Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. júni 1976 TÍMINN 5 Kvikmynd í smíðum 1 Róm er verið að vinna að kvik- mynd, sem á að heita „Lif Krists”. Franco Zeffirelli stjórnar þvi verki. Furstahjónin Grace og Rainier frá Monaco komu i heimsókn til að fylgjast með kvikmyndatökunni. Frúin var sjálf leikkona fyrr á tið, áður en hún giftist, og hefur enn áhuga á sliku. A myndinni eru hjónin að ræða við einn leikarann, Ernest Borgnine, sem frúin hefur þekkt i gegnum árin. A annarri mynd sjáum við Anne Bancroft, sem leikur Mariu Magdalenu og James Farrentino, sem leikur Pétur, taka sér smáhvild frá vinnunni, ★ Hvers vegna CIA hefur áhyggjur af fyrirsjáanlegum veðu rf a rsb rey ti ng u m Tveir meginþættirnir, sem búast má við,ef Ioftslag breytist á jörðinni, og þau áhrif sem þær hefðu I tilgreindum löndum. Gamla. D ... . Belti rakra vestlægra vinda. Nyrðri takmörk monsúnvindanna. Kanada: Korn- framleiðsla minnkaði um helming. Kornbirgðir eyddust algjörlega. Strönd Norður-Afríku Yrði aftur kornforðabúr Evrópu. Rússland: Kazakhstan tapað sem kornræktarland. Kina: Miklar hungursneyðir fimmta hvert ár. Indland: Miklir þurrkar fjórða hvert ár lran. — fæðuframleiðslan mun aðeins Kornrækt nægja fyrir þrjá fjórðu af íbúunum. hæfist að nýju á írönsku hásléttunni. Leyniþjónusta Bandarikjanna (CIA), hefur nýlega sent frá sér sina fyrstu veöurspá. Ef til vill má fremur telja þetta viövörun en spá, þvi þarna er fólk varað við þvi að allar likur bendi til þess.að veðurfar á jörðinni fari kólnandi og geti valdið stór- vægilegum samdrætti i fæðu- framleiðslu auk stjórnmála- kreppna. 1 öðrum orðum, þá geta loftslagsbreytingar or- sakaö geigvænlegar hungurs- neyðir, stjórnmálalegt og efna- hagslegt hrun ýmissa þjóða og nauðungarf lutninga ibúa þeirra. Þaö sem olliþvi, að CIA fór að fá áhuga á svo óliklegu við- fangsefni sem veðrinu, er þaö sjónarmið að fyrirsjáanlegt er, að i kjölfar þess að kjör versna hjá fólki af völdum fæðuskorts og fleiru komi fram öflugar og útbreiddar fjöldahreyfingar og þjóðfélagsbyltingar. I skýrslu um þessi mál, sem fullgerö var fyrir tveimur árum segir að það komi æ betur I ljós, að upplýsingaþjónustan verði aðskilja mikilvægi þeirra ógna, sem stafa af völdum loftslags- breytinga. Sem dæmi um yfir- vofandi ógnir má nefna rýrnun á fóöurræktarsvæðum I Sovét- rikjunum, hrun á kornfram- leiðslu I Kina og Kanada um helming og 25-60% i Evrópu, auk hinna heföbundnu upp- skerubresta 1 Indlandi. Það er þó ekki meining CIA að fara út I veðurfræðirannsóknir. Skýrsla þerra er byggð á rann- sóknum veðurathugana manna viða um heim, og mikilvægi hennar liggur I þvi aö upp- lýsingaþjónustan gerir sér nú grein fyrir afleiöingum veöur- farsbreytinga og geti undirbúiö sig fyrir þær, sér I lagi er þar átt við möguleikann á þvi að alls kyns stjórnmálaleg uppþot og óeirðir brjótist út um allan heim. Veðurfræöi er vfeindagrein, sem enn á eftir að sllta barns- skónum og ber vlsindamönnum ekki saman um það hvað muni gerast og geti gerzt I veðurfari jarðarinnar á næsta tiu ára timabili, hvað þá á næstu 100 árum. Samt sem áður gefa þekktar breytingar liöinna ár- hundraða og — þúsunda okkur þó nokkra visbendingu. Dæmi: