Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. april 1976. TÍMINN 7 Nýlega kom til umræðu i Alþingi þingsályktunartillaga, er ég flutti ásamt Gunnlaugi Finnssyni, um hönnun bygginga á vegum rikisins. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórn að láta athuga hvort ekki væri hagkvæmt að koma á fót teiknistofu rikisins. Teiknistofu þessari yrði falin hönnun bygg- inga á vegum rikisins, svo sem sjúkrahús, skólamannvirkja, iþróttamannvirkja og hvers konar annarra þeirra mann- virkja er rikið kostar að miklum hluta.” Þar sem greinargerð með til- lögunni hefur áður birzt i Timanum tel ég ekki ástæðu til að birta hana aftur, en leyfi mér þess i stað að vitna til fram- söguræðu minnar, þegar málið var rætt i sameinuðu þingi. Óeðlilega hár hönnunarkostnaður ,,Ég hy gg að ekki sé ofmælt að flestir þeir aðilar, sem nú i haust sóttu til fjárveitinga- valdsins um fyrirgreiðslu vegna byggingar skólamannvirkja, heilsugæzlustöðva og sjúkra- húsa, hafi talið sig þurfa hærri upphæð en unnt var að úthluta þeim af þvi fjármagni sem til skipta var. Byggingarkostnað- urinn er orðinn mjög hár. Flest- ar þessar framkvæmdir eru mjög aðkallandi. Ég hef athug- að nokkrar af þeim kostnaðar- áætlunum sem gerðar hafa ver- ið um þessar framkvæmdir. Sumar þeirra eru hóflegar, en aðrar ekki. Athygli vekur hve hönnunarkostnaður virðist oft vera geysilega hár. 6-7 1/2% af heildarkostnaði verka. Ég fæ ekki skilið að ekki sé unnt að lækka þennan lið að einhverju marki. Þegar gjaldskrá hönnunar er ákvörðuð sem hundraðshluti af heildarkostnaði og stærð verks, svo sem er um gjaldskrá Arki- tektafélagsins, vaknar sú spurning hvort ætið sé gætt fyllstu hagsýni við gerð mann- virkja, bæði hvað varðar stærð, byggingarlag og útlit. Ég hygg að öllum sé okkur ljóst að svo hefur ekki ætið verið. Auðvitað er notagildi bygginga sá þáttur sem fyrst og fremst þarf að hafa i huga. Byggingin er reist til að gegna ákveðnu notkunarhlutverki. Að sjálfsögðu ber að kappkosta fallegt útlit, vistlega skipan og traust byggingarlag. Þetta þarf allt að fara saman til að mann- virkið heppnist og skapi ánægjulega aðstöðu þeim sem þar eiga að lifa og starfa. Hins vegar er það röng stefna, sem þvi miður hefur i einstökum tilfellum orðið ráðandi, að þessi atriði hafa sum þokazt i skugg- ann og arkitektar farið að teikna risavaxin og rándýr minnismerki um sjálfa sig upp á hundruð milljóna, og þótt þeir eigi e.t.v. margt gott skilið, þá reisa þeir sveitarfélögum og þjóðfélaginu öllu með þessu hurðarás um öxl. Listaverk þurfum við að eiga. Okkar ágætu listrænu og frumlegu arkitektar eiga að sjálfsögðu að hafa tækifæri til þess að beita náðargáfum sinum. En þaðmá ekki ganga út i öfgar, þeir verða likaaðhafa þaðhugfastað þjóö- félagið hefur ekki ótakmörkuð fjárráð. Það gefur einnig auga leið að nokkur fjárhagsleg freisting kann það að vera, ef arkitekt áað teikna stórt, marg- brotið og dýrt, þegar gjaldskrá er þannig háttað sem hér er. Ég vil leyfa mér að lesa stuttan kafla úr gjaldskrá Arki- tektafélagsins, sem ég hef undir höndum. Á bls. 7 i kafla IV, 3. gr. segir: „011 störf að viðbyggingum og stækkun húsa, þar sem ekki er hróflað til muna við burðarhlut- um hússins, skulu greidd