Tíminn - 27.06.1976, Page 21

Tíminn - 27.06.1976, Page 21
TÍMINN Sunnudagur 27. júnl 1976 Sunnudagur 27. júni 1976 TÍMINN FYRIR NOKKRUM DÖGUM var aldinn bóndi úr Biskupstungum á ferö i Reykjavik. Blaðamaöur hjá Timanum fékk pata af þessu og sótti bónda heim, þar sem hann dvaldist hjá syni sinum, og þvi er ekki aö leyna, aö stundin sem viö röbbuöum saman, þótti undir- rituöum of fljót aö liöa. Sporin liggja um Árness- Rangárvalla-og Skafta- fellssýslur Bóndinn, sem hér um ræöir, heitir Kristján Loftsson. Hann er nú á hinu nitugasta ári, en ber aldur sinn svo vel, aö flestir gætu auöveldlega trúaö þvi aö hann væri aö minnsta kosti einum ára- tug yngri. Kristján hefur búiö i Biskupstungum i marga áratugi, á bæjunum Felli og Haukadal. Þess vegna liggur beint viö aö spyrja: — Ert þú ættaður úr Biskups- tungum, Kristján? — Nei, það er ég ekki. Ég fæddist i Gnúpverjahreppi, en foreldrar minir voru Rangæ- ingar. Þau fluttust úr Rangár- vallasýslu út í Gnúpverjahrepp, fengu þar vesaldarbýli, þar sem þau voru aðeins eitt ár, fóru svo aö Dalbæ i Ytrihrepp og voru þar i tvö ár, en fluttust siðan aö Kolla- bæ i Fljótshlíð. Móöir min var þaðan, faöir hennar bjó þar þá enn, og vildi nú fá þau til sin. í Kollabæ bjuggu foreldrar minir i tiu ár, en fluttu sig þá aftur út i Hrunamannahrepp og bjuggu þar á tveim jörðum, Miöfelli og Gröf, unz þau hættu búskap. — Ættir þinar liggja þá úm Suðurland? — Já, fólk mitt er af þessum slóöum, en dreifist auövitaö nokkuö, eins og oftast vill veröa. Skyldfólk mitt var margt i Fljóts- hliö, undir Eyjafjöllum og úti I Vestmannaeyjum. Þaö hafa lengi veriö talsverð brögö aö þvi aö Rangæingar flyttu út i Eyjar. Margir reru þaðan og ilentust svo þar, ýmissa orsaka vegna. Smértunnan og nautið mis- fórust bæði — Einhvern grun þykist ég hafa um að þú sért lika Skaftfell- ingur i ættir fram, — er það ekki rétt? — Jú, rétt er það. Móðurætt min er frá Borgarfelli i Skaftár- tungu. Þar bjó eitt sinn forfaðir minn, sem Bárður hét og var Sig- valdason. Upp úr Móðuharðind- unum flosnaði hann allslaus upp þar á meðal dóttur, sem Sigriöur hét, og var þá barn að aldri. Þegar aftur fór aö veröa lifvæn legra I sveitum eftir ósköpin, sneru margir til æskustööva sinna á ný, og svo geröi Bárður einnig. Hann kom aö Keldum á Rangárvöllum, og þá réöist svo, aö hann fékk leigt smákot þar i grenndinni, þar sem hann mun hafa hokrað viö næsta þröngan hag. En nú voru örlögin ráöin aö þvi leyti, aö þetta fólk ilentist á Rangárvöllum, og siöan hafa spor ættarinnar legið um þessar slóöir, Rangárþing, Vestmannaeyjar og út I Arnessýslu. En þaö er af Sigriöi Báröar- dóttur aö segja, aö hún giftist manni sem hét Brynjólfur Jónsson. Þau voru foreldrar Brynjólfs I Bolholti og Katrinar á Lækjarbotnum, sem margir Sunnlendingar kannast við. Eitthvað mun Sigriöi hafa orðið minnisstætt haröréttið og alls- leysiö á uppvaxtarárum hennar þvi aö hún var sögð mikil búkona og framúrskarandi áhugasöm um aö vera sjálfri sé nóg, og ekki upp á aöra komin. Þegar hún var oröin ekkja og gömul manneskja, ætlaöi hún i horniö til Brynjólfs sonar sins i Bolholti, og geröi það. Þá var sagt, aö hún hefði átt fulla tunnu af súru sméri, sem