Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 27. júni 1976
TÍMINN
19
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: ;
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I
Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsiusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Bú, en ekki verksmiðja
í mörgum grannlanda okkar hafa sumar greinar
búskapar færzt meira og meira i það horf, sem frek-
ar ætti að kallast verksmiðjurekstur. Búfénaði er
vitandi vits þrengt saman, þar sem hann er kappal-
inn, án þess að eiga kost á hreyfingu. Hið sama gild-
ir um alifugla. Við kynbætur hafa orðið til afbrigði,
er hafa likamsvöxt, sem striðir beinlinis gegn nátt-
úrulögmálunum. Til dæmis eru teknir hinir svo-
kölluðu stjörnugrisir, sem tæpast valda sér vegna
ofvaxtar sumra likamshluta, og hænsnaeldi i vir-
búrum, þar sem hverjum fugli er ekki ætlað meira
rými en samsvarar einni pappirsörk.
Að þessum búskaparháttum hefur verið horfið i
krafti þess, hvað arðvænlegast er talið. Margir hafa
þó andúð á þessu búskaparlagi, og eru orsakimar
margvislegar. ótvirætt er, að streitu og óhreysti
gætir mjög meðal dýra, sem alin em i miklum
þrengslum, enda er eðlileg hreyfing og áreynsla
meðal frumþarfa manna og dýra. 1 Noregi verða
grisir bráðdauðir þúsundum saman milli svinabú-
anna og sláturhúsanna, enda þótt vel sé að þeim bú-
ið við flutninginn. Þeir þola einfaldlega ekki neina
hreyfingu. Algengt er einnig orðið, að svin fái
magasár. Þetta hvort tveggja er glöggt dæmi um,
hve ónáttúrlegt uppeldið er.
í öðru lagi getur ekki hjá þvi farið, að afurðirnar
séu lakari en af dýrum, sem njóta hreyfingar og
hafa útivist i samræmi við eðli sitt, enda er það eitt
af þvi, sem svinabændur eiga við að striða, að
svinakjötið vill iðulega verða óeðlilega hvitt vegna
þess, að vöðvarnir eru vanþroska. Yfir þá rýrnun
vörugæða, sem fylgir þessum verksmiðjurekstri, er
reynt að breiða með fallegum nafngiftum. Á Norð-
urlöndum eru til dæmis auglýst svokölluð sólaregg.
En gallinn er sá, að hænsnin hafa aldrei sól séð um
sina lifdaga. í þessum auglýsingum er sagt, að eng-
in fæða sé náttúrlegri en egg. Þó er ekkert ónáttúr-
legra en eldi hænsná, sem læst eru inni i svo þröng-
um búrum, að þau komast varla lengd sina.
í þriðja lagi er skirskotað til þeirrar ábyrgðar,
sem á mönnum hvilir gagnvart þeim skepnum, er
þeir hafa undir höndum. Maðurinn er ekki sá herra
sköpunarverksins, sem getur að ósekju gert hvað
sem honum sýnist. Hann er aðeins ein lifvera af
fjölmörgum öðrum, sem einnig eiga sinn rétt, og til
þess ber honum að taka tillit. Hann verður yfirleitt
að lifa i-sátt við náttúruna og umhverfi sitt, vilji
hann ekki hitta sjálfan sig fyrir. ,,Við verðum að
temja okkur að lita á húsdýr og búfénað sem sam-
þegna okkar i lifrikinu, en ekki ómálga dýr, sem við
getum farið með að geðþótta okkar”, segja gagn-
rýnendurnir. Með öðrum orðum: Búfjárrækt verður
að eiga sina siðfræði að styðjast við.
Ónáttúrlegt eldi við þrengsli og hreyfingarleysi
kann að skila einhverjum arði i peningum talið. En
það styðst ekki við þá siðfræði, að gripirnir eigi sinn
rétt, og samrýmist ekki góðum aðbúnaði fremur en
vaneldi og umhirðuleysi.
