Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 29

Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 29
Sunnudagur 27. jún! 1976 TÍMINN 29 ® P. STEFÁNSSON HF. HVERFISGÖTU 103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHOLF 5092 árslokum 1960 til ársloka 1975 stækkaði fiskiskipafloti Is- lendinga úr 775 skipum alls 71 þúsund brilttórúmlestir í 900 skip alls 99 þúsund brúttórúmlestir. Vöxturinn er tæplega 41%. Hann er að nokkru vanmetinn, vegna þess að breytingar voru gerðar á mælingareglum, þannig að t.d. skuttogarar mælast mun minni samkvæmt nýju reglunum heldur en þeir hefðu gert samkvæmt þeim gömlu. A þessu árabili fjölgar skipum á Norðurlandi vestra úr 30, alls 2.800 þús. brúttórúmlestir i 45, 3.700 brúttórúmlestir. Á Norður- landi eystra er vöxtur flotans árin 1960 til 1975, úr 86 skipum i 133 skip, ogúr 6.200 brúttórúmlestum i 13.300 brúttórúmlestir. Vöxtur norðlenzka fiskiskipaflotans er þvi mun meiri en vöxtur alls flot- ans. A fyrrgreindu timabili hefur hlutdeild norðlenzka flotans vaxið úr tæpum 13% i 17%, þegar miðað er við rúmlestatölu. Það kemur einnig i ljós, að fiskiskip Norðlendinga eru nokkru minni að meðaltali held- ur en landsins i heild, þar eð fjöldahlutfall þeirra er nokkru meira en stærðarhlutfall. Þessi munur stafar fyrst og fremst af þvi hversu bátar Norð- lendinga eru miklu minni en landsins i heild. í árslok 1975 var meðalstærð báta á landinu öllu tæplega 74brl., en aðeins 43 brúttórúmlestir á Norðurlandi. Bátar eru mun minni á Norður- landi vestra heldur en Norður- landi eystra. Á Norðurlandi vestra var meðalstærð bátanna aðeins 27 brúttórúmlestir, en 48 brúttórúmlestir á Norðurlandi eystra. Mikilvægi togaraútgerðar er mis munandi eftir landshlutum. 1 árs- lok 1975 áttu Islendingar 65 tog- ara, þar af 58 skuttogara. Þessi togarafloti var þá samtals 36 þúsund brúttórúmlestir, eða 36% af fiskiskipaflotanum. Þá var togarafloti Norðlendinga 6.800 brúttórúmlestir eða 60% af norð- lenzka fiskiskipaflotanum, þann- ig að á Norðurlandi er útgerð togara mun stærri þáttur i út- gerðinni heldur en fyrir landið i heild. Allitarlegar upplýsingar liggja fyrir um verðmæti fiskiskipa- flotans i árslok 1974. Þá var verð- mæti hans tæplega 29 milljarðar. Fiskiskipafloti Norðlendinga var þá metinn á um 5,4 milljarða. Verðmæti fiskiskipaflota Norð- lendinga var þvi um 19% af heild- arverðmæti flotans. Þegar þessar tölur eru skoðaðar með hliðsjón af stærð flotans á sama tima, hlýtur ástand norðlenzka flotans að teljast nokkuð gott, þar eð hlutur Norðurlands i heildarverð- mæti flotans er öllu meiri en nemur stærðinni. Fjárfesting og fjár- mögnun. Fyrir um sex árum stóð hrað- frystiiðnaðurinn frammi fyrir þeim vanda að þurfa að fjárfesta milljarða á þáverandi verðlagi i almennum hollustuháttaendur- bótum. Von var á nýrri reglugerð i Bandarikjunum um almenna hollustuhætti i matvælaiðnaði. Samkvæmt þeim kröfum sem þar áttu að koma fram, var búizt við að islenzkur hraðfrystiiðnaður væri almennt langt frá þvf að standast þær. Gerðar voru almennar holl- ustuháttaúttektir á öllum hrað- frystihúsum landsinst flestar á vegum Sölusamtakanna. Þegar kom að framkvæmda- stigum kom i ljós, að ogyerningur var að framkvæma h^llustu- háttaendurbæturnar án þess að auka hagræðingu og bæta sam- ræmi vinnslurásarinnar i leiðinni. Þar sem hér var um að ræða framkvæmdaáform alls að fjár- hæð 12 milljarðar á núverandi verðlagi var talið nauðsynlegt af hálfu opinberra aðila, vegna lánastofnana að reyna