Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 4. apríl 1976. Timinn birti 24. marz grein eftir Torfa Þorsteinsson i Haga. Hann ræddi þar um slöasta verkfall og ýmislegt i þvi sam- bandi. Honum þykir aökallandi nauðsyn að samin verði ný lög- gjöf um vinnumál og kjara- samninga. Það mun fleiri finn- ast og eru til þess ærin rök. Þvi er það nauðsyn að vekja vel at- hygli á annmörkum og vankönt- um þess sem við er búið nú. Þvi er þessi grein gerð sem þáttur i þvilikum umræðum. Hækkandi verðlag Fréttir berast um verðhækk- anir ýmislegar. Engum þarf að bregða i brún við þær fréttir. Kaup hefur hækkað og einn liður þess eru samningar um nýtt og hærra fiskverð. Hvernig er hægt aö semja um hærra verö á fiski upp úr bát án þess að láta neyt- endur borga það? Samningamenn sjómanna og útgerðarmanna vita það auðvit- að þegar þeir knýja fram hækk- anir á fiskverði að þar með eru þeir að hækka rekstrarkostnað heimilanna, hækka framleiðslu- kostnað i landinu. Það á svo vitanlega sinn þátt i kröfum um hærra kaup almennt, hærri dag- gjöld i sjúkrahúsum, hærri námslán o.s.frv. Fiskverðið er hér nefnt sem dæmi af þvi það er eitt af þvi einfaldasta og auðskildasta. samninga sem bera nafn Alþýöusambands Islands? Auðvitað sjáum við öll að það þykir hagkvæmt að hafa fátæka menn tíl að berjast fyrir. Það vekur almenna samúð með baráttunni ef hægt er að benda á að einhverjir séu i nauðum staddir, fyrir þá sé barizt og þeirra hlut eigi nú að rétta. Þetta er umbótabarátta. En þetta fær alltannan svip ef sæist inn i hugskot foringjanna og þar kynni að blása við eitthvað þessu likt: Allur árangur baráttu okkar byggist á þvi, að til séu lág- launamenn. 011 tekjubót okkar, sem meira höfum, næst i þeirra nafni. Alit okkar og tiltrú, — frægð og metorð — byggist á þeirra fátækt. Þannig er fram- tið okkar undir því komin að halda við láglaunahópum sem lifa i fátækt. Hvemig ættum við annars að fá kauphækkanir og kjarabætur siðar meir? Þvi lag. Og á £essum timum tækni og menntunar gæti það veitzt okkur. Hér þarf ekki aö velja um verðbólgu eða atvinnuleysi. Það er hægt að sneiöa hjá hvoru tveggja. En til þess þarf mörgu að breyta. Tortryggnin verður að hverfa Það verður að eyða tortryggni þeirri sem nú torveldar viða hófsama og sanngjarna lausn mála. Menn gruna verzlanir um gróða og taka ekki mark á tali útgerðarmanna og frystihúsa- eigenda um afkomu og útgerð- arkostnað. Þessu er eðlilegt að m æta með félagslegum rekstri. Til þess eru mörg ráð. Bæjarfélög reka útgerð og fjöldi veiðiskipaerkeyptur fyrir sem til þess boðuðu. Hér má lika vitna til þess að Þjóöviljinn sagði þrásinnis að verkfallið væri algjörlega á ábyrgð ríkis- stjórnarinnar. Auðvitað er oft vandi fyrir launþegasamtök að meta hvernigþau komi kröfum sinum bezt áleiðis með sem minnstum fórnum. Þvi er haldið fram að atvinnurekendur reyni viljandi að tefja samninga til þess að fresta væntanlegri kauphækk- un. Þetta sýnist óllkleg tilgáta að visu og verkföll koma illa við atvinnureksturinn lika. En ætli það sé ekki betra fyrir launa- manninn að vinna tvær vikur á gamla kaupinu en að vinna alls ekki? Hitt er annað mál að þeg- ar herstjórnin hefur ákveðið verkfall og það er orðin stað- reynd þá er öllum fyrir beztu að það standi sem styzt. Allir vita að drjúgum minna verður til skipta á tslandi þetta ár vegna verkfallsins. Þvi er Halldór Kristjónsson: Þurfum við borgara- styrjöld? Forsmánarsamningar Hvemig koma svo þessar breytingar á launum og verð- lagi við