Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 14
14 '
TÍMINN
Sunnudagur 27. júnl 1976
Hvað ætlar þú
að sjd af landinu
þínu í sumar?
Nokkur orð um Austur-Skaftofellssýslu
Austur-Skaftafellssýsla er mjög fagurt
héraö og margbreytilegt. Staðir eins og
Skaftaíell og Svinafell eru rómaðir fyrir
náttúrufegurð sína, margir telja óviða eða
jafnvel hvergi kaupstað á fegurri stað en
Höfn i Hornafirði. Ilillingarnar á
söndunum hafa margan heillað.
Ein af dásemdum héraðsins er útsýnin
af Almannaskarði, afarblæbrigðarík eftir
veðri, skýjafari og birtu. Margir
náttúruskoðarar segjast jafnan uppgötva
ný blæbrigði, þegar þeir horfa vestur yfir
af Almannaskarði, hversu oft sem þeir
staðnæmast þar, ef skyggni er á annað
borð eittvert.
Skaftafell er gróðurvin mitt i hrikaiegri náttúru jökla og sanda. Á myndinni gnæfir öræfajökuil yfir
skóginum á Skaftafelli.
Mörg örnefni veltast um i
kollunum á manni, áður en ferðin
um Austur-Skaftafellssýslu er
hafin. Nöfn, sem mörg okkar
kannast aðeins við úr landa-
fræðinni—og hafa svo sem ekki
þýtt neitt—eiga nú eftir að verða
að einhverju áþreifanlegu—ein-
hverju, sem við sjálf höfum
kynnzt af eigin raun.
Mannvirki á Skeiðarár-
sandi
Langþráður draumur margra
Islendinga rættist þann 14. júli
1974, þegar brýrnar á Skeiðarár-
sandi og vegarkaflarnir að þeim
voru formlega opnaðir bilaum-
ferð — nú mátti komast hringinn
kringum landið i eigin farartæki.
1 ræðu, sem þáverandi sam-
göngumálaráðherra, Magnús
Torfi Ólafsson, flutti viö opnunar-
athöfnina, fórust honum m.a. orð
á þessa leið:
„Lok þessa verks, sem starfs-
menn Vegagerðar rikisins hafa
unnið hér á Skeiðarársandi
undanfarinn 21 mánuð, valda þvi
að ársins 1974 verður minnzt um
ókomin ár fyrir þann atburð i
samgöngusögu landsins, sem ég
hika ekki við að kalla merkastan
allra, sem varða samgöngur á
landi.
Siðasta haftinu, sem hamlaði
greiðri för með byggðum
hringinn i kringum landið, hefur
verð rutt úr vegi og þar með er Is-
land orðið annað land og enn
betra en það hefur verið fram til
þessa.”
Siðan brýrnar miklu voru byggðar yfir árnar á Skeiöarársandi ganga feröalög milli Austur- og Vesturskaftafellssýslu greiölega.
Þetta eru orð að sönnu. Landið
sjálft breyttist að visu ekki mikiö
við þessa mannvirkjagerð, en
okkur, ibúum þess, opnuðust nýir
möguleikar til þess að kanna
margt af þvi fegursta og
sérkennilegasta, sem islenzk
náttúra hefur upp á að bjóða.
Fólk i öllum byggðum landsins
fagnaði tilkomu vegarins—en við-
brigðin og hagurinn af
samgöngubótinni voru þó sýnu
mest fyrir þá, sem næst bjuggu
þeim stöðum, er áður voru leiðar-
endar. Nýi .vegurinn tengir nú
sveitir Skaftfellinga vestan sands
og austan. Fyrir Austurland varö
þessi framkvæmd nálega eins og
lausn úr álögum. Einangrun
Austurlands frá öðrum lands-
hlutum var rofin.
Jökulfljótin á Skeiðarársandi
hafa aldrei verið nein lömb að
leika sér við, og til eru ógrynni
sagna af viðureignum manna viö
þær. Sumir héldu jafnvel aö
aldrei yrði mögulegt að brúa þær.
Það sem mestum örðugleikum
veldur og hefur valdið eru hin
geysilegu jökulhlaup, sem i árnar
koma. Jökulhlaupin eru óút-
reiknanleg, þótt þau hafi að visu
komið með nokkuð reglulegu
millibili undanfarin ár. Þvi gera
vegaverkfræðingar ráð fyrir þvi,
að seint verði sá vegur lagður um
Skeiðarársand að einhverjir
hlutar hans hverfi ekki i
hlaupunum, sem eru vist óum-
flýjanleg.
En það er ekki neitt smáverk-
efni sem starfsmenn Vegagerðar-
innar hafa innt af höndum.
Vegurinn um sandinn er rúmlega
30km að lengd, en auk þess þurfti
að styrkja og endurbæta vegi
beggja megin sandsins. Varnar-
garðar úr möl og sandi voru
nauðsynlegir, og samtals urðu
slikir varnargarðar 17 km aö
lengd. Og ekki má gleyma öllum
brúnum,sem byggja þurfti. Þær
eru alls 2004 m langar-sú lengsta
þeirra, yfir Skeiðarár, er 904 m
löng.
Og, hvað með kostnaðinn?
Abyggilega hefur hann orðið
mikill, en á þessu stigi málsins
skulum við ekki velta vöngum
yfir þvi—viö skulum bara újóta
þess.að þessar framkvæmdir
hafa opnað okkur nýjar leiðir og
vist er að fáar eða engar fram-
kvæmdir munu borga sig betur
þegar til lengdar lætur.”
Skaftafell
Skaftafell er hinn forni þing-
staður Skaftfellinga, og það hefur
gefiö báöum sýslunum nafn. 1
Skaftafelli eru nú tveir bæir,
Hæðir og Bölti. Framan við bæina
eru brattar túnbrekkur, en út
frá þeim taka við skógarbrekkur,
er ná þvi nær óslitið fram með
Skaftafellsheiðinni frá Skafta-
fellsjökli inn undir Morsárjökul.
Auk hinnar stórfenglegu nátt-
úru, sem.einkennir Skaftafell, er
veðursæld þar óvenju mikil. Is-
lenzka rikið á nú jörðina og þar
hefur verið friðaður þjóðgarður
siðan 1967.
tJtsýni frá Skaftafelli er afar
mikið:—Til vesturs Skeiðarár-
sandar og Skeiðarárjökull, en yfir
hann sést á Lómagnúp og fram
undan honum hvern núpinn af
öðrum I Fljótshverfi og á Siðunni.