Páll Pétursson alþingismaður: Teiknistofa ríkisins samkv. þeim flokki, sem húsið telst til, að viðbættu 15% álagi. — 4. gr. Þóknun skiptist eftir starfsframlagi sem hér segir: Undirbúningur 5%, frumdrög 5%, forteikningar 10%, aðal- teikningar 15%, verkteikningar 50%, verklýsing og viðmiðunar- áætlun 10%, lokaúttekt 5%.” Svo kemur um gjalddaga þóknunar að sé ekki gert um það sérstakt samkomulag, hvenær greiðslur skuli fara fram, falla þær i gjalddaga eftir þvi sem verki miðar. Eftirfarandi skipt- ing skal höfð til hliðsjónar: Að lokinni aðalteikningu 35%, að lokinni byggingarteikningu 25%, að lokinni innréttingar- teikningu 20%, meðan á verki stendur 15%, að verki loknu 5%. Svo kemur rúsinan I pylsu- endanum: „Þegar veikkaupi innir af hendi innborganir fyrir verkefni, sem taka meira en tvö ár, án afmörkunar fyrir hvað greitt er, frumdrög, for- teikningar, athuganir, og hann óskar ekki uppgjörs milli stiga skal miða þóknun við verðlag I lok verkefnis, þannig að allar innborganir séu færðar til þess verðlags.” Ég endurtek: „skal miða þóknun við verðlag i lok verkefnis, þannig að allar inborganir séu færðar til þess verðlags.” Þetta getur nú verið dálitið athugavert ákvæði i veröbólguþjóðfélagi eins og við búum við. Hér lýkur tilvitnun- inni i þessa gjaldskrá. Dæmi um Grímsey og Hrísey Heilbr. og trmrn. hefur ráðið sér lækni sem hefur það starf með höndum að fylgjast með skipulagningu og undir- búningi á mannvirkjagerð á vegum rn. Ég tel að þar hafi verið farið inn á rétta braut og hugsanleg sé sú leið að ráðu- neytið hefði á sinum snærum menn sem sérhæfðu sig á sviði sjúkrahúsa og heilsugæzlu- stöðva. Reykjavikurborg hefur sérstaka starfsmenn til þess að teikna borgarspitala. Hvað varðar skólabyggingar, þá kemur i ljós að þar eru fyrir- hugaðar miklar framkvæmdir, m.a. til þess að unnt sé að fram- kvæma hina geysilegu stórhuga lagaetningu um grunnskóla. Ekki eru þessar áætlanir fullmótaðar enn þá og ýmislegt þar i lausu lofti, t.d. um hlutfall iþróttarýmis i almennu skóla- rými, og fram hafa verið settar till. mjög fjarri raunveruleikan- um. Samkv. núgildandi reglum er fþróttarými 35% af skóla- rými. Samkv. till. svokallaörar normanefndar yrði það 50%, samkv. till. Iþróttafulltrúa 78% og samkv. till. ISI 97% af al- mennu skólarými eða 96958 fer- metrar. Til fróðleiks vil ég geta þess, að i till. ÍSl er gert ráö fyrir iþróttahúsi i Grimsey, flatarmál salar á þar að vera 14x27 metrar og mundi það að likindum kosta 75 millj. Hönnunarkostnaður þess húss mundi þá að öllum likindum verða 3.5—4 millj. Ibúar i Grimsey eru 86.1 Hrisey eru 300 ibúar. 1S1 gerir ráð fyrir salar- gólffleti þar 18x33 m. Það hús gæti kostað 120 millj. Ég legg áherzlu á það, að ég tel að skapa þurfi viðunandi iþróttaaðstöðu i dreifbýlinu, ekki siður i Hrisey og Grimsey en annars staðar. En svona stórkostlegar hug- myndir hljóta að leiða til þess að flestir dreifbýlisstaðirnir fá ekk ert iþróttahús fyrr en þá seint og um siðir. Bæði riki og hvað þá sveitarfélögum er ofraun að uppfylla svona óskir. Undanfarnar vikur hafa oröið mikil blaðaskrif um byggingu iþróttahúss á Flateyri. Inn i þær umr. hafa blandast deilur um hönnunarhætti hússins og undir- búning að byggingunni