Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 27. júni 1976 TÍMINN 17 landeigendunum I Mississippi og neitar að gefa upplýsingar um heildarauð sinn. Hann svaraði ekki heldur spurningum Naders. Paul J. Fannin 69 (R, Ariz) Ef dæma má eftir opinberum skýrsl- um i Arizona má reikna með að auðæfi Fannins séu á bilinu frá þremur upp I sex milljónir. Fjöl- skylda hans stundaði dreifingu á Propangasi og verzlaði einnig með timbur og járn. Hiram Fong68 (R, Hawaii) Fong varð milljóneri af sjálfsdáðum og e.t.v. má segja að hann sé einn rikasti maðurinn i deildinni, þvi auðinn á hann einn. Hann á feikileg verðmæti i skuldabréf- um, fasteignum og byggingar- og tryggingarfyrirtækjum auk ann- arra. í Honolulu er það viðkvæðið hjá kaupsýslumönnunum, að Fong láti ekkert gróðatækifæri renna sér úr höndum. Fong, sem er að láta af þingmennskustörf- um, útskrifaðist úr Harvard laga- skólanum og þykir hann afar slægur i öllu sem fjármál varðar og viðskipti. Hann svaraöi ekki spurningum Naders. Barry Goldwater 67 (R.Ariz.) Grundvöllurinn að auðæfum hans var lagður i Phoenix vöruhúsun- um, sem áður var eign fjölskyldu hans. Kona hans er einnig vel loð- in um lófana og á miklar eignir Philip Hart 64 (D. Mich) Hart er sjálfur ekki rikur, en kona hans er erfingi mikilla auðæfa. 1 júni- mánuði ár hvert gerir hann heild- aryfirlit yfir fjárhagsstööu slna, en ekki konu sinnar, þvi það eru aðrir meðlimir i fjölskyldu henn- ar sem njóta góðs af sömu sjóð- um og hún og myndi það um leið birta upplýsingar um tekjur þeirra. Hart sem er að hætta þingmennsku, hefur aldrei neitað að gefa upplýsingar um tekjur sinar og hvaðan þær koma. Edward Kennedy 44 (D. Mass) Hann er einn efnaöasti öldunga- deildarþingmaðurinn I Banda- rikjunum. Faðir hans Joseph P. Kennedy græddi offjár I banka- viðskiptum, innflutningi á áfengi og fasteigna- og verðbréfavið- skiptum. Hann stofnaði marg- milljóna sjóði handa öllum börn- um sinum til að tryggja fjárhag þeirra um aldur og ævi. Kennedy neitar að gefa upp hve miklar tekjur hans eru, en skattar hans, sem nema um tvö hundruð þús- und dölum, gefa til kynna að þær séu ekkert smáræði. Russell Long57 (D. La) Voldugur formaður f jármálanefndar öldungadeildarinnar. Hann hefur lengi verið þekktur sem — oilionaire — Mikinn hluta auðæva sinna erfði hann frá föður sinum, Huey, sem átti Win or Lose oliu- fyrirtækið. John J. McClellan 80, (D. Ark.) McClellan er milljónamæringur sem hefur fjárfest I veðbréfum, fasteignum, bönkum vöruhúsa- hringum, og lána- og sparisjóð- um. Þá á hann hluta I Mið-Vestur Video sjónvarpsstrengnum. Joseph Montoya 67, (D., N.Mex) hann er milljónamæringur, sem komizt hefur til auðs og valda á eigin spýtur og hefur stórgrætt á fasteignaviðskiptum. Hann er formaður áhrifamikillar nefndar, sem hefur umsjón með Internal Revenu Service, og komizt hefur I kast við lögin. Claiborn Rell 57, (D., RI) Rell hikar aldrei við að gefa upp tekj- ur sinar, árið 1973 gaf hann upp að þær næmu um 3.157.818 dölum. Auðævi hans eru fjölskylduarf- leifð. Charles Percy 56, (R, 111.) Percy er fyrrverandi stjórnarformaður Bell & Howell, verksmiðju, sem framleiðir ljósmyndavörur. Hann á amk. fimm milljónir dala. Dótt- ir hans Sharon er gift einum af Rockefellerunum. John Sparkman76 (D, Ala) hann er milljónamæringur, sem hefur auðgazt i fasteignaviðskiptum auk annarra hluta. Kona hans a útvarpsstöð I Albertville Ala. Sparkman hefur alltaf verið feiminn við að upplýsa nokkuð um auð sinn. Richard Stone 47 (D, Fla) Stone lauk prófi frá Harvard og laga- skólanum i Columbia. Hann á mikilla hagsmuna að gæta bæði I samvinnufyrirtækjum og fast- eignum og hefur auðgazt vel á þvi. Hann er kvæntur Marlene Lois Singer, en faðir hennar stofnaði gróðavænlega