Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 37

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 37
Sunnudagur 4. april 1976. TÍMINN 37 Lesendur segja: Um villimennsku vín- nautnar Fyrir nokkrum mánuðum lét ég undrun mina i liós yfir þvi að hópur manna, er eytt hafði 40 milljónum i innréttingu vinsölu- húss, lét birta myndir af sér i blöðunum, eins og um þjóð- þrifaframkvæmd hefði verið að ræða, til hagsbóta fyrir land og lýð. Þótt fyrirtæki þetta eigi ekki nema fárra mánaða starfssögu að baki, hefir það þó ásamt fleiri fyrirtækjum orðið uppvist að þvi að nota svikin mál i sam- bandi við vinsölu sina. Þá hefur það gerzt brautryðjandi hér á lándi, i þvi að sýna gó-gó dans, sem er i þvi fólginn að unglings- stelpur eru látnar hrista sig ber- læraðar á senupalli i leðurstig- vélum upp að knjám. Skemmti- atriðisem þetta var mikið iðkað á „Sex-show” — knæpum Kaup- mannahafnar fyrir nokkrum ár- um, þegar klámaldan reið þar húsum, en mun nú að mestu af- lagt þar. Danshús eitt við Snorrabraut, svonefnt Silfurtungl, hefur um áraraðir hindrað svefn ibúa við Snorrabraut og nærliggjandi götur. Eftir. áratuga baráttu hefur nú dansleikjum verið hætt þar. Eigendur eru þó ekki af baki dottnir með það að halda þar við samkomusal með vin- sölu. Eiga þar að hefjast veizlu- höld með matsölu og vinneyzlu. t tilefni af þessu birtust viðtöl með og myndir i blöðunum. Ekki þó af matborði hlöðnu kræsingum, heldur af vinsölu- kránni, svo auðséð var, hvað lögð var mest áherzla á.(Var ekki um vinauglýsingu að ræða?) En það sem mesta undr- un vakti við þessa mynda- sýningu var, að ráðuneytisstjóri úr stjórnarráði íslands breiddi þarna úr sér. Og myndi faðir hans, hinn mæti bindindis- frömuður og sálmaskáld, ekki láta sér rótt, ef hann vissi son sinn bakhjarl slikrar starfsemi. Þá hefur veitingastaðurinn Oðal fengið vinsöluleyfi, samanber myndir þar af i blöðum. Maður undrast fús- leika borgarráðs að mæla með vinveitingaleyfum til Péturs og Páls, sem hlýtur að leiða til slysa og ólifnaðar i borginni, auk misnotkunar fjármuna. Á sama tima og borgarráð neitar kaupfélagi borgarbúa um að opna vörumarkað i útjaðri byggðarinnar i Kleppsholtinu. Mesta vandamálið hjá þeim, sem eru að opna nýjar vinsölur, virðist vera að fá góð og glæsi- leg nöfn á starfsemina, og er gjarna heitið verðlaunum fyrir fin og aðlaðandi nöfn. Upp úr aldamótunum var að- eins ein vinsölukrá i kjallara i miðbænum, og var hún um áraraðir af almenningi nefnd „Svinastian,” og þótti bera nafn með rentu. Og enn eru allar þessar vinstúkur, sem nú bera þessi glæsilegu nöfn, ekkert annað en svinastiur. Ollum (nema eigendum) til skaða og skammar og þjóðfélaginu til bölvunar i öllum sinum hörmu- legu myndum. Góðtemplarareglan virðist alveg dauð: þaðan heyrist ei neitt, nema kannski auglýsing um „Bingó”. Aldrei fundir eða fyrirlestrar til baráttu fyrir bættum háttum i áfengismál- um. S.S. Okkur barst lítið Ijóðabréf.... Um sjötiu ára reisu islenzkra Stefndi djarfur djúpið á dreki, löðri þveginn. Fyrir stafni i ljóma lá landið „hinumegin.” Skýrum rökum reyndir men.n . renndu fleyi um sæinn Róiö var og siglt i senn svo gekk allt i haginn. sálarrannsóknamanna Liða árin. — Löng er bið, lengra þó til stranda. Benjar veitir breiðmynnt lið bókstafstrúarfjanda. Drauga verður dróttu meint, daprast handa styrkur. Ilafið ávinnst hægt og seint, höfnin týnd i myrkur. Móti stormi mjög var beitt, margur veginn orðum, bókstafstrú ineð anda eytt, unninn sigur forðum. Rökin ára brostin breið, baksar eftir skutur. Gutlar undir skekktri skeiö skáldfiflanna hlutur. BK TIMA- spurningin — Viltu láta lögleiöa notkun bílbelta? Ililmar Svavarsson verzlunarmaður: — Mér finnst þaðsvolitið tvirætt. Þaö hafa hlotizt mörg slys af notkun bilbeltanna beinlinis. Það ætti þó að lögleiða notkun þeirra úti á þjóðvegum landsins. Brynjar Eymundsson matsveinn: — Já, ég held það. Ingólfur Björgvinsson rafverktaki: — Nei, það vil ég ekki. Það er takmarkað og vafasamt öryggi að notkun þeirra. Kristin Valtýsdóttir húsmóðir: — Endilega. llerdis Svavarsdóttir hjúkrunarkona: Já, endilega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.