Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 4. apríl 1976. Kathe Dorsch fyrir rétti. Samstarfsmaður i áheyrendasalnum: —Sá sem skrifar eins og Weigel á skilir.n dauðadóm! Hann kærði leikkonuna frá Burgtheater fyrir löðrung: Hans Weigel (til hægri) með málafærslumanninum dr. Broda (nú- verandi dómsmálaráðherra Austurrikis). skrifaði hann m.a.: -Þjóðleikhús verður að grundvallast á klass- iskum verkum, ef það á að standa undir nafni sinu. Án þess að hafa þannig verk stöðugt á efnisskránni verðum við hvorki harmleikja- né gamanleikjahús Það fást ekki áhorfendur, se:n kunna að meta húsið, og ekki heldur listamenn til að leika i þvi. Grillparzer fékk 900 gyllini fyrir „König Ottokars Gluck und Ende”. Schreyvogel kom gamanleikja- höfundinum Eduard Bauernfeld á framfæri. Sérstaklega var hann þó hliðhollur Grillparzer. Eftir að leikritið „Ahnfrau” hafði hlotiö einróma lof, fékk hann Grillparz- er til að skrifa stöðugt fyrir Burg- theater. Keisarinn ákvað að sjálf- sögðu ritlaunin. Yfirféhirðirinn Czernin greifi gerði langan skrif- legan samning fyrir jeikritið „König Ottokars Gliick und Ende”. Þar er bent á „náðarsam- legt viðtal við greifann af Diet- richstein” þar sem ritlaunin höfðu verið ákveðin 900 gyllini. Fritz Kortner stóö með vini sínum Weigel og afsagöi meira aö segja gestaleik þess vegna. „Greiðslan úr hirðleikhússsjóðn- um verður i gjaldgengri mynt, en þvi aðeins að skáldið skuldbindi sig til að láta ekki prenta verkið fyrr en að sýningu lokinni.” Czernin var á þessum tima æðsti yfirmaður hússins. Schrey- vogel var opinberlega aðeins leik- hússtjóri og fræðilegur ráðunaut- ur. Honum hafði sarnið vel við yfirmenn sina við hirðina-i átján ár. En Czernin þoldi engin mót- mæli og Schreyvogel enga af- skiptasemi. Greifanum fannst leikrit og harmleikir vera hundleiðinleg. Hann krafðist þess að ung leik- kona væri látin leika ákveðið hlutverk. Schreyvogel áleit hana ekki hæfa til þess. Czernin lét þá segja honum upp tafarlaust. Þetta var i mai 1832. Schreyvogel veiktist og dó tveimur mánuðum seinna. Opinber dauðaorsök: Kólera. 011 Vinarborg vissi hins- vegar að hann hafði látizt af harmi. Fram til byltingarársins 1848 var leikhúsið breytilegum örlög- um undirorpið. Um stuttan tima var það meira að segja lokað og oft var hugsað um að leigja það. Strax eftir að Franz Jósef tók við völdum skipaði hann nefnd, sem skipaði að lokum eftir bak- tjaldamakk Dr. Heinrich Laube leikhússtjóra. Laube var lika útgefandi. Hann var vinur Heinrich Heine, George Sand, Balzac og Victor Hugo. Hann var frá Schlesiu og tók þátt i stjórnmálum á námsárum sinum, en hann stundaði guðfræði. Þegar hann settist að i Vin beindist áhugi hans eingöngu að bók- menntum og leiklist. —■ Fyrir leiklistina er Austurriki ævin- týraland, skrifaði hann árið 1833. Laube setti öll leikrit sjálfur á svið og eyddi ekki nema viku i æfingar. 150 verk voru árlega á efnisskránni þar af 40 ný. Laube var lika 18 ár leikhús- stjóri. í leikflokk hans voru meðal annarra Josef Sonnenthal og Charlotte Wolter. Hans Makart teiknaöi búningana fyrir fyrstu stjörnuna. „Wolter-hrópið” fræga er ennþá þekkt. Þessi leikkona er án efa fyrsta ,,-stjarnan”. Jacob Minor, bókmenntafræðingur, sem skrif- aði gagnrýni, sagði um hana: ,,Ef miðað er við höfuðið, þá var Wolt- er einhver fallegasta kona sem nokkurn tima hefur verið á sviði. En hún var frekar smávaxin og þvi ber ekki að neita að á seinni árum, þegar hún varð feitlagnari, hafði það truflandi áhrif að sjá svo fagurt konuandlit á likama, sem hæfði þvi ekki alveg. En