að dreifa þeim á sem flest ár og jafnast i samvinnu við framkvæmdaaðila. Nú eru þessar framkvæmdir langt komnar, en enn bólar ekki á reglugerðinni sem varð kveikjan að þessari fjárfestingarbylgju frystiiðnaðarins. Framkvæmdir hraðfrystihúsa á Norðurlandi voru áformaðar 1,7 milljarður á núverandi verð- lagi, þar af 750 milljónir á Norð- urlandi vestra og 950 milljónir á Kristbjörg frá Húsavfk. Norðurlandi eystra. Fram- kvæmdir hraðfrystihúsanna á Norðurlandi virðast hafa verið örlftið minni árin 1974 og 1975 heldur en ráð var fyrir gertþ Það er ekki á neinn hátt óeðlilegt, þar eð alltaf geta orðið breytingar á framkvæmdaáformum. I kjölfar hraðfrystihúsaáætlun- ar var hafin samantekt á fram- kvæmdum og áformum saltfisk- verkunarstöðva. Framkvæmdir i saltfiskverkun eru mun minni heldur en í hrað- frystingu. 1 ár er gert ráð fyrir 730 milljóna króna framkvæmdum i saltfiskverkun fyrir landið i heild, þar af 40 milljónum á Norð- urlandi vestra, og 70 miiljónum á Norðurlandi eystra, samanborið við 2.300 milljóna króna fram- kvæmdir hraðfrystihúsa, þar af 106 milljón króna framkvæmdir á Norðurlandi vestra og 257 milljónir á Norðurlandi eystra. Fjármögnun sjávarútvegsins Helztu f jármögnunarleiðir sjávarútvegsins eru i gegnum stofnlánasjóðina, viðskiptabank- ana og úr rekstri fyrirtækjanna. Eins og nafnið bendir til, er Fiskveiðasjóður helzti stofnlána- sjóður sjávarútvegsins. Útlán hanshafa stóraukiztá undanförn- um árum, úr 308 milljónum króna árið 1970 i 2,7 milljarða árið 1974. Á þessu timabili hafa lánveiting- ar Fiskveiðasjóðs til Norðurlands aukizt úr 60 millj. kr. i 962 milljónir króna eða úr 20% i 36% af lánveitingum sjóðsins. Arið 1970 voru lánveitingar Fiskveiðasjóðs til Norðurlands vestra 38 millj. kr., en 119 árið 1974. Á sama timabili jukustlán- veitingar Fiskveiðasjóðs til Norð- urlands eystraúr23millj.kr. i 843 millj. kr. Aðrir stofnlánasjóðir, sem sjávarútvegur á aðgang að eru helztir Byggðasjóður og Atvinnu- leysistryggingasjóður. Byggðasjóður hefur lánað um lOOmilljónir á ári til sjávarútvegs á Norðurlandi siðastliðin 4 ár. Áð- ur en Byggðasjóður var stofnaður voru Atvinnujöfnunarsjóður og Atvinnujöfnunarnefndirnar starf- ræktar. Sérstöku fé var veitt úr At- vinnujöfnunarsjóði til Norður- lands, vegna Norðurlandsáætlun- ar. Lánveitingar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs,Fiskimálasjóðs og annarra stofnlánasjóða til sjávarútvegs á Norðurlandi hafa verið fremur litlar. Bankakerfið hefur fjármagnað fjárfestingar og rekstur sjávarút- vegs og fiskvinnslu að miklu leyti með skammtúnalánum út á af- urðir og lánsloforð fjárfestingar- lánasjóða. Ekki liggur ljóst fyrir hverjar lánveitingar bankakerfisins hafa verið eftir landshlutum, en i töflu XII er sýnt yfirlit yfir útistand- andi lán stærstu viðskiptabank- anna til sjávarútvegs og fisk- vinnslu I árslok 1971-1975. A þess- um árum hafa þau liðlega þre- faldazt, úr 2,7 milljörðum króna, i 9,0 milljarða. Hlutur Norðurlands í fyrir- greiðslu bankakerfisins virðist vera i samræmi viö hlutdeild þess i sjávarútvegi landsmanna al- mennt. ^■nusiin RLLEGR0 nokkru lægri eða að meðaltali kr. 760 þús. á hvern framteljanda. 