hún vildi leggja á borö meö sér. En þá voru ekki nein önnur samgöngu- tæki en hesturinn, og þar sem tunnan var meira en klyf, og bú- ferlaflutningur gömlu konunnar hefur trúlega fariö fram aö vor- lagi, þá var tunnunni velt á milli bæjanna. Brynjólfur i Bnlholti var fram- kvæmdamaður, og nú stóö svo á, aö hann var nýbúinn aö byggja sér heyhlöðu. Þangaö var tunnan látin, þvi að vitaskuld hefur ekki átt aö eyöa innihaldi hennar strax, heldur geyma þaö og gripa til þess, ef aö kreppti meö viöbit. Siðan var hey hirt i hlöðuna, en vafalaust hefur eitthvað hitnaö I heyinu, eins og oftast verður, og þegar til átti að taka, var tunnan fallin I stafi og smériö allt runniö saman við heyiö. Svo fór um sjó- ferö þá. En ærnar hafa notið góðs af, þvi aö þá var ekki fariö að gefa fóðurbæti með heyi, eins og seinna varð. En smértunnan var ekki eina eignin, sem Sigriður Bárðardóttir hafði geymt sér til ellinnar. Hún átti lika tvævett naut, sem hún ætlaði að leggja i heimili sonar sins. Nautið átti að ganga i fíF.T.D. HAFI OFTAST GERT EINS G AT,” segir einn af görpum gamla tímans, Kristján Loftsson, fyrrum bóndi að Felli og Haukadal í Biskupstungum Kristján Loftsson. Tlmamynd GE. heiöin kennd við hann. En þegar til átti aö taka, fannst boli hvergi, hvernig sem leitaö var, þangaö til menn loks gengu fram á leifarnar af honum niöri i gjótu, þar sem hann hafði borið beinin, og allt ein maðkahrúga. Boli varð þvi að enn minna gagni en smértunnan. — Grunur minn er sá, aö talsvert hafi verið talað um þetta, og að það hafi verið i minnum haft. Sjálfsagt hefur sumum fundizt sem gamla konan hafi verið óþarflega ötul viö að safna, og að hún hafi ef til vill stundum gengið full langt i þvi efni. En varlega skyldu seinni kynslóðir dæma þaö fólk, sem mundi ógnir Móöuharð- indanna og allsleysið sem fylgdi þeim. Hver hefði ekki orðiö spar- samur á þeim timum? Hver kaupstaðarferð tók viku — En svo viö höldum áfram að tala um sjálfan þig: Hvenær fluttist þú I Biskupstungur? — Ég var i foreldra húsum til 1910, en fór þá að Haukadal. Þar kvæntist ég Guðbjörgu Greips- dóttur, systur Siguröar Greips- sonar i Haukadal, sem allir Islendingarhafaheyrttalaðum. 1 Haukadal bjuggum við I nitján ár, en fórum þá að Felli, þar sem ég hef átt heima siðan. Árið 1952 tóku tveir yngri synir minir við búskapnum, þótt ég héldi áfram að eiga allmargt fé og nokkuð af hrossum. — Var ekki ákaflega erfitt um aödrætti i Biskupstungum, áöur en bilaöldin hófst? — Það er rétt, sveitin er langt uppi i landi, kaupstaöur ekki á næstu grösum. Þaö var farið i kaupstaö haust og vor, sumir fóru til Reykjavikur, en aðrir niður á Eyrarbakka Ef allt gekk skap- lega, tók ferðin til Reykjavikur viku, talsvert á þriðja dag hvora leið, og svo stanzinn i kaup- staðnum. Þeir sem áttu heima i Upp-tungum fóru yfirleitt alltaf um Þingvöllog yfir Mosfellsheiði. Ariö 1907 var rudd braut frá Þingvöllum og austur, en það þýddi, að komizt varð meö hest- vagna þessa leið, sem auðvitað var miklu skárra en að þurfa að reiða allt á klökkum. — Fóru þeir sem bjuggu I Suður-Tungunum oftast niður á Eyrarbakka? — Þaö var ýmist, þvi að eftir að brúin kom á ölfusá, var hægt að fara þar yfir og