Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 4. apríl 1976. Upprifjun um verkfallsvikur 1 verkfallinu i vetur gekk margt úr skorðum, og það var ófátt, sem þá fór forgörðum. Fyrst og fremst misstu tugþúsundir manna tekjur sinar um skeið. 1 öðru lagi féllu loðnuveiðarnar niður. t þriðja lagi var þorri skipa, sem aðrar veiðar stund- uðu, bundinn i höfn samtimis og Englendingar og aðrir útlending- ar voru á miðunum. I fjórða lagi fékk fólk i bæjum og kaupstöðum ekki sjálfsögðustu neyzluvöru sina, mjólkina, heldur varð að hella henni niður eöa geyma hana til stórskemmda. Margt var að sjálfsögðu um þetta rætt i blöðum og öðrum fjöl- miðlum, og á málin litiö frá ýms- um sjónarhomum eins og gengur og sjálfsagt er. En af hálfu þeirra, sem lögöu orð i belg af sjálfsdáðum i svonefndum les- endabréfum, var þó ekki mest rætt um þessiatriði, sem óneitan- lega voru þó allveigamikil, heldur það, sem ekki hefur verið enn drepið á: Lokun áfengisbúðanna i landinu á meðan á verkfallinu stóð. Og það, sem sérkennilegast var:Fleslum þessaia manna virðisl þykja það voðinn mesti, að þeir skyldu ekki geta fengíð sitt dag- lega brennivin. Þetta fólk fáraðist ekki yfir mjólkurleysi, þvi óx ekki i augum atvinnutap fólks né gjaldeyristap þjóðarinnar — það mátti aftur á móti ekki vatni halda vegna þess, að það náði ekki i nóg áfengi. Það var verið að hafa vit fyrir þvi (þó kannski ekki vanþörf á), það var verið að skerða mannréttindi þess, það var verið að setja þvi stólinn fyrir dyrnar og banna þvi að velja og hafna. Og þar fram eftir götunum, eftir þvi sem hverjum einum hugkvæmdist að útmála gerræðið, sem átti að vera haft i frammi. Skylt er þö að geta þess, að til voru þeir, sem viti bornari voru ogábyrgari iorðum sinum og við- horfum. Það birtust lika nokkur bréf, þar sem dómsmálaráðherra var þökkuð sú framtakssemi að loka áfengisbúðunum og firra þannig þeim vandræðum, sem af þvi gátu hlotizt, að drykkjuskap- ur magnaöist þessar verkfalls- vikur, og veiklynt fólk kastaði siðustu skildingum sinum á glæ. Grátkonur Bakkusar Liklegt er, að það hafi verið há- vær og framhleypinn minnihluti, sem talaði af mestri vandlætingu um lokun áfengisbúðanna. Ef til vill hafa þeir, sem sjálfir misstu spón úr aski sinum við þessa ákvörðun, átt þar meiri hlut að máli, en fram kom opinberlega. Það er óhugsandi, að fólk al- mennt hafi haft af þvi mestar á- hyggjur, þótt ofurlitið lát yrði á á- fengisstraumnum i bili. Ótal margt annað hlýtur að liggja þeim þyngra á hjarta, sem ekki eru beinlinis skyni skroppnir angurgapar, svo sem landhelgis- deilan, ástand fiskstofnanna við landið, gjaldeyrishallinn, verð- bólgan, skuldasöfnunin erlendis, afbrotatiðnin og stórglæpirnir og margt fleira, sem riöur húsum okkar. Og þar á meðal hemjulaus drykkjuskapur óeðlilega margra manna. Þessa grátkonuklökkva gætir þó einkennilega viða, þegar á- fengið á i hlut, og er dæmi þess, aö i blaöi einu var nú i siðustu viku sérstaklega fjallað um það, hve miklu fleiri klukkustundir Dagsbrúnarverkamaður þyrfti til þess að vinna fyrir einni brenni- vinsflösku heldur en verið hefur siðasta áratug vegna siðustu hækkunar á áfengi. Það er mál út af fyrir sig að