Tíminn - 04.04.1976, Síða 13

Tíminn - 04.04.1976, Síða 13
Sunnudagur 4. apríl 1 TÍMINN 13 Lífeyris- þegar Lífeyríssjóðs bænda eru 1049 Lífeyrisgreiðslurnar ndmu 82 milljónum kr. á sl. dri FB-Keykjavik. Á árinu 1975 voru heildargreiðslur til 1049 lifeyris- þega Lifeyrissjóðs bænda riimar 82 m illjónir króna, að þvi er segir i fréttabréfi frá Upplýsingaþjón- ustu bænda. Heildarupphæð út- lána sjóðsins nam 221 milljón króna á sama tima. Tekjuafgang- ur sjóðsins nam um 284 milljón- um króna. Lög um llfeyrissjóð bænda gengu i gildi 1. janúar 1971. Siðustu reglugerðir fyrir lifeyris- sjóðinn voru samþykktar af fjár- málaráðherra 10. desember sl. 1 árslok 1974 voru innheimt iðgjöld sjóðfélaga frá upphafi orðin 156,2 milljónir króna. Aætluð iðgjalda- greiðsla fyrir árið 1975 er 89.2 milljónir og 120.3 fyrir árið 1976. Hámarksiðgjaldagreiðsla kvænts sjóðfélaga var á árinu 1975 kr. 40.496, en verður kr. 55. 986 á árinu 1976. Hámarksgjald ókvænts sjóðfélaga er 1/3 lægra. Árið 1975 greiddi ri'kissjóður 100,2 milljónir króna. Voru þó ógreidd- ar samkvæmt áætlun 33.4 milljónir króna. Aætlað framlag fyrir árið 1976 er 180,4 milljónir króna. í árslok 1974 voru eftir- launaþegar 978 talsins, en auk þess sér sjóðurinn um greiðslu á hluta eftirlauna 50-60 aðila með milligöngu umsjónarnefndar eftirlauna. Nokkur aukning hefur orðið á lifeyrisgreiðslum, sem heyra undir maka-, örorku- og barnalifeyrisgreiðslur, en heild- artala lifeyrisþega sjóðsins var 1049, eins og fyrr segir. Formaður Lifeyrissjóðsstjórn- arinnar er Guðlaugur Þorvalds- son rektor, en framkvæmdastjóri sjóðsins er Pétur Sigurðsson hjá Framleiðsluráði iandbúnaðarins. Verður hitaveita lögð í Borgarnes á næsta ári? Mó-Reykjavik,— Það er búið að ganga frá heitavatnsréttindum fyrir Borgarnes og Hvanneyri á jörðunum kringum Bæ i Bæjar- sveit, sagði Húnbogi Þorsteins- son, .sveitarstjóri i Borgarnesi, i viðtali við blaðamann Timans i gær. Þar mun borun eftir heitu vatni hefjast eftir um það bil mánuð, og standa vonir til að þar fáist nægilega mikið heitt vatn fyrir þorpið, Hvanneyri og bæina, sem eru á þessu svæði. Áður hefur oftast verið talað um að Borgarnes fengi heitt vatn annað hvort frá Kleppjárnsreykj- um eða Deildartungu, en þaðan eru 33 km til Borgarness. Hins vegar er leiðin frá Bæjarsveitinni 8 km styttri. Það er búið að vinna mikið að hönnun á hitaveitu fyrir Borgar- nes, og hugsanlegt er, að fram- kvæmdir geti hafizt i sumar, ef nægilegt vatn finnst. Þó yrðu þær framkvæmdir eingöngu innan- bæjar i Borgarnesi, en áherzla verður lögð á að aðalfram- kvæmdir, sem er lagning aðveitu- æðar, verði framkvæmd á einu sumri og hitaveitan komist i gagnið á einu ári. Fyrir Borgarnes og Hvanneyri er talið að þurfi um 40 til 50 litra af vatni á sek., og sem fyrr sagði eru góðar llkur taldar á þvi að það vatn finnist, þegar borað verður i Bæjarsveitinni. Nauðsyn að lögbjóða notkun segir danskur læknir og sérfræðingur í rannsóknum á umferðarslysum og vörnum gegn þeim bflbelta Jörgen B. Dalgaard. Timamynd Róbert SJ-Reykjavik— Lögboðin notk- un bilbelta kæmi til með að bjarga a.m.k. fimm manns- lifum hér á landi á ári hverju, og forða um 125 manns frá þvi að slasast svo að þeir þurfi að fara á sjúkrahús um lengri eða skemmri tima. Svo fórust prófessor Jörgen B. Dalgaard, dönskum lækni, orð á fundi með fréttamönnum i gær. Dalgaard hefur unnið að rannsóknum á umferðarslys- um, og þá sérstaklega saman- burði á tæknilegum atriðum til skýringar á slysum og notagildi árangurs rannsókna til fyrir- byggjandi aðgerða. Dalgaard flutti hér tvo fyrir- lestra i boði Umferðarráðs og læknadeildar Háákólans. Hann er kunnur fyrirlesari og hefur ferðazt viða um heim. Eftir hann liggur mikill fjöldi rita um réttarfræðileg málefni á sviði læknavisinda og varnir gegn umferðarslysum, sem birzt hafa I timaritum um allan heim. Dalgaard á sæti i fjölda alþjóðlegra nefnda á vegum danska rikisins: hann er einn þeirra fjögurra visindamanna, sem skipaðir voru af Norræna umferðaröryggisráðinu