og gefa þær að ýmsu leyti skýra mynd af þeim vanda sem hin fámenn- ari sveitarfélög eiga við að etja vilji þau skapa ibúum sinum viöunandi aðstöðu. Þess eru ekki mörg dæmi að stöðlun teikninga hafi verið reynd við byggingar á vegum rikisins. Flestar hafa bygging- arnar verið módelsmiði. Þó hefur verið farin þessi leið tvisvar sinnum með litlar heilsugæzlustöðvar. Þar hafa endurtekningarnar fengizt fyrir 60% af upphaflegu gjaldi. Þessi leið gæti vafalaust hentað i mjög mörgum tilfellum og ástæða væri til þess að gefa henni meiri gaum og ekki einungis hvað varðar heilsu- gæzlustöðvar, heldur einnig skóla, íþróttahús og sundlaugar sem i eðli sinu eru ekki og eiga ekki að vera flókin mannvirki. Ég vil þó taka það fram,að ég tel 60% af upphaflegu gjaldi til arkitekta einkennilega 'nátt fyrir endurnotkun. Hvað varðar byggingu emb- ættisbústaða, þá sýnist mér sjálfsagt að nota þar teikningar húsnæðismálastjórnar. A örfá- um stöðum hefur ver-ð efnt til samkeppni um teikningar. Það hefur stundum ekk.i gefið nógu góða raun, þvi miöur. Rétt er að geta þess, að ég held að reynslan hafi sýnt að lög um skipan opinberra framkvæmda þurfi endi'.rbóta við, og bremsu- nefndarfyrirkomulagið, sem er að mcrgu leyti skynsamlegt, héfur verulega annmarka, t.d. hvab varðar leyfi til byrjunar- framkvæmda. En leyfi bremsu- aefndar til að hefja fram- kvæmdir fæst ekki fyrr en allar teikningar liggja fyrir, þannig að ár eftir ár fer öll fjárveiting i teikningar. Teiknistofa ríkisins Nú kann einhver að óttast að sú stofnun, sem till. þessi hnigur að, mundi verða risa- vaxið og kostnaðarsamt bákn. Ég hygg þó að svo þyrfti ekki að fara með góðri verkstjórn og skipulagningu. Embætti húsa- meistara rikisins hefur með höndum hönnun og byggingu Landspitalans og Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Annars hefur embættið einkum með höndum viðhald og endur- bætur á eldri byggingum rikis- ins. Ég tel að vel geti komið til greina.eins og getið er um i grg. að endursk'ipuleggja þá stofnun þannig að hún gæti unnið af meiri þrótti og annað fleiri verkefnum, e.t.v. i tengslum við þá stofnun sem hér er verið að leggja til að athugað verði um að koma á fót. Ég vænti þess, að Alþ. sjái sér fært að samþykkja till. þessa og rikisstj. láti fara fram þá athug- un er till. gerir ráð fyrir. Hér er um talsverðar upphæðir að ræða, svo sem ljóst má vera ef hafðar eru i huga hugmyndir arkitekts um stækkun sjúkra- húss á Sauðárkróki. Kostnað- aráætlun um það verk var okkur þm. Norðurl. v. fengin i hendur i haust, dags. 15. nóv. 1975. Þar var hönnunarkostnaður áætlað- ur 29 millj. Ég geri ráð fyrir þvi að hönnunin á þessari viðbót við sjúkrahúsið á Sauðárkróki sé vandasamt ábyrgðarstarf og þvi eðlilegt að það sé vel launað. En jafnvel þó að hönnuður hefði tvöföld þingmannslaun, sem sjónvarpsmönnum þykja þó há, þá mætti hann eyða 10 árum i verkið.” ODYR OG GOÐUR Bráðnar vel og því hentugur til matargerðar. Byggjum upp borðum Bragðgóður á brauði, enda gerður úr Gouda og Óðalsosti. Skerið hann helst með strengskera. ost. ■Vt / (V> 1 / * ' 1. ' » » *>■. , t / 'L :»-» \ V s \ í \ ? 1 \ i ' ' i .... , ' < - tur urorku léttir lund

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.