1 fiskveiðum voru þær rúmlega kr. 1.100 þúsund og 690 þúsund við fiskvinnslu. Tekjur á Norðurlandi vestra eru nokkru lægri en á Norðurlandi eystra. Þróun mannafla i sjávarútvegi á Norðurlandi Yfirleitt verður hlutfallsleg fækkun vinnuafls i frumvinnslu- greinum, landbúnaði og sjávarút- vegi með túnanum, en fjölgun i úrvinnslu og þjónustugreinum. Þetta gerist hvort sem mönnum likar betur eða ver. Hjá þeim þjóðum, þar sem hagþróun er komin einna lengst er jafnvel far- ið að fækka i úrvinnslugreinum. Arlegar upplýsingar eru til um skiptingu mannafla á atvinnu- greinar eftir sveitarfélögum frá árinu 1963. A þeim árum, sem liöin eru sið- an, verður vart við nokkra breyt- inguá samsetningu vinnuafls eft- ir atvinnugreinum, sem kemur fram i vaxandi þjónustustarfsemi á Norðurlandi öllu og töluverðri fækkun hlutfallslega i landbúnaði á Norðurlandi eysira, en veiðar og vinnsla sjávarafurða viröast hafa haldið sinum hlut. Lokaorð. Það er erfitt að spá um framtið- ina, einkum þegar þekking okkar um nútiðina er takmörkuð, ég vil þvi hvoriii spá vel né illa fyrir sjávarútvegi á Norðurlandi, held- ur aðeins árétta þau orð, sem svo oft hafa verið sögð áður, að þaö er að mjög miklu leyti undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst um sjávarútveg landsmanna. Nauðsynlegt er að draga úr sókn og friða smáfisk, þvi að það hafa aldrei þótt góðir búmenn, sem eta útsæðið á vorin. Hlutdeild sjávarútvegs í atvinnuskiptingu Norð- urlands. Um 13% landsmanna starfa við fiskveiðar og -vinnslu, tæp 20% þeirra búa ' á Norðurlandi. Á Norðurlandi lætur nærri að um 16% hafi framfæri sitt af sjávar- útvegi. Þetta hlutfaller breytilegt eftir þéttbýlisstöðum. Nokkrir staðir á Norðurlandi eru þvi sem næst alveg óháðir sjávarútvegi, en i öðrum hefur þorri ibúanna framfæri sitt af sjávarútvegi. A Norðurlandi vestra eru það eink- um Skagaströnd, Siglufjörður og Hofsós, sem eru mjög háðir fisk- veiðum, þar eð 40% af vinnu- framlagi þessara staða er við sjávarútveg. En þeir staðir sem ná þessu marki á Norðurlandi eystra eru Ólafsfjörður, Greni- vik,Hrísey, Grimsey, Raufarhöfn og Þórshöfn. Atvinnutekjur i sjávarútvegi. Atvinnutekjur i fiskveiðum eru yfirleitt nokkru hærri en meðal- tekjur, en aftur á móti eru at- vinnutekjur lægri við fiskvinnslu heldur en meðaltekjur. Þetta er þó engan veginn einhlitt eins og fram kemur i töflu XIII. Sam- kvæmt þvi voru meðaltekjur framteljenda á landinuum kr. 830 þúsund árið 1974. t fiskveiðum voru þærkr. 1.160 þúsund en fisk- vinnslu 730 þúsund. Tekjur á Norðurlandi voru I frumskógí umferóarinnor ereinn, sem lœtur sig litiu skiptn, þntt hnnn furi um mnlnruegi. Yfir stokka og steina fer sá hinn trausti Allegro. Hann er lipurt og sterkt ”dýr" af þeirri tegund, sem spjarar sig viö ótrúlega erfiöar aðstæður, án þess að missa "fótfestu”. "Hydragas”, er eindæma góð vökvafjöðrun, sem tryggir að hjólbarðarnir hafa stöðugt og öruggt tak á veginum. Það er þess vegna ástæðulaust að hristast og skakast á holóttum malarvegum landsins. Um Allegro má segja þetta: Hann er með framhjóladrif, sem tryggir liprar beygjur um leið og hjólbarð- arnir hafa öruggt tak á veginum, jafnvel á erfiðum vetrarbrautum. Undir vélarhlífinni malar þverliggjandi vél með hitastýrðri kæliviftu (hún er sterk, en drynur ekki). Fimm stiga gírkassi (1500-gerðin) eykur sparneytni og ánægju við akstur. "Tannstangar” stýring tryggir öruggar og liprar hreyfingar. Sérstak- lega styrktir diskahemlar á framhjólum auðvelda snögga hemlun, ef nauösyn krefur. Það eina, sem sparað hefur verið í Allegro, er reksturskostnaðurinn. Varahlutir fást fyrir hóflegt verð; sama má segja um viðgerðaþjónustu og Allegro lætur sér nægja tæplega 8 lítra á hverja 100 kílómetra. Fáir gætu trúað að óreyndu, hve þetta hlaupadýr er ódýrt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.