til að hafa með höndum rannsókn á notagildi bilbelta. Notkun bilbelta hefur verið lögleidd á fjórum Norðurlanda, fyrst i Sviþjóð, siðan i Noregi, og nú um áramót i Danmörku og Finnlandi. Sömu sögu er að segja um mörg önnur lönd, svo sem Belgiu, Holland, Lúxem- borg, Frakkland, Spán, Sviss, Tékkóslðvakiu og Ungverja- land. En Englendingar, Sovét- menn og Austur-Þjóðverjar ihuga nú að lögbinda notkun bil- belta. Ýmis Afrikulönd hafa þegar lögleitt notkun belta. Fyrsta þjóðin sem mælti svo fyrir i lögum að bilbelti skyldi nota voru Ástraliumenn árið 1971, og i landi þeirra er notkun beltanna útbreiddust. Eftir að notkun bilbelta hafði veriðlögboðin i Astraliu’i’fjögur ár, hafði innlögnum á sjúkrahús vegna bilslysa fækkað um helm- ing, alvarlegum augnsköðum i bilslysum haföi fækkað um meira en 75%, alvarlegir and- litsáverkar voru helmingi færri, og þriðjungi færri lömuðust af völdum bilslysa en áður en lögin voru staðfest. Dalgaard sagði, að notkun bilbelta forðaði alvarlegum áverkum eða dauða i ótrúlega mörgum tilfellum. Einkum koma bilbelti að notum þegar árekstrar verða, og eru þvi meiri Vernd þvi hóflegri sem ökuhraðinn er. Þegar bilar velta eða þeim hvolfir, er einnig mikið gagn að beltunum. Að sögn Dalgaard getur notkun bil- belta komið i veg fyrir áverka eða dauða i 3/4 hlutum umferð- arslysa, og er þar átt við öku- menn og farþega, en ekki veg- farendur. Áróður, auglýsingar og fræðsla koma að gagni til að venja fólk á notkun bilbelta, en aðeins að takmörkuðu leyti. Astralir hafa náð þar beztum árangri og komizt hæst i að fá 30% ökumanna og farþega til að nota beltin, -þegar áróðursher- ferðir hafa staðið sem hæst. Svi- ar og Danir hafa náð heldur minni árangri, eða 25—26%. Þetta er ekki talið nægilegt, og þvi vex lögleiðingu notkunar bilbeltanna fylgi. t Sviþjóð er talið að 84% noti bilbelti eftir að notkun þeirra var lögboðin og i Astraliu 90%. Eftir að notkun bilbeltanna hefur verið lögleidd, %er talið nauðsynlegt að halda mönnum vakandi með fræðslu- starfsemi um gagnsemi þeirra og áframhaldandi áróðri. Hér á landi var lögboðið að hafa bilbelti i einkabilum 1. janúar 1969, i vetur var lagt fram frumvarp á þingi um lög- boðna notkun beltanna, en það hefur enn ekki hlotið afgreiðslu. Á blaðamannafundinum i gær sagði Dalgaard, að hann teldi menn vera að vakná gagnvart öryggisráðstöfunum i bilum, svo sem notkun bilbelta, og bú- ast mætti við að draga færi úr umferðarslysum hlutfallslega. Sagði hann að það væri sin reynsla, að þeir sem færu að nota bilbelti, fengju áhuga á Ixekari öryggisbúnaði, svo sem öryggisstýri, góðri bólstrun, öryggisstuðara og rafmagnshit- un i afturrúðu. Og næst þegar þeir keyptu sér bil, sæktust þeir eftir þessum atriðum og kysu fremur, gulan, rauðan eða appelsinulitan bil, en bil i minna áberandi lit, þar sem þeir sæj- ust betur en aðrir i umferðinni og væru þvi hættuminni. Félag háskóla- menntaðra kennara Fundur um samningsréttarmálið verður haldinn i Norræna húsinu, þriðjudaginn 6. april kl. 17. Stjórnin. Eggjaframleiðendur Hinir gömlu, góðu timar eru komnir aftur og Teigur býður aftur upp á landsins beztu hænuunga — nýtt norskt kyn. Aukin framleiðsla. Tryggið ykkur unga hið allra fyrsta. TEIGUR S.F. Mosfellssveit. Simi 91-66130. ^sprungio ror Hverborgar? Húseigendatiygging borgar tjón á innréttingum, málningu, veggfóðri, flísum o.fl.þ.h. Heimilistrygging borgar tjón á innbúi (húsgögnum, gólfteppum o.fl.þ.h.) Ábyrgðartrygging húseigendatiyggingar borgar tjónið á 3., 2.,l.hæð og í kjallara. Allt með því skilyrði þó að húseigenda- og heimilistrygging sé fyrir hendi - annars ekki. f'GGlí.(i Skrifstofur okkar og umboðsmenn um land allt veita nánari upplýsingar um HEIMILISTEYGGINGUNA og þær endurbætur og nýjungar, sem gengu í gildi l.januar 1976 SAJVIVIIXNUTRVGOIIXGAR GT. ÁRMÚLA3. SÍMI 38500 GAGNKVÆM TRYGGINGAFÉLÖG ERU SAMTÖK HINNA TRYGGÐU SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFELAG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.