Dagsbrúnarverka- menn, eða kaup þeirra, skuli sér- staklega valið til viðmiöunar, en einkum sýnist, að aðrar hækkan- ir, sem snerta raunverulegar nauðsynjar fólks, hefðu verið nærtækari, er farið var að bera saman timakaup fólks og verð- lag. En þarna var áfengi tekið fram yfir strætisvagnagjöld, hitaveitugjöld, rafmagnsgjöld og margt annað, þótt flestir nema áttavilltir menn hljóti að telja það sjálfsagt og eðlilegt, að fyrr sé hækkað verð áfengis og tóbaks, þegar óhjákvæmilegt er að afla aukins fjár i opinbera sjóði, held- ur en flestra hluta annarra. Slysalaus borg Þegar dómsmálaráðherra tók fyrir áfengissölu i verkfallinu, varö sú nýlunda i Reykjavik, að lögreglan varð hér um bil at- vinnulaus um kvöld og nætur. Drykkjuskapur hjaðnaði og hvarf siðan, þegar þrotnar voru þær á- fengisbirgðir, sem vinveitingahús og einstaklingar höfðu átt. Það varð hljótt og friðsamlegt á göt- um, einnig þar sem öldur risa annars æðihátt, oft og iðulega. Engar sögulegar róstur urðu á heimilum borgarbúa. Hvergi fór sögum af börnum, sem lentu á rangli á götum úti i reiðuleysi vegna ósjálfræðis foreldra, eða höfðu verið skilin ein eftir i ibúð- um. Innbrot, skemmdarverk og slagsmál fórust fyrir. 1 fangels- um lögreglunnar voru tveir menn þeirrar tegundar, sem hún kallar næturgesti, þær nætur, sem þar eru að jafnaði hýstir tuttugu til tuttugu og fjórir, og svo skipti um á slysavarðstofunni, að þangað var komið með einn mann eða tvo á sama tima og annars leitar þangað hundrað manns. Hitt er ekki frásagnarvert á sama hátt og annað, að um- feröarslys urðu svo að segja eng- in, þvi að bilum stórfækkaði á götunum vegna þess, að aðeins fáir gátu orðið sér úti um bensin. Frá þessu var skýrt i fréttum i verkfallinu og fyrstu dagana eftir að þvi lauk, en litið verið um það rætt siðan, þött forvitnilegt virð- ist. Það væri að minnsta kosti ekki óeðlilegt, að blöð eyddu við- lika rymi til þess að fjalla um þetta og varið var til þess að agnúastvið þá, sem ákváðu lokun áfengisbúðanna og kveina yfir vöntun á lifselexirnum þaðan. Áfengiskaup á fjárlögum almennings Siðastliðið ár flutti Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins inn áfenga drykki fyrir tæpar 510 milljónir króna. Það er sá gjaldeyrir, sem við verðum af meö i þessu skyni. Þessi tala getur þó sveiflazt nokk- uð frá einu ári til annars, og kem- ur þar ekki aðeins til, hvort sala örvast eða dregst saman, heldur einnig hversu miklar birgðir Áfengisverzlunarinnar eru i upp- hafi árs og við árslok. Afengiskaup almennings, vin- veitingahúsa og annarra aðila, sem þar koma við sögu (og er þá að sjálfsögðu einvöröungu á£t við sölu hjá Áfengis- og tóbaksverzl- un rikisins), námu aftur á móti um 4.755 milljónum króna. Af þessu geta menn ráðið, hversu mikill tekjustofn áfengisverzlun- in er fyrir rikiö. Vitaskuld ber þess þó að gæta, að rikiö fær þessa fúlgu ekki óskerta, heldur dregst hér frá kostnaður við stjórn fyrirtækisins, rekstur búð- anna, húsnæði, innlendan áfeng- isiðnað og margt annað. Á hinn bóginn fer þvi fjarri, að hér komi fram, hversu lands- menn verja miklu fé til áfengis- kaupa. Ef leita ætti þeirrar tölu, þyrfti að bæta hér við öllu þvi, sem íslendingar drekka i