Vafalaust gætir einhverrar tilhneigingar til þessa
verksmiðjubúskapar i sumum greinum hér á landi.
En háskalega langt hefur ekki verið haldið út á þá
braut. Eigi að siður er rétt að fylgjast með umræð-
um, sem fram fara erlendis um þessi mál. Það get-
ur vakið athygli okkar á þeim vitum, sem varast
ber. Og þá ber einnig að hafa i huga, til viðbótar þvi,
sem áður hefur verið dregið fram, að ósköp hlýtur
ánægjan af umgengni við skepnurnar að dvina, ef
hætt væri að lita á þær sem einstaklinga með nátt-
úrleg séreinkenni.
ERLENT YFIRLIT
Er frú Janet Smith
stjórnandi Rhodesíu?
Hún er sögð hafa megináhrif á mann sinn
ENN hafa ekki borizt miklar
fréttir af fundum þeirra
Vorsters forsætisráöherra
Suöur-Afriku og Kissingers
utanrlkisráöherra Bandarikj-
anna, en aöalumræöuefni
þeirra var framtiö Rhode-
siu. Þaö þykir nú ljóst, aö
brátt muni draga þar til auk-
inna tiöinda, ef ekki veröur
breyting á stjórnarháttum
landsins i þá átt aö tryggja
yfirráö hins svarta meiri-
hluta. Astandiö er aö þvi leyti
enn ömurlegra i Rhodesiu en
Suöur-Afriku, aö hviti minni-
hlutinn, sem öllu ræöur, er
miklu minni. 1 Suöur-Afriku
eru hvitir menn um 20% Ibú-
anna, en i Rhodesíu ekki nema
5%. Samtök svartra skæruliöa
i Rhodesiu eflast nú óöum og
hafa þó einkum gert þaö eftir
aö þau fengu bækistöövar i
Mosambik. Aö undanförnu
hefur skæruhernaöur á landa-
mærum Mosambik og
Rhodesiu færztmjög i aukana,
en hingaö til hefur hann ekki
veriö aö ráöi á landamærum
Rhodesiu og Zambiu, þvi aö
Kaunda, forseti Zambiu, hefur
beöiö skæruliöa, sem þar
dveljast, aö halda aö sér hönd-
um aösinni. Þaövar isamráöi
viö Kaunda og Nyerere, for-
seta Tanzaniu, aö Kissinger
ræddi viö Vorster, en Vorster
hefur á fundum, sem þeir
Kaunda hafa átt saman, látiö i
ljós vilja sinn á friösamlegri
lausn Rhodesiudeilunnar. Frá
sjónarmiöi Vorsters er þaö
hagstæöara fyrir Suö-
ur-Afrilcu, aö hófsamir svartir
stjórnmálamenn, sem hafa
samvinnu við Bretland og
Bandarikin, taki völdin i
Rhodesiu en róttækir leiðtogar
skæruliöa, sem séu studdir af
Sovétrikjunum og Kúbu, en
þaö gæti orðiö niöurstaöan, ef
til styrjaldar kæmi. Afstaöa
þeirra Kaunda og Vorsters fer
hér saman, þótt um flest ann-
aö séu þeir ósammála.
Ian Smith
Frú Janet Smith
ENN sem komiö er, hafa
stjórnendur hvita minnihlut-
ans I Rhodesiu sýnt litinn vilja
til samkomulags. Ian Smith
forsætisráöherra hefur aö vfeu
oft látizt vilja ganga langt til
samkomulags og fulltrúar
Breta, sem hafa rætt við hann,
hafa taliðsigvera komna vel á
veg meö aö ná samkomulagi.
