Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 27. júni 1976 Sigurður Gizurarson sýslumaður: „ÞIÐ EIGIÐ AÐ VERA FRJÁLS..." Þjóðhátíðarræða flutt á Húsavík 17. júní Góöir Húsvikingar, á þessum árstima heyrum viö goluþyt i grasi, sólin segir vart skiliö viö okkur á ferli sinum og I hverju hreiöri teygja sig munnar eftir maöki eöa lirfu.Viö skynjum tákn sköpunar, vaxtar og gró- anda i hverri átt og á hverju and- artaki. Viö vitum þó, aö sllku sumri hafa forfeöur okkar fagnaö um aldir, en lýöveldiö unga, tákn stjdrnarfarslegs sjálfstæöis okk- ar, á sér aöeins nokkur æviár aö baki. Á þessum degi er gjarnan rifjuö upp saga nokkurra ungra ís- lendinga, sem á öldinni, sem leiö, sátu úti i kóngsins Kaupmanna- höfn og áttu aö vera aö lesa danskar lærdómsskræöur, en voru þó meö allan hugann viö stjórnmál og listir. Þeir skrifuöu og ortu um Island, hversu þaö var þeim kært, gagn þess og nauösyn. A þessum árum heyröust enn i fjarska fortiöar drunur frá frönsku stjórnarbyltingunni 1789, þar sem kjöroröiö haföi veriö frelsi, jöfnuöurogbræöralag. Þaö var andblær vors og leysinga i lofti. Litil þjóö, dreifö hér úti i stóru landi, sundurklofnu af fjöllum og fjöröum, átti sér enn eftir erfiöar aldir bæöi þrek og samhug. Ef til vill var þaö ein af tiktúrum for- laganna, aö löngu áöur á Sturlungaöld, þegar sundurlyndiö varö sáttfýsinni yfirsterkara, og Islendingar voru aö missa sjálf- stæöið úr höndum sér, þá voru hér á landi festar á bókfell þær sögur, sem siðar reyndust svo drjúgt vegarnesti til aö halda von og reisn I þrengingum. t þessum gömlu sögum lásu menn um fólk mikilla sanda og mikilla sæva er bauöörlögum birginn. Þar var oft sitthvaðgæfa oggjörvuleiki, en af frásögn mátti þó oftast ráöa, að hamingja manna valt á athöfnum þeirra en ekki galdri.Orökynngi og hugrekkisanda þessara sagna má þakka, aö Bibliunni var snúiö á islenzku þegar upp úr siðaskipt- um, og þjóöin lét ekki messa yfir sér á dönsku, eins og henti Norö- menn, margfalt fjölmennari þjóö, sem fyrir þaö týndi móöurmál- inu. I þessar gömlu sögur sóttu einnig vormenn hins nýja íslands svo mörg af yrkisefnum sinum. Jónas Hallgrimsson, einn þeirra, minnti á, aö allt er i heiminum hverfult og stund hins fegursta frama lýsir sem leiftur um nótt langt fram á horfinni öld. Hann vissi og, aöþaðbirtir af degi aftur og þá mátti hef ja merkið á loft aö nýju. Jafnframt vissi hann, að þjóö er aöeins heiti á samtölu þeirra einstaklinga, sem fylla flokk hennar, og að hver maður verður að gefa gaum að þvi, sem gerir hann þess veröan fyrir sjálfum sér og öðrum aö lifa lif- inu. Hann spuröi þvi: „Hvað er langlifi? Lifsnautnin frjóa, alefling andans og athöfn þörf. Margoft tvitugur meira hefur lifaö svefnugum segg, er sjötugur hjaröi.” Þessar ljóölinur minna á, aö viö erum hér á þessari jörð til að lifa lifinu en ekki til að biöa dauöans. Viö veröum aö lifa stundina, vera viö sjálf hvert andartak og gefa umhverfinu hluta af okkur sjálf- um. Viö veröum aö hrinda af höndum okkar hverjum þeim kúgunaranda, sem reynir að svipta okkur frjálsræöi okkar og þeirri einlægni, sem viö hlutum i vöggugjöf, og reynir að þröngva okkur til andlegs helsis og áhættulauss aögerðaleysis. Okk- ur er þetta brýnna nú en nokkru sinni, þegar ein vélin af annarri tekur við hlutverkum okkar og dæmir okkur úr leik, eða jafnvel gerir okkur aö þjónum stoum. Eöa báru ekki íslendingar ósvikinn kærleikshug til fóstur- jarðar sinnar á timum mestu niöurlægingar? Bjarni Thoraren- sen var uppi, þegar eldar og Isar lögðust á eitt aö þröngva hvaö mest kosti alþýðunnar á Islandi. Bjarna var samt ekki kaldara en svo um hjartarætur, aö hann kvaö lofgjörð um landiö sitt fyrir að skemma ekki börn sin meö eftir- læti og sýna með fjöllum sinum, hvernig ætti aö ná torsóttum gæð- um. Á dögum hans gat vissulega kotbóndinn lifað skapandi lifi, þegar hann á skammdegismorgni gaf fé sinu á garðann eða kastaði fram stöku við granna sinn. Aö okkur setur grun um, aö stundum séum við nú minni gefendur, þeg- ar viö ökum bilnum heim. að kveldi og setjumst fyrir framan sjónvarpið. Enn eigum við þó sama Island og Bjami Thorarensen. Það var harðbýlt, en er nú varla meira en misviðrasamt. Það gaf sjaldnast nokkuö án þess að heimta eitt- hvað á móti. En er nú gjöfulla en flest önnur lönd. En eins og það var, vakti það samt ekki beiskju og hugsanir um landflótta