Tíminn - 04.04.1976, Qupperneq 33

Tíminn - 04.04.1976, Qupperneq 33
Sunnudagur 4. apríl 1976. TÍMINN 33 er vaxinn mjúku, þéttu hári. Er það eins og dún- lag utan á skrokknum á þeim. Þessir dvergar eru bæði að vexti og gáfna- fari likari börnum en fullorðnum mönnum, alltaf I skapi til að dansa, syngja og skemmta sér. Fatnaður- inn er ekki annar en dá- litill bútur af þunnum trjáberki, sem er látinn mynda ofurlitla mittis- skýlu — og bundinn fast- ur með bastþráðum. Þegar þessi „föt” slitna, er skorinn nýr snepill af trjáberki og hinum fleygt. Annað þarf ekki um fötin að hugsa. Þess- ar dvergþjóðir hafa enga fasta bústaði, en fara viða um frumskóg- ana. Þeir eiga næstum ekkert til að flytja með sér, og er þeim þvi létt um flutninginn. Á einum degi geta þeir reist heilt þorp frá grunni i fögru skógarrjóðri. Kofana byggja þeir þannig, að þeir taka örmjóar trjágrein- ar, að útliti likar laxa- stöngum, stinga gildari endanum niður i jörð- ina og mynda þannig þéttan hring, eins stóran og kofinn skal verða og beýgja svo greinarnar saman i toppinn. Þeir þekja svo þetta með trjáblöðum og hafa aðeins litið op til að skriða inn um, og þar með er húsið tilbúið. Strax og Árni og Berit komu svo nærri, að birt- an frá bálinu féll á þau, þutu dvergarnir upp og gripu boga sina. Þeir urðu fyrst bæði undrandi og óttaslegnir, en röðuðu sér þó strax til varnar. Boginn - er lifhættulegt vopn i höndum þessara dverga, einkum þó af þvi að oddur örvarinnar er venjulega eitraður, svo að litil rispa getur valdið dauða. Og þótt þessir dvergar séu svona smávaxnir, þá eru allir svertingjar á þessum slóðum dauð- hræddir við þá. Þegar dvergarnir sáu, að þetta voru aðeins tvö hvitklædd, vopnlaus börn, urðu þeir strax ró- legri, en jafnframt mjög nærgöngulir. Þeir þyrptust i kringum þau, lyktuðu af þeim og þreif- uðu á þeim, eins og þeir væru að athuga sjaldgæf dýr. Ekkert orð skildu þeir, hvorki i ensku eða frönsku. Þau systkinin fengu strax hálfgerðan viðbjóð á þeim. Þeir voru allir „tattoverað- ir” með einhverjum kynjamyndum og hræði- lega sóðalegir. En verst af öllu þótti þeim þó, hve lyktin af þeim var vond. Hún var eins og verst getur orðið af gamalli, þrárri feiti. Þegar þeir urðu enn nærgöngulli, reyndu systkinin að ýta þeim varlega frá sér, en það var ekki til neins. Dvergarnir urðu þá enn frekari og þyrptust allt- af utan um þau fleiri og fleiri. Það leit ekki út fyrir, að þeir vildu gera þeim neitt illt, en þeir vildu bara allir fá að sjá og þreifa á þessum hvitu mannabörnum, sem komu svona óvænt út úr frumskóginum. Einn af dvergunum virtist finni og hærra settur en hinir. Liklega foringi flokksins, hugs- aði Árni. Auk boga og örva bar hann lika bit- urt, bogið sverð. Það var svo langt, að oddur þess dróst með jörðinni, þegar þessi labbakútur hreyfði sig. Á höfðinu hafði foringinn háan hatt, haglega fléttaðan úr pálmablöðum. Hatt- urinn var ekki ólikur gömlum floshatti. Framan á hattinn var festur stifur hárbrúskur úr filshala, sem stóð upp i loftið. Til allrar óhamingju gerðist höfðinginn nú ærið nærgöngull, eink- um við Berit. Hann þuklaði á henni og þef- aði af henni og sneri henni i kringum sig. En þegar hann lyfti upp kjólnum og fór að at- huga undirfötin hennar, var Árna nóg boðið. Hann rétti foringjanum vel útilátið hnefahögg undir hökuna og dró ekki af, en höfðinginn hneig til jarðar eins og stein- dauður. En þá kom nú hreyf- ing á hópinn! Dvergarn- ir, sem áður virtust svo vingjarnlegir, urðu nú alveg trylltir. Þeir öskr- uðu og æptu eins og villi- menn gera. Árni sá það strax, að liklega hefði hann ekki farið hyggi- lega að ráði sinu, að fara svona með höfð- ingjann. En nú gafst ekld timi til umhugsun- ar. Til allrar hamingju skutu dvergarnir ekki á þau, en þeir réðust á þau margir i einu og gátu fyrst snúið Berit niður eftir harða vörn, og að lokum hneig Árni lika til jarðar, hálf meðvitund- arlaus, eftir högg og misþyrmingar. fAIASKÁFAft Skrífborðs- sett allar stærðir Svefnbekkir Toddy- sófasettin Sn'L-HÚSGÖGN AUÐBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600 GLUGGA- OG HURÐAÞETTINGAR med" innfræstum ÞÉTTILISTUM GUNNLAUGUR MAGNÚSSON (Dag- og kvöldsimi). húsasmidam. SIMI 165 59 Nolad/r VARAHLUTIR varahlutir i flestar gerðir eldri bila t.d. Land/Rover, Peugot, Rambler, Rússajeppa, Chevrolet, Volkswagen station. Höfðatúni 10 ■ Simi 1-13-97 BÍLA- PARTASALAN Opið frá 9-6.30 alla virka daga og 9-3 laugardaga Pétur Sigurösson forstjóri Landheigisgæzlunnar segir: ,,Ég hef átt Trabant bifreið frá 1967 og aðra frá 1974. ||||| Jk Að mínu áliti er Trabant ein bezta smábifreið, sem ég hef ekið." Vorum að fó sendingu af Trabant-bifreiðum VERÐ KR Innifalið í verði: 525.000 Ry&v örn og frdgangur Verð til öryrkja: Fólksbifreið kr. 364.000. Lán kr. 150.000. Útborgun kr. 214.000. TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, símar 84510 og 84510

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.