hún kunni að breiða yfir það með bún- ingavali og hreyfingum.” Wolter var gift rikum irskum greifa og gat þvi leyft sér að láta Makart teikna búningana fyrir sig og fá Fanny Elbler til að læra með sér „Lady Macbeth”. Hún var ekki nema 28 ára þegar hún lék i fyrsta skipti i Burgtheat- er og var það i hlutverki Iphi- genie. Þegar hún var 54 ára lék hún þetta hlutverk aftur. Það var 12. október 1888 i siðustu sýning- unni sem fór fram i leikhúsinu við Michaelerplatz. (Þýtt og endursagt MM.) — Sá sem löörungar gagnrýnendur verður að elska þá, þegar þeir skrifa vcl. Helene Thimig var hlutlaus I málinu. 185 millj. kr. aukning þjóðartekna með bættri ullar- meðferð FB-Heykjavik. Ný verðskráning ullar tók gildi 23. marz sl., og verða bændum nú greiddar kr. 424.60 fyrir hvert kg. en þeir fengu áður kr. 178.81. ,,Ný verð- skráning ullar til framleiðenda hlýtur að bera þann árangur, að öll ullarframleiðsla landsmanna ætti nú að skila sér til vinnslu- stöðva,” segir Árni G. Pétursson sauðfjárræktarráðunautur i fréttabréfi Upplýsingaþjónustu bænda. Arni segir: — Mörg undanfarin ár hefur verið talað fyrir daufum eyrum meðal bænda, þegar minnzt hefur verið á betri með- ferð og nýtingu ullar, enda var ullin hornreka verðlagsgrund- vallar, og skilaði sér samkvæmt þvi. Þrátt fyrir það hefur vetrar- klipping sauðfjár aukizt mjög af hagkvæmniástæðum, og fjöldi vélrúningsnámskeiða hefur verið haldin vitt um land hin siðari ár. Samkvæmt lölfræðilegum upp- lýsingum hafa undanfarin ár ekki komið til skila nema 1,6 kg af ull eftir vetrarfóðraða kind til vinnslustöðvanna, en með bættri meðferð og nýtingu ullar og auknum vetrarrúningi, segir Arni að auka mætti þetta að minnsta kosti um hálft kg á kind, eða upp i 2,1 kg af fyrsta flokks ull. Hann segir, að þessi hálfs kflós aukning eftir vetrarfóðraða kind gefi nú kr. 212.30, eða 185 milljón- ir i auknar þjóðartekjur. Siðan mætti fast að tvöfalda þessa upp- hæð með beztu umhirðu ullarinn- ar. Siðan ber Arni saman skrán- ingu ullar fyrir og eftir hækkun ullarverðsins, og gengur út frá þvi að 2,1 kg fáist eftir hverja vetrarfóðraða kind. Fyrir landið i heild verður þá upphæðin 327 milljónir fyrir hækkun, en eftir hækkun 776 milljónir króna, og er mismunurinn um 449 milljónir króna. Samsvarar það um 90 þús- und krónum að meðaltali á hvert bú, ef reiknað er með 5000 fjárbú- um á landinu. Að lokum segir Árni: — Þótt háar upphæðir hafi i ýmsu misst gildi sitt á seinni árum, verður þó að álita, að framanskráðar tölui um breytt verðgildi ullar hljóti að verða til þess að allir ábyrgii sauðfjáreigendur skili ullarfram leiðslu sinni með sóma til vinnslu stöðva. Með bættri meðferð oi nýtingu ullar eykst útflutnings verðmæti þjóðarbúsins. Borgarnes: Leiguíbúðir og leikskóíi í byggingu MÓ-Reykjavik. — Á næstu dögum hefst bygging niu leiguibúða i Borgarnesi. Þessar ibúðir verða byggðar samkvæmt fram- kvæmdaáætlun um leiguibúðir, oger áætlað að þær verði tilbúnar i september 1977. Miklar byggingaframkvæmdir hafa verið i Borgarnesi á undan- förnum árum, og á siðasta ári fjölgaði ibúum þar um nær 80 manns. Eru ibúarnir nú orðnir rúml. 1380. Konur i Borgamesi vinna mikið utan heimilis, og þar hefur verið rekinn leikskóli undanfarin tvö ár. Skólinn rúmar 55 börn, en hefur hvergi nærri annað eftir- spurn, og er nú unnið að byggingu nýs leikskóla, sem væntanlega verður fokheldur á þessu ári. Hann mun rúma 80 börn. Auk þess, sem hér hefur verið talið, er bæði sundlaug og iþrótta- hús i byggingu i Borgarnesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.