Smith hefur hins vegar alltaf
brugðizt, þegar á átti aö
herða, og iöulega ómerkt fyrri
yfirlýsingar og loforö. Breskir
stjórnmálamenn hafa þvi þaö
álit á honum, að erfitt sé aö
treysta honum. Jafnframt
hefur þaö álit skapazt, aö
Smith sé i rauninni ekki sjálf-
rátt, þvi að það sé kona hans,
sem ráði yfir honum og láti
hann gerast ómerkan oröa
sinna, ef hún telji hann hafa
gengið of langt. Hún sé enn
meiri hvitur þjóðernissinni en
hann, og aukþess bæöi gáfaöri
og viljafastari. Nokkuö er lika
þaö, aö Smith hófst ekki til
pólitiskra áhrifa fyrr en eftir
aö hann giftist henni.
Janet Smith er 58 ára
gömul, eöa ári eldri en maöur
hennar. Hún fæddist i Bris-
town I Suöur-Afriku, þar sem
faöir hennar var doktor, en
bæöi hann og kona hans voru
fædd i Skotlandi. Þegar hún
var fjögra ára, fluttust for-
eldrar hennar til Höfðaborgar
og þar lauk hún háskólanámi i
sögu og landafræöi meö góö-
um vitnisburöi, þótt hún legöi
jafnhliöa mikla stund á Iþrtítt-
ir og væri fyrirliöi kvenna
bæöi i hockey og tennis. Aö
námi loknu hóf hún svo
kennslustörf. Ariö 1940 giftist
hún ungum lækni, Piet Duven-
age. Hún missti hann sex ár-
um siðar frá tveimur börnum
og hóf þá kennslustörf aö nýju.
RÚMU ári eftir aö Janet
missti mann sinn heimsótti
hún smábæ I Rhodesiu, Se-
lukve aö nafni. Þar kynntist
hún bónda i nágrenninu, Ian
Smith. Hann hafði veriö flug-
maöur á striösárunum og get-
ið sér gottorö sem slikur. Eft-
ir striöiö hélt hann heim og
gerðist bóndi. Hann undi bú-
skapnum vel og haföi ekki i
hyggju aö breyta um starf.
Ariö 1948 varö samt mikil
breyting á högum hans. Hann
giftist þá Janet og bauö sig
litlu siðar fram til þings. Hann
náöi kosningu. Litið bar á hon-
um fyrstu árin, sem hann sat á
þingi, enda var þá frekar ró-
legt I stjórnmálum i Rhodesiu.
Janet sá um búskapinn meðan
bóndi hennar sat á þingi. Arið
1964 varö skyndileg breyting á
högum þeirra. Smith skipar
sér þá i forustubrjóst þeirra,
sem halda fram algerum yfir-
ráðarétti hvita minnihlutans
og ekki vilja slaka neitt til við
svarta menn. Þeir gerðu hann
þá aö forsætisráöherra, enda
þótt hann væri enn tiltölulega
óþekktur sem stjórnmála-
maöur, og heföi ekki sýnt
skörungsskap á einn eða ann-
an hátt, þegar það er undan-
skiliö, að hann haföi veriö góð-
ur flugmaður. Siöan hefur
Smith farið meö stjórn
Rhodesiu og hagaö sér á
margan hátt eins og einvald-
ur. Arið 1965 lýsti hann yfir
sjálfstæði Rhodesiu, en ekkert
erlent riki hefur enn viður-
kennt það. Ariö 1970 rauf hann
þjóöhöfðingjasambandið viö
Bretland. Hann hefur á marg-
an hátt reynzt bæöi djarfur og
háll I samningagerð, en lika
oft sagt meira en hann stóö
viö. Astæöan er yfirleitt talin
sú, aö bak viö hann hefur stað-
iö kona, sem er bæöi einbeitt-
arioggáfaörien hann oghefur
veriö hinn raunverulegi
stjórnandi Rhodesiu. Sé þetta
rétt, er þaö ekki i fyrsta sinn,
sem kona hefur stjórnab á
þennan hátt.
Þ.Þ.
—JH