Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 31

Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 31
Sunnudagur 27. júni 1976 TÍMINN 31 PLATA Sigrúnar Haröardóttur, ShadowLady, er merkileg fyrir ýmsar sakir. 1 fyrsta iagi hefur Sigrún meö plötu sinni skráö nafn sitt, fyrst islenzkra kvenna, I sköpunarsögu islenzkrar popptónlistar. Sigrún er fyrsta islenzka konan sem gefur út breiöskifu meö eigin lögum og textum (þótt undar- legt megi virðast maöaö viö þaö, að islenzk popptónlist hefur slitiö barnsskónum fyrir löngu) ogþvi er plata hennar merkiieg frá sögulegu sjónarmiöi í öðru lagi er plata Sigrúnar i heild bezta plata frá Islenzkri söngkonu til þessa. Þær plötur sem áður hafa komið út með islenzkum söngkonum hafa að visu ekki verð upp á marga fiska, en Shadow Lady slær þeim auðveldlega við. 1 þriðja lagi eru textar Sigrúnar, á móðurmáli engil- saxa, skrifaöir af tilfinningu fyrir þeirri tungu og ber sáralit- ið á þeim hnökrum, sem oft vilja einkenna enska texta, orta af Islendingum. Framburður hennar á þessum ensku oröum er einnig til fyrirmyndar og gætu margir þekktari popparar mikið af henni lært i þvi efni. En þrátt fyrir svo mjög aug- ljósa kosti þessarar plötu, eru gallar hennar einnig augljósir, þvi miður. Þótt Sigrúnu takist i flestum tilfellum að semja mjög geðþekk lög og sum vel það — þá eru á plötunni einnig lög sem að mihum dómi hefðu betur Sigrún Haröardóttir, bónda- kona á Vestf jöröum, brá sér i Hljóðritunar-stúdióið i Hafnarfiröi I vor og tók upp eigin lög viö eigin texta. Arangurinn er eiguleg plata, en viövæntum meira frá henni I framtlðinni. Ramsy Lewis og félagar gera ýmiss konar tilraunir. veriö geymd. Það eru lög, sem skortir eitthvað, ég veit ekki hvað það er, en þau ná ekki til min — eru mér fjarlæg. Og það er einmitt i þessum lögum, sem Sigrúnu bregst bogalistin i söngnum. Hann verður tilgerðarlegur. Hér skal þó taka skýrt fram, að hér er um algjörar undantekningar að ræða, söngur Sigrúnar er yfir höfuð mjög góður og einkum hrifst ég af túlkun hennar á textunum. Sigrún sannar á þessari plötu, að hún er i hópi okkar betri tón- smiða. Nokkur þessara laga eru hreinar perlur, en stundum gengur Sigrún þó fullnærri sinum áhrifum, ef svo má segja, og heyra má glöggt, að Joni Mitchell hefur haft mikil áhrif á Sigrúnu. Og það er svo sem ekki leiðum að likjast. Hljóðfæraleikur plötunnar er vandaður að þvi leyti, að þar er vel leikið á öll hljóðfæri. Engu að síður fellur mér ekki vel við undirleikinn i allmörgum tilvik- um, og ég hygg, að ástæðan sé sú, að hljóðfæraleikararnir skilji ekki til fullnustu hvernig bezt er að haga undirleik við tónlist sem þessa. Enda ekki vanir að leika tónlist af þessu tagi. Fyrir vikið fær platan á sig full einfaldan svip, en ég tel að lögin sjálf bjóði upp á miklu meiri möguleika — möguleika sem annaðhvort var ekki hirt um að nýta, ellegar möguleika sem ekki var komið auga á. Ef til vill var undirbúningstiminn of stuttur, kynnin af Sigrúnu of litil. Eins ogáöur var vikið að eru textarnir ritaðir á tungu engilsaxa. Þeir eru með betri textum, sem ég hef séö á islenzkri poppplötu og ef eitt- hvað væri hægt að setja út á þá, væri það helzt að þeir væru of innhverfir. En það telst þó vart galli. Platan Shadow Lady er ótvi- ræður sigur fyrir Sigrúnu Harðardóttur, sigur sem þó hefði getað verið stærri ef, ef, ef... En það skiptir ekki máli úr þessu. Sigurinn er hennar. Okkar er ánægjan. Vonandi helfur hún áfram á sömu braut. G.S. Beztu lög: Love Can Shine Justice Reversed Lead Us Into Temptation Smiles Ramsey Lewis — Salongo Coiumbia PC 33173/FACO BANDARISKI hljómborös leikarinn Ramsey Lewis er iöinn viö hljómplötuútgáfu. Nýlega sendi hann frá sér plötuna Salongo og sú plata er aöeins áframhald af hans til- raunum i tónlist. Ramsey Lewis hefur sem kunnugt er skipaö sér fyrir löngu í hóp þekktustu jass- leikara