Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 27

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 27
Suiiiiudagur 4. aprfl li>76. TÍMINN 27 KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — í sjálfu sér ágætis kvikmynd en dálítið erfið á að horfa og stöku senur of fjarrænar Nýja-Bió. Zardoz leikstjórn: John Boorman aðalhlutverk: Sean Connery, Charlotte Rampling, Sara Kestel- man, John Aldcrton, Sally Ann Newton, Niall Buggy. Homo Erectus, Homo Sapiens, Homo Eternal. Viö vitum það i dag að i þró- unarsögu mannkyns hefur ein manntegundin tekið viö af ann- arri. Hver um sig hefur átt sitt lifsskeið, sina veröld, en veriö leyst af þegar hún hefur runnið skeiö sitt á enda. Þannig vitum viö i dag aö fyrr eöa siöar veröur Homo Sapiens aö , vikja úr vegi fyrir „börnum framtiöarinnar”, ef svo má aö oröi komast. Hvemig þau umskipti fara fram og hver veröa börnin sem viö taka er okkur enn huliö og veröur okkur ef til vill alla tiö. Enginn getur þó forboöiö okkur aö spá, aö rýna inn i framtiöina og imynda arftakana. Þaö hafa enda margir gert. Framtiöarskáldskapur, eöa visindaskáldskapur, nýtur æ meira fylgis meöal okkar. Til er orðiö mikiö safn slikra sagna, sem flestar hafa aö viöfangsefni sinu framtiö mannkyns eöa hugsanleg forlög þess. Til eru þeir sem vilja álita Homo Sapiens lokaþáttinn i þrdunarsögu mannkyns og þá annaö hvort aö hann muni héöan i frá halda völdum sinum, litiö breyttur, eöa glatast meö öllu og honum óskyldar tegundir taka viö stjórninni. Þá eru til þeir sem álita aö Homo Sapiens muni eyöa ekki aö- eins sjálfum sér, heldur og öllum lifheimi sinum, jafnvel öllu sólkerfi sinu. Þriöji hópurinn er þó sá sem ef til vill hefur mest til sins máls, en hann telur að nýtt afbrigöi mannsins muni taka viö, jafnvel innan skamms. Er þessari nýju manntegund lýst sem einskonar Homo Superior, eða Homo hinn fremri, ekki ósvipuðum Homo Sapiens i útliti, en honum fremri að gáfum og andlegri hæfni. Flestir spá þeir Homo Superior meira langlifis en Sapiens hefur öðlazt,aö meðalævi verði jafnvel um tvö hundruð ár eða svo. Það sem athyglisverðast er þó við spádóma þeirra er hversu likt þeir telja ytra byrði þjóðfélags þessara ofurmenna verði menningarframlinu okkar. Lög, siðvenjur, mannleg samskipti og viðhorf breytist, en yfirbragöi verði þjóöfélaginu nægilega svip- aö til þess aö Homo Sapiens myndi þekkja sig viö fyrstu sýn. Þá er einnig athyglisvert að flestir gera ráð fyrir aö til harðr- ar baráttu komi milli Sapiens og Superior, áður en völdin skipta um hendur. Meginrök þess eru þau aö Sapiens hafi alla tiö valið sér til forystu þá einstaklinga sem minnstan andlegan sveigjan- leika hafa átt, aö stjórnmála- menn og þar af leiðandi valdhaf- ar, muni ekki hafa þá viðsýni, og framsýni til aö bera sem þarf ef skiptin eiga að fara fram á friö- samlegan máta. Kvikmynd Zardos fjallar um eitt afbrigöi af Homo Superior, nánar tiltekiö Homo Eternal, eða Homo hinn eilifa. 1 upphafi myndar hefur Homo Eternal þegar tekiö völdin, en hefúrekkieytt Homo Sapiens.þvi hans er þörf til fæöuöflunar. Homo Eternal hefur tvennt fram yfir Homo Sapiens. í fyrsta lagi meiri gáfur og þekkingu, bæöi vegna lengri lifstiöar — og þar af leiöandi námstima — og vegna þess aö hann er runninn út af færustu visindamönnum Sapi- ens. I ööru lagi hefur Homo Etemal öölazt eilift lif. Vegna þessara eiginleika sinna hefur Homo Eternal lagtundir sig beztu bletti Jarðar, lokað sig þar af frá umheiminum, með vizku sina og eilifð. Meginhluta jarðar byggir enn Homo Sapiens, fáfróð- ari og vesælli en nokkru sinni fyrr, þræll og vinnudýr, sem stjórnað er um guðinn Zardoz. Til að halda Sapiens i skefjum hafa Eilífir myndað sveitir Gjör- eyða, sem hafa það hlutverk að drepa hæfilega mikið af stofni Sapiens að honum fjölgi ekki um of. Siðar verður hlutverk þeirra einnig að sjá til þess að Sapiens vinni, rækti korn og sjái Eilifum fyrir mat. Gjöreyöar eru sveitir úrvals- manna, kynbættar og ræktaðar. Þeir einir eru guðs útvaldir og hafa heimild til að timgast. Þrátt fyrir yfirburöi sina og eilifð er Homo Eternal ekki hamingjusamur. Hann hefur ööl- azt