menn? Ætli það sé nokkuð misjafnt? Björn Jónsson ætti að láta hagfræðing Alþýðusambandsins reikna út hvort þar sé nokkur munur á manninum sem fékk 18 króna hækkun á 300 króna tima- kaup og hinum sem fékk 60 króna hækkun á þúsund króna timakaup samkvæmt hinum nýju samningum sem hetjurnar eru svo stoltar af. Þessir nýju samningar eru forsmán. Þeir eru forsmán vegna þess að það liggur i augum uppi, að sú verðhækkun sem þeir hljóta að kalla fram lendir að mestum þunga á þeim, sem veikastir voru fyrir, og erfiðast áttu. Þvi er það lika for- smán að þau samtök sem standa að þessum samningum skuli kenna sig við alþýðu landsins. Sr. Sigurður Einarsson orti 1930: ,,Menn kenndu hér aldir viðkonung og prest viö kúgun og raunahag. En nein var ei öld hér við alþýðu kennd”. Nú er sú kúgun sem verðbólg- an er lágtekjufólki kennd við alþýðu. Það eru Alþýöusam- bandssamningar sem dæma láglaunafólk til að þola þá verð- hækkun sem hagsbætur þeirra hærra launuðu valda. Þetta held ég aö sr. Sigurður Einarsson hafi ekki séð fyrir. Kannski hann hafi verið of fljót- ur á sér að álykta þegar hann sagði: ,,Nú er tslands alþýða vöknuð eftir tslands þúsund ár.” Minni hræsninnar Ljótasti þátturinn viö þessa samningagerð er hræsnin og óheilindin. Málið er flutt á þeim grtuhúvelli að láglaunafólk þurfi f IteutmáM'Tflgs. Það er látið i veðri valra að nú eigi að rétta þess hlut. Og svo eru geröir samn- ingar sem breikka bilið milli þess og annarra. Björn Jónssonog félagar hans geta ekki afsakað sig með heimsku eða reynsluleysi i þessu sambandi. Björn er ágæt- lega greindur og margreyndur samningamaður. Hann er þvi oröinn vel að sér um kjaramál- in. Hver er þá ástæðan fyrir þessari hræsni? Hræsni er þaö að þykjast vilja rétta hlut lág- launamanna og leggja svo okiö á þá. Eðlilegast væri að þeir Alþýðusambandsmenn svöruðu þessu sjálfir. Vitanlega eru til kaldrifjuð ómenni, eða svo mun lengstum hafa verið. En hver trúir þvi, að þeirrar manngerðar gæti við megum við alls ekki semja svo að hlutur láglaunamanna sé bættur i reynd. Látum þá fá sömu hlutfallstölu og okkur en alls ekki meira. — Verst þegar einhver ihaldsstjórn er að troða upp á þá sérstökum láglauna- bótum.en við verðum liklega að þola þann ófögnuð. — En skitt með það. Knýjum fram kaup- hækkanir. Þegar hún kemur út i verðlagið er hún fljótari að éta upp 18 krónur en 60 krónur. Og þá er grundvöllur fyrir nýju striöi, nýju verkfalli. Þá getum viö skirskotað til nauðstaddra manna og lagt út af þjóðfélags- leguranglæti. Þá getur alþýöan sýnt samtakamátt sinn. Og svo koll af kolli. Allur er varinn góður Hvi skyldum við ætla nokkrum manni svo sviviröileg- an hugsunarhátt? Það væri vist fráleitt. Og þó er óvarlegt að fortaka hvað mönnum kynni aö detta i hug ef þeim þykja upplýsingar samninga- mannanna of takmarkaðar. Mér væri kærkomið ef t.d. Bald- ur Óskarsson — hinn hviti ás þeirra Alþýðusambandsmanna —sem kenndur er við menningu og fræðslu vildi ræða þessa samninga meö tilliti til þess hver hlutur og staða láglauna- mánna er i hlutfalli við aðra. Ég þykist þekkja Baldur að ein- lægni og góðri greind og þvi kýs ég honum þetta hlutverk i fram- haldi af þvi, sem hann hefur sagt i Vinnunni. fcg skal hætta að kalla samn- ingana forsmán og svivirðingu ef mér skilst að þeir hafi bætt hlutfall láglaunamanna. Og þá skal ég ekki kalla það hræsni, yfirdrepsskap og óheil- indi þó að menn eins og Björn Jónsson kenni sig við jafnaöar- stefnu. Hér þarf mikils með Siðasta vericfall