svo til Reykjavikur þaðan. Árið 1907 komu trébrýr á Tungufljót og Hvitá, og um leið var þar rudd braut sem hægt var að komast um með hestvagn, svo að kóngurinn gæti setið i vagni á leið sinni. En þótt brautin væri frumstæð og ófullkomin, entist hún svo að menn komust um hana með vagna lengi siðan. — Fórst þú til dæmis fremur I kaupstað með vagna en klyfja- hesta? — Já, ég hafði þann sið, og fannst það þægilegra. — Voru þetta samt ekki gifur- lega erfiðar feröir? — O jæja, það læt ég vera. Þetta var sjálfsagður hlutur, annað þekktist ekki. Erfiðast var, þegar farið var að vetrinum, þvi þá valt svo mikið á veðrinu og færð- inni. — Voruð þiö þá ekki alltaf með sleða? — Nei, það var alltaf reynt að nota vagnana, þvi að sleðafærið var svo stopult. Þú verður að gá að þvi, að þetta er svo snjólétt landsvæði, yfirleitt, að viða gátu verið langir kaflar hálf- eða alauðir, þar sem ógerningur var að komast með sleða. — Manst þú ekki einhverja góða sögu úr kaupstaðarferö tii þess að segja lesendum okkar? — Það held ég varla, — að minnsta kosti ekki sem ég tók þátt I. Það kom aldrei neitt sögu- legt fyrir mig. t Stundum fóru menn yfir Þing- vallavatn, þegar þaðvarisi lagt að vetrinum, þvi að það var miklu styttra. En fyrir gat komið, að úr þvi yrði ekki timasparnaður, heldur töf. Væri hægt að fara beint yfir vatnið, var ekki nema um það bil klukkustundarferð yfir það. Svo var það vist einhverju sinni, að menn urðu fyrir ein- hverri töf við vatnið — ég held af völdum veðurs, — svo þeir notuðu tækifærið og dægruðu á Gjá- bakka. — Hvað er aö „dægra”? — Það var alltaf kallað að dægra, þegar menn lágu i rúmum á daginn, án þess að hafa til þess fullgildar ástæður. í þessu tilviki mun hafa staðið svo á, að menn- irnir höfðu meðferðis einhverja brjóstbirtu. Þá var einn þeirra settur til þess að gæta hesta ferðalanganna, en hinir lágu i rúmunum og létu kútholuna ganga á milli sin. — En þetta var fyrir mina daga i Biskups- tungum. — Þaö hljóta að hafa verið ferjur á þeim stórvötnum, sem Biskupstungnamenn eiga yfir aö sækja, áöur en brýrnar komu til sögunnar? — Já, aö sjálfsögöu. En auk þess var fleki á Brúará fyrir austan Efstadal, á Gjánni, rétt ofan viö gömlu brúna. Ég sá hann aldrei, þvi aö hann var fyrir mina daga þarna, en eftir þvi sem ég veit bezt, þá var þetta timbur- fleki, nægilega traustur til þess aö hægt var að komast yfir hann með hesta. — Eru hvergi vöö á þessum ám? — Jú, þau voru fleiri en eitt, en tæp voru þau og hættuleg, þvi að menn þurftu aö þræöa á milli hylja og mátti oft litlu muna að illa færi. I Brúará hafa margir menn drukknað, eins og raunar i mörgum fleiri ám á þessu landi. Einu sinni drukknaði ung stúika i ánni með þeim hætti, að hún var látin riða ofan á milli bagga i skógarlest, en baggarnir fóru af hestinum, stúlkan náði taki á öðr- um bagganum og flaut á honum langt niður eftir ánni, en drukknaði að lokum. Þetta hörmulega slys varö um miöja nitjándu öld, fyrir rösklega hundrað árum. — Voru ekki ferjurnar mikiö notaðar? — Jú, vafalausthefur það veriö fyrr á timum. Á Hvitá var ferja rétt hjá Tungufelli, en aðalferjan var hjá Iðu. Hún var alltaf mikið notuð. 