Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 27
Sunnudagur 27. júnl 1976
TtMINN
27
ÞINGI GIGT-
LÆKNA LOKIÐ
XVI. þingi norrænna gigtlækna
lauk miðvikudaginn 23. júni sl. og
hafði þá staðið i 3 daga. Fjöimörg
erindi voru flutt siðasta daginn.
Prófessor J.J. Calabro frá
Bandarikjunum flutti fyrirlestur
um liðagigt i börnum og ungling-
um. Hann ræddi einkum um horf-
ur sjúkdómsins, sem hann taldi
yfirleitt góöar og betri, þegar
sjúkdómur fyndist á byrjunar-
stigi og góð samvinna tækist með
læknum, sjúkraþjálfurum og for-
eldrum um meðferð og endurhæf-
ingu.
Málþing (symposium) var
haldið um notkun lyfja, sem hafa
áhrif á vöxt fruma og framleiðslu
þeirra á mótefnum. Notkun þess-
ara lyfja hefur aukizt á siðustu
árum og ný lyf hafa fundizt. Þessi
lyf hafa oft góð áhrif á sjúkdóm-
inn, en stundum varasamar
aukaverkanir. Þess vegna eru
þau helzt notuð, þegar sjúkdóm-
urinn er á háu stigi og önnur með-
ferð hefur reynzt ófullnægjandi.
Gigtlæknar á íslandi hafa einnig
notað lyf af þessum flokki og hófu
á siðasta ári notkun á Penicilla-
mini. Það var staðfest á þessari
ráðstefnu, að þetta lyf kemur oft
að góðu gagni og hefur tiltölulega
litlar aukaverkanir, sé vel fylgzt
með sjúklingum, sem taka það.
Þá var haldið málþing um gull-
meðferð við liðagigt. Gull hefur
lengi verið notað til meðferðar
gegn liðagigt en ekki er þó langt
siðan gagnsemi gullmeðferðar
var sönnuð. Fyrir nokkrum árum
var tekið að lita eftir gullmagni i
blóði sjúklinga, sem fá gullmeð-
ferð. Læknar gera sér vonir um,
að slikt eftirlit geti leitt til betri á-
hrifa af henni og jafnframt til
minni tiðni aukaverkana. Gigt-
læknar á íslandi hafa haft slikt
eftirlit með sjúklingum sinum nú
um nokkurra ára skeiö. A undan-
förnum árum hafa komið fram
nokkur lyf, sem til greina kemur
að nota i stað gulls. Læknar vinna
nú að rannsóknum til að gera sér
grein fyrir framtiðarhlutverki
gulls I meðferð liðagigtar.
Margir sjúklingar með liðagigt
þurfa að fá sterameðferð, sem oft
kemur að góðu haldi. Sterar hafa
ýmsar aukaverkanir og meðal
þeirra er úrkölkun beina, sem
erfitt hefur reynzt að ráða bót á.
Á ráðstefnunni fékkst visbending
um, að lausn á þessu vandamáli
væri nú á næsta leiti.
Þá var rætt um notkun stera til
innspýtingar I liði. Það er ljóst að
þessi meðferð getur ha/t góð áhrif
á fyrstu stigum liðagigtar og slit-
gigtar, en áhrifin fara minnkandi,
þegar sjúkdómurinn kemst á
hærra stig. Ennfremur verður að
gæta þess vandlega, að bólga i lið
stafi ekki af sýkingum, þvi að
steragjöf eykur þá á bóíguna og
getur leitt til verulegra vand-
ræða.
Þá var haldið málþing um notk-
un svonefnds iktarþáttar til
greiningar liðagigtar og
til ákvörðunar á horfum liða-
gigtarsjúklinga. Tveir islenzk-
ir læknar tóku þátt i þessu
málþingi þeir Arinbjörn Kol-
beinsson og Nikulás Sigfús-
son. Skýrðu þeir frá rannsóknum,
sem gigtsjúkdómafélag Islenzkra
lækna hefur látið gera I samvinnu
við Hjartavernd á algengi og ný-
gengi iktarþáttar hjá um 6000
manns i Reykjavik og nágrenni.
Þar kom fram að algengi iktar-
þáttar hjá Islendingum er ivið
lægra en hjá öðrum þjóðum I
Vestur-Evrópu. Algengi vex með
aldrinum og nær um 3% við 60 ára
aldur. Einnig var sýnt fram á
samband iktarþáttar og verkja og
bólgu i liðum. Það kom i ljós að
iktarþáttur er u.þ.b. helmingi al-
gengari meðal fólks með þessi
liðaeinkenni en meðal þeirra sem
ekki hafa þau.
Aðalfundur Norrænna gigt-
lækna var haldinn meðan á gigt-
arþinginu stóð. A þessum fundi
var ákveðið, að næsta þing skyldi
haldið i Danmörku að 2 árum
liðnum. Ennfremur var ákveðið
að leggja til við norræn félög gigt-
lækna að þau stofnuðu sambands-
félag.
