Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 30

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Suniuidagur 4. apríl 197«. Um siðustu helgi kom út á veg- um hljómplötuútgáfunnar Steinars h.f. fyrsta sólóplata Einars Vilbergs, og ber hún heitið Starlight. Platan hefur að geyma niu frumsamin lög eftir Einar Vilberg, — og eru textar, sem eru á ensku, einnig eftir Einar. Tæp fjögur ár eru nú liðin frá þvi að Einar Vilberg gaf út plötu, en þá var hann i samfloti við Jónas R. Jónsson. Frá þeim tima er platan Jónas og Einar kom út, hefur litið heyrzt i Ein- ari Vilberg. Einvalalið er með Einari á þessari nýju plötu, á bassa leik- ur Pálmi Gunnarsson, á tromm- ur og ásláttarhljóðfæri leikur Ásgeir öskarsson, á hljóm- ★ ★ ★ ★ + Starlighl — Einar Vilberg Steinar hf 004 HUOMPLÖTUDÓMAR NÚ-TÍMANS o borðshljóðfæri leika Lárus Grimsson, Jakob Magnússon og Magnús Kjartansson, á gitar bórður Arnason og Gunnar Þórðarson, á munnhörpu Helgi Guðmundsson og um bakraddir sjá Spilverk þjóðanna, Hannes Jón Hannesson og Pálmi Gunn- arsson. Einar Vilberg syngur öll lögin, og leikur jafnframt á git- ar. Samanborið við plötuna Jónas og Einar, en á þeirri plötu voru öll lögin eftir Einar, hefur hon- um vaxið mjög fiskur um hrygg sem tónlistarmanni —■ og nýja platan sýnir Einar Vilberg sem þroskaðan og heilsteyptan tón- listarmann. Vegna þess hve langt er um liðið, frá þvi siðast heyrðist i Einari, kemur nokkuð á óvart, hversu árangurinn er góður. Platan Jónas og Einar var mjög rólegplata, þar sem óraf- mögnuð hljóðfæri voru mest notuð. Á Starlight er hins vegar rokktónlistin i fyrirrúmi, þótt nokkur lög séu róleg, en Einari Vilberg er einkar vel lagið að semja rólegar og fallegar melódiur. Það sýndi hann á fyrri plötunni, og á Starlight eru lögsem ekki erusiðri i þvi tilliti. I heild er platan mjög heil- steypt, lögin mjög jöfn að gæð- um og erfitt að benda á veika punkta i lögunum. Hljóðfæraleikurinn á plötunni er sérlega góður. Platan Jónas og Einar var mjög rólegplata, þar sem óraf- mögnuð hljóðfæri voru mest notuð. Á Starlight er hins vegar rokktónlistin i fyrirrúmi, þótt nokkur lög séu róleg, en Einari Vilberg er einkar vel lagið að semja rólegar og fallegar melodiur. Það sýndi hann á fyrri plötunni, og á Starlight eru lögsem ekki eru siðri i þvi tilliti. 1 heild er platan mjög heil- steypt, lögin mjög jöfn að gæð- um, og erfitt að benda á veika punkta i lögunum. Hljóðfæraleikurinn á plötunni er sérlega góður, enda valinn maður i hverju rúmi, eins og upptalningin hér að framan ber með sér. Mjög erfitt er að gera upp á milli einstakra hljóðfæraleik- ara, en þó get ég ekki látið hjá liða að nefna stórgóðan gitarleik Þórðar Árnasonar. Einar Vilberg er góður söngv- ari, skýrmæltur og hefur hreina og áheyrilega rödd. Að visu finnst mér rödd hans á stundum full flöt, og mætti hann að ó- sekju reyna að túlka meira texta sina i söngnum. Um textana er það að segja, að þeir eru eins og á fyrri plöt- unni,afareinfaldir —að minum dómi stundum of einfaldir — en engu að siður margir athyglis- verðir, og verða þeir á engan hátt til að rýra gæði þessarar plötu. Starlight er einhver jafnbezta plata, sem éghef heyrt, og þær islenzku plötur, sem eiga eftir að koma út á árinu, mega vera mjög góðar, ef Starlight Einars Vilbergs á ekki að verða meðal þeirra beztu. Beztu lög: Nowhere Maybe It’s Your Faith I Love You For A Keason G.S. LP-plata vikunnar: Sarlight — Einar Vilberg B.G. og Ingibjörg — Sólskins- dagur.Steinar h.f. 005 Það sjónarmið sem gildir við ritun hl jómplötudóma er einkum það hvort tónlistin á viðkomandi plötu er slæm eða góð, og hvernig hún er sett fram og unnin. Þetta er meginreglan, en til eru undantekningar — og plata B.G. og Ingibjargar, Sól- skinsdagur, verður að flokkast undir eina slika undantekningu. Megin tilgangur með útgáfu þessarar plötu er sá, að draga upp mynd af þessari vinsælu hljómsveit, sem leikið hefur fyrir þúsundir manna á dans- leikjum árum saman. Platan á að vera eins konar minning um hljómsveitina (ef hún skyldi hverfa af sjónarsviðinu allt i einu) og sýna vinsæla islenzka danshljómsveit. Tónlistin sjálf ræðst þvi af þessum mark- miðum. Ekki svo að skilja