Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 27. júni 1976 TÍMINN 11 Þó er þessi þróun ekki alls staöar jafngreinileg. Enn eru til héruO, þar sem f jölskyldan vinnur öll viö landbúnaö og hefur einfaldlega allt sitt af jöröinni. Þessi mynd er frá Kenya. jafnvægi það sem nauðsynlegt er og sem dæmi um það má taka stofn dádýra I þjóðgörðum N-Amerlku, þar sem úlfum og öðrum kjötætum hefur fækkað um of. Veiða verður ákveöinn hluta dádýrastofnsins á ári hverju, til þess að komast hjá of- fjölgun, það er fjölgun umfram það sem landið þoiir. Talið er að hæfilegt sé að kjötætur drepi um tiu prósent af liffræðilegum massa veiðidýranna á ári — eöa þvi sem næst tiu prósent af heild- arfjölda stofns þeirra. Þaö er þvl greinilegt, að ákaf- lega viðkvæmu jafnvægier haldið á milli tegunda. Ljónið er nógu gáfað til þess að drepa það sem það þarf sértilviöhalds og endur- nýjunar, en antilópan er aftur nógu fljót og gáfuð til þess að komastundan i flestum tilvikum, en ekki þó öllum. Gegnum meginhluta mann- kynssögunnar hafa sömu lögmál um hæfnisval gilt um manninn og aðrar dýrategundir. Siðfræöi mannsins i iðnvæddum þjóðfélög- um nútimans er að sumu leyti tengd liffræðilegri siðfræði, en þó eru tengslin greinilegri 1 tækni- lega einföldum þjóðfélögum teg- undarinnar. Masai og Sam- buru-ættbálkarnir 1 Austur-Af- rlku viðhalda til dæmis banni við takmarkalausu áti á nautgripa- kjöti. Meö þvi aö takrharka (íeyzla kjötsins við táknræn veizlu hötd^syo sem brúðkaup og inn- vlgsluathafnir, vernda þeir fæðu- 'ílppsprettu sina og tryggja stöð- ugt rramboö mjólkur, sem er grundvallarfæðutegund þeirra. Kerfið er þó sveigjanlegt og ef grasið og mjólkin minnka til muna er alltaf hægt að finna á- stæðu til aukinna veizluhalda og þar af leiðandi til þess aö drepa eina eða tvær kýr I viðbót. Kerfið hjálpar þó til við aö halda jafn- væginu milli framboðs og eftir- spurnar. Athuganir Davids Western, þróunarfræðings, á Masai-ætt- bálknum I Kenya, leiddi til þeirr- ar uppgötvunar, aö beitarkerfi þeirra svipar um margt til hreyf- inga I viUtu Ufi umhverfis þá. Þeir bregðast á svipaðan máta við umhverfiseinkennum svo sem breytingum á úrkomu og beitar- skilyrðum. Mannfræðingar, sem athugaö hafahirðingja, hafa ekki alltaf greint þessa næmni á um- hverfið, þar sem hirðingjarnir sjálfir gefa fremur þjóðfélagsleg- ar skýringar á flutningum sinum og heföum, fremur en þróunar- eða llffræðilegar. öldungur meö- al Masai-manna er liklegur til aö gefa deilur við bróöur sinn sem á- stæðu fyrir flutningum, en hann er ólíklegur til að bæta þvi við að beitarlöndin þoldu ekki hjarðir beggja. Greinilegtj er að ákvarð- anir hiröingja eru að nokkru byggðar á llffræðilegu umhverfi þeirra, þannig að deilurnar, sem orsaka flutninga, stafa liklega af beitaraðstæðum að flestu leyti. Við getum i raun og veru skil- greint innbyrðis skipulag þjóðfé- lags kúahirðingja, svo sem Masai-manna, og kameldýra- hiröingja, svo sem Turkana, sem árangursrika lausn á liffræðileg- um vandamálum þeim sem tengd eru afkomu og endurnýjun stofns- ins. Hirðingjallfið er ákaflega ó- róasamt. Slfelld leit að nýjum beitarlöndum, uppbygging varna gegn