Þingið, sem haldið var að Hótel
Loftleiðum, sóttu um 200 norrænir
fulltrúar, 31 islenzkir, 45 sænskir,
59 danskir, 27 norskir, 28 finnskir,
1 færeyskur og 5 þýzkir. Enn-
fremur sóttu þingið gestafyrirles-
arar frá Englandi, Skotlandi og
Bandarikjunum.
Að kvöldi fyrsta dags þingsins
sóttu fulltrúar Islandskvöld að
Hótel Sögu. Siðari hluta annars
dags fóru fulltrúar i ferð til Þing-
valla og snæddu kvöldverð i Val-
höll og lokadag þingsins var hóf
að Hótel Loftleiðum. Ennfremur
fóru makar þingfulltrúa i kynn-
ingarferðir um Reykjavik og ná-
grenni.
Patreksf jör^ur: Óy0||jy
góð grásleppuveiði
SJ-Patreksfiröi. — Siðustu
tiu daga hefur verið einmuna
tið á Patreksfirði. Afli linu-
báta hefur þó verið fremur
lélegur, en virðist þó eitt-
hvað hafa batnað siðustu
daga. Einn bátur er á úti-
leguveiðum, þ.e. hann er um
viku i hverri veiðiferð og
beita sjómennirnir sjálfir
um borð, og hefur hann aflað
sæmilega. Nokkrir bátar
hafa hafið dragnótaveiðar en
lítið er vitað um árangur
þeirra ennþá. Grásleppu-
veiðar hafa gengið óvenju
vel og gera fjölmargir bátar
út á þær og má t.d. segja að
gert sé út frá hverjum bæ i
Barðastrandarhreppi og er
þetta mikil búbót fyrir bænd-
ur.
Þaö verður feikilega mikið
byggt hér i sumar, og er á-
ætlað að hefja byggingu 20-24
ibúða i sumar. Þegar hefur
bygging nokkurra hafizt. Þá
er áætlað að reyna að halda
áfram byggingu félags-
heimilisins sem hefur lengi
verið i smiðum og verið er að
byggja nýtt hraðfrystihús.
Atvinna er jöfn og g(W Í'Pat-
reksfirði eins og er.
gruggkúlur
í flestar bíla- og benzín-
vélar fyrirliggjandi.
Póstsendum um allt
land.
í frum5kógi umferdarinnar er einn,
sem ekki þnrf oft ad stnnzn uid untnsbnlin.
Allegro er einn þeirra, sem er léttur á fóörum. Hann svelgir ekki í sig benzínið, kemst vel af
með 8 lítra á hverja 100 kílómetra. Verð á viðgerðaþjónustu er einkar hóflegt og verð á vara-
hlutum eitthvert það lægsta, sem þekkist á markaðnum.
Kostnaðinum við að eiga og reka Allegro hefur verið haldið niðri, eins og unnt hefur verið,
en ekkert hefur verið til sparað hvað snertir smíði hans og útlit.
Undir vélarhlífinni malar þægilega þverliggjandi vél með hitastýrðri kæli-
viftu (hún er sterk, en það drynur ekki í henni). Með fram-
hjóladrifinu ferðu beygjurnar mjúklega, og þegar við bætist
fádæma góð "Hydragas" vökvafjöðrun, er Allegro sérstak-
lega stöðugur á góðum vegum sem vondum.
Fimm stiga (gíra) gírkassi (1500-gerðin) gerir
Allegro sparneytnari og það er notalegt að
aka honum. "Tannstangastýring-
in” tryggir liprar og öruggar hreyf-
ingar. Með sérstaklega styrktum
diskahemlum á framhjólum er
hægt að stöðva "dýrið” á auga-
bragði. - Það er ótrúlegt, að slíkt
"hlaupadýr” skuli ekki kosta
meira en raun ber vitnif
@4 P. STEFANSSON HF. ““HH
HVERFISGÖTU103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHOLF 5092
A sunnudag kl. 2 veröur opnuð almenningi mikii sýning á verkum Barböru Arnason listmálara og vef-
ara.sem lézt fyrir nokkrum árum. Sýningin eríVestursal Kjarvalsstaða og er þar mikili fjöldi oliumál-
verka, vatnslitamynda og ofinna verka. Þetta er glæsileg og falleg sýning I anda listakonunnar. Myndin
er af eftirlifandi manni Barböru, Magnúsi-Arnasyni listmálara, sem annaðist skipulagningu sýningar-
innar. Sýningin veröur opin á sunnudögum kl. 2-10, en kl. 4-10 þriðjudaga-laugardaga. Sýningin stendur
til 20. júli næstkomandi. Timamynd Gunnar