Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 6
TÍMINN Sunnudagur 11. júU 1976. 6_ f Ingólfur Davíðsson:| Byggtog búið í gamla daga 130 >-- ■ Reykviskir sjómenn búast til vetrarvertiöar -■.........................................................................- ■ ■■■ Frú Sigriður Hallgrímsdóttir frá Reykhúsum i Eyjafirði hef- ur léð gamlar myndir i þennan þátt og áður i þættina 23. og 30. mai. Mun Magnús Clafsson ljós- myndari hafa tekið myndirnar. Litum fyrst á leiksystur á steinriði landshöfðingjahússins, þekkir einhver þær? A annarri mynd eru reykvisk- ir sjómenn að búast til vetrar- vertiðar. Margar biða þeirra skúturnar. „Feður lands á sætrjám svámu sina lengstu tið” kvað Steingrimur. Sjaldgæft er nú orðið að sjá botnvörpung undir seglum eins og þennan GK 315 frá Hafnar- firði, hvað hét hann? Fjölmiðlar virðast hafa gleymt orðinu botnvarpa eða varpa, þeir staglast i staðinn á ensku „trolli”. Og „hifa” alla hluti en lyfta þeim aldrei, þvi siður að þeir dragi inn vörpu. Það virðist hafa verið „handagangur I öskjunni” við uppskipun sildar á Oddeyri i gamla daga, og sUdarstúlkurn- ar hamast að salta: tunnu, tunnu kalla þær! Ég man mörg síldarskip kasta á dökkar sildartorfurnar á Eyjafirði skammt undan landi, og namm namm, ný feit sild er sannar- lega hátiðarmatur. Eða saltsild upp úr tunnu! En leið var stækjan úr sildarverksmiðju- strompunum. Hafgolan bar brækjuna frá Krossanesi og Dagverðareyri inn yfir Akur- eyrarbæ. Akureyri er næm fyrir loft- mengun vegna veðurfarsins og legu sinnar inn við fjarðarbotn. Reykjavik er reist úti á nesi og þar er sjaldan lögn. Menn bölva stormbeljandanum, en hann hefur einn kost, loftið hreinsast mikið'. Sildaruppskipun á Oddeyri tslenzkur botnvörpungur I Hafnarfiröi Sildarsöltun á Oddeyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.