Tíminn - 04.04.1976, Qupperneq 32

Tíminn - 04.04.1976, Qupperneq 32
32 TÍMINN Sunnudagur 4. apríl 1976. Þessir svertingjar hafa vafalaust verið lengur mannætur, af þvi að skógurinn er mjög fá- tækur af lostætum veiði- dýrum. Innfæddir svert- ingjar hafa heldur engin húsdýr á þessum slóð- um, nema þá helzt svin, og af alifuglum aðeins hænsni. Þeir lifa mest á fiski, banönum, mafs og ýmsum rótarhýðum. Kjöt bragða þeir mjög sjaldan og þá helzt rottukjöt, sem þeir reykja og salta. Þar sem þessir negrakynþættir hafa alllengi verið undir belgiskri og franskri stjórn, þá má svo segja, að mannát þekkist nú ekki, en talið er, að slikt komi þó fyrir á mjög af- skekktum stöðum. Þetta kemur ekki eingöngu af kjötvöntun, heldur einn- ig af þeirri hjátrú, að sá, sem éti t.d. hvitan mann, öðlist nokkuð af gáfum hans og hreysti. Sama hjátrúin er að einhverju leyti undir- staðan að merkilegum siðum, sem enn eiga sér stað, er menn sverjast þar i fóstbræðralag, en það er enn mjög algengt meðal villimanna i Kongolöndum. Þeir, sem ætla að sverjast i fóstbræðralag, opna hver öðrum æð á hand- leggnum. Siðan beygja þeir sig og sjúga hvers annars blóð. Talið er, að þarna blandist saman villimannlegur blóð- þorsti, heit vinátta og trú á dulin öfl eða töfra. Að öllu samanlögðu sáu þau systkinin margt merkilegt i þessari ferð með fljótabátnum, þótt þeim fyndist ferðin fyrst tilbreytingalitil, en ekki var hægt að segja, að allt sem þau sáu, væri skemmtilegt eða aðlað- andi. Margt var svo sóðalegt og villimann- legt, að Berit sneri sér oft undan með hryllingi. Hér voru þau meðal þeirra ættstofna svert- ingja, er einna lægst standa að menningu og að sumu leyti lifðu enn i dýrslegri fáfræði. Það mátti þvi ekki gera háar kröfur til framkomu og hreinlætis. Þau systkinin héldu sig oftast á skipsf jöl. Oft var hitinn þar ekki eins óþolandi eins og inni á sjóðheitum götum þorp- anna. Alltaf var þó hræðilega heitt. Hér voru þau lika alveg á miðbaug, og þarna er meðalhiti ársins aldrei undir 27 gr. á Celsius. I fljótu bragði finnst þetta ef til vill ekki svo hræði- legt, þar sem það kemur t.d. oft fyrir á Norður- löndum, að hitinn verður meiri en þetta. En þegar þess er gætt, að loftið er rakt og hitinn stöðugur og jafn, þá þarf engan að undra, þótt þessi gróðurhúsahiti sé ó- þægilegur og geri mann slappan. Verstar eru þó næturnar. Jafnvel þótt systkinin lægju nakin undir flugnanetinu á nóttunni, áttu þau mjög bágt með að sofa. Þessi stöðugi lognhiti gerði það að verkum, að þau lágu stöðugt i svitabaði, eins og þau væru með bullandi sótthita. Þau voru alltaf þyrst og drukku stöðugt soðið vatn. Songo gætti þess að hafa alltaf til nóg af soðnu vatni, en ósoðið vatn máttu þau ekki bragða, þvi að það var fuilt af sóttkveikjum. Nú skildi Árni það, sem hann hafði svo oft heyrt talað um áður, að Evrópumenn yrðu svo drykkfelldir i hitabeltis- löndunum og féllu i val- inn á unga aldri. Fyrst byrjuðu þeir að drekka létt vin, til að svala þessum hroðalega þorsta, en svo misstu þeir stjórn á sér og yrðu drykkjumenn. Þau syst- kinin drukku aðeins vatn. Songo þjáðist ekk- ert af hitanum. Hann hafði vanizt þessu frá fæðingu, en hann skildi, hve systkinunum leið illa og reyndi að hlynna sem bezt að þeim. Songo gleymdi heldur ekki Vic, sem þjáðist lika af hit- anum. Annars var hund- urinn þeim til mikillar ánægju. Hann sýndi svo undraverða vitsmuni og hændist alltaf meira og meira að þeim systkin- unum og elti þau hvert sem þau fóru og missti aldrei sjónar af þeim. Þegar þau höfðu verið 10 daga á ferðinni i fljótabátnum, lagðist báturinn að bryggju i Basoko. Þetta er litið þorp, sem liggur við Kongo, þar sem þveráin Aruwimi fellur i fljótið. Vegna