veitinga- húsakeðju. Hún er vellauðug einnig. Stuart Symington 74 (D.Mo) Hann hyggst nú draga sig I hlé bráðlega úr stjórnmálalifinu, en þegar hann komst i stjórn árið 1945 flutti hann öll hlutabréf sin I sjóði. Á yngri árum græddi hann gífurlega mikið á framleiðslu, ýmiss konar rafmagnstækja og stáli. Arið 1960 var hann búinn að græða meira en milljón. Kona hans, sem nú er látin, var dóttir James Wadsworth, fyrrverandi öldungadeildarþingmanns og erfði hún eftir hann mikinn auð. Robert Taft Jr.59, (R. Ohío) Tatl erfði fjölskyldufyrirtæki mest- megnis sjónvarps- og útvarps- stöðvar og skemmtigarða. Eignir hans eru metnar á umþað bil tvær milljónir dala. Herman Talmadge, 62 (D, Ga.) Hann er mjög vel fjáður, og hefur auðgazt mest á fasteignaviðskipt- um og fjölskyldufyrirtæki, sem framleiðir matvöru. Listi þessi sem hér að framan er talinn er ekki mjög nákvæmur i öllum smáatriðum, og getur breyzt á skömmum tima. Margir þessara þingmanna eiga mikið fjármagn bundið i verðbréfum sem bæði geta fallið I verði og hækkað og nettóauðæfi þeirra þvi breytingum háð. Óhætt mun að telja James Buckley (R. ihalds, N.Y.) milljónamæring, en fjölskylda hans hefur fjárfest mikiar upp- hæðir I oliufyrirtækjiim. Sömu lfk- urnar eru fyrir hendi með John Glenn (D, Ohio), Abraham Ribicoff (D, Conn) og Adlai Stevenson III. (D, 111), en þeir hafa allir átt mikilla hagsmuna að gæta i ýmsum stórfyrirtækj- um. Áætlanir og ágizkanir Þar til þingið hefur sett lög — eins og stendur er verið að búa til frumvörp um þau — um það að allir starfsmenn þingsins, sem þéni 25.000 dali eða meira á ári verði að gera alþjóð það heyrin- kunnugt, verður fólk aðeins að láta sér nægja ágizkanir, slúður, áætlanir og smávægilegar upp- lýsingar. Staðreyndin að 2 þingmenn harðneita að gefa nokkrar upp- lýsingar um auð sinn, sýnir að þeim finnst það ekki koma nokkr- um öðrum við en þeim sjálfum. En sérhver athugun á fjárstyrk öldungadeildarþingmanna, mun leiða I ljós að I deildinni sitja menn, sem eru miklum mun bet- ur stæðari en umbjóðendur þeirra almen'nt. Að meðaltali nema tekj- ur bandariskra rikisborgara fjög- ur þúsund dölum, — enginn öld- ungadeildarþingmannanna er nærri þvi að vera svo armur. Þeir verst stæðu i öldungadeild- inni eru James Aboureck (D, N. Dak),Dick Clark (D, Iowa), John Durkin (D, N.H.) Gary Hart (D, Col) og Bb Packwood (R, Ore- gon). Þessir allir eru undir fimmtiu þúsund dölum, en enginn fer þó niður fyrir þrjátiu þúsund. Þar sem öldungadeildarþing- mennirnir eru svo efnahagslega vel stæðir, er það spurning hvort það hindri þá ekki I þvi að sinna sem skyldi óskum og kröfum um- bjóðenda sinna. Flestum þeirra gengur þokkalega að koma til móts við þá fátæku, en að jafnaði eru það efnameiri umbjóðend- urnir, sem mest áhrifin hafa á þingmennina. Það sem þyrfti að koma, er samt sem áður lög, sem skylda þingmenn til að gefa upp allar sinar tekjur og eignir. Hingað til hafa engin slik lög verið sam- þykkt og halda þingmenn sem fastast I núgildandi lög, sem eru þannig, að þau varpa mjög daufu ljosi á sannleikann i þessum mál- um. Aður en Sam Ervin (D., N.C.) formaður Watergate- nefndarinnar lét af störfum i deildinni, vann hann að laga- frumvarpi sem, ef það verður samþykkt, eins og flestar likur benda til að verði gert siðar á þessu ári, skyldar þingmenn til að gefa ofangreindar upplýsingar. Þess hefur verið beðið með ó- þreyju i mörg ár og verður vafa- laust fagnað af æðstu mönnum stjórnarinnar og án efa af lægri stéttum þjóðfélagsins einnig. (Þýtt og endursagt JB) JOHN SPARKMAN BARRY GOLDWATER RUSSELL LONG PHILIP HART ■ ..... ^ *2 V M[i. HOWARD BAKER JOSEPH MONTOYA ROBERTTAFT EDWARD KENNEDY Tólf af þeim rlkustu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.