ræningjum, bæði mannleg- um og annarra tegunda, og jafn- framt þvi, sköpun þeirra heimilisaðstæðna sem nauðsyn- legar eru til aö ala upp börn og sinna þjóðfélagslegum athöfnum, krefst styrkrar og strangar sið- fræði. Hirðingjarnir I Austur-Afriku leysa vandamál þau, sem risa vegna mótsagna i þessum nauð- synjum með þvi að nota sérstak- lega árangursrlka verkaskipt- ingu, sem byggð er inn I grundvöll þjóöfélagsskipulagsþeirra. Ungir menn eru ábyrgir fyrir kúahjörð- unum og öllum varnarstörfum, en eldri menn sjá um heimilin og stjórnmálin, auk þess að vera feður að börnum hópsins. Kon- urnar eru ábyrgar fyrir barna- uppeldi, húsbyggingum og viö- haldi á heimilinu. Umskuröarat- höfn vigir pilta inn i „hermanna- hópinn”þegar þeir ná kynþroska. Þeir verða „Moran” og verða að verja ættflokkinn og feröast um með hjörðina. Þeir búa I „kúabú- um”, eða „Manyattas” þar til þeir eru um þritugt, þegar ný kynslóð pilta er vaxin upp til að taka við spjótunum. Þá fyrst mega þeir setjast að meðal eldri mannanna, taka sér konur og eignast böm. Þeir verða þá einnig að láta af hegðun striðsmanna, þvl atferli sem réttlætanlegt væri hjá Moran, væri óábyrgt hjá „öldungi”. Til þess að allar konur ættbálksins giftiist og eignist börn er eldri mönnum heimilt að taka sér allt að fimm konur. Líffræðileg siðfræði Masai-manna endar þó ekki við þetta. Strlðsmennirnir, sem eru ungir og sterkir, eru ekki settir i kynllfsbann af neinu tagi. Þeir mega taka sér ungar stúlkur fyrir ástmeyjar, svo framarlega sem þeir geta þeim ekki börn. Þá skreyta strlðsmennirnir sig ákaf- lega með málningu og færa stúlk- unni sinni perlubönd. Stúlkurnar byggja Utla kofa fyrir utan girð- ingu kúabúsins, þar sem þær taka á móti elskhugum sinum. Perlu-sambandiö milli stúlku og striðsmanns stendur fram til þess tima að hún er kosin sem eigin- kona einhvers öldungs. Dýrafræðingurinn okkar, sem kominn var frá annarri plánetu, myndi verða áhyggjufullur þegar hann uppgötvar hversu óviða þessi liffræöilega siðfræði er ráð- andi I dag. Mannapinn freki og úfni hefur gripiö til lymsku sinnar og hefur aðlagaö umhverfið að sjálfum sér, I stað þess að láta náttúruna um að aðlaga hann umhverfinu. Þvi er ekki um veru- lega krefjandi þvinganir aö ræða hjá manninum, um að hann haldi sig innan við mörk liffræöinnar. Hann er ekki lengur ábyrgur gagnvart náttúrunni, eða gagn- vart öðrum dýrategundum. Það sem meira er, skipulag grund- vallaratferlis mannsins er með þeim hætti I nútimaþjóðfélagi hans, og svo flókið, að einstak lingurinn er ekki lengur ábyrgur fyrir ákvörðunum sem tengdar eru velferð hans og afkomu teg- undarinnar. Ef gæs dregur of lengi flug sitt suður á bóginn að hausti, deyr hún af kulda og hungri. Ef Masai-öldungur gerir skyssu I ákvörðunum sinum um val á beitilöndum, mun hann og fjölskylda hans velta. Hermaður, sem gegndi her- skyldu sinni I Vietnam, aftur á móti, hlýddi þar fyrirskipunum herforingja sem staðsettur var I Washington og réð litlu um sina eigin afkomu sjálfur. Ef borgar- búi leggur sér til munns kjúkling hefur hann ekki vitneskju um — hvað þá heldur ákvörðunarvald gagnvart — þá staðreynd að krabbameinsvaldandi