Allmargar isaldirhafa farið yfir jörðina á siðustu skeiðum hennar og hafa þar skipzt á jökulskeið og hlýskeiö. Loftslag mun á hlýskeiðum hafa verið svipað þvi sem nú er og jafnvel hiýrra á köflum og hafa þau að meðaltali staöið i 50000 ár. A grundvelli þessa er engin ástæða til að óttast isöld i náinni framtlð, þvi ekki munu vera nema tíu þúsund ár liöin siðan isöld lauk og hlýskeiö hafizt. Fyrir ekki svo mjög löngu var veðurlag greinilega mun kaldara heldur en það er nú. „Litla isöldin”, sem svo er nefnd og gekk yfir jörðina á árunum 1500-1850 var einkennd af, að meðaltali einni gráðu á Celsius lægra hitastigi heldur en nú er. Fyrri helmingur tuttugustu aldarinnar hefur verið óvenju heitur og var meðalhitinn á árunum 1930-1960 liklega hærri en á nokkru öðru sambærilegu timabili á siðustu þúsund árum. Hitastig hefur farið lækkandi frá þvi 1940, en allt bendir i þá átt, að á siðustu árum hafi sú þróun stöðvazt. Vegna hins óvenjulega milda loftslags, sem hingað til hefur rikt á þessari öld, mætti leiða skynsamleg rök aö þvi að viö séum á leiö inn i kaldara tiina- bil. Þó er i þvi sambandi ekki átt við isöld. Um nákvæmari spá en þessa, greinir veðurfræðinga á. Skýrsla CIA er að mestu byggö á rannsóknum og kenningum Reids Byrsons, og starfsfélaga hans við Háskólann I Wisconsin. Kenning hans er I þvi fólgin, að norðurhvel jarðar sé að hverfa aftur til þeirra skilyrða, sem voru á „Litlu is- öld”, ogsé það eölilegt eftir það hitaskeið, sem rikt hefur það sem af er tuttugustu öldinni. Sú lækkun á meöalhita sem þessu yröi samfara mælist aðeins ein gráða á Celsius, en myndi hún hafa i för með sér djúpstæðar afleiðingar? ' Veðurfræöilega séð, þá mynduhelztu áhrifin verða þau, að belti vestlægra rakra vinda myndifærast suður á bóginn, en vindar þessir eru áhrifamestu þættirnir I loftslaginu á Bret- landseyjum og Norö- vestur-Evrópu. Norðlægari héruð yröu þurrari og auövitaö svalari og heföi það hörmuleg áhrif á helztu kornræktar- svæðin, svo sem Kanada og Kazkhastan (sjá kort). Aftur á móti öðluðust svæöi eins og Norður-Sahara og íran á ný frjósemi sina, sem þau höfðu óvéfengjanlega fyrr á timum, en það myndi á engan hátt geta bætt þaö upp aö nyrðri takmörk monsúnvindanna þokuðust nær miðbaug og eyöi- merkur á noröurhveli flyttust sunnar, (einnig sýnt á kortinu). Hungursneyðir þær, sem orðið hafa á Shal svæðinu nýlega — belti sunnan við Sahara — og óstööugir monsúnvindar á Ind- iandi gætu verið fyrirboðar slflcra breytinga. Þá hefði lægra hitastig einnig bein áhrif. 1 Evrópu er árlegur meðalhiti um 12 gráður C og gétur hún séð þremur mönnum fyrir fæöu á hvern hektara af ræktuðu landsvæði. Þeim fækkar hins vegar niður i tvo, ef hitastig lækkar þó ekki sé nema um eina gráðu eftir þvi sem Bryson segir. Ef sambærilegar breytingar yrðu i Kina, minnkaði fjöldi þeirra, sem hver ræktaður hektari fram- fleytir úr sjö niður i fjóra. Ef slikt, sem að framan er talið gerist, gætu skapazt umrót og óeirðir viða um heim, sem búast mætti við að upplýsinga- þjónusta CIA heföi áhuga á, en ekkert er um það sagt i skýrslunni, hvers konar form slikur áhugi tæki á sig. (þýtt og endursagt JB)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.