og siðustu samningar hafa enga umtals- verða sérstöðu frá hinu venju- lega. Hér þarf mörgu að breyta. Við viljum réttlátara mannfé- almannafé að verulegu leyti. Liggur þá ekki beint við að Sjó- mannafélag Reykjavikur yrði beinn aðili að bæjarútgerðinni? Það mætti jafnvel hafa meiri- hluta i stjórn. Svo ætti Dagsbrún að reka fiskverkunarstöð. Sé um það að ræða að útgerð og fiskvinnsla skili einhverju sem látið er hverfa og haldið leyndu fyrir vinnandi fólki, ætti þessi tilhögun að leiða það i ljós. Þetta er hinn gamli þjóðnýt- ingardraumur jafnaðarstefn- unnar i framkvæmd. Kæmi hins vegar ekkert sliKt i Ijós, heldur einungis það, að barlómur forstjóranna eigi við rök að styðjast, ætti tortryggnin að minnka. Þá kynni að verða ljósara en nú er að ástæða væri til að endurskoða tekjuskiptingu og launakjör á breiðari grund- velli en gert er við venjulega kjarasamninga. Svipað er aö segja um verzl- unarmálin. Þvi hafa menn ekki meiri áhuga fyrir pöntunarfé- lögum og samvinnuverzlun? Þvi vekur það ekki meiri athygli og umtal en raun er á, þegar borgarstjórn Reykjavik- v ur bregður fæti fyrir markaðinn hjá Kron? Ætla menn að biða þess að kaupmenn færi þeim al- hliða réttlæti i viðskiptum? Þvi auka þeir ekki félagsverzlun? Höfum við meiri trú á sam- keppni en félagshyggju? Óþarft verkfall Það er ægileg lifsreynsla að heyra viti borna menn grobba i nafni jafnaðar og alþýðu af þvi sem gerzt hefur i kjaramálum undanfariö. Verkfallið mikla var að minu viti óþarft. Þaö mátti fresta þvi um viku fyrir bænastað for- sætisráðherrans. Það var ekki miklu spillt þó að þeir sem fóru með umboð launþeganna hefðu hlift mönnum við verkfallinu eina viku. Þegar sú vika var liðin hefði engum þótt ástæða til að byrja verkfall. Það sýnir e.t.v. bezt viðhorf almennings til verkfallsins að þá daga sem Vinnan kom út ein allra blaða var hún einkum látin halda þvi fram að verkfallið væri alls ekki þeim að kenna skiljanlegt að menn langi til að vera lausir við ábyrgð af þvi. Það er ekki nema mannlegt. Það er engin ástæða til að vera stoltur af öðru eins. Margt skrýtið i kýrhausnum Þessu viðtæka verkfalli fylgdu svo eftirhreytur. At- burðir eins og verkfallið á Akra- nesi verður að telja til slysa. Þegar heildarsamningar hafa verið gerðir ætti ekki að þurfa verkfall vegna framkvæmdar þeirra. Samningar sem enginn veit hvað þýða eru einskis virði. Viö verðum að ætla að félags- dómur gæti verið bær um að skera úr svona ágreiningi i samstarfi við heildarsamtökin. Annað hvort hafa þau umboð til samninga eða ekki. Hafi þau umboð til samninga verður það ekki afturkallað þó að samning- ar þyki gallaðir. Annars er fé- lögum heimiltað fella samninga og hafna þeim. Og þá er komiö að nýju umhugsunarefni. Samninganefndirnar eru van- ar að undirskrifa samninga með þeim fyrirvara að þeir taki ekki gildi nema aðildarfélög sam- þykki þá. Þvi er venja að boða til allsherjarfunda og atkvæða- greiöslu i félögunum. Þvi má haga á ýmsa vegu. Hvert félag innan stéttarsamtaka getur verið sjálfstæður aðili svo að eitt samþykki og annað felli. Hins vegar mætti safna atkvæð- um innan sambandsins saman og telja i einu lagi svo að ein niðurstaða yröi fyrir öll sam- bandsfélög. Þessi atkvæða- greiðsla skal gilda hversu litil sem þátttaka er. Eitt atkvæði fellir eða staðfestir samning ef aðrir félagsmenn greiða ekki atkvæði. Sumum finnst að vel mætti hafa þær reglur að einhver lág- marksþátttaka þyrfti að vera i atkvæðagreiðslu til að fella samning. Nú