efnum er sprautað undir hörund kjúklings- ins til þess að þyngja hann, auka vöxt hans og þar meö gera hann ábatavænlegri. Api les skæran, rauöan ávöxt af tré, þar sem rauöi liturinn vekur athygli hans. Ávöxturinn er einnig nýr ag full- 1 þróskaður. Þannig er liturin mikilvægt merki til apans um aö þarna sé um að ræða næringar- rika fæöu. Viðskiptavinur i stór- verzlun sýnir viðbrögð með sömu merkjum og apinn, þegar hann velur sér appelsinur eftir lit þeirra, en þá er eins vist að litur- inn sé óekta. Landbúnaðar-kaup- sýslumennirnir viðhalda þessu næringar-svindh, þvlþeir vita að það eykur hagnaðinn. Við höfum einnig fjarlægzt llf- fræðilega siðfræði á annan máta. Hæfileiki mannsins til þess að hugsa um að vera „góður” hefur skapaö nýja vidd innan siöfræð- innar. Áð öllum likindum voru siöfræðikerfi mannkynsins i upp- hafi liffræðileg. Bann Gyðinga við svinakjötsáti var vissulega skyn- samlegt meðan matareitrun var óviðráðanleg. Ströng siðalögmál landnemanna i Amerlku hæfðu einnig þeirri hörðu og nánu til- vist, sem þeir bjuggu við i upp- hafi. En huglæg siðfræðilögmál eru ákaflega sterk og þrautseig, þegar þau einu sinni eru til kom- in. Þau verða „guðleg” sjálfsögö sem sannindi og þau eru nægilega þrautseig til þess að lifa mun lengur en notagildi þeirra segir til um. Sumir af hirðingjunum I Aust ur-Afriku hafa nú tekið sér fasta búsetu og hafa lifibrauð sitt af akuryrkju. Þeir standa ekki leng- ur frammi fyrir þeim umhverfis- þrýstingi, sem hiröingjalifið skapaði. En aldursskiptingin milli öldunga og stríðsmanna er enn við lýði. Hermaðurinn er orð- inn atvinnulaus og hefur ekki lengur skemm tunina og spennuna sem fylgdi fyrra llfi hans, til þess að vega upp á móti banninu við hjónaböndum og barneignum. Þeir finna sjálfa sig jafnvel I al- gerri andstöðu við siðfræði þessa nýja samfélags. Þaðsem var rétt atferli áður, svo sem ránsferðir og bardagar til verndar sinum eigin hjöröum, er nú oröin glæpa- mennska. Staöreyndin er sú aö úrelt siö- fræðisjónarmið geta orðiö veru- lega skaðleg i liffræðilegum skilningi. Sú siðfræði, sem gerði fólki að geta mörg börn var greinilega skynsamleg hér áður fyrr. Afkoma fjölskyldunnar og velferð hennar var háö þvi að margarhendur væru til hjálpar á akrinum og þegar barnadauði var mikill og þurrkar og hungur gátu þurrkað út helming fjölskyldunn- ar eða meira, var stór fjölskyldu- hópur nauðsynlegur. Þjóðfélög Afriku notuðu forfeður sina sér til stuðnings að þessu leyti og bar þá bæði körlum og konum skylda til að geta mörg börn, til þess aö andar forfeöra og formæðra gætu endurfæðzt I börnunum og þannig öðlazt ódauðleika. Núttimakona i Afriku stendur þvi ekki aðeins frammi fyrir vanþóknun Ufandi ættingja sinna, ef hún takmarkar barneignir slnar, þvi hún þarf einnig að vera sér þess meðvituð, að hún er að dæma anda forfeðra sinna til dauða. Liffræöilega nauðsyn ber þó til þess i dag að við sköpum okkur nýja „barn- eignasiöfræði”, sem og nýja og endurskoöaöa siðfræði gagnvart mörgum öðrum þáttum filveru okkar. Fyrir nokkrum öldum sköpuö- um við siðfræði Mótmælendatrú- arinnar, sem byggist einna helzt á þeirri kenningu að við fáum laun á