Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 27. júni 1976 BaAlif I Grimsey Ingólfur Davíðsson: Byggtog búið í gamla daga 128 Gauti Hannesson kennari hef- ur léö Grimseyjarmyndir i þennan þátt. A einni myndinni sést kirkjan til vinstri, skóla- húsið og radiómastriö i miðju og prestsetriö Miögaröar til hægri. Myndin var tekin árið 1939. Fyrrum var torfkirkja i Grims- ey, en hún var rifin og ný kirkja' byggö úr rekaviö 1867. Hún var siðan endurbyggð 1935 og þá færö um lengd sina frá Miö- garöabænum vegna eldhættu. Jafnframt var byggður kór viö kirkjuna og hún endurvigð áriö 1956. Skólahúsiö var reist 1905. Prestsetriö Miögaröar var byggt úr dönskum trjáviö áriö 1905 og stendur enn ófúiö. Ariö 1960 var þvi breytt og gert ein- lyft meö valmaþaki. Sumir prestar hafa unað m jög lengi i Grimsey og að ýmsu leyti verið forvigismenn eyjar- skeggja bæði á andlega og ver- aldlega sviðinu. Pétur Guö- mundsson var prestur I Grims- ey 1868-1895. Hann ritaði annál 19. aldar, merkilegt rit. Séra Matthias Eggertsson kom til Grimseyjar árið 1895 og þjónaði þar i 42 ár. Siðan hafa þjónað prestar úr landi, en djákni sat um hrið i Grimsey. Ameriskur fræöimaöur, Daniel W. Fiske lét sér mjög t Sandvlk I Grlmsey Bátar I Grlmsey á strlösárunum annt um Grimseyinga. Vorið 1900 sendi hann forkunnar vand- að tafl á hvern hinna 11 bæja I eyjunni og setti þar á stofn bókasafn árið eftir. Gaf siöan þangað bækur árlega i mörg ár og i erföaskrá sinní ánafnaði hann Grímseyingúm 12 þúsund dala sjóö, en það var þá mikiö fé. Torfbæirnir eru fyrir nokkru horfnir úr Grimsey og nýtizku hús reist i staðinn. í bók séra Péturs Sigurgeirssonar — Grimsey — er út kom 1971, stendur aö Vallakot sé þá eini torfbærinn, litil húsakynni, er voru allt i senn ibúð, fjárhús og hlaða. ,,Ég nem staðar fyrir framan svarta bæjarburst, drep á dyr og fer hálfboginn inn um útidyr, sem snúa I suðurátt. Löng göng liggja til litillar baö- stofu, framhjá fjósdyrum á vinstri hönd. Inn af baðstofu er kokkhús með svefnbekk. Bóndi var þá Stefán Eðvaldsson, sig- maður i 37 ár, hressti oft eyjar- búa með harmonikuleik sinum. 1 Vallakoti var eini köttur eyjar- innar. Hann varð 23ja ára gam- all. »> Myndir eru af Vallakoti i Grimseyjarbók séra Péturs. A mynd frá Sandvik I Grimsey er verið að fleyta fram steyptu keri til 10-15 metra bryggju lengingar i júli 1939. Verkstjóri Jón Dagsson. Þetta má kalla upphaf að verulegri bryggju I Sandvikinni, en bryggjan og höfnin hafa verið endurbættar mikið siðan. önnur mynd frá Sandvik sýn- ir baölif i ishafinu á árunum 1940-1945. Og á einni sjást bátar við bryggju I Grimsey, senni- lega á striðsárunum. Loks er mynd af Borgarskeri meö byggðina I bakgrunni. Ibú- ar Grimseyjar munu vera 80-100 siöustu árin. Getið var Grimseyjar i þætti 17. marz 1974. Báðir Grlmseyjarprestarnir Pétur og Matthias gerðu lengi skipulegar veöurathuganir þarna úti við Ishaf. Athugasemd: I þættinum 30. mai voru birtar myndir af tveimur konum I islenzkum búningum. Sú sem bar upphlut og var á leið út á Lögberg, er mér sagt að sé Sigriöur Björns- dóttir, systir Sveins forseta, en nafn hinnar i hátiöabúningnum mun vera Ásta Gunnlaugsdótt- ir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.