gerðust þau tiðindi að fé- lög, sem felldu samning og hefðu þá samkvæmt þvi átt að vera i verkfalli áfram, ákváðu að fresta verkfallinu. Þá er annað hvort að félagar þeirra vinna samkvæmt nýja samn- ingnum, sem þeir felldu, eða gamla samningnum, sem upp var sagt. Hvorugt sýnist eðli- legt. Þar við bætist svo að slikt félag getur látið frestað verkfall koma til framkvæmda hvenær sem er svo til fyrirvaralaust. Hvað á að segja um slikt for- dæmi og slika löggjöf? Er þetta æskilegt? Gæti þetta ekki verið betra? Hvert á að stefna? Forustumenn launþegafélaga eruglaðiryfir verkfallsvopninu. A þvi hafa þeir helgi. Oft tala þeir um hinn heilaga rétt i þvi sambandi. En svo eru aðrir launþegar sem þykjast heldur en ekki afskiptir. Það eru opin- berir starfsmenn. Þeir vilja fá að komast i helgidóminn. Þeir una þvi ekki að vera dæmdir frá allri þátttöku i vinsælasta spiorti annarra launþegaforingja. Þvi berjast þeir nú hart fyrir verk- fallsrétti sér til handa. Æviráðning — verðtryggð ellilaun á alþjóðarkostnað og fullur verkfallsréttur, — þetta eru kröfurnar. Og okkur sagt að þaö séu engin forréttindiað hafa einir manna verðtryggð ellilaun vegna þess að einhvern tima muni allir njóta þess. Sam- kvæmt þessari rökfræði var kosningarréttur karla engin for- réttindi um aldamótin, þar sem konurhafa nú fengið kosningar- rétt. En það þarf ekki að segja að slikum sé ekkert heilagt. Það væri svo sem að vissu leyti spor I jafnréttisátt að félag islenzkra fangavarða, lyfsalafé- iag eða ljósmæðrabandalag gæti eitt sé fadð i verkfall eins og kjötiðnaðarmenn, flugfreyj- ur eða vélgæzlumenn. Vitanlega ætti það að gerast með þeim heilaga rétti að engir aðrir mættu ganga i verkin þeirra meðan á verkfallinu stæði. Er þetta leiðin til að byggja upp réttlátt og farsælt mannfé- lag? Þurfum við ekki einhverja tryggingu fyrir þvi að þeir smá- hópar,sem auðveldast eiga með að ná traustu kverkataki fari hóflega með vald sitt? Er ástæða til að selja þeim sjálfdæmi? Snúum af óheillabrautinni Nú þegar er komin reynsla af þvi aðeinstakir smáhópar sem hafa i hendi sér að valda nógu miklu tjóni með stöðvun rekstar eða beinum skemmdum verð- mæta hafa sterka aðstöðu til að knýja fram kauphækkanir fyrir sig. Reynslan sannar lika að aðrir bera sig saman við þá og koma á eftir. Þannig þróast verðbólgan löngum. Hér væri betra að taka upp aðra hætti. Launþegasamtökin sjálf eiga að taka upp starfsmat og ákveða launahlutfall milli starfshópa sinna. Þeir sem borga ættu að semja Stundum semja starfshópar um kjör sin við aðra en þá sem borga vinnu þeirra. Svo er um húsagerðarmenn og járnsmiði margs konar. Þeir semja yfir- leitt viö þá, sem selja vinnu þeirra. Það er auðvitað fráleitt. Vil viljum ekki láta sölumenn hafa sjálfdæmi um verðlag. Væri Alþýðusambandið það sem það ætti að vera væri eöli- legt að bandalag opinberra starfsmanna semdi við það um launakjör og réttindi. Það er hvort eða er almenningur sem borgar en ekki þeir opinberu starfsmenn sem látnir eru semja af hálfu rikisvaldsins. Siðaðra manna hættir Hugsum okkur að allsherjar launþegasamtök gerðu viðtækt starfsmat og segðu fyrir um launahlutfall. Engin ástæða er til að óttast að atvinnurekendur hefðu aöstöðu til að halda launa- greiðslum langt undir þvi sem efnahagskerfið þyldi. Hættan liggur i hinu að flokkunin yrði ekki réttlát. Sumir yrðu van- metnir, aðrir ofmetnir. En væri það afturför frá þvi sem nú er? Frh. á bls. 39

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.