Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 27. jiinf 1976 Steypustöðva rna r 5000. SKODA-BIFREIÐIN Velkomin til Suðurnesja Ef ykkur vantar eitthvað til ferðalagsins þá munið að verzlanir okkar eru ávallt vel búnar af ferða,- gjafa- og nauðsynjavörum. kaupfélag Suðurnesja Keflavík - Njarðvík - Grindavík - Sandgerði Svanhvit Ingólfsdóttir tekur viö lyklinum af nýja Skodanum frá Ragnari J. Ragnarssyni forstjóra. Einnig fékk hún myndariegan biómvönd. Timamynd: Gunnar i Reykjavik verða lokaðar frá og með 29. júli til 9. ágúst. Steypustöðin h.f. B.M. Vallá h.f. Breiðholt h.f. A ÍSLANDI Fyrstu 2 Skodabifreiðarnar sem fluttar voru til isiands. Taliö frávinstri eru Ragnar Jóhannesson, stofnandi Tékkneska bifreiðaumboðsins og forstjóri þess til ársins 1972, frú Anastasia Jóhannesson, frú Kristin Bernhöft og Gottfred Bernhöft, einn af stofnendum fyrirtækisins. Eins og sést, er myndin tekinvið Höfða I Reykjavik. Færeyjaferö er oðruvisi Fjöldi víöförulla íslendinga, sem heimsótt hafa Færeyjar, feröast um eyjarnar og kynnst fólkinu, eru á einu máli um aö ferö til Færeyja sé öðruvísi en aörar utanlands- feröir. Þeir eru líka á einu máli um aö Færeyjaferð sé ógleymanlegt ævintýri. Það sem gerir Færeyjaferö aö ævintýri, er hin mikla náttúrufegurö, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og síöast en ekki síst hiö vingjarnlega viömót fólks- ins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis, þá er þaö í Færeyjum. Færeyjaferð er skemmtileg fjölskylduferö, og hún er líkaogekki síður tilvalin ferö fyrir starfshópa og félagasamtök. Og nú er i fyrsta sinn hægt aö fljúga til útlanda frá öörum staö en suðvesturhorni landsins. Viö fljúgum til Færeyja bæði frá Reykjavík og Egilsstööum. Færeyjaferö er ódýrasta utanlandsferö sem völ er á. Félög með beint flug frá Reykjavík og Egilsstöóum gébé Rvik — Svanhvit Ingólfs- dóttir heitir sú, sem varð svo heppin að verða sú, sem keypti fimm þúsundasta Skoda-bilinn sem seldur er á tslandi. — Ég kaupi Skoda vegna þess að bæði er hann ódýr og sparneytinn, sagði hún nýlega þegar billinn, Skoda 110 L árgerð ’76 var af- hentur henni. Fyrsta Skoda-bif- reiðin sem kom til landsins var hins vegar árgerð 1946, en for- stjóri Tékkneska bifreiðaum- boðsins á islandi var þá Ragnar Jóhannesson, sem var jafnframt stofnandi fyrirtækisins. Sonur hans, Ragnar J. Ragnarsson, er forstjóri fyrirtækisins I dag. Svanhvit sem er starfandi hjá Timanum, fékk af tilefni þessu fullkominn Pioneer útvarps- og stereokassettubúnað i nýja bilinn og margar góðar árnaðaróskir um „margar góða kilómetra” eins og tékkneski sendiherrann sagði. Fyrstu Skodabifreiðarnar voru fluttar til Islands árið 1946 en það sama ár var Tékkneska bifreiða- umboðið á íslandi h/f stofnaö, og heldur þvi upp á 30 ára afmæli sitt nú á þessu ári. Um langt árabil hafa Skodabif- reiðar átt verulegum vinsældum að fagna hérlendis og ætið skipað meðal fremstu sæta i bifreiðainn- flutningi landsmanna, en við síð- ustu áramót voru Skodabifreiðar sjöunda fjölmennasta bifreiða- teg . i landinu. Vinsældir þess- ar má vafalitið rekja til hinnar ágætu reynslu, sem Skodabif- reiðar hafa hlotið við hérlendar aðstæður svo og hagkvæmni I bæði rekstri sem innkaupum. Þá verður ekki litið framhjá þeim þætti sem bifreiðaeigandanum er hvað mikilvægastur eða þjónust- unni, en á þann þátt starfseminn- ar hefur félagið ávallt lagt rikasta áherslu. Samfara aukn- um fjölda Skodabifreiða í landinu hefur þjónusta við Skodaeigendur stöðugt vaxið. Varahlutaþjónusta félagsins hefur löngum hlotið al- menna viðurkenningu og er nú talin ein sú bezta hérlendis. A ár- inu 1968 hóf félagið rekstur þjónustustöðvar fyrir Skodabif- reiðar á höfuðborgarsvæðinu, en sú þjónusta hafði áður verið i höndum sjálfstæðra aðila, og I dag eru ellefu þjónustustöðvar fyrir Skodabifreiðar starfræktar viðs vegar um landið. A árinu 1970 tók til starfa ryðvarnarstöð á vegum félagsins og enn i dag er Tékkneska bifreiðaumboðið eini hérlendi aðilinn sém býður 5 ára ryðvarnarábyrgð á þeim bif- reiðum sem hann selur. Þó svo að aðeins séu liðin 30 ár frá þvi að innflutningur Skodabif- reiða hófst til Islands, byggja Skodaverksmiðjurnar á gömlum merg, en þær voru stofnaðar árið 1894 og eru þvi meðal brautryðj- enda evrópsks bilaiðnaðar. 1 dag framleiða Skodaverksmiðjurnar um 150.000 bifreiðar árlega, og fer um helmingur framleiöslunnar til útflutnings. Þessi tala kann að vera smá samanborið við „ris- ana” I bilaiðnaðinum, en þó hefur Skoda skipað sér i traust sæti i öllum heimshlutum, ekki sist i þeim löndum, þa sem aðstæður eru erfiðar eins og hérlendis. FLUGFÉLAG LOFTLEIBIR ISLA\DS Auglýsið í Tímanum ■ 14444.25555 VIBAIHBIR Eftirspurnin vex með degi hverjum Vantar allar gerðir bíla í sölu Glæsilegur sýningarsalur — Stórt útisvæði Sölumenn í sér flokki Erum ó horni Sigtúns og Nóatúns Opið alla virka daga fró kl. 8 — 18 SIGTUN 1.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.