meö íslendingunum, sem þá kynntust sætlyndri veöráttu Danmerkur. Þeir fengu ekki glýju i augun, þótt þeir gengju undir hátimbruöum skrauthýsum og turnspirum borgarinnar viö sundiö og gætu speglaö sig I sefi grónum tjörnum hennar undir krónu kastaniu- trjáa. I sólskininu I Danmörku dreymdi þá um aötroöahraun og heiðar meö hundi og hesti undir tærbláum himni eöa aö hvilast I grasi grónu dalverpi við lækjar- niö og mjólkurlitaöa birtu Is- lenzkrar sumarnætur. Viö íslendingar, sem nú erum uppi, getum hrósaö happi aö eiga stórt og fagurt land. Viö erum ekki fjötruö af örtröðog offjölgun. Þjóöfélag okkar hefur af mörgu að státa, góðum hýbýlum, öflug- Félagsmáiastofnun Reykjavikurborgar óskar eftir að ráða konu eða hjón til að sjá um heimilishald fyrir 3-4 systkini að heimili þeirra i Breið- holtshverfi. Systkinin eru á aldrinum 14-17 ára. Upplýsingar veitir Karl Marinósson, fé- lagsráðgjafi, Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar, Asparfelli 12, i sima 74544, milli kl. 13 og 14 virka daga. Kaupfélag Hafnfirðinga selur fjölbreyttan ferðabúnað í verzluninni Strandgötu 28 og ferðanesti í matvörubúðum félagsins í Hafnarfirði og Garðabæ Verið velkomin i verzlanir okkar. FER9A menn Kaupfélag Hafnfirðinga Siguröur Gizurarson. um framleiöslutækjum og mikilli verkmennt fólksins, hitaveitum, sundlaugum, iþróttaleikvöngum og félagslegri samhjálp. Við getum hrósað happi aö lifa I opnuþjóöfélagi, þar sem okkur er ekki bannaö aö tjá okkur meö oröum og geröum, leggja hönd að margvislegum þjóöllfsbótum og eiga okkur drauma, sem fljúga á vængjum vonarinnar, þvi aö hún er ekki heldur tekin frá okkur i þessu landi. Lýöræði, þótt einhver kalli það spillt og lélegt, ber sem gull af eir, af þvi, sem kallast gott einræði. Einnig hjá okkur getur þó ýmislegt farið aflaga, og þaö munar um hvern þann einstak- ling, sem á þátt i aö bæta samfé- lag sitt. Á þessum árlegu timamótum, sem eru frelsisdagur okkar, má leiða hugann að þvihvaöi raun og veru er fólgiö i oröunum frelsi og sjálfstæöi. Mönnum veröur tiö- rætt um stjórnarfarslegt sjálf- stæöi, fullveldi, og návist út- lendinga vekur sumum áhyggjur um, að sjálfstæði okkar sé háski búinn. Vissulega er fullveldiö mikils virði, en þaö verður þó ávallt margvislegum takmörkun- um háð. Viö erum litli bróöir i fjölskyldu þjóöanna og sáttmálar viö aörar þjóðir, sem við höfum undirgengizt fjölmarga, bæöi fella hömlur á fullveldi okkar og veita þvi vernd. Styrkur okkar er aö ástunda góð samskipti við sem flestar þjóöir, þvi aö þá er erlend- um áhrifum hér á landi dreift, svo aö engin einstök þeirra ráöa úr- slitum. Við erum flestum öörum háöari utanrikisverzlun og 1 reynd erum viö i vinnu hjá þeim, sem kaupa framleiðsluvörur okk- ar, þótt vinnan sé innt af hendi hérlendis. Efnahagslegt og stjdrnarfarslegt sjálfstæði verður naumast sundur skiliö. Og enginn Islendingur sýnir þjóörækni siha betur I verki á þessum siöustu misserum en aö kaupa innlenda iönaöarvöru i staö erlendrar og foröast aö eiga þát I aö stööva hjól atvinnulifsins meö skipulögöum aögeröum. Ofbeldi milli stétta og flokka innan þjóöfélags kann hve- nær sem er aö verða að báli ófrið- ar. Sá háski er fýrir hendi, ef menn gera sér aö venju aö lita á samborgara sina sem óvini og setja á sviö drama eyðileggingar I málum, þar sem sátt eöa úr- lausn góöra manna getur bundiö endi á deilur. Grimmd Sturlunga- aldar var mikil, en hún er ekkert einsdæmi. Borgarastyrjaldir, þar sem bræöur berjast, eru grimmi- legastar allra styrjalda, eins og frændur okkar írar hafa fengiö aö kenna á, og fólkiö i Libanon upp- lifir nú. Einn af beztu sonum Libanons er skáldiö og heimspekingurinn Kahlil Gibran, sem talinn er eitt mesta skáld hins arabiska heims og margt gott getur kennt okkur, þótt þjóð hans hafi nú um stundarsakir ekki tekizt aö rata rétta veginn. Gibran segir m.a.: „Þig eigið aö vera frjáls, þegar dagar ykkar a-u ekki áhyggju- lausir og nætur ykkar ekki án saknaðar og trega. Látiö allt þetta veröa ykkur lár- viöarsveiga og lyftiö ykkur yfir þaö nakin og frjáls. Og hvernig eigiö þiö aö hefjast upp yfir amstur dægranna án þessaö brjóta hlekkina, semþiðá morgni skilningsins smiöuöuö fulloröinsárum ykkar? I sannleika sagt er þaö, sem þiö kalliö frelsi, sterkasti hlekkurinn I þessari keöju, þótt hann glói i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.