vélbilunar varð báturinn að liggja þarna yfir nóttina. Það var að liðnu há- degi, að báturinn lagðist við bryggju i Basoko. Nú á timum er Basoki all- stór verzlunarstaður, og Núerkomið að að söluverðmœti um 20 millj. kr. Nú má enginn gleyma að endurnýja. Söluverð á lausum miðum kr. 4.200 Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um Afríku þar á meðal annars myndarleg kaþólsk trú- boðsstöð. En þegar Árni og Berit komu þar, var þetta bara smáþorp, og bar þar mest á litlum negrakofum. Börnin höfðu ekkert komið i land allan daginn, og er þau heyrðu, að stanzað yrði allt kvöldið og nótt- ina, þá stigu þau á land. Þeim fannst það þægi- legra að hreyfa sig á landi öðru hverju, enda varð hitinn aðeins minni er leið á daginn. Vic fylgdist með þeim, eins og hann var vanur, en Songo varð eftir á skip- inu. Hann hafði alveg gleymt sér i tafli við fé- laga sina. 4. Rétt þegar þau Árni og Berit komu upp fyrir bryggjuna, sáu þau breiðan, troðinn stig eða götu, sem lá inn i skóg- inn. Þau röltu inn á stig- inn hugsunarlaust. Þau höfðu ekki gengið lengi, er þau rákust á hóp af smáöpum, sem nefnast „silkiapar”. Þeir urðu dauðskelkaðir og þutu upp i trén, er þeir sáu þessi einkennilegu, hvit- klæddu börn. Systkinun- um fannst, að þetta væru þeir fallegustu ap- ar, sem þau hefðu nokk- urn tima séð. Þeir höfðu langt, ljósleitt fax, sem skipti sér fallega og féll niður með hálsinum báðum megin. Andlitið var eins og i hvitum ramma, þvi að þéttsett, silkimjúkt hár myndaði kraga i kringum andlit- ið. Þetta fór svo snyrti- lega, að það var eins og apakrilin hefðu komið beint af hárgreiðslu- stofu. Berit gleymdi sér al- veg, þegar hún sá þessa fallegu, skritnu apa- ketti. Hún þaut á eftir þeim inn i skóginn. Hve lengi þau voru i þessum eltingaleik, höfðu þau ekki hugmynd um. í æs- ingnum höfðu þau gleymt öllu, þar á meðal skipinu og stignum. Þau tóku heldur ekki eftir þvi, að sólin lækkaði á lofti, en hér i hitabeltinu er ekkert til, sem kalla mætti rökkur. Myrkrið skellur yfir allt i einu. Þessu höfðu systkinin lika gleymt. Nú fór gamanið að grána. í elt- ingaleiknum höfðu þau tapað götunni, og það, sem verra var, þau vissu ekkert i hvaða átt stigurinn var. En það er enginn leikur, að fara villur vega i frumskóg- um Afriku. Lengi löbbuðu syst- kinin fram og aftur i skóginum, hálf utan við sig af hræðslu. Eins og oft kemur fyrir þegar tveir menn villast, þá hélt hvort um sig, að hitt væri á rangri leið, og þrættu þau mjög um þetta. Vafalaust voru liðnir nokkrir klukku- timar, og þau voru bæði orðin þreytt og ergileg, en þá kom Berit auga á bjarma af báli i skógin- um. Þau ákváðu að ganga að bálinu. Ef til vill hittu þau þar ein- hvern, sem gæti visað þeim leið til þorpsins. Þegar þau nálguðust bálið, sáu þau, að vist sátu menn við bálið, en þeir voru ekki likir nein- um öðrum svertingjum, sem þau höfðu séð. Þeir voru allir svo litlir, að þeir voru eins og hálf- vaxin börn. „Þetta hljóta að vera dvergar,” hvislaði Árni. Það var lika rétt til get- ið. Hér og þar i frum- skógum Kongolanda lifa i smáflokkum dökkar dvergþjóðir. Margir vis- indamenn álita, að þetta séu leifar af fyrstu frumbyggjum jarðar. Þetta fólk er mjög smá- vaxið. Konur verða sjaldan meira en 120 cm á hæð og karlmenn 130 cm. Það eru einkum fæt- iirnir, sem eru stuttir. Eru þeir hlutfallslega mikiu sty ttri en á venju- legu fólki. Þessir dverg- ar eru að öðru leyti vel vaxnir og ekki óliðlegir. Þeir eru mjög tor- tryggnir og varir um sig, og það er þess vegna mjög sjaldgæft, að menn komist i tæri við þá og geti kynnt sér lifnaðar- hætti þeirra. Þeir eru einkennilegir að þvi leyti, að allur likaminn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.