Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 29

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 29
Sunnudagur 4. april 197B, TÍMINN 29 Enginn svifur eins tignarlega og af eins miklu öryggi yfir gólfiö, og þessi litla rúmenska stúlka. t Kanada setti hún nýtt met, þeg- ar hún fékk 10 stig fyrir sex æfingar af átta. leikskólann. Og eftir ár eru ein- ungis eftir fimm. Hinar hafa brugðizt á einn eða annan hátt. Annað hvort voru taugar þeirra ekki nógu sterkar, liðamót þeirra ekki nógu liðug, eða að þær voru og stórbeinóttar. Svona svipað og Karoly slæða aðrir þjálfarar öll önnur barna- heimili i Rúmeniu i leit að væntanlegum stjörnum. Og eiginlega má segja að með þessu ræni þeir börnin bernsku sinni. Það sem við tekur, er endalaus vinna. Æfingar eru þrjá tima á dag fimm sinnum i viku. í flokki Karolys rikis heragi. Samt er hann enginn harðstjóri. Hann verður aldrei óþolinmóður eða reiður. Hann hefur nógan tima, þvi yfirleitt liða tiu ár frá þvi stúlkurnar koma i hópinn hans og þar til þær taka þátt i fyrstu alþjóðlegu keppninni sinni. En þegar hann er óánægður, strýkur hann hendinni i gegnum hárið, og þá hoppa hlýðnir nemendurnir strax aftur upp á æfingatækin og endurtaka sömu æfinguna tiu, tuttugu, eða þrjá- tiu sinnum, þar til hann kink- ar kolli ánægður á svip. — Til að ná árangri verða stúlkurnar að vinna af fullum krafti, — en þær fá lika að laun- um ýmis hlunnindi sem önnur börn geta aðeins látið sig dreyma um, svo sem eins og skemmtileg ferðalög. Hann fór með þær til N- Ameriku og Kanada, og þar voru þau i tólf daga. Þær tóku þátt i sex mótum og höfðu sex sýningar, auk þess sem þær æfðu þrjá tima á hverjum morgni. Þegar Nadia er spurð að þvi, hvernig henni hafi fallið i Ame- riku er Disneyland það fyrsta sem kemur upp i huga hennar. Henni fannst það mjög spenn- andi, eins og reyndar öllum hin- um stúlkunum. Annars er Amerika i augum Nadiu eins og hvert annað land: Endalausar ferðir, þreytandi móttökuathafnir, eyðileg hótel- herbergi, rykugir æfingasalir og nokkrir minjagripir — brúður, sem hún hefur engan tima til að leika sér að. (Þýtt og endursagt JB) Þjálfarinn æfir þrjá tima daglega meö Nadiu, eftirlætisnemanda sinum. Þrátt fyrir að æfingarnar taka mestan hennar tlma, cr hún fjórða bezta i sinum bekk i skólanum. Þegar hún tekur þátt i keppni erlendis, hefur hún ævinlega skólabækurnar sinar meö- fcrðis. IallenI%/ TESTPRODUCTS DIVISION á íslandi. GÓÐ TÆKI, GÓÐ ÞJÓNUSTA, ÁNÆGÐIR BIFREIÐAEIGENDUR. CO HC INFRA RED C'-hrft'V- AhttN i Kerfisbyggt mótorstillingatæki ón myndlampa Transistor tæki 17-120 O. ENGILBERTSSON H/F. hefur tekið að sér einkaumboð á sölu ALLEN TESTPRODUCTS DIVISION á íslandi. Við munum veita fullkomna sölu- og viðgerðarþjónustu á margvíslegum mæli- og stillitækjum fyrir bifreiðar. Aðeins með fullkomnum tækjum er hægt að veita fullkomna þjónustu. Kerfisbyggt mótor - stillingatnki moð myndlampa Transistor tæki 15-090 GÓÐ TÆKI, GÓÐ ÞJÓNUSTA, — ÁNÆGÐIR BIFREIÐAEIGENDUR. O. Cngilbefl//on h/f Auðbrekku 51 Kópavogi, sími 43140

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.