Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 4. apríl 1976. TtMTNN 17 Togai'akaup ekki nauðsynlegasta verkefni í dag: Mun brýnna að bæta aðstöðuna i landi JG-Reykjavík. Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur sl. fimmtudag, var samþykkt að kaupa togarann Freyju RE 38, fyrir 350 milljónir króna. Af þeirri upphæð koma 30 milljónirtil útborgunar á þessu ári. Borgarfulltrúar Fram- sóknarf lokksins lögðust gegn þessum sorgar- kaupum. Töldu þeir málið illa undirbúið og meira sótt af kappi en forsjá. Kom fram í ræðu Kristjáns Benediktssonar og bókun, sem hann gerði í borgarstjórninni, að verðið á skipinu er óeðli- lega hátt miðað við kaup- verð þess i nóvember sl., er það var keypt til lands- ins. Þá stendur fyrir dyrum fjög- urra ára flokkunarviðgerð, en skipið er byggt árið 1972. Einnig benti Kristján á, að mjög brýnt væri að bæta að- stöðu BÚR i landi. Koma þyrfti upp kaldri fiskmóttöku, flytja löndun i Vesturhöfnina og láta togarana isa mun meira af aflanum i kassa en nú á sér stað. — Allt kostar þetta mikið fé, sem ég fæ ekki komið auga á, hvar tekið verður, þegar búið er að festa svo mikið fjármagn i togarakaupunum, — sagði Kristján. Þá benti hann á, að ekki ætti að vera vandi að tryggja frystihúsi BÚR, nægi- legt hráefni með samningum við útgerðarmenn um að leggja afla upp hjá fyrirtækinu. Borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins lögðu til, að ákvörðun- um um togarakaupin yrði frest- að, vegna þess að i ljós hafði komið, að málið vár ekki nægi- lega vel undirbúið. M.a. hafði útgerðarráð talið verð skipsins 9 milljón krónum lægra en tilboð seljanda bar með sér. Þá töldu borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins verð skipsins allt of hátt og þvi rétt að gera seljanda gagntilboð. Má i þvi sambandi benda á, að skipið hefur hækkað i verði um 60 milljón króna, frá þvi það var keypt til landsins i nóvember si"ðastliðnum, og að fjögurra ára flokkunarviðgerð er framundan. Bókun borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins við afgreiðslu þessa máls i borgarstjórn er svohljóðandi: „Útgerðarráð samþykkti á fundi sinum i gær að kaupa skuttogarann Freyju RE 38 á kr. 350 millj. miðað viö gengi isl. kr. gagnvart erlendum gjald- eyri hinn 1. marz s.l. Meirihluti borgarráðs hefur siðan fallizt á þessa samþykkt með þeirri breytingu, að kaup- verðið, kr. 350 millj. miðist við undirskrift samninga. Sam- þykkt borgarráðs þýðir lækkun frá samþykkt útgerðarráðs, er nemur um 9 millj. kr. vegna breytinga, sem orðið hafa á gengi i marzmánuöi. Skuttogarinn Freyja er fjög- urra ára gamalt skip, en var keypt til landsins á sl. hausti fyrir 840 þúsund sterlingspund eða 289,8 millj. kr. A þeim tíma, sem liðinn er frá kaupum togar- ans, sem gerð voru 7. nóvem- ber, eða frá 7. nóvembcr 1975 til 1. april 1976 hefur $ hækkað um 6,4% og þýzk mörk um 7,7%, en við breytingar á þessum gjald- miölum munu erlend lán, er á togaranum hvila, vera miðuð. Af þessu er augljóst að verð á togaranum 350 millj. kr. er i hæsta lagi svo sem bent er á i bókun eins útgerðarráðsmanns- Þá ber þess aö geta, að fram- undan er svo kölluö fjögurra ára skoðun. Ekkert liggur fyrir um, bvern kostnaö hún hefur i för með sér. Eðlilegt hefði verið að minum dómi að taka við skipinu að lokinni slikri flokkunarvið- gerð og þá á þvi verði, sem meirihluti borgarráðs gerði til- lögu um. Hætt er við, að umrædd togarakaup leiði til þess, að litið Þessar ráðstafanir mundu þvi strax skila arði og bæta hag út- gerðarinnar, sem vissulega er ekki vanþörf á. Vil teljum þvi, að framan- greindar framkvæmdir eigi að hafa forgang frá Bæjarútgerð- inni. Meðan engin svör fást um, hvort i þær verður ráðizt eða hvcnær, treysti ég mér ekki að greiða atkvæði með kaupum á skuttogaranum Freyju RE 38 og hef þá jafnframt i huga, aö kaupverö skipsins er að minum dómi óeðlilega hátt.” Tillagan um togarakaupin var samþykkt með þrettán atkvæð- um gegn tveimur. Kristján Benediktsson borgar- fúlltrúi fjármagn verði aflögu til þeirra mjög svo nauðsynlegu fram- kvæmda, sem gera þarf i landi til að bæta rekstur BÚR. Má i þvi sambandi vitna til skýrslu S.H. frá 22. janúar s.l. varðandi löndun og geymslu hráefnis. Helztu breytingarnar, sem gera þarf eru: 1. Koma upp kældri fiskmóttöku i Bakkaskemmu. Kostnaður við breytingar á skemmunni hefur verið áætlaður 50 millj. króna. 2. Flytja afgreiðslu togaranna i Vesturhöfnina. 3. Auka notkun fiskkassa um borð i togurunum. Þessar ráðstafanir mundu i fyrsta lagi lækka hinn óeðlilega háa löndunarkostnað, sem nú er hjá BÚR og i ööru lagi bæta hrá- cfnið og gera þar með fram- leiðslu fyrstihússins verðmeiri, en óeðlilega litill hluti fram- leiðslunnar fer nú i 1. gæðaflokk miðað við önnur frystihús i landinu. Gobusa LÁGMULI5, SlMI 81555 » • Nýtt hagstætt verð CITROÉN CITROÉN sem ekki verður endurtekið CITROÉN G,S. er sá bíll, sem hlotið hefur hvað flestar viðurkepningar fyrir útlit öryggi, aksturseiginleika og slðast en ekki slst — sparneytni, enda hefir hann verið kjörinn bíll ársins. — Verðfrá kr. 1.600 þúsund. Citroen G.S. er með framdrif, sjálfstæða vökvafjöðrun á hverju hjóli og þvl sériega hentugur I snjó og hálku. TALIÐ VIÐ SÖLUMENN OKKAR í SÍMA 81555. CITROÉN^ BÆNDUR SÚG- þurrkun Eins og undanfarin ár smíðar Landssmiðjan hina frábæru H-J2 og H-22 súgþurrkunarblásara Bldsararnir hafa hlotið einróma lof bænda fyrir afköst og endingu Sendið oss pantanir yðar sem fyrst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.