Bandarikjanna, en hefur á siöari árum reynt aö tengja jassinn inn á aðrar brautir, bæöi meö áhrifum soul- tóniistarinnar og aö nokkru rokktónlistarinnar. Vegna þessa nefni ég plötur hans tilraunaplötur, og lika vegna þess að mér þykir hann ekki hafa náð sérstökum árangri — og alls ekki á þessari plötu. Siöasta plata hans, Ðon’t It Feel Good, var sýnu betri, en þar var einkum blandað saman jassi og soul-tónlist. A þessari plötu hins vegar kemur fleira inn I myndina, m.a. talsverð notkun á blástur- og strengja- hljóðfærum. Fyrir aðdáendur Ramsey Lewis hér á landi, sem eru vist orðnir allmargir, er platan ef- laust kærkomin. Lewis sýnir sina fyrri snilli á hljóðfærin sin, lögin eru flest góð, og ekkert út á tónlistarflutninginn að setja. Ég er hins vegar enn að biða eftir þvi að hann nái árangri. Beztu lög: Brazilica Aufu Oodu G.S. HUÓMPLÖTUDÓMAR NÚ-TÍMANS Sigrún Haröardóttir — Shadow Lady Hljómplötuútgáfan Júdas — Jud. 003. _______ _________ ★ ★ ★ ★ ••♦••••••♦•♦♦•♦•♦••••••♦♦♦•••••♦♦••••♦♦♦♦♦♦♦ •••••♦•••••♦••♦♦♦••••••••••••••••••••»•••••• •••••••♦♦••••♦•••••••♦••••••*••••••••♦•••••• ♦♦♦•♦• ♦♦♦••• ♦•♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦• •♦♦♦♦• ♦♦♦♦♦• ♦♦♦♦♦• ♦♦♦♦•• ••♦♦•• ♦•♦••♦ Vinsœldalisti Í!Íj LP-plötur Bandaríkin •♦♦♦♦♦ ♦♦•♦•♦ ♦♦♦♦♦• ♦•♦♦♦• •♦•••• ♦•♦♦♦• *•♦•••• •♦♦♦•• ♦♦♦•♦• ♦•••♦• ♦•♦•♦• ♦♦♦•♦• «♦••♦• •♦♦♦•• ****** ****** ****** ****** ****** ****** ****** ****** ****** ****** ****** ****** ****** ****** n:::: ****** ♦♦♦♦♦• ♦♦•••• ♦♦♦♦♦• ♦•••♦• ...... ♦♦♦•♦• ...... cö * C/3 V A C8 > rt t/3 cð (O xn C3 «3 *CS s- 3 ****** ****** ...... .................. •••♦•••♦•♦•♦•••••••••♦.-— ♦••♦♦•♦•♦•♦•♦• — — _•••♦•♦ ■♦.•••« •♦♦♦•♦ •♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦•♦ ****** ****** 3**** ♦♦♦• ••♦•♦♦ ****** ****** ****** ****** ****** . 12 1 Wings At The Speed Of Sound............. 2 Peter Frampton —*Frampton Comes Alive........22 5 Aerosmith— Rocks .......................... 5 8 Reorge Benson— Breezin’......................11 6 Diana Ross ..................................17 7 Fleetwood Mac................................48 3 Rolling Stones — Black And Blue.............. 8 - The Beatles — Rock’N Roll Music ............. - 9 10 Bob Marley & Wailers—Rastman Vibration ... 7 10 12 Isley Brothers — Harvest For The World...... 5 11 9 Led Zeppeiin — Presence.....................10 12 13 Brothers Johnson—Look Out For — 1...........17 13 14 Silver Convention ..........................12 14 4 EltonJohn — Here And There.................. 6 :::::: 15 17 Jethro Tuli — Too Old To Rock’n’Roll, Hjjj: Too Young To Die......... .................. 5 :::::: 16 15 MarvinGaye — IWantYou.....................13 jjj::: 17 18 Daryl Hall & John Oates....................38 :::::: 18 20 NatilieCole — Natalie..................... 5 |í||ii 19 21 Steely Dan — The Royal Scam................ 6 20 22 Steve Miiler Band — Fly Like An Eagle....... 5 ****** ****** ****** ****** ****** ...... :::::: •♦••♦♦ ****** ****** ****** ****** ••♦♦♦♦ ••♦•♦♦ •••♦•♦ »•♦♦♦* ****** ...... nýjar plötur Roger MacGuinn: Cardiff Rose Uriah Heep: Slight and Mighty Dr. Hoak: A little Bit More David Bowie: Changes on (Best of) 10 CC: How Dare You Poco: Rose of Amarron Chris Hillman: Slippin Away Isley Brothers: Harvest for the World Queen: A Night at the Opera Steely Dan: Royal Scam Wings: At the Speed of Sound Stepen Stills: lllegal Stills. Ramsey Lewis: Salango lan Hunter: All American Alien Boy Blackmore's Rainbow: Rainbow Rising Aerosmith: Rocks Love and Kisses: Brotherhood of Man. Elton John: Here and there Ríó trió: Verst af öllu Brimkló: Rock'n'Roll öll mín beztu ár Spilverk þjóöanna: CD Nærlífi Rúnar Júliusson: Hvað dreymdi sveininn? Sigrún Harðardóttir: Shadow Lady Sendum gegn þóstkröfu Laugavegi 89 Hafnarstræti 17 simi 13008 simi 13303.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.