utan- ferðum sinum, er sagt er, að sé drjúgur sopi, áfengi, sem utan- farar koma með inn i landið með löglegum hætti, og loks allt smyglið, sem verður að ætla, og raunar er vitað, að verið hefur Ungur maður og vel búinn, en aumlega á sig kominn, á Arnar- hóistúni á björtum sumardegi. mikið. Aftur á móti ber aö draga það frá, sem útlendingar drekka hér á landi á ferðum sinum. Engin tilraun verður gerð til þess að áætla þessar tölur hér, en aðeins staðhæft, að það er miklu meira en 4.755 milljónir króna, sem Islendingar verja til áfengis- kaupa, og þar af stórum meira en 508 milljónir króna i gjaldeyri. „Áfengis búskapur" íslendinga Nú er mikil tízka, að fræðimenn og námsmenn á vísindabraut geri alls kyns „úttektir” og „kannan- ir” — leitist við að rannsaka margvisleg þjóðlifsbyrirbæri nið- ur i kjölinn og semja um slíkt skýrslur, þar sem niðurstöður þess háttar rannsókna eru dregn- ar fram eins skýrt og efni standa til. Þar hefur verið fjallað um margt, sem léttvægara er en ,,á- fengisbúskapur” Islendinga. Sízt hæfir að hafa uppi spár um það, hvað slik rannsókn kynni að leiða i ljós, þó að allir geti séð i hendi sinni, að hallinn á þeim bú- skap er hrikalegur, ef horft er á málið frá sjónarmiði þjóðfélags- ins, þvi að áfengi gefur ekki öðr- um arð, sem tölum verði talinn, en áfengisframleiðendum. öllu forvitnilegri yrði niðurstaðan, ef reynt væri að gera upp þann reikning, hvað rikissjóður á eftir af hagnaði af áfengisverzluninni, þegar greiddur hefur veriö sá til- kostnaður, sem af áfengisneyzl- unni flýtur. Áfengistekjur og áfengisútgjöld ríkisins Inn i slikt dæmi myndi margt dragast. Efst á blaði er sjálft manntjónið, sem verður á ýmsan hátt. Þar sem áfengisneyzla er mikil og almenn, og fólk byrjar drykkjuskap ungt að árum, verða jafnan margir drykkjusjúklingar, og enn fleiri ramba á barmi þess einhvern hluta ævinnar. Afarfjöl- mennur hópur fórnar drykkjunni og timburmönnunum orku, tima og afkomuvonum. Þessu fylgir vanrækt uppeldi barna og bág- borin handleiðsla unglinga, er iðulega dregur þann dilk á eftir sér, að einnig þau verða ógæfu að bráö, buguð af óreiöu, heimilis- erjum og upplausn. Þekktur og mikils metinn læknir hefur látið uppi þá skoðun, að i annarri hverri fjölskyldu, eða jafnvel i öðru hveiju húsi i Reykjavik, sé viö einhver áfengisvandamál að striða. í kjölfar mikillar áfengisneyzlu kemur svo það, að margir stiga næsta óheillaskrefið og gerast eit- urlyfjaneytendur. Yfirgnæfandi meirihluti afbrota er tengdur þessu tvennu, áfengi eöa eitur- lyfjum, og flest framin undir á- hrifum annars tveggja. Við lang- flesta stórglæpi, svo sem manns- morð, kemur þetta einnig við sögu á einn eða annan hátt, og er oftast orsakavaldurinn. Mikill fjöldi slysa á sér sama upphaf, þar á meðal fjölmörg banaslys — miklu fleiri en uppi er látið i frá- sögnum af þeim, þegar þau ger- ast. Loks bætast hér við sjálfs- morð, framin i vimu eða vonleysi af fólki, sem finnst myrkur og til- gangsleysi umlykja sig. Þetta er náttúrlega ekki auð- færtá rikisreikning til útgjalda á móti hagnaði af áfengissölu. En eitthvað af afleiðingum ætti þó að vera unnt að meta til fjár. Fyrst og sjálfsagðast er þar að nefna kostnað við drykkjumanna- hæli ýmissa gerða og heilbrigðis- þjónustu vegna drykkjusýki og eiturlyfjaneyzlu. 