Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 27. júni 1976 TÍMINN 15 láglendi&, hafa oft valdiö þungum búsifjum. Framan viö byggöina eru leirur og lón, en sendinn og allbreiöur grandi meö sjónum. Allar eru þessar jökulár, i A- Skaftafellssýslu nú beizlaðar meö fyrirhleöslum og gifurleg land- flæmi ræktuö, sem áöur voru far- vegir vatnanna. Þegar við förum yfir Horna- fjaröarfljót, vatnsmikla jökulá, sem kemur undan Hoffellsjökli og fleiri jöklum, taka Nesin við af Mýrunum. Höfn Margir álita, aö ekkert sjávar- þorp hér á landi standi á fallegri stað en Höfn.Kauptúniö er byggt á holóttum tanga, en uti á firöinum fram undan og til beggja handa er fjöldi grasi vaxinna eyja og hólma, sem flestar tilheyra Horni, austasta og afskekktasta bænum i Nesjasveit. Höfn stendur innan við Hornafjaröaós, og hefur innsigling löngum verið ótrygg, en á siðari árum hafa mikil mannvirki verið reist til þess að tryggja hana. Rétt fyrir siöustu aldamót hófst verzlun á Höfn. Fyrst I staö bjó hér eingöngu fólk, sem var verzluninni áhangandi, en siöan fór byggð að aukast, einkum eftir að héðan hófst sjósókn á vetrar- vertið. Samkvæmt siöasta mann- tali búa I Hafnarhreppi 1170 manns og fer ibúum fjölgandi. Aðalatvinnuvegir eru sjósókn og fiskvinnsla, ásmt verzlun og landbúnaði. Sl. haust var saltað töluvert af sild á Höfn og etv. má búast við að hér verði miðstöð sildveiða i framtíðinni. Hér er boðið upp á flesta tegund þjónustu og nú höfum við tækifæri til að synda i sundlaug kauptúnsins. Frá Stafafelli liggur leiðin um slétta aura og siðan austur með fjöllum fram hjá bæjunum Hlið og Reyðará. í össurardal, skammt frá Svinahólabænum, hefur fundizt kopar I jörðu og þar er kallað Koparnáma. Frá Svin- hólum er stutt til Lónsheiðar- innar, þar sem vegurinn liggur upp fjallið. A háheiöinni er Sýslu- steinn og þar eru mörk Austur- Skaftafellssýslu og Suður-Múla- sýslu. 1 norðvestri ris Jökulfell og þar inn af til norðurs, Innfjöllin, fjallaklasi i suðurbrún Vatna- jökuls. Uppi á Skaftafellsheiðinni ber Kristinartinda við loft, en i austur gnæfir Hvannadals- hnúkur. A mótum Skaftafells- jökuls og Svinafellsjökuls er hið jökulsorfna Hafrafell. I landi Skaftafells eru ákaflega margir skoðunarverðir staðir. Næst bæjunum eru fossar og gljúfur, t.a.m. Bæjargiliö, fagurt klettagil með stórvöxnum reyni- trjám. Neðst i gilinu er blátær hylur, sem synda má I. Svartifoss er ekki i meira en svo sem 1 km fjarlægð frá Skaftafelli, og sjálf- sagt að fá sér göngutúr til að lita þennan merka foss falla fram af stuðlabergshvelfingu. Uppganga á Kristinartinda er lika femur auðveld, og þaðan er frábært út- sýni. Frá Skaftafelli beygir þjóð- vegurinn aftur til suðausturs, og liggur yfir aurana fram af Skaftafellsjökli, sem blasir við okkur af veginum. Austast á aurunum er farið yfir Neskvislar, og þar fyrir handan er nokkurt gróðurlendi, nefnt Svinanes. Þá förum við yfir Svinafellsá, sem flæmist straumhörð um stór- grýtta aura, og á vinstri hönd við jaðar Svinafellsjökuls, sjáum við gamalt höfuðból öræfinga, Svina- fell. Heldur finnst fólki kuldalegt umhverfi Sandfells. Til beggja hliða eru aurar eftir jökul- hlaup,—en þótt umhverfið sé bert, er þaðan vítt og fagurt út- sýni. Einkum sést vel til fjallanna I Vestur-Skaftafellssýslu. Sand - fell er nú I eyði, en var fyrrum kirkjustaður og prestssetur, og er talið eitt elzta, ef ekki elzta, býli I öræfum. Algengast er að göngu- menn á öræfajökul, leggi upp frá Sandfelli, þvi að þaðan er geiðfærasta leiðin. Gangan á öræfajökul tekur sennil. 15-20 klst. og hafa verður meðferðis nauðsynleg jöklatæki og ekki fara án fylgdar. A Fagurhólsmýri er veðurathugunarstöð, þar er flug- völlur, sem reglulega er flogið til allan ársins hring, og einnig eru þar verzlun og veitingaskáli. Frá Fagurhólsmýri er 9-19 km leið að Ingólfshöfða, en þar hafði Ingólfur Arnarson vetursetu fyrsta búsetu ár sitt hér á landi. Jeppafært er til Ingólfshöföa, en umleirur og sanda og yfir margar jökulkvislar að fara. Ingólfshöfði er hömrum girtur á alla vegu og hæstur austan til — 76 m yfir sjó. Höfðinn er um 1200 m á lengd og 750 m á breidd, þar sem hann er breiðastur. Viti og sjúkraskýli eru á Ingólfshöfða og þaðan er út- sýni bæði vitt og fagurt. Höfðinn er friðlýstur. Séð inn Morsárdal I öræfasveit. Löngum tiðkaðist, að menn fengju fylgd yfir Breiðamerkur- sand fráKviskerjum. Þar búa nú bræður, sem eru sjálfmenntaðir náttúrufræðingar, og hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir náttúrufræðilegar rannsóknir sinar. Framundan okkur er Breiða- merkursandur, önnur mesta sandauðn A-Skaft., sem skilur að byggðir öræfa og Suðursveitar. Margar jökulár falla um sandinn og er Jökulsá á Breiðamerkur- sandi þeírra mest. Sandurinn grær nú óðfluga og er orðinn þýðingarmikið beitiland. Við för- um hratt yfir, fram með Breiða- merkurfjalli og Breiðamerkur- jökli og brátt komum við-að eyði- býlinu Felli,—áður mesta höfuð- ból Suðursveitar—þar sem það stendur undir fagurri öxl Fells- fjalls. Suðursveitinnærfrá Breiða- merkursandi og litið eit.t austur fyrir Kolgrimu. Nafnið Suður- sveit tengist i flestra hugum nafni Þorbergs Þóröarsonar, enda er hann hérna fæddur og upp- alinn. I Suðúrsveit er skammt milli fjalls og fjöru, en mikill fjallaklasi gnæfir að baki byggðarinnar og ver hana ágangi stórvatna og skriðjökla. Þrir dalir ganga inn i hálendið, Staðardalur, Kálfafellsdalur og Steinadalur. Mýranar eru láglend sveit með viðáttumiklum vatnaaurum og graslendi á vixl, og hér og hvar sér i lágvaxin klappholt. Nær sveitin frá Kolgrimu að Horna- fjarðarfljótum. Vatnajökull ásamt skriðjöklinum blasir við, og jökulárnar, sem flæmast um Dverghamrar eru sérkennileg náttúrusmið. Eystra-Horn I Lóni. Bærinn undir fjaliinu er Hvaisnes.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.