1 Reykjanesi, skammt frá Mosfelli, var ferja á Brúará. Vel geta ferjur hafa veriö viðar, þótt ég muni það ekki, enda voru sumar þessar ferjur ekki notaðar, eftir að ég fór að þurfa á slikum farartækjum að halda að og frá Biskupstungum. Þær lögðust af, þegar brýrnar komu. Ein undantekning er þó á þessu, sem ég hef verið að segja um ferj- urnar: í Auðsholti, skammt frá Skálholti, hefur lengi verið ferja, og er enn. Aðallega er hún þó notuð af bændum I Auðsholti, núorðið, þegar þeir þurfa að fara „útfyrir”. Sá bær er eiginlega inni lokaður, þvi að Laxá er fyrir sunnan, og Hvitá fyrir vestan. Þá hefur verið öðru vfsi um að litast á Haukadals- heiði — Hafa Biskupstungur ekki fengið að vita af sandfoki og upp- blæstri, eins og fleiri sveitir á tslandi? — Jú, það er húið að gera mikil spjöll i Haukadal og á afréttinum þar fyrir ofan. — Eins og menn vita, þá fellur Turlgufljót eftir sveitinni og klýfur hana. 1 eystri hluta Tungunnar eru lika mikil skersli, allt til byggðar, en nú er hætt að blása þar upp, og er heldur farið að gróa upp aftur.Nú er lagt mikið kapp á að sá i þessi landsvæði og bera á þau. Þetía virðist bera mikinn árangur, jafnvel uppi á afrétti, þar sem þó er alveg ógirt land. Jörðin er fljót að breytast, þegar hún fær áburð, ef einhver ofurlitill gróður hefur verið þar fyrir. Ég vona fastlega að þessari starfsemi verði haldið áfram, þvi að þá veröur vörn áreiðanlega snúið I sókn. Hins vegar má nærri geta, að við ramman er reip aö draga, þar sem sand- og vikurlög eru svo laus, aö hestar kafa þau I miðjan legg. Slikur jarðvegur er ekki lengi aö fjúka burt i vindum, jafn- vel þótt þar sé talsverður gróöur. — Þú hefur auðvitað ekki farið varhluta af þeim búsifjum, sem uppblásturinn olli, þegar þú varst i Haukadal? — Ónei, maöur fékk aö vita af þvi þar, en á Felli hefur sliku ekki veriö til aö dreifa. En einhvern tima hefur veriö blómlegra um að litast i Haukadal en nú. Páll Guð- mundsson, sem lengi var bóndi og hreppstjóri i Haukadal á nitjándu öld, átti stóð, sem gekk á Hauka- dalsheiöi, og vafalaust hafa hrossin gengið þar úti að mestu leyti, allan ársins hring. Slikt hefði ekki getað gerzt i minni þeirra manna, sem nú lifa, þvi að nú er ekki meir en svo að þar sé bithagi fyrir kindur að sumrinu. Mestan part er landiö melar og grjótflákar, en gróöur lítill og gisinn. — Inn meö Ásbrandsá er dálitil rönd, sem liggur lægra en landið i kring, og hún er gróin, en þar er grópurlendiö alltaf aö ganga aö sér, eins og þvi miöur hefur viöa verið raunin hér á landi siöustu mannsaldrana. Páll Guðmundsson i Haukadal var ágætur hestamaður og tamdi gæöinga. Einu sinni ól hann upp móálóttan fola af reiðhestakyni sinu, tamdi hann og gaf hann Jóni Jónssyni, lögsagnara og umboös- manni, sem alltaf var kallaður Jónson. Mósi varö afbragðs reiðhestur, og átti Jónson hann lengi. En þau urðu örlög Jónsons og Mósa hans, að báðir fórust - niður um vök á Þjórsá snemma vetrar árið 1842. „Mánuði eftir veturnætur”, segir sagan. En um þetta allt geta menn lesið i Sögunni af Þuriði formanni og Kambsránsmönnum, þvi að þetta var einmitt á dögum Kambráns- manna. Já, það eru ekki nema rúm hundrað ár, síðan stóð gekk á Haukadalsheiði, ar sem nú er blásið