danmörku. En nú hefur Jón breytt verkinu mikið og færði hann kórnum það til flutnings snemma á þessu ári. I> Litið inn á æfingu hjá Há- skólakórnum nýlega. Rnnir þú til feróalöngunar an is þá er það vitneski um voríð eríendi sem veldur 30% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15. maí. %ugfélac LOFTLEIDIfí /SLAJVDS við umheiminn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.