kosti eilifs lifs og veröur þvi að sætta sig viö gallana einnig, Helztu vandamál hanseruleiöi og tilgangsleysi, sem brýzt út I ýms- um myndum. Sinnuleysi leggst á hluta kynstofnsins, sálardoði sem gerir lifandi likama aö innan- tómri skel. Aörir gera á einhvern hátt uppreisn gegn umhverfi sinu og eru fyrir það dæmdir til eilffr- ar elli. Þar kemur þvi aö blessun stofnsins snýst við og veröur bölvun hans. Homo Eternal hefur allt, fær allt upp i hendurnar nema hiö eina sem allir Eilifar þrá, dauöann. Leyndarmáliö bak við eilifa tilveru er geymt i svokölluðum tjaldbúöum. Þeir sem sköpuöu tjaldbúðirnar og innsigluðu til- veru Eilifa komu endanlega i veg fyrir að þeir kæmust undan þeim forlögum sem þeir bjuggu sér sjálfir. Fyrsta verk tjaldbúöanna, var að þurrka úr minni þeirra allra hvað þær voru staðsettar og hvernig mætti stöðva virkni þeirra. Leyndarmáliö var öruggt ai dauðinn var jafnframt forboöinn. Sjálfsmorö var aöeins timabund- in lausn, þvi hver einstaklingur var eridurskapaður og neyddur til áframhaldandi lifs. Eina von átti Eilifur þó og, þótt kaldhæðnislegt megi viröast, þá var hún fólgin i Homo Sapiens, tegundinni sem svo lengi haföi verið kúguð af ofjarli slnum. Þessa von reyndu Eillfir að raungera og fjallar Zardos að megin hluta um framgang þeirra tilrauna. Kvikmynd þessi er að mörgu leyti athyglisverð. Hugmyndin að baki hennar er verulega góð, sagan að flestu leyti mjög vel unnin og hóflega stigið út fyrir mörk trúargetu áhorfenda. Það sem yfirgengur okkur aö þvi leyti er fyrst og fremst þaö sem viö ekki viljum trúa, svo sem ýmsir þeir eiginleikar Eilifra sem viö ekki búum yfir sjálf. Gallinn við myndina, aö minu mati, er tæknileg úrvinnsla henn- ar. Þar finnst mér til dæmis ýms- ir „effektar” bæði i hljóði og mynd.ofnotaöir, jafnframt þvi aö myndin er gerö fjarræn. Stöku sinnum svo fjarræn aö hætta hlýt- ur aö vera á aö áhorfandinn jafn- vel missi nibur þráöinn. Annan galla má og nefna, eöa þann að mörgu i myndinni svipar full mikiö til annarrar framtiöar- kvikmyndar, 2001, sem eitt sinn var sýnd i Gamla biói. Þaö er þó skiljanlegt og ef til vill ekki svo ýkja tilfinnanlegt fyrir flesta. Iheildina tekið er þvi óhætt ab segja að Zardoz eraö mörgu leyti hin ágætasta kvikmynd. Hún er á köflum nokkuð erfið á að horfa og áhorfandinn þarf að vera nokkuð vel vakandi yfir henni til aö skynja það sem undir býr, en ekki þó svo að það ætti að vera ofverk nokkurs manns. Meö henni er semsé mælt, með fyrirvara. í Kerlingarfjöllum - sólskinsparadís - ekki alltaf, en lygilega oft. Og ekki skaðar fjallaloftið Skellið ykkur í Kerlingarfjöll i sumar. Skíðakennsla, gönguferðir, náttúrufegurð, luxus matur, fjörugar kvöldvökur, heit böð og skálalíf. í einu orði sagt: ÆVINTÝRI námskeiðin í sumar: Nr. Frá Rvik. Tegund námskeiðs Lágm. gj. 1. 22. jún'i 6 d. Ungl. 12-16 ára 19.800 1) 2. 27. júni 6 d. Ungl. 12-16 ára 19.800 1) 3. 2. júli 6 d. Fjölskyldunámsk. 21.000 4. 7. júli 6 d. Fjölskyldunámsk. 21.000 5. 12. júli 7 d. Almennt námskeid 23.900 6. 18. júli 7 d. Almennt námskeið 23.900 7. 24. júlí 7 d. Almennt námskeið 23.900 8. 30. júli 5 d. Almennt námskeið 17.900 9. 3. ágúst 6 d. Fjölskyldunámsk. 21.000 10. 8. ágúst 6 d. Fjölskyldunámsk. 21.000 11. 13. ágúst 6 d. Ungl. 14-18 ára 19.800 1) 12. 18. ágúst 6 d. Ungl. 14-18 ára 19.830 1) 13. 23. ágúst 7 d. Þjálfun f. keppnisfólk 2) DFargjald 2) Sérverö. Hópafsláttur fyrir í- innifalið. þróttafélög. Bókanir og miðasala: ZOEGA Verslunin FEROASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI5 r r UTILIF Glæsibæ Ath.biðjið um upplýsi ngabækl i ng. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum Nauðungaruppboð á vörubirgðum verzlunarinnar Stapa h.f., Vik i Mýrdal, verður haldið i Vik laugar- daginn 10. april 1976 kl. 10. Sýslumaður Skaftafellssýslu. Jörð Ungur reglusamur fjölskyldumaður, ósk- ar eftir að leigja eða kaupa jörð, helst með jarðhita. Einnig kemur til greina garð- yrkjustöð. Tilboð óskast send Timanum fyrir 1. mai merkt Jörð 1460. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — ITímlniier penlngarl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.