land. Þetta er ekki lengi að breytast.' Þetta er óhjákvæmilegur þáttur búskaparins — Var fjölbyggðara I Biskups- tungum, þegar þú komst þangað til búsetu fyrir hálfum sjöunda áratug, en það er núna? — Nei, það held ég ekki. Að visu er ekki alveg dæmalaust, að jarðir hafi farið i eyði á þessum tima, en allar verulegar bújarðir, sem þá voru, eru enn i byggð. Það var mjög ánægjulegt að setjast að i þessari fallegu og búsældarlegu sveit, og sveitarbragurinn var lika mjög aðlaðandi. Þá voru I Biskupstungum margir bændur, sem höfðu gaman af söng og gleð- skap, og samkomur voru haldnar að vetrinum, sem þó var ekki orðið alsiða i sveitum á þeim tima. Nú eru flestir þessara gömlu bænda horfnir af sviðinu en afkomendur þeirra eru enn i Biskupstungum, og enn er þar gott fólk og skemmtilegir menn sem gaman er að hitta og déíla geði við. — Búa menn viö kýr eöa sauðfé I Biskupstungum, eða kannski hvort tveggja? — Flestir eru meö blandaðan búskap, en þó er til að menn haldi sig nær eingöngu við eina grein búskapar. — Það hlýtur aö vera langt fyrir ykkur aö reka á fjall? — Já, viö erum á þriöja sólar- hring, aö minnsta kosti þeir sem búa i framsveitinni, en hinir, sem nær eru afréttinum, eru degi fljótari. Þaö verður aö reka hægt, þegar farið er svo langan veg með lambfé, en það venst, eins og allt annað. A haustin fara um þrjátiu menn til þess að smala i fyrsta safn, og þeir eru i sex daga, en réttin er á sjöunda deginum. Það eru þvi talsverðir erfiðleikar á þvi að koma fénu i heiöina á vorin og ná þvi þaöan aftur á haustin, en þetta er óhjákvæmilegur þátt- ur búskaparins, og þar af leiðandi eins og hver annar sjálfsagður hlutur. „...Þegar ég tek á mig náðir að loknum degi..." — Nú hefur þú, Kristján, átt heima I þessari sögufrægu sveit, Biskupstungum, i hálfan sjöunda áratug, og rösklega þó.llvernig er þér nú I hug, þegar þú litur yfir þennan langa fcril? — Ég hef ekki undan neinu að kvarta. Biskupstungur eru ágæt sveit og fólkið ekki siður. Mér hefur liðið vel þar, þótt aldrei hafi verið auður i búi hjá mér, sizt framan af árum. En ég komst þetta allt klakklaust, ég á tiu börn á lifi, og það er ekki litill af- rakstur einnar mannsævi. Ég komst á nitugasta árið, núna fyrir fáum dögum, enda er ég nú að verða lélegur til vinnu, sem ein- herja orku þarf við. En sjónin má • heita góð, og ég les eitthvað alla daga. — Ég held, að ég hafi oftast gert eins og ég gat, og stundum var vinnudagurinn langur. Biskupstungur eru fyrir löngu orðnar hluti af sjálfum mér. örlög min tengdust þessari fögru sveit órjúfandi böndum, ég á þar margt skyldmenna og venzla- fólks, sumt af þvi er enn i fullu fjöri, annað er komið undir græna torfu. Ég á þar meðal annars bæði eiginkonu og börn i jörðu, og hjá þeim vil ég vera, þegar ég tek á mig náðir að loknum degi. —VS Næsti bær viö Fell, þar sem Kristján Loftsson hefur búiö lengst, er Reykholt. Þar er nú félagsheimili, barnaskóli, sundlaug og gróörarstöövar, sem byggja starfsemi sina á jarðvarma, sem þar er nægur. 1 Reykholti I Biskupstungum er nú aö myndast byggöakjarni, eins og vænta má, þar sem slík hlunnindi eru fyrir hendi. *

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.