Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 4. aprfl 1976. í leit að einfaldleikanum Nils Noer og Mogens Madsen heita tveir ungir Kaupmanna- hafnarbúar. Þeir höfðu fengið sig fullsadda af háreysti og skarkala borgarlifsins, og sneru þvi baki við menningunni og flýðu á vit náttúrunnar. Þeir fluttu til Nöregs i af- skekktan, skógi vaxinn dal, og lifa þar nú i lágreistum fátækleg- um timburkofa. Þeir eru langt frá allri byggð, og yfirleitt helzt fólk ekki við á þessum slóðum að vetrum. Þeir ætla að reyna aö lifa eins einfóldu og fábreyttu lifi og unnt reynist. Þarna er hægt að læra allt og komast af með frumstæð- ustu áhöld og lifnaðarhætti. Þeir ætla að búa til öll þau tól sem þeir þarfnast, og yfirleitt reyna allt það sem þeir hafa ekki fengið tækilæri t'fi áður. Þeir ætla að sanna að hægt sé að lifa af mjög litlum peningum. Þeir verða þá að láta sér nægja það allra nauð- synlegasta, — en maður hefur bara gott af þvi segir Nils. Þvi er nú yfirleitt þannig varið, að eftir þvi sem tekjurnar eru hærri, þeim mun meiri lifsgæða krefst maður. 1 kaupmannahöfn þurftu þe;r sem svarar 100.000 fsl. kr. á mánuði i fæði og uppihald, en vonast til að komast af með þá upphæð á ári þarna upp til heiða. 1 fyrstu bjó Nils einn þarna hér um bil i hálft ár, þar til Mogens flutti til hans. Hann er þvi orðinn vanari öllum aðstæðum og hefur lært margt i einverunni. T.d. er hann orðinn snillingur i að spinna. Hann fékk lánaðan rokk og kamba og er ullargarnsfram- leiðslan i fullum gangi. Siðan ætla þeir að lita það með jurtalitum. 1 umhverfi Kaupmannahafnar, þaðan sem þeir koma, gáfustekki margirmöguleikar á friðsamlegu liferni. Þeir höfðu reynt að leggj- ast út með tjald og bakpoka, en landið er svo litið, að hvergi var hægt að vera einn, og auk þess gátu þeir sjaldan verið lengur en viku i einu. Uppi á heiðum er aftur á móti ekki gestkvæmt. A meðan Niis bjó einn fékk hann aðeins einu sinni heimsókn, en eftir að Mogens kom hafa þær verið tvær. Vistarverurnar eru eitt stórt herbergi og tvö litil. Þarna bjuggu áður skógarhöggsmenn, en skógarvörðurinn leigði þeim kofann til ibúðar. I margar vikur hafa þeir veriö að dytta að hon- Kofinn er heldur hrörlegur að utan, en inni er oröið vistlegt og hlýtt. um, og er hann nú orðinn hinn vistlegasti. í búrinu standa kornsekkir, langar raðir af hunangskrukkum og mikið af grænmeti, sem virðist vera mikilvægasti þátturinn i mataræðinu. Þeir maia allt korn sjálfir i handkvörn og búa til brauð, sem samanstendur af gróftmöluðu hveiti og rúgi, hun- angi, vatni, geri og salti, og ku það vera mjög heilnæmt. Þeir' hafa engar kjötbirgðir. Það er of dýrt, og auk þess auðvelt að vera án þess. Langi þá aftur á móti i kjöt, fara þeir út i skóg og skjóta sér héra eða rjúpu. Einnig skjóta þeir refi og selja skinnið af þeim. Mikið er af vötnum þarna, og ætlunin er að lifa á fiski yfir vetrarmánuðina, og i vor ætla þeir að útvega sér nokkrar geitur. Þeir verða þá sjálfum sér nógir með mjólk og geta lært að búa til ost, segir Mogens og sleikir út um. Þeir lifa ekki alveg án peninga, á landsins gæðum. Áður en þeir fóru frá Kaupmannahöfn, hafði þeim tekizt að safna sér þó nokkru fé. Þeir geta reynt að drýgja tekjurnar með þv áð tína ber á haustin og selja, en annars eru ekki miklir möguleikar til tekjuöflunar þarna uppi i óbyggð- um. Vel getur verið að þeir þurfi að fá sér vinnu f einn eða tvo mánuði yfir sumartimann. — En hér ætl- um við að vera eins lengi og við mögulega getum, sögðu piltarnir ákveðnir. Niis hefur fengið góða þjálfun i að komast af meö frumstæð áhöld. Ekkert rafmagn er leitt I kofann og láta þvf Mogens (t.v.) og Nils sér nægja fornfálegan ollulampa. Til dæmis er hann orðinn snillingur við rokkinn. DENNI DÆMALAUSI „Þetta er þriðji dagurinn minn I Tizkuskólanum.” „Geturðu enn fengið skólagjaidið endurgreitt?”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.