himnum fyrir strit okkar á jörðinni. Hagkerfi kapitalismans, sem óx undir styrkri vernd mót- mælendasiðfræðinnar hefur breytt veröldinni gjörsamlega. Ný tækni, nýjar leiðir til skipu- lagningar vinnu og aukin fram- leiðsla, hafa aukið auðæfi og vel- ferð margra þjóöfélaga. Viö telj- um þau sannindi sjálfsögð að maðurinn eigi rétt til lifs, frelsis og eigna sinna, svo og til alls þess, sem hann getur gert til að tryggja þau réttindi sin. Hið siöastnefnda er einkum einkennandi fyrir vest- ræn þjóðfélög. Efnahagslegur vöxtur er sérkenni okkar og við erum öll, bæði auöug og fátæk, ástfangin af „glampanum”, eins og afriski rithöfundurinn Ayi Kwei Armah svo réttilega nefiiir neyzlusamfélag okkar. Laga- spekingar okkar eru uppteknir við aö vernda „glampann” og á- kveða hverjir hafi fengið of lltið af honum, hverjir eiga að fá meira, hver leikur ekki sam- kvæmtleikreglum og hver leggur of mikið öl, án þess að fá sitt til baka. Þetta eru siöfræðileg mál- efni okkar tima. En hvað þýðir þetta i samhengi við llffræðilega siöfræði? I nafni frjáls framtaks og skjóts ágóða liggja rauðir sárataumar aö baki jarðýtnanna I Amazon-frumskóg- inum. Þar breytum við lifandi og viðkvæmu skóglendi I rauða sandeyðimörk. 1 nafni þjóðar- framleiðslu, sem við leggjum aö jöfnu við hamingju, er fátækum bændum i Indóneslu gert að rýma búsvæði sin til að „afkasta- meiri”, rikir bændur, sem hafa efni á að kaupa skordýraeitur og „kraftaverka-hrisgrjónaútsæði” geti komizt að. Græna byltingin kemur sjaldnast þeim til góða sem hún var þó ætluð. Vegna svartra talna I bókhaldi eru ollutankar tæmdir I höfin og hreinsaðir innan með þangi, þannig að nú er varla sú strönd til i veröldinni sem ekki er þakin lifskæfandi oliulagi. — I nafni þjóðlegrar reisnar og efnahags- þróunar eru reistar risavaxnar stiflur, sem stjórna vatnsflæði og koma ivegfyriraðvaxtaflóö bæri næringu til akranna, og bænd- anna, neðan við farveg ánna. Homo Sapiens er mikilhæf teg- und og hefur náð verulegum ár- angri.Viöhöfum lagtundir okkur viðtækara lifssvæði en nokkurt annað spendýr. En, það er ein- mitt þessi árangur okkar, i lif- fræðilegu tilliti”, sem nú krefst þess aö við snúum á ný til siðfræði liffræðinnar. Plánetan jörð er dvalarstaður okkar og við getum ekkisnúiöokkur til annarra bása. Siðfræði liffræðinnar mun gripa i taumana, að öllum llkindum með þeim afleiðingum að tegund okk- ar deyr út, ef við snúum ekki hæfileikum okkar til þess aö skapa siðfræðikerfi sem eru i takt við siöfræði plánetunnar. Það er kominn timi til þess að við færum umhverfi okkar og þær tegundir, sem deila þvi með okkur inn I sið- fræði okkar. Það er kominn timi til þess, að við veröum meira vit- andi um afleiðingar aögerða okk- ar fyrir þá af tegund okkar, sem eru fjarlægir okkur. Við verðum að læra að finna til sektar, ef við tæmum oliu i höfin, eða seljum bónda i Asiu DDT, ekki siður en við finnum til sektar gagnvart þvi að drepa nágranna okkar. Ef til vill þörfnumst við fleiri boöoröa og þróunarfræðinga, og spá- manna, sem með eldmóöi gætu innprentað þauiokkur og litninga okkar. (Þýttogendursagt H.V.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.