1 öðru lagi er svo sjúkrahúskostnaður og lækn- ishjálp vegna ölvunarslysa. I þriðja lagi er kostnaðarauki við löggæzlu, dómsstörf og fangelsi vegna mikillar tiðni afbrota og slysa. 1 fjórða lagi má nefna kostnað við sálgæzlu, félagsráð- gjöf, uppeldisstofnanir og sam- hjálp ýmisskonar og tryggingar, sem beint eða óbeint á rætur sinar að rekja til ógætilegrar meðferð- ar á áfengi. 1 fimmta lagi verður rikið sjálft, og rikisstofnanir fyrir tapi, trúlega i ýmsum myndum, þegar veruleg brögð eru að á- fengisneyzlu meðal þess fólks, sem þar vinnur. Tiðast kemur það sjálfsagt fram I töpuðum vinnustundum og lélegum afköst- um, en það getur einnig birzti van stjóm stofnana og deilda, seinkun á úrlausn aðkallandi mála, mis- tökum i umfjöllun verkefna og verðmætatapi i framhaldi af þvi. Þetta er ekki tæmandi upptaln- ing, og enn hefur ekki verið drep- ið á langmesta tjónið, sem drykkjuskapurinn i landinu veld- ur rikissjóði og öðrum opinberum sjóðum, I peningum talið. Það er sá missir tekna i formi skatta, tolla og útsvara og þess konar framlaga, er þessir aðilar verða fyrir. Drykkjusjúklingar, af- brotamennirnir og margt af slas- aða fólkinu er úr leik að meira eða minna leyti um langan eða skamman tima ævi sinnar, svo að þeir séu ekki nefndir, er deyja fyrir aldur fram. Ef allt væri með eðlilegum hætti, myndi það af þessu fólki, sem ennars er heilt andlegrar og likamlegrar heilsu að öðru leyti, greiða sin gjöld til jafns við aðra, i stað þess að vera þjóðfélagslegur baggi. Og enn eitt: Hversu mikils fara rikissjóður og sveitarsjóðir á mis vegna glataðra vinnudaga og vinnustunda og slakra afkasta þeirra, sem skvetta sér upp sem kallað er, en veröa þó ekki til drykkjusjúklinga taldir? Og hve mörg fyrirtæki verða fyrir meiri eða minni áföllum af þessum sök- um, jafnvel svo að bitni á greiðslugetu þeirra? Umhugsunarefni reifað Hérhefur ekki neitt verið brotið til mergjar, heldur hefur eitt af vandamálum þjóðfélagsins verið reifað — fólki fengið umhugsun- arefni. Allir vita, hve rikið er háð sölu- tekjunum frá Afengis- og tóbaks- verclun rikisins, og allir vita lika, hvilikan usla áfengisneyzlan ger- ir meöal okkar. Þar er ekki með neitt i grafgötur að fara. Þarna risa tvær staðreyndir hver gegn annarri, og hin þriðja er sú, að tæpast myndum viö nú geta endurvakið betra mannlif með lagaboöi, þótt fært þætti að fórna áfengistekjum rikisins, til dæmis i ljósi þess, að þær ætu sig upp — og jafnvel meira en það. Til þess risa öldur vinsins allt of hátt i kring um okkur, og allt of margir eru reiðubúnir að leita sér gróða með svo til hverju sem er þegar færi býðst. Það er þess vegna einna helzt við sjálf, hvert og eitt, er verðum að leggja sam- an i það púkk, sem heitir almenn- ingsálit, þvi til styrktar, að við til- einkum okkur lifsskoðanirog llfs- hætti, sem til farsældar horfa. Þar megum við minnast þeirra daga, er ungmennafélagshreyf- ingin var og hét með þeirri öflugu vakningu og mannbótastefnu, sem henni fylgdi, og enzt hefur mörgum,erþarmótuðust,fram á þennan dag. —JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.