að tónlistin sé eitthvert aukaatriði, þvi það er hún að sjálfsögðu ekki. En það er hins vegar ekki verið að reyna að vanda til hennar á annan hátt en þann að sýna góða dans- og dægurlagahljómsveit. Tilgangurinn er þvi annar, en flestra annarra platna sem hér hafa verið teknar til umfjöllun- ar — og þvi verður að hafa hann rikt i huga. Mér er engin launung á þvi, að sem „Skemmtiplata” er Sól- skinsdagur mjög góö, og kannski sú bezta sem komið hefur út hér á landi. Til viðmið- unar höfum við t.d. vinsæla plötu frá Ingimar Eydal og hljómsveit, sem út kom um siðustu jól — og það þarf engum blöðum um það að fletta, að Sólskinsdagur ber höfuð og herðar yfir þá plötu. Það þarf að visu ekki mikið til. Höfuðkostur Sólskinsdags er sá, að lögin eru flest öll góð — þau eru fjölbreytt og það sem kannski er mest um vert, þau éru flutt á einfaldan og smekk- legan hátt, sem hæfir dægur- lögum. Fyrir vikið er platan af- skaplega aðgengileg, það er léttur blær yfir henni, — og frumsömdu lögin sizt lakari en þau eriendu. Það heyrist að sjálfsögðu að hér eru engir atvinnuhljóm- listarmenn á ferðinni, en það kemur ekki að sök, þvi hljóm- sveitin er ekki að fást við neitt, sem er henni ofviða. Hljóðfæra- leikurinn er einfaldur, og söng- urinn er nokkuð góður, sérstak- lega sýnir Ingibjörg G. Guðmundsdóttir ágæt tilþrif i nokkrum lögum. Ólafur Guðmundsson er hins vegar mistækari. Fimm lög af ellefu eru frum- samin, en erlendu lögin eru úr ýmsum áttum, m.a. eftir Louis Armstrong, Booker T. Jones og Johnny Nash. ■ Baldur Geirmundsson (B.G.) sá um allan hljómborðsleik, Samúel J. Einarsson lék á bassa. Karl Geirmundsson og ólafur Guðmundsson léku á gitara, Ingibjörg G. Guðmunds- dóttir og Ólafur Guðmundsson sáu um söng i flestum lögunum! Til aðstoðar voru: Magnús Kjartansson, Hrólfur Gunnars- son, Ragnar' Sigur jónsson, Reynir Sigurðsson, Gunnar Egilson og Árni Elfar. Upptöku stjórnaði Magnús Kjartansson. Textar plötunnar eru margir ágætir, en þeir eru eftir B.G. og Ingibjörgu, og Jónas Friðrik. Beztu lög: Fátt um svör (Johnny Nash/ Jónas Friörik) Baldursbrá (Baldur Geir- mundsson) Leikföng (Ók. höfundur/ Jón- as Friðrik) G.S. ★ ★ + Johnny Winter — Captured Live Blue Sky — 33944/FACO SÁ þáttur i plötuútgáfu sem hvað yngstur er, er án efa út- gáfa á svokölluðum „live” plöt- um. Útgáfa á þeim hófst ekki fyrr cn fyrir u.þ.b.tiu árum og i fyrstu voru það mjög fáar hljómsveitir sem gáfu út þannig plötur, en i dag má segja að næstum hver einasta hljömsveit taki upp hljómleikaplötu ein- hvem tima á sinum ferli. í upphafi voru tæknileg gæði þessara platna frekar bágborin, en nú á timum er upptökutæknin orðin svo fullkomin, að erfitt væri að greina hljómleikaplötur frá stúdioplötum, ef ekki heyrð- ist i áheyrendum. Þær hljómsveitir sem hvað iðnastar hafa verið og eru við útgáfu á þessum plötum eru ,,hard-rokk”-hljómsveitirnar, en þær virðast kappkosta að gefa aðdáendum sinum viðs vegar um heim kost á þvi, að lifa sig inn i hljómleika með plötu. Þegar tekiðer tillit til þess, að stærsti höpur þeirra sem sækja hljómleika hjá þessum stuð- hljómsveitum, sem ég nefni svo, eruunglingar á táningaaldri, þá hljóta plötur þessar einkum að höfða til þeirra. Ein af þessum margumtöluðu hljómleikaplötum barst mér i hendur nýlega, en hún er með þeim fræga albinóa Johnny Winter og hljómsveit hans. Plata þessi er alveg eftir hljóm- leikaformúlunni, þ.e.a.s. þrumurokklög, löng gitarsóló og raunar heljarstuð út i gegn. Það sem lyftir plötunni aðeins upp er hæfni Winters á gitarinn, —- en annað er það nú ekki. Lögin á plötunni eru sex tals- ins og þar af eru tvö sem ótal sinnum hafa verið leikin á hljómleikum — nokkurs konar „klassísk” hljómleikalög. Þetta eru lögin „Bony Maronie” og „It’s All Over Now” en siðara lagið gerðu Rolling Stones frægt á sinum tima. Ekkieraðefa,aðplatan hefur og mun seljast vel erlendis, en smeykur er ég um, að hún höfði litt til islenzkra unglinga yfir- leitt, enda eiga þeir eflaust erf- itt með að lifa sig inn i hljóm- leika þar sem fæstir þeirra hafa nokkurn tima komið á slikar samkomur. Beztu lög: Bony Moronie It’s AU Over Now SþS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.